Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 48
Aðalvík
fékk dufl
í vörpuna
SKUTTOGARINN Aðalvík KE 95
frá Keflavík fékk tundurdufl í vörp-
una á Kögurgrunni á fimmtudaginn.
Að sögn Sigurðar Árnasonar
hjá Landhelgisgæzlunni er talið
að tundurduflið sé frá stríðsárun-
um. Duflið er óvirkt og mun sér-
fræðingur frá Landhelgisgæzlunni
líta á það nk. mánudag, þegar tog-
arinn kemur til hafnar í Keflavík.
Rússneskt
hlerunardufl
fannst á reki
við Skrúð
EskiHrði, 16. ágúst.
„VIÐ VORUM staddir um 4 mflur
suður af Skrúðnum er við tókum eft-
ir skrýtnum hlut sem var að velkjast
í sjónum,“ sagði Ingvar Guðmunds-
son, skipstjóri á Sæþóri Su 175, 14
lesta bát frá Eskifirði, en þeir fundu
í gær hlut á reki í sjónum sem talið
er rússneskt hlerunartæki.
„Við sáum að þetta var um eins
metra langur hólkur sem var lóð-
réttur í sjónum. Er við tókum
hann um borð kom í ljós að um 15
metra kapall var niður úr honum
og einhver tæki á endanum á kapl-
inum. Letrið á tækinu sýndist mér
vera rússneskt.
Þegar við komum í land í gær-
kveldi lét ég Bjarna Stefánsson
fulltrúa sýslumannsins í Suður-
Múlasýslu vita af þessu og í morg-
un komu svo tveir menn frá Land-
helgisgæslunni í Reykjavík og
sóttu duflið og fóru með það til
Reykjavíkur," sagði Ingvar enn-
fremur. Ævar
LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR.
Morgunblaðið/Helgi Hallvarðsson
TF-GRO lendir í Kolbeinsey til að sækja vísindamennina og stýrimenn af varðskipinu Tý. Mikillar varfærni þurfti að gæta við lendinguna vegna þess
hve eyjan er mishæðótt og hál af slýi.
Þyrla ferjaði vísindamenn í Kolbeinsey
ÞYRLA lenti í Kolbeinsey í fyrsta
skipti í fyrradag þegar farinn var
leiðangur þangað út á vegum
Hafnarmálastofnunarinnar. Það
var Landhelgisgæsluþyrlan TF-
GRÓ, sem setti í land í eynni tvo
vísindamenn, Kristján Sæmunds-
son jarðfræðing hjá Orkustofnun
og Sigurð Sigurðsson verkfræðing
hjá Hafnarmálastofnun, og fyrsta
og annan stýrimann af varðskipinu
Tý. Hermann Sigurðsson þyrlu-
flugmaður þurfti að beita mikilli
lagni við lendinguna, því hún er
afar mishæðótt og hál af slýi.
Þeir Kristján og Sigurður
mynduðu Kolbeinsey fyrst úr
lofti en höfðu síðan fast land
undir fótum í um þrjár klukku-
stundir við athuganir og sýna-
tökur, en hugmyndin er að reyna
að styrkja eyna svo hún hverfi
ekki og þar með nærri tíu þús-
und ferkílómetrar af landhelgi
íslands. Áður en varðskipið
hvarf frá eynni með þyrluna og
vísindamennina var Kolbeinsey
ljósmynduð allan hringinn úr
gúmmíbáti varðskipsins.
í leiðsögubók fyrir íslenska
sjófarendur frá 1950 segir m.a.
að Kolbeinsey sé átta metra há,
80 metra löng og 30—60 metra
breið. Nú er eyjan sjö metra há,
39 metra löng og 37 metra breið.
Erfitt mun vera að steypa
eyna upp, eins og kastað hefur
verið fram, en vísindamennirnir
telja hugsanlegt að bolta hana
saman og steypa upp í sprungur.
Þeir munu á næstunni skila
skýrslu um athuganir sínar til
Hafnarmálastofnunar og síðan
verður tekin ákvörðun um
hvernig staðið verður að vernd-
un Kolbeinseyjar.
Núpskatla á-
Melrakkasléttu:
Utskorinn
Afríkunegra
rekur á fjörur
Kópaskeri, 16. ájfúst.
MERKILEGAN grip rak á fjörur í
Núpskötlu á Melrakkasléttu sl.
miðvikudag. Er það forláta tré-
skurðarlistaverk sem virðist vera
af Afríkunegra, sennilega korn-
skurðarmanni, með sigð í hönd og
reykjarpípu í munni. Listaverkið,
sem er rúmur metri á hæð, er mjög
haglega útskorið í tré og ótrúlega
vel farið. Er bakhliðin lítillega
veðruð svo auðséð er að gripurinn
hefur legið á hvolfi í sjónum.
Það voru þeir feðgar Haraldur
Sigurðsson og Sigurður Har-
aldssonn, bændur í Núpskötlu,
sem fundu gripinn í fjörunni.
„Við vorum að sækja rekavið
niður í fjöru þegar við sáum
hvar torkennilegur hlutur mar-
aði í hálfu kafi í fjöruborðinu,"
sagði sonurinn, Haraldur Sig-
urðsson. „Mér sýnist gripurinn
ekki vera búinn að liggja mjög
lengi í sjó því engir hrúðurkarlar
eða annað slíkt voru utan á hon-
um.“
Haraldur sagði að ótrúlegustu
hluti hefði rekið á land í Núps-
kötlu en liklegast væri þetta sér-
stæðasti fundurinn til þessa.
Sagði hann að þeim bændum í
Núpskötlu léki forvitni á að vita
Morgunblaðið/Tryggvi Adalsteinsson
Útskorni Afríkunegrjnn, sem
fannst við Núpskötlu. A myndinni
er einnig Aðalsteinn Tryggvason
frá Kópaskeri, 5 ára.
hvaðan gripurinn væri kominn
og ef að einhver gæti gefið upp-
lýsingar um rekann, þá vildu
þeir gjarnan fá að heyra eitt-
hvað frá þvi.
T.A.
Sjö í gæslu vegna fjölda þjófnaða og innbrota:
Afbrotin framin til
að kaupa fíkniefni
Langur afbrotaferill og áberandi mörg ffkni-
efnabrot, segir rannsóknarlögreglustjóri
NTÖÐUGT fjölgar þeim þjófnaðar-
og innbrotamálum er skrifast á
reikning sjömenninganna, sem nú
sitja í gæsluvarðhaldi í Reykjavík.
Er næsta sýnt, að afbrot þessa fólks,
sem flest er á aldrinum 25 til 35 ára,
eru í nánum tengslum við viðleitni
þess til að afla fjár til ávana- og
fíkniefnaneyslu sinnar, að því er
Hallvarður Einvarðsson, rannsókn-
arlögreglustjóri ríkisins, sagði í sam-
tali við blaðamann Morgunblaðsins
í gær.
„Fæst af þessu fólki virðist hafa
stundað fasta atvinnu eða haft
fast heimili um alllangt skeið. Það
á flest langan afbrotaferil að baki
og þar í eru áberandi brot á lög-
gjöf um ávana- og fíkniefni," sagði
rannsóknarlögreglustjóri. „Við
höfum haft sterkar grunsemdir
um að þessi innbrot og þjófnaðir,
sem eru mörg brot og alvarleg,
standi í beinum tengslum við
fíkniefnabrot og það hefur nú að
sumu leyti komið á daginn."
Hallvarður Einvarðsson sagði
að stöðugt fjölgaði þeim brotum,
sem gæsluvarðhaldsfangarnir
tengdust en rannsókn málanna
miðaði skaplega áfram og væru
málin mjög að skýrast. „Að rann-
sókninni vinnur verulegur mann-
afli og sú vinna heldur áfram öll
kvöld og helgar," sagði hann.
ÍSLENSKUR fjallgöngumaður,
Helgi Benediktsson, kleif fjallið Dir-
an í Pakistan sem er 7.273 metra
hátt. Þetta er hæsta fjall sem ís-
lenskur fjallgöngumaður hefur klifið
til þessa.
Helgi var í hópi breskra fjall-
göngumanna ásamt öðrum íslend-
ingi, Snævari Guðmundssyni.
Fimmtán menn hófu fjallgönguna,
en hitabeltissjúkdómar hrjáðu
Tveir fanganna hafa verið úr-
skurðaðir í allt að þriggja mánaða
gæsluvarðhald vegna síbrotastarf-
semi. Sá síðari þeirra var hand-
tekinn sl. þriðjudagskvöld og úr-
skurðaður í gæsluvarðhald allt til
6. nóvember næstkomandi. Hann
áfrýjaði úrskurðinum til Hæsta-
réttar. Sex aðrir eru í gæslu-
varðhaldi til skemmri tíma, flestir
í eina og tvær vikur.
leiðangursmenn mjög.
íslendingarnir héldu utan í júní
en leiðangurinn á Diran tók um
vikutíma frá því lagt var af stað
frá neðstu búðunum.
Helgi var sá eini sem komst á
leiðarenda og fór hann einn síð-
ustu dagleiðina. Snævar var einn
þeirra sem veiktust og er hann
kominn heim til íslands. Helgi er
væntanlegur heim í næstu viku.
íslenzkt fjallgöngu-
met í Pakistan