Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1985 Frækinn undir fögru skinni Bílar______________ Guöbrandur Gíslason Á árunum eftir stríð þegar Bandaríkjamenn hófu að fram- leiða gamla Willys-herjeppann fyrir almenning og ljóst var orð- ið að talsverður markaður myndi vera fyrir bifreiðir með aldrifi hófu Toyota-verksmiðjurnar í Japan að framleiða jeppa sem hlaut nafnið Land Cruiser og reyndist þjarkur hinn mesti. Um áratuga skeið keppti hann við Willys og Land-Rover á markaði sem gerði fyrst og fremst kröfur um sterkbyggða og endingar- góða vinnujálka og fór af honum það orð að fæstir stæðu honum á sporði þegar til átaka í vegleys- um kom. Toyota lagði hinsvegar minni áherslu á að gera hann vistlegan að innan. Hann skýldi vinnugallagenginu frá veðri og vindum en að keyra hann var svona álika spennandi og að snúa skilvindu. Síðan gerðust þau tíðindi að ökumenn til sjávar og sveita fóru að gera kröfur um aldrifna bíla sem væru ekki einungis hörkutól heldur líka þægilegir í akstri og klæddir eins og drossí- ur að innan. Nú hefur Toyota hafið framleiðslu á slíkum bíl, og kallar hann Land Cruiser II, og vísar heitið til þess að framleið- endur líta á hann sem arftaka fyrri jeppans, enda ekki leiðum að líkjast. Land Cruiser II er framleiddur í tveimur lengdum, en einungis styttri gerðin er til sölu hér um þessar mundir, og sagði Bogi Pálsson hjá Toyota- umboðinu mér að svo yrði þar til þeir gætu samið um betra verð á lengri gerðinni. Af myndum sýnist mér lengri gerðin samsvara sér öllu betur, það fer ekki hjá því að manni finnist sá styttri svolítið hala- stífður, því vélarhúsið er langt og voldugt og stuðararnir stórir og sterklegir. Þó er styttri bíll- inn snotur og fallegar í honum línurnar. Vélarhlífin mjókkar fram þannig að grillið verður nokkru mjórra en bíllinn að framan þar sem breið brettin skaga fram fyrir. Þetta útlit sver sig í ættina við gamla Land Cru- iserinn og minnir á skyldleik- ann. En þegar hurðin er opnuð og maður sest undir stýri blasir við allur annar heimur. Maður situr hátt eins og yfirleitt í jepp- um af þessu tagi og útsýnið er með allra besta móti bæði fram og aftur, þannig að auðvelt er að gera sér grein fyrir ytri mörkum bílsins. Þó vekur það minni at- hygli en sú gjörbreyting sem orðið hefur inni í bílnum. Skil- vindubragurinn er alveg úr sög- unni en í staðinn blasir við mælaborð sem hlaðið er mælum og merkjum svo að óvaningi þyk- ir fyrst nóg um. Þar eru, auk allra þeirra mæla sem maður á orðið von á í japönskum bílum, halla-, hæðar- og brattamælar. Ég ók hvorki í það miklum halla eða bratta að mælarnir sýndu hver geta bílsins er í þeim efn- um, en þó höfðu farþegarnir óspart gaman af því að fylgjast með gráðutalningunni þegar sótt var á brattann eða ekið í sneið- ingar. Toyota Land Cruiser II er klæddur og teppalagður í hólf og gólf. Sætin eru með tauáklæði og allur frágangur á innreítingu er til fyrirmyndar þannig að ekki fer milli mála að mjög hefur ver- ið til vandað innanstokks. Það fer vel um fjóra farþega í bílnum og aftursætið er það breitt að þrír komast þar ágætlega fyrir. Aftursætið er með því vandað- asta sem sést hefur í jeppum af þessari stærð. Fjaðrandi fram- sæti voru í þeim bíl sem ég próf- aði og eru þau nokkuð skemmti- leg þegar maður hefur vanist þeim en ekki veit ég hvort þau eru þeirra 23 þúsund króna virði sem þau kosta aukalega. Stýrishjólið er stórt og mikið og er stýrið vökvadrifið og er það tvímæialaust kostur þar sem gera má ráð fyrir að fleiri aki þesssum fólksbílsjeppa en kraftajötnar einir. Það er þó í þyngra lagi en svörunin er góð. Hemlar eru ágætir, en þó tók ég eftir því þegar bíllinn var í al- drifi og ég hemlaði snöggt á mal- arvegi að bíllinn rásaði óeðlilega mikið áöur en hann nam staðar. Land Cruiser II er búinn skynj- ara sem dreifir hemlun milli fram- og afturhjóla eftir því hvernig bíllinn er hlaðinn og er það skynsamlegt öryggisatriði. Þegar vélin er ræst kemur í ljós að hljóðeinangrun er með ágætum og er það í samræmi við þá tilfinningu sem vaknar með manni þegar sest er inn í bílinn að mikil áhersla hafi verið lögð á að tryggja þægindi farþega. Vélin er 2,4 lítra bensínvél með yfirliggjandi knastás. Hún er sparneytin, en seiglan er þokkaleg, en jeppinn er ansi þungur miðað við stærð, eða 1475 kíló. Vélinni lætur best að snúast hægt, en heldur þótti mér hún kraftlítil. Gírskiptingin er nákvæm, en bíllinn er of hátt gíraður þannig að oft þarf að skipta honum til að halda góðum hraða á ójöfnum vegum. Gormafjöðrun er undir bíln- um eins og á Range Rover, en ekki var jeppinn nærri eins þýð- eins aftarlega og kostur er; lausn, sem einnig má sjá á Fiat Uno og Honda Civic. Sá sem hér var reyndur er af ódýrustu gerð: Seat Ibiza GL með 1200 rúmcm vél, 5 gíra og drifi að framan. __________Bílar___________ Gísli Sigurösson Nú gefst tækifæri til að bæta úr slagsíðunni í viðskiptum Spánar og íslendinga, en til þessa hefur innflutningur frá Spáni ekki verið nándar nærri uppí það sem við seljum þeim. Þetta nýtilkomna tækifæri er fólgið í umboði, sem Saab- umboðið Töggur hefur fengið fyrir Seat-bíla frá Spáni. Þeir hafa lengi verið við lýði, raunar í 32 ár, án þess að við höfum haft af þeim kynni og umfang verk- smiðjanna er með þeim hætti, að 400 þúsund Seat-bílar voru framleiddir á síðasta ári. Lengi vel var Seat í beinu sambandi við Fiat á Ítalíu, en það er nú liðin tíð. Skorið hefur verið á öll bönd 'Ú, þar á milli, enda þótt hinn nýi Seat Ibiza minni meira á Fiat Uno en nokkurn annan bíl. Hér er sumsé einn valkostur til við- bótar í smábílaflokknum og í fáum orðum sagt: Enn einn sæmilega rúmgóður bíll og vel búinn, sem eyðir sáralitlu elds- neyti og er árangur af þeirri byltingu, sem varð á bílum í olíukreppunum tveimur. Raunar er Seat Ibiza gott dæmi um það fjölþjóðlega sam- starf, sem oftast á sér stað í bíla- framleiðslu. Spánverjar hafa ekki tekið þann kost að reyna að standa sjálfir að öllu, sem að baki býr en þess í stað leitað til heimskunnra fagmanna. Sú leit út á við var þríþætt: f fyrsta lagi var sá frægi ítalski bílahönnuð- ur Gugiario fenginn til að hanna útlitið og þykir ekki unnt að benda á neinn, sem taki honum fram. Hann er og höfundur að innra útliti. Mótin fyrir boddý- hlutana voru svo búin til hjá Karman í Oxnabruck í Þýzka- landi, sem þykir framúrskarandi á sínu sviði, en í þriðja lagi var leitað til ekki ómerkari aðila en Porsche í Þýzkalandi og frá þeim bæ kemur allt vélarkramið. Seat Ibiza ætti samkvæmt þessu að hafa allgott vegarnesti, en sjálfir setja Spánverjar grip- inn saman í verksmiðjunum í Barcelona, og unga út rúmlega þúsundi bíla á degi hverjum. Þegar útlitið er gaumgæft, sést að hér hefur snjall teiknari staðið að verki. Útlitið er af- skaplega hreinlegt og laust við allt pjatt, en afturhjólin höfð

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55657
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.07.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (17.08.1985)
https://timarit.is/issue/120222

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (17.08.1985)

Aðgerðir: