Morgunblaðið - 27.04.1985, Page 14

Morgunblaðið - 27.04.1985, Page 14
14 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1985 Að lokinni sýningu: Á myndinni eru meöal annarra Halldór og Auður Laxness, Sveinn Einarsson og forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir. Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráð- herra: Megi ómar íslandsklukkunnar halda áfram að óma úr sölum Þjóðleikhússins. Halldór Laxness klappar lof í lófa þeim, sem gerðu sýningu íslandsklukk- unnar að þessu sinni að veruleika. Klukka landsins slær í Þjóðleikhúsinu Helgi Skúlason var einn fimm sem Þuríður Pálsdóttir, formaður Þjóðleikhússráðs veitti viðurkenningu úr Menning- arsjóði Þjóðleikhússins. 35 ára afmœli Þjóðleikhússins „ÞAÐ er vel við hæfí að íslandsklukkan skuli vera hátíðar- sýning Þjóðleikhússins á 35 ára afmæli þess. Þjóðleikhúsið var í raun byggt yfír klukku landsins og það er ósk mín og þeirra, sem unna íslenzkum bókmenntum og listum, að úr Þjóðleikhúsinu megi, svo lengi sem leikið er á íslenzku, óma hljómar klukku íslands.“ Þetta voru orð Ragnhildar Helgadóttur, menntamálaráð- herra, við hátíðarfrumsýningu Þjóðleikhússins á íslandsklukk- unni eftir Halldór Laxness. Ragnhildur ræddi í erindi sínu í upphafi sýningar um sögu Þjóð- leikhússins og þann eldhug Ind- riða Einarssonar, rithöfundar, sem meðal annarra var frum- kvöðull byggingarinnar. Hún sagði draum hans hafa verið að byggja musteri islenzkrar leik- listar, en sá draumur hans rættist í raun aldrei nema á þann hátt, að hver leiksýning yrði að veruleika. Þuríður Pálsdóttir, formaður stjórnar Þjóðleikhúsráðs, af- henti í lok sýningar viðurkenn- Grænn drykkur í Broadway Leiklist Jóhann Hjálmarsson Revíuleikhúsið: GRÆNA LYFrAN eftir Avery Hopwood Þýðandi: Sverrir Thoroddsen Leikstjóri: Þórir Steingrímsson Leikmynd og búningar: Baldvin Björnsson Lýsing: Ólafur Örn Thoroddsen Tónlist: Jón Ólafsson Sýningarstaður: Broadway Veitingahúsiö Broadway er nú orðið vettvangur leiksýninga og er það vel. Ekki er að efa að þrátt fyrir ýmsa ókosti muni sviðið í Broadway stuðla að því að þaðan berist leiklist út til áhorfenda sem í leiðinni geta notið veitinga. Græna lyftan eftir Avery Hop- wood er sívinsæll gamanleikur á íslandi, kjörið verkefni áhugaleik- félaga. Revíuleikhúsið er nú að vísu meira en áhugaleikfélag, en á það sameiginlegt með ýmsum áhugaleikfélögum að leggja áherslu á að fá fólk til að hlæja. En leikhúsið hefur líka „innihald" á stefnuskrá sinni og síðast en ekki síst iistrænan flutning. Hvað væri leikhús án hans? Innihald Grænu lyftunnar eru skoplegir þættir hjónabandsins, en auðvitað háalvarlegir um leið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.