Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 46
46 • MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. ÁGÚST lð85 Iþróttir um helgina MEST verður um að vera á knattspyrnusviðinu um helg- ina. Fjórtánda umferð 1. deild- ar hefst í dag. Úrslitaieikir í 3. og 4. aldursflokki fara fram í Vestmannaeyjum og á Akur- eyri. íslandsmótinu í hand- knattleik utanhúss lýkur í dag. Knattspyrna: j dag fer fram einn leikur í 1. deild karla, ÍA og FH leika á Akranesi kl. 14.30. Á morgun, sunnudag, leika Þór og Valur á Hliöarenda kl. 19.00. Á mánu- dag eru tveir leikir, ÍBV og Þróttur leika í Keflavík og Fram og Víöir á Laugardalsvelii, þeir hefjast báöir kl. 19.00. Síöasti leikur umferðarinnar veröur á þriöjudag, þá leika Víkingur og KR á Laugardalsvelli. i 2. deild fara fram fjórir leikir í dag. ÍBÍ og Leiftur leika á ísa- firöi, KS og Njarövík á Siglufirði og ÍBV og Fylkir i Vestmanna- eyjum. Allir leikirnir hefjast kl. 14.00. i 3. deild fara fram fjölmargir leikir í dag. i A-riöli leika Grindavík og Víkingur Ólafsvík í Grindavík. ÍK og Reynir Sand- geröi leika í Kópavogi, Selfoss og Ármann á Selfossi, Stjarnan og Hv í Garöabæ. í B-riöli leika Austri og Huginn á Eskifiröi, Magni og Þróttur leika á Greni- vík, HSÞ og Einherji á Kross- múlavelli og Tindastóll og Valur á Sauðárkróki. Golf: Opna drengjakeppni í golfi fer fram á Hvaleyrinni um helg- ina. Frjálsar íþróttir: Keppni í unglingamóti FRÍ hefst í dag kl. 13.00 á Laugar- dalsvelli og veröur framhaldiö á morgun og hefst kl. 10.45. Allt efnilegasta frjálsíþróttafólk landsins mun taka þátt í mót- inu. Staðan í 1. deild er nú þannig eft- ir 13 umferðir: ÍA 13 8 2 3 28:13 26 Fram 13 8 2 3 26:19 26 Valur 13 7 4 2 19:10 25 Þór 13 8 2 4 22:16 25 KR 13 6 3 4 27:23 23 ÍBK 13 7 1 5 22:14 22 KR 13 6 3 4 23:20 21 Þróttur 13 4 1 8 14:22 13 FH 13 4 1 8 15:24 13 Víðir 13 3 3 7 15:28 12 Víkingur 13 1 0 12 12:30 3 * m • m » m * • Á myndunum hér að ofan má sjá markahæstu leikmenn 1. deildar, Ragnar Margeirsson til vinstri og Ómar á miðri mynd til hægri. • Ómar Torfason og Ragnar Margeirsson hafa skorað flest mörk í 1. deild eða 9 mörk hvor. Spennan um titilinn markakóngur íslandsmótsins er ekki minni en spennan í deildinni. Spennan í 1. deild í algleymingi FIMM umferðir eru nú eftir í 1. deild karla á íslandsmótinu í knatt- spyrnu og allt galopið í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn 1985. Eínnig er hörö barátta um fallið í 2. deild. Markahæstir eru nú þessir: Ómar Torfason, Fram 9 Ragnar Margeirsson, ÍBK 9 Höröur Jóhannsson, ÍA 8 Skagamenn og Framarar hafa bæöi hlotiö 26 stig og á hæla þeim koma Valur og Þór meö 25 stig. Keflavík hefur 22 stig og KR með 21 stig. Þessi liö koma öll til meö aö geta blandaö sér í baráttuna um íslandsmeistaratitilinn. Botn- baráttan er ekki síöur minni, þar eru FH, Þróttur, Víöir og Víkingur sem reyndar veröur aö teljast lík- legur fallkandidat aö þessu sinni, þaö er þvi spurningin hvaöa liö fer meö þeim. FH og Þróttur hafa 13 stig og Víðir fylgir fast á eftir meö 12 stig. Þaö kæmi þó ekki á óvart þó úrslit mótsins réöust ekki fyrr en í siöustu umferö. Þá leika t.d. Fram og ÍA sem gæti verið mjög mikil- vægur leikur á toppbaráttunni. Þróttur og Víöir leika einnig í síö- ustu umferð og veröur þaö áreiö- anlega