Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 182. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ræða Botha veldur miklurn vonbrigðum MkiMthit 16. AP. ^ LEIÐTOGAR vestrsnna ríkja gagnrýndu harðlega P. W. Botha, forseta Sudur-Afríku, og sögðu ræðu hans { gær hvorki hafa boðað neinar raunhæfar breytingar á hiigum svartra íbúa landsins né aukið vonir um að kynþátta- óeirðum lyki senn í Suður-Afríku. Gjaldmiðill landsins féll í verði í dag í framhaldi af ræðu Botha og hefur aldrei verið lægri gagnvart Bandaríkjadoll- ar. AP/Simamynd Páfi í Afríku Jóhannes Páll páfi annar er nú í ferð um Afríku. Hér er hann ásamt Mobuta forseta Zaire í Kinshasa. Myndin var tekin í gær skömmu áður en páfi steig um borð í þotu ítalska flugfélagsins Alitalia, sem flutti hann til Nairóbí í Kenýa. Fimm menn Obote líflátnir í Úganda Kampala. 16. ágúat AP. Andstæðingar aðskilnaðar- stefnunnar og leiðtogar svartra íbúa Suður-Afríku segjast óttast að þjóðin eigi eftir að gjalda þver- girðingshátt Botha dýru verði. Segja þeir að með ræðu sinni hafi Botha lýst því yfir að ekki yrði haggað við aðskilnaðarstefnu stjórnarinnar. Væri því enn nauð- synlegra en áður að leggja stjórn hans að velli og það tækist aðeins með auknum skæruhernaði. Spá þeir miklum blóðsúthellingum. Desmond Tutu, biskup, sem er andvígur ofbeldisaðgerðum, kvað ræðuna hafa valdið sér mikilli hryggð. Líkur á friðsamlegum breytingum væru nánast úr sög- unni. „An kraftaverka eða íhlut- unar annarra ríkja eru dagar svartra Suður-Afríkumanna tald- ir,“ sagði Tutu með grátstafinn i kverkum á fundi með frétta- mönnum. Viðbrögð vestrænna ríkja við ræðu Botha eru flest á einn veg, vonbrigði og fordæming. óttast ýmsir leiðtogar að Botha hafi klúðrað tækifæri til að „bjarga Suður-Afríku frá hryllilegu blóð- baði“. Ýms ríki, t.a.m. Astralía, Olíusala minnkar Mimma. Bahrain, 16. á|(úat AP. TANKSKIP lestuöu í dag olíu við eina af þremur olíubryggjum í olíuhöfn ír- sem frestað höfðu refsiaðgerðum gegn Suður-Afríku, ákváðu að grípa til aðgerða af þessu tagi. Kanadamenn kölluðu sendiherra sinn í Suður-Afríku heim í dag og sendiherrar annarra ríkja frest- uðu því að snúa aftur. Flest ríkjanna lýstu vonbrigð- um þar sem Botha tilkynnti ekki að Nelson Mandela, leiðtoga svartra, yrði látinn laus. Banda- ríkjastjórn ákvað í dag að kosta endurbyggingu húss Winnie Mandela, konu Nelsons, sem skemmdist illa í eldsvoða á dögun- írana um 40% ana á Kharg-eyju við Persaflóa, að sögn áreiðanlegra heimilda. Er því sú fullyrðing íraka, að þeir hafi gjöreyði- lagt mannvirkin á Kharg í loftárás í gær, ekki sannleikanum samkvæm. Hins vegar ber heimildum saman um að frakar hafi valdið Írönum verulegu tjóni í árásinni. Sérfróðir menn telja að Iranir verði að minnka olfuútflutning um a.m.k. 40%, þar sem tvær olíu- bryggjur af þremur á Kharg-eyju séu stórskemmdar. Nær öll olía sem íranir flytja út fer um höfnina á Kharg, eða ein milljón tunna á dag. Tekjur þeirra af olíusölu nema 25 milljónum dollara á dag. Minni olíu- sala í kjölfar árásar Iraka á Kharg- eyju mun valda írönum efnahags- örðugleikum. Að sögn skipaeftirlits Lloyd’s- tryggingafélagsins gerðu átta fransk-smíöaðar orrustuþotur íraka árásina á Kharg. Flugu þær í tveim- ur fylkingum og skutu m.a. flug- skeytum, sem ætlað er að splundra olíugeymum. Áreiðanlegar heimild- ir segja að sprengjur hafi hæft stjórnstöð olíustöðvarinnar. Svartur reykjarmökkur steig upp frá eynni í dag. FIMM leiðtogar i flokki Milton Obote, fyrrum forseta Úganda, voru teknir af hTi í suðvesturhluta landsins í vikunni, að sögn blaðsins Munno, sem talið er áreiðanlegt. Blaðið segir að formaður Þjóð- þingsflokksins í Rakai-héraðinu, sem liggur að landamærum Tanz- aníu, hafi verið tekinn af lífi á þriðjudag, ásamt þremur háttsett- um flokksmönnum öðrum. Þá tók hópur manna sig til og grýtti og barði til dauða flokksleiðtoga i bæn- um Nsangi, sem er 20 kilómetra suð- vestur af Kampala. Að sögn Munno voru morðin framin af fólki, sem leitaði hefnda fyrir það sem það kallar ofsóknir af hálfu stjórnar Obote. Stjórn Obote, sem steypt var af stóli 27. júlí sl., er sögð hafa lagt blessun sína yfir morð og pyntingar stjórnarher- manna og önnur mannréttindabrot. AP/Símamynd Mestur hluti stélkambs, hliðarstýris, japönsku þotunnar, sem fórst á mánu- dag, var horfinn af þotunni þegar þessi mynd var tekin. Áhugaljósmyndari tók myndina örfáum mínútum áður en þotan brotlenti í fjallshlíð norður af Tókýó. Ný kenning um brotlendingu japönsku þotunnar: Stélkambur tættist af er þrýstingsskilrúm rifnaði Tóliýó, 16. á((ú<iL AP. um. FLEST þótti benda til þess í kvöld, rými japönsku þotunnar, sem fórst hafi loft streymt skyndilega upp í si þeim afleiðingum að hann rifnaði ai Þrýstingsskilrúmið fannst á slysstaðnum i dag og þykir útlit þess gefa til kynna að það hafi brostið. Skilrúmið er sérstaklega styrktur veggur milli farþegarým- isins og þess hluta stélsins, sem enginn loftþrýstingur er í. Komist loft undir þrýstingi úr farþega- klefanum i þennan hluta stélsins leitar það upp í stélkambinn, sem er holur að innan, á hljóðhraða og ið þrýstingsskilrúm aftast í farþega- á mánudag, hafi gefið sig. Við það élkamb þotunnar, hliðarstýrið, mcð i mestu af þotunni. ef þrýstingsmunur er mikill innan og utan flugvélarinnar eru allar líkur á að kamburinn og stélkeilan tætist í sundur. Talið er að hlutar hæðarstýris- ins hafi rifnað af er hliðarstýrið sprakk. Við það hafi fjórfalt vökvakerfi stjórnflatanna bilað með þeim afleiðingum að flug- raenn fengu ekkert ráðið flugi þot- Eftir lendingaróhapp í Osaka 1978 var skipt um neðri hluta þrýstingsskilrúmsins í þotunni. It- arleg skoðun er gerð á skilrúmun- um á 3.000 flugstunda fresti og var skilrúmið í þotu JAL síðast skoðað í desember sl. Aðeins þarf lítið gat í skilrúmið til þess að það rifni þegar komið er í flughæð. Tveir farþeganna, sem komust lífs af, sögðu að skyndilega hefði hár hvellur kveðið við og súrefnis- grímur fallið, sem gerist sjálf- krafa þegar þrýstingur fellur í farþegarýminu. Annar farþeg- anna segist hafa séð skemmdir í lofti yfir einu salerninu aftast í þotunni. Hann segir mikla hræðslu hafa gripið um sig meðal farþeganna. 1 dag höfðu fundist 30 stykki úr þotunni í sjónum í Sagamibugt- inni. Þá hafa fundist lík 392 far- þega af 520, en aðeins hefur tekizt að bera kennsi á 202 lík. Sjá „Boeing hvetur flugfélög til að skoða stélhluta breiðþota" á bls. 20. Blaðið sagði einnig að tveir menn hefðu verið líflátnir í Kampala í gærkvöldi er menn í hermanna- klæðum hefðu farið ránshendi um eitt hverfi borgarinnar. Helzta skæruhliðahreyfing Úg- anda sagði menn sína hafa afvopnaö stjórnarhermenn í borgunum Mbar- ara, Ntungamu, Bushenyi og Kabale í Suðvestur-Úganda og haldið þar stjórnmálafundi. Að því loknu hafi þeir yfirgefið borgirnar og tekið herfang sitt til skóganna. Fregnir í þessa veru hafa verið sagðar af ferðamönnum og íbúum viðkomandi svæða upp á siðkastið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.