Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1985 Systraminning: Sigríður Pétursdóttir Fanney Pétursdóttir og Þórdís Pétursdóttir Sigríður Faedd 25. mars 1905 Dáin 12. júií 1985 Fanney Fædd 18. apríl 1910 Dáin 21. aprfl 1981 Þórdís Fædd 23. desember 1914 Dáin 9. maí 1985 Systurnar á þrjátíu og sex, Sig- ríður, Þórdis og Fanney, voru snar þáttur í mannlífinu á Barðavogin- um í Reykjavík um 30 ára skeið. Húsin við þá götu byggðust um og eftir 1950. Neðan við voru lengst af móar, kjörið leiksvæði hinna yngri, enda einangraði Langholts- vegurinn með mikilli umferð sinni götuna nokkuð frá öðrum hlutum Vogahverfisins. Gatan var stutt, aðeins 12—14 hús voru þar lengi vel og eigendur þeirra á svipuðum aldri. Því tókust góð kynni og gagnkvæm aðstoð veitt. Það var rausnargarður á númer 36. Saumaverkstæði var í kjallar- anum og þar var nokkur hópur kvenna að störfum undir stjórn Siggu. Utan við húsið stóð yfirleitt kraftmikill jeppi, sem Disa ók á ferðum systranna um öræfin sem erlendis. Hún vann í verslun þeirra systra og greip í sitthvað á heimili og á saumastofunni. Fann- ey hins vegar vann í miðasölu Þjóðleikhússins frá stofnun og fyrir mörgum voru viðskiptin við hana fyrsti þátturinn í góðri leikhúsför. Mikill lífskraftur einkenndi þær systur. Þær bjuggu við góð efni og veittu sér utanlandsferðir áður en það varð alvanalegt og fóru jafn- vel til fjarlægustu landa. Þær voru því gjarnan sólbrúnar, ævin- lega vel klæddar, glaðar voru þær og glæsilegar þegar þær komu á mannamót. Það sópaði að þeim á hestbaki en hesta áttu þær góða, enda sveitakonur í hjarta þrátt fyrir langa dvöl á mölinni. Þær voru glaðastar allra þegar þær fóru í sunnudagsgöngur með krakkana í grenndinni niður á Gelgjutanga eða inn að Kleppi. Þær veittu gestum sínum vel, jafnt þeim yngri sem eldri. Reynd- ar var það alltaf nágrönnunum hulin ráðgáta að svo greindar og gerðarlegar konur skyldu ekki hafa notið hamingju hjónabands- ins. Þess í stað lifðu þær fjöl- breyttu og litríku lífi í farvegi sem þær höfðu valið sér, eða hafði val- ist þeim, samstilltar og samrýnd- ar. Þær systur voru börn Péturs Hjálmtýssonar og konu hans, Helgu Þórðardóttur. Þær fæddust í byrjun þessarar aldar vestur í Dölum og ólust þar upp með for- eldrum sfnum og einkabróður sín- um Hjálmtý, sem látinn er fyrir allmörgum árum. Kjörin voru erf- ið á Skógarströndinni þar sem fjölskyldan bjó síðast og því tóku þau þátt í þjóðflutningunum hér- lendis til Reykjavíkur. Árið 1936 var öll fjölskyldan komin til bæj- arins, bjó á Ránargötu 21 og var tekið til hendi. Með þeim systkin- um bjó metnaður til mennta þrátt fyrir lítil efni og þau eldri studdu hin yngri. Fanney hafði hlotið nokkra fötlun eftir erfiðan sjúk- dóm í æsku. Þótti nauðsynlegt að hún kæmist f skóla til þess að geta betur mætt aðstæðum lífsins. En efni skorti. Þá réð Sigga sig til eldhúsverka og ræstinga á Hér- aðsskólanum á Laugarvatni og launin voru dvalarkostnaður Fanneyjar þar í tvo vetur. Sigga fékk að sitja í timum f frístundum og það nýttist henni vel. Hún varð sögukona og fróð um marga hluti. Hún fór siðan til náms f fataiðn til Danmerkur, Dfsa fór til Svíþjóðar á skóla og Fanney dvaldist um skeið í Bandaríkjunum. öll sú reynsla jók útsýn þeirra systra og lifshæfni. Þau systkin settu upp sauma- stofu og verslunina Nonna í Reykjavík. Þar voru saumuð og seld matrósaföt sem smásveinar klæddust til spari. Systkinin áttu þar samstillt tök. Sigga sneið, Dísa pressaði, Hjálmtýr annaðist fjárreiður og Fanney fléttaði hin- ar margbrotnu snúrur sem tengdu flauturnar nauðsynlegu sem voru hrellir á heimilum um árabil. En þarna voru lika á boðstólum ferm- ingarföt úr sifjoti og gaberdíni, vandaðar kvendragtir svo eitthvað sé nefnt og á síðari árum fram- leiddu þau mikið af dúnsængum. Þeim hélst vel á starfsstúlkum og margar þeirra urðu heimilisvinir. Mikil skil urðu f lífi þeirra systra þegar þær tóku Helgu bróð- urdóttur sína til fósturs 5 ára gamla og 4 árum síðar Bjarna, sem þá var 17 mánaða gamall. Þá var Sigga komin undir fimmtugt, hinar systurnar að vísu yngri en feikileg breyting hefur það verið í lífsmunstri þeirra að fá tvö börn inn á svo fastmótað heimili. Dísa tók að sér að sinna börnun- um fyrst og fremst en hlutverka- skiptingin var skýr milli systr- anna og saman tókust þær á við þetta verkefni sem færði þeim nýja reynslu, nýja gleði og lífs- fullnægju. Heimili þeirra var fallegt, því smekkur þeirra brást ekki. Fín- leiki Fanneyjar, hugmyndaríki Siggu og grænir fingur Dísu juku á fjölbreytni og fegurð heimilis- ins. Það voru bjartir litir í veglegu húsi þeirra bæði á munum og mál- verkum, litríkastir voru þó per- sónuleikarnir sem þar bjuggu hver með sínum stíl og svip. Skugga bar að sjálfsögðu yfir líf þeirra sem annarra. Dísa varð fyrir verulegu heilsutjóni árið 1968. Fanney var aldrei heilsu- sterk og Sigga var hreyfihömluð allmörg síðustu árin. En víl og vol var ekki að finna í orðabók þeirra systra. Þær tókust á við heilsubil- un með sömu von, kjarki og lífs- krafti sem þær gengu að öðrum verkefnum. Dísa fékk nokkurn bata og þær lærðu að lifa við þær aðstæður sem þeim voru búnar hverju sinni og njóta sín. Þegar Fanney lést fyrir fjórum árum lagðist depurð yfir Siggu og Dísu enda orðnar fullorðnar kon- ur. Heilsuleysið jókst. Þær voru samtímis á sjúkrahúsum á stund- um og létust báðar í sumar með tveggja mánaða millibili. Helga og Bjarni hafa goldið systrunum fóstrið með mikilli um- hyggju og elskusemi. Bjarni hefur búið alla tíð í húsi systranna, nú síðast með fjölskyldu sinni og gef- ur það auga leið hvílíkur stuðning- ur og öryggi það var þeim, ekki síst á síðustu árum. Helga og börn hennar hafa verið miklir sólar- geislar í lífi þeirra systra enda tíð- ir gestir í húsi þeirra. Og nú eru þær allar horfnar héðan, systurnar á þrjátíu og sex. í minningunni sjáum við þær í sól- skinsbirtu við hvítmálað glæsilegt húsið, síungar konur sem vörpuðu glans yfir umhverfið með gjörfu- leika sínum, lífskrafti og hjartan- legri gestrisni. Það er þakkarefni að hafa kynnst og notið nágrennis svo ágætra kvenna og lærdómsríkt verður það öllum hvernig þær tók- ust á við aðstæður lífsins, bæði í blíðu og stríðu, þannig að líf þeirra varð fjölbreytt, skemmti- legt og til eflingar þeim sem með þeim gengu. Nú er breyttur Barðavogur. íbú- arnir eru flestir hinir sömu en þeir hafa elst, gatan er malbikuð en börn eru engin að leik, enda má telja þau á fingrum sér og móarn- ir góðu orðnir að glæsigörðum og iðnaðarsvæðum. Kynslóðir koma, kynslóðir fara, en við sem kynntumst systrunum á Barðavogi 36 minnumst þeirra í þökk og virðingu og biðjum þeim blessunar Guðs. Grannar Elínborg Magnús- dóttir - Minning „Sönnu næst, að sjálfir við sæum hvað hann gilti, þegar autt er öndvegið okkar, sem hann fyllti." (Steph. G. Steph.) Með Elinborgu Magnúsdóttur föðursystur minni er fallin frá stórbrotin heiðurskona og er nú skarð fyrir skildi, þar sem hún var. Elinborg fæddist á Bæ á Selströnd í Steingrímsfirði 31. maí 1903. Foreldrar hennar voru hjón- in Anna Eymundsdóttir, ljósmóð- ir, og Magnús Magnússon, smiður og bóndi. Þau bjuggu þar hjá móðurfor- eldrum Elinborgar, Guðbjörgu Torfadóttur, Einarssonar, alþm. á Kleifum og Eymundi Guðbrands- syni frá Syðri-Brekkum á Langa- nesi. Systkini Elinborgar voru sex: Tryggvi listm., Sigrún, Jón, forstj., Guðbjörg, Eymundur, prent.sm., og Aðalbjörg, sem dó í bernsku. Þegar Elinborg var níu ára, eða 1912, fluttust foreldrar hennar með börn sín að Hvítadal í Saurbæ, í heimabyggð föður henn- ar, en hann var sonur Guðrúnar Jónsdóttur frá Miklagarði í Saurbæ og Magnúsar Þorleifsson- ar frá Stóradal í Svinav.hr., A-Húnavatnssýsiu. Elinborg var alin upp á miklu myndarheimili, þar sem islenzk menning, bæði bókleg og verkleg, var í hávegum höfð. Minntist hún ávallt foreldra sinna með ást og virðingu og átti margar ljúfar endurminningar frá æskuárunum. I Hvitadal bjuggu þau til ársins 1912, «=n þá fluttu þau alfarin til Hólmavíkur. Um eða innan við tvítugt stund- aði Elinborg nám við Kvennaskól- ann á Blönduósi. Nokkru síðar fór hún svo til Reykjavíkur og nam herrafatasaum hjá „Andersen & Sön“. Stundaði hún saumaskap alla æfí síðan, en hin síðari ár saumaði hún aðallega íslenzka kvenbúninga. Elinborg var mikil hagleiks- og hannyrðakona og var vandvirk, svo af bar. Þegar undirbúningur þjóðhátíðarinnar 1930 stóð sem hæst, vann hún mikið starf með föður mínum, þar sem hann teikn- aði, en hún saumaði alla sýslufán- ana, búninga o.fl. fyrir hátíðina. Sagði hún mér að þá hefði oft ver- ið vakað lengi og mikið á sig lagt. Munu sumir af þessum sýslufán- um ennþá vera til. Elinborg bjó svo á Hólmavík með móður sinni og seinni manni hennar, Albert Ingimundarsyni frá ósi í Steingrímsfirði. Vann hún þar við sauma sína í mörg ár. Elinborg giftist aldrei og átti ekki börn, en hún varði lífi sínu þó mest fyrir aðra, af fórnfýsi og óeigingirni. Snemma á stríðsárunum skildu foreldrar mínir. Þá hikaði hún ekki við að taka sig upp frá starfi sínu á Hólmavík og koma til Reykjavíkur til að sjá um börn og heimili bróður síns. Það gerði hún um árabil, af mikilli rausn og myndarskap. El- inborg var reglusöm og stjórnsöm og hafði í heiðri siði þá, sem hún ólst upp við í föðurhúsum. Eftir að hún kom til okkar, bjó oftast fleira af skyldfólki í húsinu hjá okkur og var oft margt um mann- inn. Ein af skemmtilegustu endur- minningum mínum frá þessum ár- um er þegar hún kom því á, að haldnar voru kvöldvökur að göml- um og góðum sið, þar sem setið var með handavinnu og skipst á að lesa upphátt úr góðum bókum. Hlakkaði ég alltaf mikið til þess- ara kvölda og hefði ekki viljað missa af þeim fyrir nokkurn mun. Ég minnist þess líka hvað El- inborg gat verið viljug að sinna relli okkar krakkanna, þegar við báðum hana að segja okkur ein- hverjar skrítnar sögur og jafnvel að herma eftir fyrir okkur, sem hún gerði svo skemmtilega að við veltumst um af hlátri. Ekki var nú heldur ónýtt að geta ieitað til frænku þegar þurfti að fá saumaðan nýjan kjól, jafnvel fyrir vinkonurnar líka. Elinborg las alltaf mikið og var mjög ljóðelsk. Hún var reyndar skáldmælt sjálf, en það vissu fáir nema þeir, sem næstir henni stóðu. Það var rétt nú nýlega að ég gat, fyrir þrábeiðni mína, fengið að skrifa dálítið upp eftir henni. — Nú er mér eftirsjá í að það var ekki meira. Sjálf skrifaði hún aldrei neitt af því niður, sýndi helzt engum þessa hlið á sér, sagði að — „þar væri ekkert", — eins og segir í ljóðinu „Gullastokkurinn", eftir Guðmund Böðvarsson: „1 kistli þeim frá þinum æskumorgni, sem þú lézt gjarnan standa úti í horni og laukst ekki upp í augsýn nokkurs manns — straukst aðeins rykið burt af loki hans og kæmi barn og segði: — sýndu mér, var svar þitt jafnan: — það er ekkert hér, — þar fann ég niðri á botni lítið lín, einn lítinn dúk — og fyrstu nálarsporin þín.“ — Elinborg átti þó ekki langt að sækja hagmælskuna, því hún átti góðskáld í báðum ættum sínum, en þar er henni næstur Stefán frá Hvítadal, en hann var föðurbróðir hennar. Elinborg var virðuleg kona og skarpgreind. Hún var hressileg og glaðleg í fasi, vel stillt, en skaprík og einörð og lét engan troða sér um tær. — Mér hefur alltaf þótt lýsingin í Njálu á Bergþóru, eins geta átt við hana, en þar segir: — „Hún var kvenskörungur mikill og drengur góður og nokkuð skap- hörð.“ — Elinborg var sannkölluð drengskaparkona og áttum við systkinin alltaf hauk í horni, þar sem hún var og bar hún hag okkar beggja ávallt mjög fyrir brjósti. Þegar móðir hennar var orðin öldruð og farin að heilsu, tók hún hana og stjúpa sinn til sín til Reykjavíkur. Voru þau í skjóli hennar til dauðadags. Móður sinni, sjúkri og rúmliggjandi, hjúkraði hún á heimili sínu af frábærri natni og umhyggjusemi í tæp tíu ár. Það var ekki fyrr en eftir það, að Elinborg, þá komin um sjötugt, leyfði sér að gera eitthvað fyrir sjálfa sig, en þá fór hún i fyrsta sinni í utanlandsferðir, bæði suður um Evrópu og til Ameríku. Hafði hún mikla ánægju af þessum ferð- um, tók vel eftir öllu, sem fyrir augu bar og minntist þeirra oft síðan með gleði. Ásamt með saumum sínum vann Elinborg í fatag. Þjóðleik- hússins, allt frá stofnun þess og til síðustu áramóta. Elinborg var alla æfi heilsu- hraust, kenndi sér varla nokkurs meins á langri æfi, þar til nú í vor, að sjúkdómur sá, er dró hana til dauða, gerði vart við sig. Veikindi sín bar hún með æðru- leysi og reisn, — vissi þó vel að hverju dró, — vildi vera heima hjá sér eins lengi og kostur var, hún hafði aðeins legið hálfan mánuð á Landspítalanum er hún lézt þar, hinn 12. júlí síðastliðinn. Elinborg átti marga góða vini, sem mátu hana að verðleikum og sakna hennar nú genginnar, svo er og um systkini hennar og venzla- fólk. Með þakklæti í huga fyrir allt, sem hún var okkur systkinun- um, kveð ég hana með erindi úr sama ljóði og hér að ofan: „Ég veit það bezt, það var þín ævisaga að verða að hverfa flesta þína daga frá þinni þrá og draumi, frá þínum rósasaumi, og nálin þín að þræða önnur spor en þau, sem eitt sinn gerðir þú að tákni um sól og vor.“ Blessuð veri minning Elinborg- ar frænku minnar. Þórdís Tryggvadóttir Þeim fækkar óðum vinum manns af eldri kynslóðinni. Nú síðast var það vinkona mín Elin- borg. Það rifjast upp margar minningar frá æskuárunum þegar hún stóð fyrir heimili bróður síns Tryggva Magnússonar listmálara á Okrum á Seltjarnarnesi. Þau voru mörg sporin yfir götuna að hitta Dísu vinkonu mína. Elinborg tók mér alltaf svo vel og af þessum kynnum spratt vin- átta sem hélst upp frá því. Hún var stórbrotinn persónuleiki, sannkölluð listakona í höndunum, saumaði svo fallegar flíkur að un- un var á að líta. Og ekki fór ég varhluta af því, hún saumaði til dæmis fyrsta síða ballkjólinn minn og þegar ég fór að sauma sjálf var alltaf hægt að leita til hennar um ráð. Hún lagði mikla áherslu á vandvirkni og gladdist þegar okkur stelpunum tókst vel með það sem við vorum að gera. Alltaf var gaman að heimsækja hana og sjá hvað hún var að gera. í mörg ár saumaði hún upphluti sem báru vitni um listrænt hand- bragð hennar, einnig saumaði hún mikið út, heklaði og prjónaði og virtist allt leika í höndum hennar. Elinborg gat verið glettin og gam- ansöm og þegar við Dísa hittumst hjá henni þá var margs að minn- ast frá gömlu dögunum. Hún gladdist alltaf þegar vel gekk hjá okkur og var það orðin föst regla hjá okkur Dísu að fara í kaffi til Elinborgar þegar við vorum báðar staddar í Reykjavik og varð þá fagnaðarfundur. Eg votta systkinum hennar, svo og Disu og Sturlu samúð mína. Góð kona er gengin, blessuð sé minning hennar. Björg frá Bjargi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.