Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 44
4*
MQRQONPLABIQ, frAUGARDAGURl?; ÁGÚST-^86
Minning:
Ástmundur Sœmunds-
son Stokkseyri
Fæddur 23. október 1910
Dáinn 28. júlí 1985
Þann 28. júlí sl. lést á heimili
sínu á Stokkseyri Ástmundur
Sæmundsson bóndi á Eystri-
Grund tæplega 75 ára gamall. Var
jarðarför hans gerð frá Stokkseyr-
arkirkju laugardaginn 3. ágúst að
fjölmenni viðstöddu. Ég vil með
þessum línum minnast mikils
heimili vinar og byggi þær minn-
ingar á heimildum sem bræður
hans létu mér í té og rösklega
fjörutíu ára kynnum sem ég hafði
af þessum ágæta vini.
Ástmundur Sæmundsson fædd-
ist í Baldurshaga á Stokkseyri 23.
okt. 1910, sonur hjónanna Ástríð-
ar Helgadóttur. Var hann fjórða
barn þeirra af sjö, er náðu fullorð-
insaldri, en tvö dóu í bernsku.
Ástmundur ólst upp hjá foreldr-
um sínum og systkinum á Stokks-
eyri og stundaði almennt barna-
skólanám til þrettán ára aldurs,
en um frekara framhaldsnám
unglinga var ekki að ræða í þorp-
inu á þeim tímum þó hugur
margra stæði til meiri menntunar.
Állmikil gróska var í athafnalífi
sjávarþorpanna Stokkseyrar og
Eyrarbakka á þeim árum, sem
Ástmundur var að vaxa úr grasi.
Áfkoma fólksins byggðist einkum
á vaxandi útgerð vélbáta sem þá
höfðu nýlega leyst áraskipin af
hólmi. Það var því að vonum að
hugur ungra og tápmikilla pilta í
byggðarlögum þessum hneigðist
mjög að sjósókn og aflabrögðum.
Ástmundur var þar engin und-
antekning. Innan við fermingu
byrjaði hann að vinna ýmis algeng
störf sem þá tíðkuðust, fyrst
sveitastörf á sumrin en síðan al-
geng vertíðarstörf. Aðeins sextán
ára gamall fór hann í fyrsta sinni
með Benedikt bróður sínum til
Vestmannaeyja. Reri hann þar
síðan margar vertíðir hjá ýmsum
kunnustu formönnum í Eyjum.
Var aðbúð sjómanna þá allt önnur
og lakari en nú tíðkast, bátar litlir
og aðstæður allar í landi með ein-
dæmum erfiðar. Var því vart á
annarra færi en hraustra manna
og fullharðnaðra að stunda slík
störf ef menn vildu komast heilir
úr þeirri raun sem sjósókn á þeim
tíma var.
Ástmundur var ósérhlífinn og
kappsfullur og vildi ekki láta sinn
hlut eftir liggja þótt ungur væri.
Fór svo að hann hlaut varanlegt
heilsutjón af harðræði þessu og
átti upp frá þessu við skerta
starfsorku að búa. En þó að hann
hlyti þungt áfall í erfiðri lífsbar-
áttu á þessum árum, minntist
hann ávallt Vestmannaeyja og
veru sinnar þar með gleði og
fylgdist úr fjarlægð með fréttum
af vexti og viðgangi atvinnulífs
þar og blómlegri uppbyggingu
kaupstaðarins.
Á þeim árum sem Ástmundur
fór á vertíð til Vestmannaeyja
dvaldist hann oftast í sveit á
sumrin. Heyskaparstörf féllu hon-
um vel í geð og á bæjum var þá
margt kaupafólk og víða mikið
umleikis. Gekk hann að þeim
störfum eins og orkan leyfði og
naut sveitalífsins í ríkum mæli.
Mun á þeim árum hafa þróast með
honum sá ásetningur að verða
bóndi og helga sveitastörfum
krafta sína.
Um þetta leyti var hann í mörg
sumur kaupamaður á heimili
mínu í Litlu-Sandvk, fyrst hjá föð-
urforeldrum mínum, Guðmundi
Þorvarðarsyni og Sigríði Lýðs-
dóttur, en síðan hjá foreldrum
mínum. Tengdist hann heimilinu
vináttuböndum enda réðust þar
örlög hans. Þá höfðu afi minn og
amma í fóstri unga stúlku, Ingi-
björgu Magnúsdóttur frá Meðal-
holtum í Gaulverjabæjarhreppi.
Þau Ástmundur felldu hugi saman
og giftust 1941. Hófu þau búskap á
Stokkseyri árið 1943 og tóku jörð-
ina Eystri-Grund árið 1948 og
bjuggu þar alla tíð síðan.
Þeim Ástmundi og Ingibjörgu
varð fimm barna auðið og eru þau
öll uppkomin. Þau eru: Ástríður,
húsmóðir í Þorlákshöfn; Magnea,
húsmóðir í Andrésfjósum á Skeið-
um; Sigríður, húsmóðir í Lang-
holti í Flóa, og synirnir Sæmund-
ur og Sævar, búsettir á Stokks-
eyri.
Þetta var ytri umgjörðin um líf
Ástmundar á Grund. Hann bjó búi
sínu um fjóra áratugi og vann til
síðasta dags. Hann kom upp
myndarlegum barnahópi og lifði
það að sjá niðja sína kvíslast vítt
um Árnesþing. Hann lét ekki
heilsuleysiö buga sig á neinn
máta. Að vísu leyfði hann sér ekki
mikil umsvif í búskap en alltaf var
búið þokkalegu búi á Grund —
eins og þessi litla jörð leyfði. Með
eljusemi komu þau Ástmundur og
Ingibjörg upp barnahópi sem nú
mundi þykja stór og seinustu árin
voru efni þeirra góð. Þau voru ný-
lega flutt í nýtt íbúðarhús á
Stokkseyri er andlát Ástmundar
bar skyndilega að höndum.
En ekki er lýsing Astmundar
Sæmundssonar þar með öll sögð.
Hann skar sig eftirminnilega úr
fjöldanum. Hár og grannur var
hann, svipurinn var hreinn, augun
góðlátleg og kíminn var hann.
Eins var hans innri maður, vin-
hlýr og skemmtinn hvenær sem
við hittumst og átti góðar sögur
því maðurinn tók býsna vel eftir
og sá vel hið spaugilega án allrar
rætni. Hann vildi umbylta og
breyta samfélaginu. List hans var
að segja frammámönnum til synd-
anna án þess að þeir þykktust við.
Hann leit á sig sem fulltrúa hins
venjulega íslenska bónda. Víða
lágu snörur í leyni og ýmislegt var
athugavert við það skipulag sem
bændur byggðu upp og þá vildi
hann koma skýrum og heilbrigð-
um skoðunum sínum að. En
stéttvísin brást honum aldrei.
Samtakamáttur bænda var hon-
um heilagt mál og í vetur sem leið
flutti hann kröftuga hvatningar-
ræðu á stofnfundi Félags sunn-
lenskra kúabænda á Hvoli. Það
var hið síðasta sem ég heyrði til
Ástmundar og vel við hans hæfi. í
andanum var hann þarna með
yngstu ræðumönnum og í mínum
skilningi varð hann aldrei gamall.
Ástmundur á Grund nýttist
aldrei bændasamtökunum sem
skyldi. Samfélagið kallaði hann
samt til starfa hin síðari ár. Árið
1974 var Ástmundúr á lista Al-
þýðubandalagsins til hrepps-
nefndarkosninga í Stokkseyrar-
hreppi. Hann varð fyrsti varamað-
ur en atvikin höguðu því þó svo að
hann sat í hreppsnefnd mestallt
kjörtímabilið. Flokksfastur varð
Ástmundur aldrei og 1978 fór
hann fram með Steingrími Jóns-
syni á sérstökum lista. Flestum á
óvart komu þeir þremur mönnum
í hreppsnefnd og þar sat Ást-
mundur síðan til dauðadags. Á
þessum árum hitti ég Ástmund oft
í hópi sveitarstjórnarmanna. Ég
fann að honum þótti vænt um
þessa tiltrú sveitunga sinna og
hann galt þá tiltrú vel: var hug-
myndaríkur, velviljaður og sann-
gjarn í þeim málum er Stokkseyr-
ingar unnu að. Skaði var það að
Ástmundur vann ekki þessi störf á
fyrri árum ævinnar, en líklega
hefur þá heilsuleysið bagað og svo
var fjölskyldan þá öll ung og hann
var mikill fjölskyldufaðir.
Ástmundur á Grund er nú geng-
inn um Gjallarbrú. Ekki hitti ég
hann oftar á förnum vegi glað-
beittan og frásagnaglaðan, fund-
vísan á veilur kerfisins — með öll
úrræðin í hendi sér. Ekki kemur
hann oftar til okkar í Sandvík í
sína árlegu sumarheimsókn, en
það voru eftirminnilegir og bjartir
dagar er þau Ásti og Imba voru á
ferð.
Þær sumarheimsóknir voru
orðnar margar og höfðu sinn stíl
en þó breytilegan. Fyrstu árin sí-
stækkandi fjölskylda með rútubíl-
um, gangandi síðasta spölinn. En
hin síðustu árin voru þau Ásti og
Imba ein á ferð, og nú hafði Imba
eignast bíl sem hún ók bónda sín-
um á. Eðlilegar voru allar þessar
breytingar í rás tímans. En
óbreyttur var hinsvegar sá ástar-
geisli sem ég sá alltaf milli þeirra
hjóna svo langt aftur sem ég
skynjaði slíka hluti.
Blessun fylgi Imbu og fólkinu
frá Eystri-Grund um ókomin ár
um leið og ég kveð vin minn,
Ástmund Sæmundsson.
Páll Lýdsson
Minning:
Elías Kjartan Bjarna
son Neðri-Rauðsdal
Þann 23. júli sl. lést á sjúkra-
húsi Patreksfjarðar vinur okkar
Elías Kjartan Bjarnason frá
Neðri-Rauðsdal, Barðaströnd, og
var jarðsunginn frá Brjánslækj-
arkirkju 30. júlí.
Elli eins og hann var kallaður af
öllum var búinn að heyja langt
stríð við þennan válega sjúkdóm,
sem herjar svo óhugnanlega á
manneskjuna, og sem læknavís-
indin ná ekki til, nema í svo litlum
mæli, að ráða við.
Elli var sonur hjónanna Valdís-
ar Elíasdóttur og Bjarna Ólafs-
sonar. Elli fæddist á Vaðli á
Barðaströnd, fluttist með foreldr-
um sínum að Moshlíð og síðar að
Neðri-Rauðsdal þar sem þau hafa
búið síðan. Elli var foreldrum sín-
um mikil stoð í þeirra búskap, bjó
með þeim lengst af, eða þangað til
hann stofnaði sitt eigið heimili og
sína fjölskyldu, en þá tók hann við
búi af föður sínum. Hann byggði
nýtt íbúðarhús á jörðinni og hafði
það svo rúmgott að foreldrar hans
fengu einnig búið þar.
Elli var drengur góður og vinur
vina sinna, hann var ætíð boðinn
og búinn til hjálpar þegar beðið
Leiðrétting
LEIÐ misritun var í minningar-
grein um Þórarin Þórarinsson á
Eiðum hér i blaðinu í gær. Þar
stendur í málsgrein undir lok
kveðjuorðanna, Við minnumst öll
með miklum hlýhug frú Sigrúnar
Sigurðardóttur er stóð við hlið
manns síns af þótta og prúð-
mennsku. — Hér átti auðvitað að
standa af þokka og prúðmennsku.
var og minnast þess margir nú hve
hann hjálpaði víða.
Við fjölskylda mín eigum hon-
um mikið að þakka.
Þegar við komum fyrst hingað í
þessa sveit árið 1963 bara ungl-
ingar, að byrja búskap áttum við
góða að, fjölskylduna í Rauðsdal.
Og var okkur einstaklega vel tekið
af öllum sveitungum okkar, sem
verður okkur alltaf ógleymanlegt.
Og minnist ég nú sérstaklega
fyrstu ferðar minnar vestur, hafði
eiginmaður minn farið viku fyrr,
en við mæðgur flugum með lítilli
flugvél, sem lenti á öðrum tveggja
flugvalla sem þá voru í sveitinni.
Þar sem flugvélin er lent og við
Fædd 29. desember 1895
Dáin 30. júní 1985
Jóhanna Halldórsdóttir fæddjst
29. desember 1898 í Ásmúla í Holt-
um. Hún var dóttir hjónanna
Halldórs Magnússonar bónda þar
og síðar sjómanns á Stokkseyri (f.
4. ágúst 1863, d. 5. apríl 1942 í
Hafshól í Holtum) og Jónínu Sig-
ríðar Sigurðardóttur (f- á Þverlæk
í Holtum 17. júlí 1865) húsfrúar í
Ásmúla, Holtum, en síðar og
lengst af á Sjónarhól á Stokkseyri.
Hún lézt 24. febrúar 1938. Foreldr-
ar Jóhönnu fluttust um aldamótin
til Stokkseyrar og bjuggu á Sjón-
arhól.
Systkini Jóhönnu voru 8, og er
eitt þeirra á lífi, Ólafur Kristinn,
dóttir mín, hún hálfs annars árs,
komum út úr vélinni, koma þá
tveir menn úr sveitinni til að
flytja okkur heim að bæ þar hjá.
Og var Elli annar þessara
sem býr á Glæsibæ á Vopnafirði,
kona hans er Sigurbjörg Sesselja
Albertsdóttir Nielsen.
Jóhanna fluttist til Akureyrar
1927. Hún giftist 3. júní það ár
Þorgrími Þorsteinssyni, sjómanni.
Hún stundaði mikið saumaskap,
síldarvinnu og sitthvað, sem til
féll. Fluttist til Reykjavíkur 1944
og bjó á Hrísateig og hjá dóttur
sinni Huldu og manni hennar síð-
ustu mánuðina, sem hún lifði.
Starfaði hjá Júpiter og Marz og
Sláturfélagi Suðurlands. Þorgrím-
ur lézt fyrir mörgum árum. Þau
eignuðust tvíbura, son og dóttur,
sonurinn lézt í frumbernsku, en
dóttirin, Hulda, býr á Kjalarnesi
ásamt manni sínum, Gunnari
Hermannssyni. Jóhanna ól upp
Jóhanna Halldórs-
dóttir - Minning
manna og einmitt þarna var hann
strax farinn að hjálpa okkur, sem
var æ síðan þegar til hans var leit-
að.
Elli og maðurinn minn unnu
saman bæði í landi og síðar áttu
þeir saman trillu, sem þeir sóttu á
til hrognkelsaveiða þangað til að
Elli veiktist.
Elli var barngóður og nutu
börnin okkar þess, og flyt ég
þakklæti þeirra til hans fyrir það.
Hann var ekki fyrir að bera til-
finningar sínar á torg og þess
vegna vissu fáir hvernig honum
leið í veikindum sínum. Því alltaf
var hann hress að tala við og sýndi
hann þrek í baráttu sinni við
þennan vágest sem sigrar alltaf að
lokum.
Honum varð hamingju auðið
þegar hann eignaðist konu sína,
Bjarnheiði Ragnarsdóttur úr
Reykjavík.
Það var ánægjulegt að sjá hvað
hann var hamingjusamur þegar
þau heitbundust. Síðan auðnaðist
dótturdóttur sína og nöfnu.
Jóhanna var trúuð kona og
starfaði mikið í Kvenfélagi Laug-
honum önnur hamingja þegar
þeim fæddist sonur sem skírður
var Bjarmar Smári, hann var
augasteinn pabba síns og honum
mikil ánægja. Einnig átti kona
hans dreng áður, sem hann gekk í
föðurstað.
Mikils er misst þegar fjöl-
skyldufaðir fellur frá, en megi
góður Guð gefa þeim styrk og
leiða þau áfram um góðan veg.
Við viljum þakka Ella fyrir
samleiðina sem við áttum með
honum og alla hans hjálp og vin-
áttu.
Við fjölskylda mín biðjum góð-
an Guð að styrkja aldraða for-
eldra, eiginkonu og syni.
Og vottum þeim innilega samúð
okkar.
Farðu í friði,
friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Br.)
Guðrún Halla Friðjónsdóttir,
Krossi, Barðaströnd.
arnessóknar. Hún hafði mikinn
áhuga á ættfræði, einkum Bergs-
ætt, sem hún var sjálf af og Bólu-
Hjálmarsætt, sem Þorgrímur
maður hennar var af. Þar munu
fáir hafa staðið henni á sporði.
Ég stend í mikilli þakkarskuld
við Jóhönnu. Við kistulagningu
Guðna föður mfns, bróður Jó-
hönnu, 1918, var ég fluttur fram
að Sjónarhól á Stokkseyri, fjög-
urra ára til foreldra Jóhönnu og
barna þeirra og fannst mér ég upp
frá því vera sem eitt systkinanna.
Upp frá því má heita, að leiðir
okkar Jóhönnu hafi ekki skilið. Ég
fór norður til Akureyrar 1939 og
bjó hjá henni fyrsta árið og flutt-
ist suður 1952 og átti ævinlega góð
samskipti við hana og fjölskyldu
hentiar.
Með þessum einföldu orðum vil
ég koma á framfæri innilegu
þakklæti til Jóhönnu frá mér og
fjölskyldu minni fyrir ævilanga
vináttu og tryggð.
Pálmar Guðnason