leikur sem kemur til meö aö skera úr um fallsæti. Viö birtum hér á eftir leiki liö- anna sem þau eiga eftir, heima og heiman (úti). ÍA: Heima: FH, Valur, Víkingur. Úti: Keflavík, Fram. Fram: Heima: Víðir, Þróttur, ÍA. Úti: KR, FH. Valur: Heima: Þór, Víöir, KR. Úti: ÍA, FH. Þór: Heima: KR, FH. Úti: Valur, Víðir, Þróttur. ÍBK: Heima: Þróttur, ÍA, Valur. Úti: FH. Víkingur. KR: Heima: Fram, Víðir. Úti: Víkingur, Þór, Valur. Þróttur: Heima: Víkingur, Þór. Úti: Keflavík, Fram, Víöir. FH: Heima: ÍBK, Fram. Úti: ÍA, Víkingur, Þór. Víðir: Heima: Þór, Þróttur. Úti: Fram, Valur, KR. Víkingur: Heíma: KR, FH, ÍBK. Úti: Þróttur, ÍA. Guðjón stóð vel sig Morgunblaðsliðið TVEIR nýliðar eru í liði 13. umferöar aö þessu sinni, Nói Björnsson, Þór, og Þróttarinn Ársæll Krist- jánsson. Viö stillum upp hálfgeröu varnarlíöi, þar sem aðeins 11 mörk voru skoruö í umferöinni, þar er næstminnsta skorið þaö sem af er, í fjórðu umferð voru aöeins skoruð 10 mörk. í sviganum fyrir neöan hvern leikmann, kemur fram hve oft viðkomandi leikmaður hefur komist í lið okkar. Guðjón Þóröarson, ÍA, (3) Hálfdán Örlygsson, KR, (2) Þorsteinn Bjarnason, ÍBK, (2) Valþór Sigþórsson, ÍBK, (5) Nói Björnsson, Þór, (1) Ársæll Kristjánsson, Þrótti, (1) Sigurjón Kristjánsson, ÍBK, (5) Ólafur Þóröarson, ÍA, (3) Halldór Áskelsson, Þór, (3) Einar Ásbjörn Ólafsson, Víði, (2) Björn Rafnsson, KR, (4) Keflavík, 15. júlí. KÖRFUKNATTLEIKSMAÐURINN Guðjón Skúlason frá Keflavík náði mjög góöum árangri á nám- skeiði í körfuknattleik sem haldið var í Júgóslavíu í sumar. í móti sem haldið var í tengslum viö námskeíðið var Guöjón valinn í fimm manna úrvalsliö og jafn- framt var hann fjóröi stigahæsti keppandinn, sem er mjög góður árangur því hann leikur stöðu bakvarðar á vellinum. Guöjón, sem er 18 ára gamall, og þrír aörir íslenskir piltar fóru héöan til Júgóslavíu, en alls tóku 67 þátt í námskeiöinu. Þátttakend- urnir voru víösvegar aö en flestir þó frá Hollandi, en allt hollenska unglingalandsliöiö, 13 strákar, tók þátt. „Það var æft á morgnana og svo spiluöum viö á daginn," sagöi Guöjón. „Þaö var skipt í átta liö og svo spiluöum viö alla dagana. Ég spilaöi aukaleik meö „all-star“-liö- inu viö júgóslavneska unglinga- landsliöiö og töpuöum viö þeim leik meö 11 stigum. Ég skoraöi 17 stig og varö næststigahæstur í mínu liöi.“ Guöjón sagöi aö fimm íslend- ingum hafi veriö boöiö en einn datt út. „Næst megum viö koma með eins marga og viö viljum. Þeir héldu nefnilega aö viö værum ein- hverjir „plebbar“,“ sagði hann. Morgunblaöiö/Einar Falur • Guðjón Skúlason 18 ára körfu- knattleiksmaöur úr Keflavík stóð sig mjðg vel á námskeiði í kðrfu- knattleik í Júgóslavíu. „Mér þótti verst aö þaö var ekki nema einn bandarískur þjálfari þarna. Þaö vantaöi alveg fleirl Kana. Svo var líka einn Spánverji, hann talaöi ensku og var mjög góöur. Allir hinir þjálfararnir voru Júgóslavar og maöur skildi þá svo lítiö. Einn þeirra stjórnaöi liöinu okkar og þaö gat oft veriö rosa- iegt,“ sagöi Guöjón aö lokum.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55657
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.07.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (17.08.1985)
https://timarit.is/issue/120222

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (17.08.1985)

Aðgerðir: