Morgunblaðið - 08.03.1985, Page 44

Morgunblaðið - 08.03.1985, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985 til kl. 03 Hinir frábæru stuðarar KAKTUS leika. Aldreí betri. Húsiö opnaö kl. 19.00. Borðapantanir fyrir matargesti í síma 99-1356. Sjónvarp á barnum. í Jm Enginn aögangs- ; _ fyrir -00. £ Aögangseyrir eftir •''jkþ ® , f { kl. 22.00 kr. 170. ' '• V/ ■ —oJnuhóll— Athugasemd við túlkun Jó- hönnu Sigurðardóttur á ágrein- ingi vegna fundar 8. mars ?r SELFOSSI eftir Sigurlaugu S. Gunnarsdóttur Uppruni alþjóðlegs baráttudags kvenna er órjúfanlega tengdur bar- áttu verkakvenna gegn tvenns kon- ar undirokun: sem konur vegna kyns síns, og sem stétt vinnandi fólks vegna stöðu sinnar gagnvart framleiðendum og fjármálavaldi. — 8. mars 1857 gengu saumakon- ur í New York á götunum með kröf- ur um betri vinnuaðstæður og kosningarétt. — Arið 1871 tóku þúsundir kvenna þátt í götubardögum til jafns við karla, gegn kúgurunum í Frakklandi. Það var á dögum Par- ísarkommúnunnar, einnar mestu uppreisnar verkalýðsstéttarinnar í Evrópu. — I upphafi aldarinnar gekk gíf- urlegur fjöldi kvenna í verkalýðs- félög í Þýskalandi. Sósíalistinn Clara Zetkin, stofnfélagi Annars alþjóðasambands verkalýðsins (1889) virkjaði margar þessara kvenna í þýska Sósíalistaflokknum. — í mars 1917 var kröfuganga tugþúsunda rússneskra kvenna í Pétursborg gegn keisaranum. Árið 1910 tók Clara Zetkin frum- kvæði að því á alþjóðlegri ráð- stefnu sósíalískra kvenna í Kaup- mannahöfn, að samþykkt var að undirbúa árlega kvennadag sem al- þjóðlegan baráttudag. Árið 1921 gerði þing Þriðja alþjóðsambands kommúnista 8. mars að slíkum degi. I ár eru liðin 75 ár frá ráðstefn- unni í Kaupmannahöfn. 75 árum síðar njóta konur aðeins formlegra réttinda sem þjóðfélagsþegnar. Á vinnumarkaðnum eru þær í verstu störfunum. Þær eru lægst launað- ar. Iðngreinar þar sem þær eru fjölmennar lúta sérstökum upp- BPOADWAy Ekkí nokkru lagi Kkt er algeng sögn hjá fólki sem farið hefur í Broadway á hina stórkostlegu skemmtun með og stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar. Þessi skemmtun er svo sannarlega þess viröi aö mæta á — hvergi betri skemmtun og hvergi meira fjör. \\ iötunPar’ Pr‘n#l ttá Co ,venl Garden’ ítyrsia Breta- Stórhljómsveit Gunnars Þóröarsonar ásamt söngvurunum Björgvini Halldórs- syni, Sverri Guöjónssyni og Þuriöi Siguröardóttur leika svo fyrir dansi. Aögangseyrir eftir kl. 23.00 kr. 190. Minni fyrirtæki og stofnanir, þaö er góö hugmynd aö hakJa árshátíöina meö Rió i Broadway. Þar fær fólkiö kvöWverö og stórkostlega skemmtun fyrir lágt verö. REISUR Flug, gietmg 12 MMur og •dgAngumldi Frá Akureyri kr. 4451 Frá iMfiröi kr 4403. LáHió frekari upplfiingá á rikMkfHtlofiMi sagnarreglum sem skeröa hag þeirra. Mikill meirihluti íslenskra kvenna er á vinnumarkaðinum. En verkakonur njóta ekki fyrirgreiðslu fyrir börn sín í dagvistun. Innan skólakerfisins er verið að gera að- för að börnum vinnandi fólks. Stúlkur verða þar undir. Innan heilsugæslu er ráðist á almennan rétt samfélagsþegna til þess að halda heilsu. Konur yfirtaka sam- kvæmt hefð umönnun sjúkra, aldr- aðra og félagslega afskiptra. í dag hafa konur ekki formlega rétt til þess að ákveða hvenær þær vilja eignast börn, en með jöfnu millibili verða takmörkuð réttindi þeirra í þeim efnum fyrir árásum. Við sem stöndum að baráttu- fundi 8. mars undir kjörorðinu „gegn launastefnu ríkisstjórnar- innar", höfum lítinn áhuga á form- legum réttindum. Við tökum af- stöðu til hlutanna eins og þeir liggja fyrir. Við viljum verja konur gegn að- för ríkisstjórnar atvinnurekenda. Við viljum þessa ríkisstjórn feiga. Okkur er engin launung á því. Við viljum sigur til handa kennurum í baráttu þeirra. Við viljum breyta aðstæðum fiskvinnslukvenna. Við viljum gera lærdómana af verkfalli BSRB almenna: að það verði að berjast. Við viljum styðja og njóta stuðnings kvenna í öðrum löndum, eins og t.d. Nicaragua þar sem kon- ur berjast og deyja til varnar kyn- systrum sínum og löndum. Af þessum ástæðum getum við ekki samfylkt með konum sem styðja ríkisstjórnina. Það er ekki hægt að leggja slík ágreiningsmál á hilluna. Það væri niðurlæging fyrir kennara að taka höndum saman við menntamálaráðherra um málefni kvenna. Það er ósmekklegt að ætla að samfylkja ungum sjálfstæðum konum með Sjálfstæðisflokkskonum sem eru á móti frjálsum fóstureyðingum. Og það er villandi að gefa yfirlýsingar um réttindi kvenna í samvinnu við aðila sem eru virkir gegn slíkum réttindum. 8. mars er alþjóðlegur baráttu- dagur vinnandi kvenna. 1. maí er alþjóðlegur baráttudagur verka- lýðsstéttarinnar. Þetta skal í heiðri haft. Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir er Íuíltrúi Krennafylkingar Alþýðu- bandalagsins regna undirbúnings baráttufundar 8. mars. Hallur Helgason Dnnur Berg Elfarsdóttir Að vera ungur í Hafnarfirði í TILEFNI af ári æskunnar stendur Stefnir, félag ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, fyrir fundi sem er opinn öllu ungu fólki í Firðinum. Fundurinn er í hádeginu á morgun, laugardag, og verður þar tekin til umræðu sú aðstaða, sem ungu fólki er sköpuð í bænum til athafna á sviði íþrótta- og skemmtanalífs. Hvernig er að vera ungur Hafn- firðingur? Það er spurningin, sem leitað verður svara við á fundinum. Frummælendurnir koma báðir úr Flensborgarskóla. Þeir eru Hallur Helgason, formaður nemendafé- lagsins í skólanum, og Unnur Berg Elfarsdóttir. Að loknum framsögu- erindum eru opnar umræður. í fréttatilkynningu frá Stefni segir: Félagsaðild að Stefni er ekki nauðsynleg til inngöngu og vill Stefnir skora á ungt fólk að fjöl- menna á fundinn sem og aðra þá er láta sig málefni ungs fólks í Hafn- arfirði einhverju varða. Fundurinn verður haldinn í veit- ingahúsinu Gafl-Inn við Dalshraun á annarri hæð. Hann hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til klukkan tvö. Matarverð er aðeins 180 krón- Opiö hus hja MIR Opiö hús verður í félagsheimíli MÍR, Vatnsstíg 10, laugardaginn 9. mars kl. 14. Gestir félagsins verða úr röðum starfsfólks sovéska sendiráðsins og munu þeir segja frá eigin reynslu og kjörum alls almennings í Sovétríkjunum á stríðsárunum 1941—1945. Einnig verður fjallaö um hópferö MÍR til Sovétríkjanna næsta sumar. Kaffiveit- ingar. Öllum er heimill aðgangur, en þeir sem hafa bókað sig í hópferðina eru sérstaklega hvattir til að koma. Stjórn MÍR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.