Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 22
22 MORG UNBLAÐID, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1985 Sprengingin í V-Þýskalandi: Ókunn samtök segjast ábyrg Bonn, Vestur-hýnkalandi, 16. ÍKÚnt. AP. MENN, sem að eigin sögn berjast gegn heimsvaldastefnu, sögðu í dag í bréfi, sem sent var AP-fréttastofunni í Bonn, að þeir hefðu komið fyrir sprengjunni, sem sprakk í gær við útvarpsmastur Bandaríkjahers í Mönch- engladbach. í bréfinu, sem AP-fréttastof- unni barst, segir, að „baráttusveit- ir andstæðinga heimsvaldastefn- unnari Vestur-Evrópu" hafi komið sprengjunni fyrir en í þessum samtökum hefur ekki áður heyrst. Var sagt, að bandarískum her- stöðvum í Evrópu væri beint gegn þriðja heiminum jafnt sem Sov- étríkjunum og þess ennfremur krafist, að Giinter Sonnenberg, fé- laga í Rauðu herdeildinni, yrði sleppt úr fangelsi. Hallast lögregl- an að því, að hér hafi verið að verki einhverjir stuðningsmenn Rauðu herdeildarinnar. Engin meiðsl urðu á mönnum við sprenginguna í gær en viðgerð á mastrinu verður ekki lokið fyrr en á mánudag. Pakistan: Herlögum aflétt innan skamms Islommbod, PikwUn, 14. ágúst. AP. FORSÆTISRÁÐHERRA PakisUns, Mohammad Khan Junejo, sagði í dag að herstjórnin þar í landi myndi aflétu herlögum innan skamms og Skógareldar í Grikklandi Kavalla, Grikklaadi, 16. ágúat AP. MIKLIR skógareldar hafa geisað í úthverfi borgarinnar Kavalla í Grikklandi og hafa fimm manns, þar af tveir ferðamenn frá Belgíu, látið lífið. Skógareldar geisa einnig á eyj- unni Þassos og að sögn lögregl- unnar þar og í Kavalla er 12 manns enn saknað. íbúar Kavalla flúðu margir hverjir borgina þeg- ar eldurinn nálgaðist úthverfin og kviknað hafði I spítala, dvalar- heimili fyrir aldraða og fimm fjöl- býlishúsum. að herstjórnin myndi láu af völdum áður en árið vsri á enda. Herinn steypti ríkisstjón Pak- istans af stóli 5. júlí 1977 og hefur herstjórnin verið við völd síðan. Junejo sagði að í síðasta lagi 1. janúar 1986 ætti að ríkja lýðræði aftur i landinu. Hann sagði að þar sem þjóðþing hefði verið kosið í þingkosningun- um í febrúar sl., væri engin ástæða til að viðhalda enn herlög- um í landinu. Hann sagði að þeim yrði aflétt um leið og frumvarp um að aflétta banni á starfsemi stjórnmálaflokka yrði samþykkt á þinginu. Junjeo sagði einnig að ekki mundi reynast nauðsynlegt að halda aðrar kosningar eftir að herlögum væri aflétt, þar sem þjóðin hefði nú þegar valið sér leiðtoga, en Mohammad Zia Ul- Haq var kosinn forseti í þjóðar- atkvæðagreiðslu í desember í fyrra. Junjeo var skipaður forsæt- isráðherra eftir þingkosningarnar í febrúar. Sovésk yfirvöld berjast gegn drykkju: Avaxtadrykkir lækka í verði Moskvu, 16. ágúxt. AP. í GÆR tilkynntu sovésk yfirvöld lækkun á verði ávaxUdrykkja og hækkun á verði gers, sem noUð er til heimabruggunar. Er þetU liður i baráttu hins opinbera gegn áfeng- isneyslu. Pravda, málgagn kommún- istaflokksins, sagði, að verðlags- nefnd ríkisins hefði ákveðið að lækka verð á ávaxtadrykkjum um 23%. Einn lítri af appelsínusafa kostar nú um 60 kópeka (um 30 ísl. kr.), í stað 90 kópeka áður. Eitt hundrað grömm af geri munu fjórfaldast í verði og kosta 30 kópeka í stað 7 áður. Pravda kvað þessar ráðstafan- ir þátt í „herferðinni gegn áfeng- isneyslu, drykkjuskap og ólög- legri bruggun". Beðist afsökunar AP/sfmamynd í Japan er það siðvenja að forystumenn einkafyrirtækja og stjórnarstofnana biðjist opinberlega afsökunar þegar eitthvað alvarlegt ber út af. Þessi mynd var tekin sl. mánudagskvöld í borginni Osaka þegar einn sUrfsmanna JAL, japanska fiugfélagsins, bað fólk afsökunar á því, að ein af flugvélum félagsins hefði farist, en á þeirri stundu þótti ólíklegt, að nokkur hefði komist lífs af. Síðan kom í Ijós að fjórar manneskjur lifðu af slysið sem er eitt það mesU í fiugsögunni. Harðar aðgerðir gegn eiturlyfjaverlsuniniii í Perú: Tóku flugvélar, verk- smiðjur og vörugeymslur Lima, Perú, 16. ájput. AP. HIN nýja ríkisstjórn Alans Garcia forseta tilkynnti í gærkvöldi, að hún hefði greitt eiturlyfjaverslun í Perú „þyngsU högg“, er hún hefði nokkru sinni hlotið. í tilkynningunni kom fram, að lögreglan hefði fundið tæp- lega 700 metra langa flugbraut. Indland: Bannaö að flytja út beinagrindur Njju Delhi, ludUndi, 16. áfúxL AP. INDVERSKA ríkisstjórnin tilkynnti í dag, að útflutningur á beinagrind- um af mönnum yrði bannaður en /réttir hafa farið af morðum og grimmdarverkum þeirra, sem þessa verslun stunda. Vishwanath Pratap, viðskipta- ráðherra, skýrði neðri deild þings- ins frá því, að bann við beina- grindaútflutningi yrði endurvakið en það var fyrst sett árið 1976. Ári síðar, þegar stjórnarandstaðan komst til valda, var það afnumið. Engir eru jafn stórtækir og Ind- verjar í útflutningi beinagrinda og er talið, að þeir fiytji út árlega um 10-15.000 beinagrindur og um 50.000 höfuðkúpur. Eru kaupend- urnir aðallega háskólar á Vestur- löndum. í Kalkúttaborg einni eru 13 fyrirtæki, sem eingöngu fást við þessa verslun. í indverskum fjölmiðlum var nýlega frá því skýrt, að beina- grindakaupmenn í borginni Patna hefðu rænt börnum og myrt, höggvið höðuðið af þeim, til að geta annað vaxandi eftirspurn eft- ir hauskúpum. Yfirvöld bera á móti þessum fréttum en þær hafa valdið mikilli skelfingu meðal fólks í Patna, sem er höfuðborg Bihar-fylkis. sem kókaínsmyglarar hefðu notað, og náð fimm flugvélum á þeirra vegum. Abel Salinas Izaguirre inn- anríkisráðherra sagði á blaða- mannafundi, að flugbrautin væri u.þ.b. 1.600 km norðaustur af Lima, nálægt landamærun- um að Colombíu. Salinas kvað herþyrlur hafa verið notaðar til að flytja 60 lögreglumenn á staðinn á mið- vikudagsmorgun. Hefðu þeir þá náð flugvélunum og fundið auk þess efnaverksmiðjur og vöru- geymslur. Einn smyglari særðist í áhlaupinu, en ekkert mannfall varð. Ráðherrann kvaðst ekki vita, hversu margir hefðu verið handteknir. Aðgerðir lögreglunnar hófust á þriðjudag og munu standa í nokkra daga enn. Til þeirra var efnt með sérstöku samþykki Garcia forseta. Viðræður milli Banda- ríkjamanna og Víetnama Washinnwu. V CJ Washin^ou. VÍETNÖMSK stjórnvöld skýrðu frá því í gær að jarðneskar leifar 26 bandarískra hermanna, sem ekki hafði spurst til frá því í Víetnam- stríðinu, hefðu verið afhentar Bandaríkjastjórn. Einnig er gert ráð fyrir að stjórnin samþykki tillögu Bandaríkjamanna um að fundur háttsettra embættismanna yrði hald- inn í þeim tilgangi að leysa mál þeirra hermanna, sem enn er sakn- að. Eftir stutta athöfn í Hanoi var flogið með lík hermannanna til bandarískrar herstöðvar í Honol- ulu, þar sem kennsl verða borin á þau. Víetnamar afhentu einnig ýmis önnur gögn um hermennina, svo að auðveldara yrði að kenna þau. Víetnamskir embættismenn greindu líka frá því í gær að stjórnin hefði í hyggju að sam- þykkja tillögu Bandaríkjamanna um viðræður milli stjórnvalda landanna í næstu mánuði, þar sem tilraun verður gerð til að útkljá mál hermanna, sem ekki hefur spurst til. Að sögn stjórnarerindreka kunna viðræðurnar að hafa mikla þýðingu fyrir samskipti ríkjanna, því þau hafa ekki stjórnmálásam- band sín á milli. Heimsmet í ofáti: u borð- „Bisamrottan aði 220 snigla BANDARÍKJAMAÐURINN Thomas Greene, sem hlotið hefur viður- nefnið bísamrottan, sló á miðvikudag heimsmet í matgræðgi er hann hámaði í sig eitt kíló af sniglum á tveimur mínútum 43,95 sekúndum. gleráts og að kyngja rakvéiar- blöðum. Hann leifði fimmtungi snigl- anna og lýsti yfir eftir tap sitt að hann tæki sér nú frí frá keppni að læknisráði, en hann þyrfti að gangast undir uppskurð vegna iðrakveisu. Var tími bísamrottunnar mín- útu betri en fyrra met bresks keppinauts hans. Greene gerði skipulega atlögu að þeim 220 sniglum sem lagðir voru á borð fyrir hann á bresk- um veitingastað og gerði aðeins einu sinni hlé til þess að fá sér vatnssopa. Keppinautur hans, Bretinn Peter Dowdesdell, var óöruggur frá upphafi átsins og borðaði subbulega. Dowdesdell státar af 244 heimsmetum í áti og drykkju, allt frá því að drekka bjór til Þegar Greene hafði kyngt síð- asta bitanum galopnaði hann munninn svo að.dómarar heims- metabókar Guinness gætu stað- fest afrek hans og fagnaði auð- veldum sigri og almennri vellíð-

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55657
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.07.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (17.08.1985)
https://timarit.is/issue/120222

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (17.08.1985)

Aðgerðir: