Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1985 13 Fulltrúi forseta Rotary International, Ernst Breitsholtz frá SviþjóA, sæmir Rótarýmanninn Torfa Hjartarson heiöursmerki Paul Harris á umdæmisþing- inu sem haldið var í júní. þó verið tekið til atkvæðagreiðslu á hverju löggjafarþingi Rotary International, sem haldin eru þriðja hvert ár, en tillögurnar um aðild kvenna hafa hingað til verið felldar með allmiklum atkvæða- mun. Til þessa hafa íslendingar hins vegar verið æði beggja blands í afstöðu sinni," upplýsti Sigurður. nÉg er því mjög hlynntur að konum verði boðin þátttaka í störfum Rótarýs, á sama hátt og körlum," sagði Sigurður, „enda fráleitt eins og þjóðfelagi okkar er háttað að geta ekki boðið konu, sem veitir mikilvægri stofnun for- stöðu, aðgang að samstarfi í fé- lagsskap okkar sakir kynferðis síns. Ég er sannfærður um að um aldamótin verður búið að breyta þessu,“ bætti hann við. Þess má þó geta að starfandi er hér á landi félagsskapur kvenna, Innra hjólið, sem tengist Rótarý. Ekki er þó um Rótarýklúbb að ræða heldur sam- tök kvenna, sem giftar eru mönn- um innan hreyfingarinnar. AÖ þjóna fremur en þiggja Þegar Sigurður var að því spurður hvaða gagn hann hefði haft af Rótarýaðild sinni var hann fljótur að minna á einkunnarorð félagsskaparins, „Service Above Self“ — að þjóna fremur en að þiggja. Hins vegar væri líka til annað slagorð innan hreyfingar- innar — „He profits most who serves best“, sem mætti útleggja „Sá sem þjónar best, þénar mest“ og taldi Sigurður þetta hafa reynst orð að sönnu. Að vísu hefðu gagnrýnendur Rótarýs reynt að túlka þetta svo, að hér væri komin sönnun þess að hreyfingin hefði það markmið að afla félögum sín- um fjárhagslegs ábata, en því færi alls fjarri. „Það er hægt að hagn- ast, þó ekki skili ágóðinn sér í seðlum," sagði Sigurður. „Þetta þýðir einfaldlega að sá, sem er reiðubúinn til að leggja eitthvað á sig fyrir aðra, mun fá það endur- goldið," bætti hann við. Benti Sigurður á að unnt væri að láta gott af sér leiða með öðru en fjárgjöfum, þótt vissulega væru þær góðra gjalda verðar, en gagn- stætt öðrum þjónustuklúbbum stæði Rótarý ekki fyrir söfnunum meðal almennings — heldur héldi sig innan hreyfingarinnar. „Lions- menn, t.d., eru manna duglegastir við líknarstörf, á borð við fjár- safnanir fyrir sjúkrahústækjum og því um líku og eiga þeir sann- arlega þakkir skyldar fyrir. Vissu- lega styðjum við þá, sem einstakl- ingar, en innan okkar félagsskap- ar beitum við okkur að ýmsu öðru, líka á alþjóða vettvangi, því í mörg horn er að líta. Smækkuð mynd af þjóðfélaginu Aðspurður kvaðst Sigurður hafa gengið í Rótarý árið 1969 og starf- að síðan í Rótarýklúbbi Reykja- víkur. Fundir I klúbbunum eru haldnir vikulega og er mætingar- skylda ströng. Að vísu eru menn ekki látnir hætta, nema mætingar fari niður fyrir ákveðið lágmark. Ætlast er til að félagar gefi upp fullgilda ástæðu fyrir fjarveru sinni og þeir sæki fundi hjá öðrum Rótarýklúbbum, þegar þeir eru á ferðalagi utan sinnar heima- byggðar. Sigurður sagði: „Þessi ákvæði eru ekki út í hött. Maður kynnist ekki sínum félögum, nema með því að hitta þá og það sem oftast. Svo hafa menn líka ævin- lega eitthvert gagn af fundarsókn — þeir hitta þarna ólíka menn með misjöfn sjónarmið. Rótarý velur sína félaga án tillits til þjóð- ernis, stjórnmála- eða trúarskoð- ana. Félagsskapurinn þroskar ein- staklingana og kennir þeim að umbera skoðanir annarra og lifa saman { sátt og samlyndi. Þetta eru mjög lýðræðisleg samtök — smækkuð mynd af önn og iðju þjóðfélagsins — samansafn þeirra, sem taldir eru verðugir fulltrúar starfsgreina sinna eða njóta trúnaðar innan síns sér- sviðs. Markmiðið er að miðla öðr- um af reynslu sinni og þekkingu. Sem sagt; að gefa og þiggja — það er málið. Þetta kennir manni að rökræða án þess að rífast og virða ólík viðhorf," sagði Sigurður. Til eru menn innan Rótarýklúbbs Reykjavíkur, sem mætt hafa á hvern einasta fund sl. 30 ár, og svo er um fleiri klúbba. Auk hefð- bundinna fundarstarfa og sam- skipta á vegum Rotary Internat- ional gera Rótarýfélagar sér stundum dagamun, eins og í mörg- um félögum tíðkast, og þá gjarnan með þátttöku eiginkvenna sinna. Starf umdæmisstjóra Sigurður upplýsti að umdæmis- stjórastarfið væri krefjandi en hefði þó jafnframt gefið sér mikið. „Umdæmisstjóri er starfsmaður Rotary International og á að gæta þess að klúbbarnir haldi sér við efnið — sinni verkefnum þeim, sem þeir hafa sjálfir valið sér og fylgi öllum reglum þar að lút- andi.“ Á því ári sem Sigurður ólafsson gegndi forystuhlutverki Rótarýs á lslandi var m.a. unnið að því að gefa út sögu hreyfingarinnar hér- lendis svo og stofnun starfsgreina- sjóðs. „Peningarnir, sem veittir eru til þeirra málefna sem við styðjum eru allt saman frjáls framlög. Við viljum leyfa mönnum að njóta sín { þeim málum, sem þeir hafa áhuga á. Við beitum engum þving- unum og ýtum engum út í neitt, sem hann ekki trúir á sjálfur. Þörfin er svo víða að þar er svo sannarlega pláss fyrir alla, sem vilja leggja hönd á plóginn," sagði Sigurður. „Fyrst í stað var ég ákaflega tregur til að taka þetta að mér, þar sem ég vissi að þetta fæli í sér mikið starf," sagði hinn fráfarandi umdæmisstjóri, Sig- urður Ólafsson, „en ég sá mér fært að gera þetta, með því að verja til þess öllum frístundum í eitt ár, og ví sé ég svo sannarlega ekki eftir. nafninu „Rótarý", svo og í merki félagsskaparins, hjólinu, felst hreyfing og táknar það að enginn fær starf innan samtakanna til æviloka. Skipt er um menn í öllum stöðum árlega og hefur þetta þann kost að virkja sem flesta. Litlu tannhjól merkisins minna okkur líka á snertinguna, sambandið manna á milli og það að vinsamleg samskipti allra er eitt af höfuð- markmiðum Rótarýs," bætti hann við. Velvild ríkur þáttur í fari flestra Þessu hefur Sigurður kynnst af eigin raun, því hann sagði: „Eftir að ég komst á fullorðinsár hef ég aldrei eignast jafnmarga vini og á þessu ári, sem ég starfaði sem um- dæmisstjóri. Þó er sagt, að sína bestu vini eignist maður á yngri árum og þá einkanlega í skóla. Þegar maður fullorðnast eignast maður bara kunningja, utan nán- ustu fjölskyldu. Ég hef hins vegar komist að raun um að þetta er ekki allskostar rétt. í gegnum starfið hef ég kynnst fjöldanum öllum af fólki, sem hefur verið reiðubúið til að gera allt fyrir mig og þá sannfærðist ég endanlega um að velvild og hjálpsemi er rík- ur þáttur í fari flestra manna,“ sagði Sigurður. Aðspurður kvaðst hann að sjálf- sögðu verða áfram í Rótarý, það sem breyttist væri að pappírs- vinna, símtöl og skylduferðalög utanlands og innan lentu nú á eft- irmanni hans, Húnboga Þorsteins- syni frá Borgarnesi. „Annars hef ég nóg fyrir stafni í mínum frí- stundum," bætti hann við, „enda á ég óskaplega erfitt með að vera iðjulaus og það ömurlegasta sem ég geri er að flatmaga á einhverri sólarströnd og liggja í leti,“ sagði Sigurður ólafsson að lokum. Selfoss: Rækjuveisla Stór skál af rækjum, nokkrir valið í sumarbústaðnum, úti i góðir ostar og sumarlegur garði, eða bara inni í stofu. Það eftirréttur. Einfalt, létt og lyst- fer að sjálfsögðu allt eftir veðri ugt. Því ekki að hóa saman 6—8 og aðstæðum. En fyrst bjóðum manns á fallegu síðsumarkvöldi við upp á „bollu“. og bjóða upp á þetta? Alveg til- fyrir 6 'k agúrka 1 sítróna 1 flaska hvítvín, þurrt 2 matsk. koníak Um 50 gr. sykur 1 flaska freyðivín 2 flöskur sódavatn ísmolar Þvoið agúrkuna og sítrónuna og skerið í þunnar sneiöar. Sett í glerskál eða stóra glerkönnu. Koníaki og hvítvíni hellt yfir og sykurinn hrærður saman við. Sett í ísskáp í 2—3 tíma. Freyðivín- inu, vel kældu, bætt út í rétt áður en bollan er borin fram, einnig nokkrum ísmolum og sódavatninu. Agúrku-bolla, Rækjurnar má bera fram í stórri skál, eða búa til „rækjurönd". Sé fyrri kosturinn valinn er gott að hafa sítrónusneiðar, ristað brauð og smjör með, og eitthvað af ídýfum. Séu rækjurnar bornar fram í skelinni má reikna með um 200 grömmum á mann, en ef þær eru pillaðar ættu 125 grömm á mann að duga. Hér koma uppskriftir sem nota má í ídýfur. Paprikuídýfa 1 box sýrður rjómi (2dl), 'k rauð papríka smátt söxuð, 1 matsk. sítrónusafi, 2 matsk. tómatkraftur (puré), salt og pipar, 1 tesk. fint saxaður laukur, 1 Vi dl rómi (þeyttur) Hrærið papríkuna og laukinn út í sýrða rjómann, bætið tóm- atkraftinum út i og sítrónusafanum, og bragöbætið með salti og pipar eftir smekk. Að lokum er þeytta rjómanum bætt út í. Sinnepsídýfa 1 box sýrður rjómi (2 dl) 1 matsk. púðursykur 2 matsk. franskt sinnep 1 matsk. edik 'k tsk. karrý 2 matsk. saxaður graslaukur eða dill Salt og pipar Hrærið sinnepið með púðursykri, ediki og karrýi. Bætið sýrða rjómanum saman við, síðan graslauk og dilli, og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Jógúrtídýfa 1 box jógúrt (2 dl) 2 dl majones 4 perlulaukar (smátt saxaðir) 1 búnt dill (eða annað grænt) 'k rif hvitlaukur salt og pipar. Saxið dill og hvítlauk smátt. Blandið svo öllu saman og bragðbætið með salti og pipar. Melóna meö ávöxtum Ferskjur og jarðarber ný eða úr dós í melónu-umgerð eru bæði fljótlegur og girnilegur eftirrétt- Ný verzlun í byggingu sem þjóna á byggðinni syðst í kaupstaðnum Seirossi, 31. júlí. í BYGGINGU er ný verslun á horni Tryggvagötu og Foss- heiðar á Selfossi. Verslun þessi mun þjóna byggðinni syðst í kaupstaðnum þar sem búa um 2000 manns. Eigendur þessarar nýju verslunar eru Gunnar B. Guðmundsson og Þórður G. Árnason. Þeir sögðu að í þessari verslun yrðu allar almennar heimilisvörur til sölu og opnunartíminn yrði lengri en í almennum versl- unum. Þessi verslun er sú fyrsta sem rís sunnan aðalgötunn- ar, Austurvegarins, sem all- ar verslanir bæjarins eru staðsettar við. Þessi verslun mun því stytta íbúum spor- in að einhverju leyti, ekki síst þeim sem næst búa. Sig. Jóns. Fyrir 4: 1 melóna 400 gr. jarðarber 'k dós ferskur 1—2 matsk. flórsykur 1 matsk. sitrónusafi 3—4 matsk. gin Ská-skerið lok af melónunni með beittum hnif. Skafið kjarnana úr með skeið, og einnig meirihlutann af melónukjötinu. Fyllið svo upp með jarðarberjum, melónubitum og niðursneiddum ferskjum. Stráið flórsykrinum og hellið sítrónusafanum yfir. Siðast er gin- inu og/eða ferskjusafanum hellt út á. Setjið lokið á og látið þetta „trekkja" í um það bil tvo tíma. ... Og gleymið svo ekki nokkrum góðum ostum á borðið!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (17.08.1985)
https://timarit.is/issue/120222

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (17.08.1985)

Aðgerðir: