Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ. LAlfGAftÐÁÖUIt 17. AGt'rÖT 19W» 46 Aldarminning: Ingólfur Indriða son Húsabakka Fæddur 17. ágúst 1885 Dáinn 18. maí 1968 Mig langar í fáum orðum að minnast afa míns, Ingólfs Indriða- sonar, sem í dag hefði orðið 100 ára. Hann fæddist á Hallanda í Eyjafirði þann 17. ágúst árið 1885. Sonur hjónanna Indriða Krist- jánssonar og Dýrleifar Guð- mundsdóttur. Þau bjuggu lengst af í Skriðuseli í Aðaldal. Eignuð- ust þau 7 börn og er eitt þeirra á lífi. Laufey, sem dvelur í Skjald- arvík. Hin voru: Anna, sem bjó í Reykholti, Sigrún í Grímsey, Finnur, sem tók við búi í Skriðu- seli, Eiður í Hrísey og Elín, sem lengst af bjó á Húsavík. Afi dvaldi hjá foreldrum sínum til 14 ára aldurs, en þá fór hann að vinna fyrir sér á ýmsum stöðum í sveitinni. Þegar hann var við vinnu í Garði í Aðaldal, kynntist hann konuefni sínu, Marju Berg- vinsdóttur. Hún fæddist í Húsa- bakka í Aðaldal, en fluttist 5 ára gömul með foreldrum sínum, Bergvin Þórðarsyni og Elínborgu Jónsdóttur (Einarssonar Brasilíu- fara) í Brekku í sömu sveit. Afi og amma voru gefin saman í hjónaband 2. júlí 1911 í Neskirkju og héldu þau mikilli tryggð við þá kirkju alla tíð. Afi var mjög söng- elskur maður og söng oft við mess- ur í kirkjunni. Þau byrjuðu bú- skap hjá foreldrum afa í Skriðu- seli og bjuggu þar í 4 ár, en árið 1915 fluttust þau á Tjörn í Aðaldal og bjuggu þar næstu 11 árin. Á Tjörn réðst afi í að byggja nýtt íbúðarhús. Árið 1926 fluttu þau í Húsabakka og bjuggu þau þar í 42 ár. Síðasta árið sem afi lifði dvaldi hann á Selfossi hjá yngstu dóttur sinni. Hann lést norður á Akur- eyri 18. maí 1968. Afi og amma eignuðust 9 börn og eru 8 þeirra á lífi, en eitt misstu þau nýfætt. Þau sem upp komust eru: Bergvin Karl, kvænt- ur Elínu Þórólfsdóttur, Indíana Dýrleif, sem var gift Kjartani Stefánssyni, sem nú er látinn, Sig- rún, gift Haraldi Magnússyni, Steingrímur, kvæntur Helgu Jó- hannesdóttur, Helgi, kvæntur Sig- urbjörgu Hallgrímsdóttur, Elín Guðrún, gift Ingibergi Jónssyni, Jónína, gift Henning Kjartanssyni og Anna Þuríður gift Sigmundi Ámundasyni. Afkomendur afa eru í dag 86 talsins. Afi og amma héldu þeim sið í mörg ár, að heimsækja börn sín á haustin og dvelja hjá hverju þeirra í fáeina daga og var til- hlökkunin mikil þegar von var á þeim í heimsókn. Allir fengu nýja sokka og vettlinga, því mikið var prjónað og sátu þau þá gjarnan saman og prjónuðu bæði og sögðu okkur sögur úr sveitinni. Eitt af því sem ég minnist frá bernskudögum mínum var þegar afi sendi okkur hangikjöt í stórum trékassa rétt fyrir jólin á hverju ári. Alltaf var eitthvað fleira í kassanum til að gleðja börnin með. Það ríkti regluleg jóla- stemmning á heimilinu þegar kassinn kom. Þó að afi hafi verið bóndi alla tíð, þá vann hann oftast utan heimilisins á vissum árstímum og var hann t.d. í vegavinnu í mörg ár. Með þessum orðum vil ég þakka afa mínum þær góðu stundir sem ég átti með honum. Minningin um góðan afa mun ávallt lifa. Ilalldóra Ingibergsdóttir í tilefni dagsins ætla niðjar og makar þeirra að hlýða á messu í Neskirkju og eiga góðan dag sam- an í sveitinni hans. Minning: Olav Kielland hljómsveitarstjóri Nýlega lést á heimili sínu í Þelamörk norski hljómsveitar- stjórinn Olav Kielland, 83 ára að aldri. Liðin eru rúm 32 ár síðan Kiel- land kom hingað til lands í fyrsta sinn til að stjórna Sinfóníu- hljómsveit íslands sem þá hafði verið stofnuð tveimur árum áður. Á þeim skamma tíma sem hljóm- sveitin hafði starfað höfðu nokkr- ir erlendir hljómsveitarstjórar stjórnað henni og náð bærilegum árangri þegar mið er tekið af reynsluleysi frumherja okkar í hljómsveitarleik, en með komu Kiellands urðu algjör þáttaskil. Hljómsveitarfólkið skynjaði þegar á fyrstu æfingu að þarna var á ferðinni maður sem tók viðfangs- efnið allt öðrum tökum. Hann hristi slenið af hljómsveitinni og kenndi mönnum að vinna. Hver æfing hjá Kielland var lík setu á skólabekk hjá kennara sem allir báru óttablandna virðingu fyrir. Hann var gífurlega kröfuharður en um leið uppörvandi og hvetj- andi, ósérhlífinn og að sama skapi óvæginn á að þenja þol og taugar hljómsveitarfólks til hins ítrasta, en á hverju sem gekk átti hann hug allra. Hin rnikla reynsla Kiel- lands af hljómsveitarstjórn og hinn sterki persónuleiki hans hafði djúpstæð áhrif á hljómsveit- ina. Túlkun hans á tónverkum þeim sem hann stjórnaði var svo persónuleg og grópaðist svo sterkt í hljómsveitina að hennar gætti í leik hljómsveitarinnar löngu eftir að Kielland var hættur að vinna með henni. Þegar Kielland kom hingað fyrst var hljómsveitin eins og ómótaður leir, efniviður sem var honum að skapi og hann kunni að vinna með, enda varð hlutur hans í uppbyggingu hljómsveitarinnar listrænt jafnt sem skipulagslega, meiri en nokkurs annars manns. Það var gæfa hljómsveitarinnar, að fá einmitt þennan mann hingað til starfa á jafn viðkvæmum tíma í tilveru hennar sem raun var á því framlag hans varð hinn styrki grunnur þeirrar byggingar sem Sinfóníuhljómsveit íslands er orð- in í dag. Gunnar Egilson Vernharður Kristjáns- son þingvörður - Kveðja Fæddur 19. september 1911 Dáinn 28. júlí 1985 Eyði og tómt er í afgrunns-hyl, þótt allt þangað dragi hinn rammi taumur. Að ósi þar falla öll uppsprettu-skil, — en alltaf er dauðinn jafn-snauður og naumur. Hver ævi og saga, hvert aldabil fer eina samleið en hrapandi straumur. - Eilífðin sjálf hún er alein til. Vor eiginn tími er villa og draumur. (E.Ben úr Einræðum Starkaðarl Skugga bar yfir sál mína er ég frétti lát Vernharðs Kristjánsson- ar þingvarðar. Hann þekkti ég ekki vel, til þess urðu kynni okkar of stutt. En hann snerti strengi minnar sálarhörpu með vingjarn- leik sínum og vinsemd, er ég, ung- ur maður, hafði sem oftar lagt leið mína á þingpalla Alþingis, nú síð- ast í fyrravor. Áður en ég fór í sumar sem leið til ársdvalar erlendis, dró Vern- harður mig afsíðis á göngum Al- þingis er ljóst var að ég væri á förum. Þar áttum við langt spjall og kom þá best í ljós hvílíkt gæða- menni Vernharður var. Við það tækifæri kvöddumst við með virktum og höguðu örlögin því þannig að þetta varð í hinsta sinn er ég fann þéttingsfast handtakið og heyrði röddina vingjarnlegu hljóma mér í eyrum. Sem ungum manni reyndust mér hinar alltof fáu stundir í ná- vist Vernharðs ómetanlegar, er hann jós af brunni reynslu langra ævidaga. Nú þegar hann er horf- inn handan móðunnar miklu, er vissan um nálægð hans við skap- arann huggun harmi gegn. Minn- ingin um látinn öðling mun hjá mér geymast. Ástvinum Vern- harðs sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Árni Sigurðsson. + Maöurinn minn og faöir okkar, EINAR G. KVARAN, framkvœmdastjóri, Kleifarvegi 1, Reykjavík, lést i Landspitalanum aö kvöldi 15. ágúst. Kristín Helgadóttir Kvaran, Karítas Kvaran, Baldur Guðlaugsson, Gunnar E. Kvaran, Snœfríöur Þ. Egilson, Helgi Kvaran, t Eiginkona min og móöir okkar, GUÐRÚN RUNÓLFSDÓTTIR, Brautarlandi 12, lést í Landspítaianum 15. ágúst. Ármann Kr. Einarsson, Ásdls Ármannsdóttir, Hrafnhildur Ármannsdóttir, Kristín Ármannsdóttir. Eiginmaöur minn. + ÁSGEIR JÓNSSON frá Tröllatungu, andaöist 16. ágúst. Símonía Sigurbergsdóttir, Halldór Asgeirsson, Sigríöur M. Jónsdóttir og sonarsynir. + Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, KARENAR OLGEIRSDÓTTUR, Neshaga 9, er lést 29. júlísl. hefur fariö fram. Þökkum innilegaauösýndasamúö. Olgeir Kristjónsson, Rut Þorsteinsdóttir, Þórunn Kristjónsdóttir, Bjarni Ingólfsson, og barnabörn. + Þökkum innilega öllum þeim er auösýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför litla drengsins okkar, VEIGARS ÞRÁINSSONAR, Kletti, Geiradal. Málfrióur Vilbergsdóttir, Þráinn Hjálmarsson. + Ég þakka ykkur öllum sem sýndu okkur samúö viö andlát konunnar minnar, JÓNÍNU ÞORBERGSDÓTTUR, Eiríksgötu 13. Guö blessi ykkur öll. Jens Hansson, synir og fjölskyldur. + Hugheilar þakkir fyrir samúö og hlýhug viö andlát og útför, CLAUS BRYDE. Karen Bryde, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. Legsteinar granít — marmari iami j /. Op*ö aUadagj sinnig kvökf og neigar., Unnarbraut 19, 9«ltj«marnMi, símar 920609 og 72818.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.