Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1985
7
Símamyndir/Valdimar Kristinsson
Öllum á óvart hafnaði Benedikt Þorbjörnsson í efsta sæti í forkeppninni í fimmgangi í hestinum Styrmi frá Seli.
52,36 stig. Jöfn í 5.-7. sæti með
52,02 stig urðu auk Kristjáns þau
Morten Lund, Noregi, á Víkingi
frá Grímstungu og Viola Ha-
llmann, Hollandi, á Garra frá
Miðhúsum. Fast á hæla þeirra
kom Lárus Sigmundsson á Herði
frá Bjóluhjáleigu og fannst mörg-
um hann hart dæmdur. Lenti
hann í 9.—10. sæti með 51,00 stig
og nægir það honum til þátttöku i
B-úrslitum. Hreggviður Eyvinds-
son á Fróða frá Kolkuósi hafnaði í
14. sæti með 48,62 stig.
í 250 metr'a skeiði náði Eiríkur
Guðmundsson á Hildingi frá
Hofsstaðaseli næst bestum tíma,
24,5 sek., en Dorte Rasmussen,
Danmörku, sem keppti á Blossa
frá Endrup var með besta tímann,
23,3 sek., sem er nýtt danskt met.
Vera Reber frá Þýskalandi sem
keppti á Frosta frá Fáskrúðar-
bakka kom næst með 24,6 sek. og
Peter Schröder frá Austurríki
með 24,7 sek. Aðalsteinn og Rúbín
náðu 25,0 sek. og Benedikt og
Styrmir 28,1 sek., en Sigurbirni
tókst ekki að láta Neista liggja í
þeim tveimur sprettum sem farnir
voru.
Hilda 5930 frá Ólafsvík varð
langefst af kynbótahryssum sem
dæmdar voru í gær og fékk hún í
einkunn 8,16. Af stóðhestum var
efstur Gáski frá Gullberastöðum
með 8,25.
Ljóst er nú að möguleikar okkar
manna á Evrópumeistaratitli í
samanlögðu eru raunverulegir
hvort sem um er að ræða knapa á
fjórgangs- eða fimmgangshesti.
Það er Kristján Birgisson á Há-
legg í fjórgangskeppninni og
Benedikt Þorbjörnsson á Styrmi í
fimmgangskeppninni.
1 dag fór að reyna verulega á
aðstöðuna hér í Tanga Hed og er
ekki annað að sjá en hún reynist
vel. Hringvöllurinn er orðinn mjög
góður og skeiðbrautin að sama
skapi.
Dagskráin fór verulega úr
skorðum í dag og varð að seinka
bæði skeiðinu og víðavangshlaup-
inu um 2V4 tíma. Góð stemmning
ræður hér ríkjum og ekki annað
hægt að segja en vel fari um fólk í
25 stiga hita og blíðuveðri. Áhorf-
endur taka góðan þátt í keppninni -
með hvatningarhrópum og fagn-
aðarlátum. Fá Islendingarnir
stærstan hluta af þeirri köku,
enda fjölmennt klapplið hér á
staðnum. Einnig njóta þeir að
venju mikilla vinsælda meðal
hinna áhorfendanna.
Evrópumótið í Várgárd:
Árangur íslensku kepp-
endanna ævintýri líkastur
í Morg’-.nblaðinu í gær var það
mishermt að Hreggviður Ey-
vindsson væri í 14. sæti í hlýðni-
keppni. Rétt er að hann hafnaði í
30. sæti. Þá var sagt að Benedikt
Þorbjörnsson væri alveg við það
að komast í úrslit í hlýðnikeppni.
Hið rétta er að hann kemst í úr-
slit, þar sem fyrirkomulagi keppn-
innar var breytt á síöustu stundu.
Þeir sem náðu 20 stigum eða
meira fara í úrslitakeppnina í stað
10 efstu.
Virgirda. SvíþjóA, 16. igúst, frí Valdimar
Kristinssyni.
„Já, þeir eru óútreiknanlegir
strákarnir," varð einum af íslensku
áhorfendunum að orði þegar þulur-
inn tilkynnti að Benedikt Þor-
björnsson sem keppti á Styrmi frá
Seli væri efstur í rimmgangi. Og víst
eru þetta orð að sönnu, því það sem
gerst hefur hér á Evrópumótinu í
Várgárda í dag er einmitt það sem
enginn hafði þorað að vona. Eru þær
raddir, sem sögðu að frá íslandi færi
lélegt lið að þessu sinni, að fullu
þagnaðar.
En það var ekki bara Benedikt
sem gladdi hjörtu okkar íslend-
inganna með óvæntum árangri,
því Kristján Birgisson sem keppir
á Hálegg hefur tryggt sér rétt til
þátttöku í úrslitum í fjórgangi.
Hefði það einhvern tíma þótt saga
til næsta bæjar, því við höfum
ekki átt mann í úrslitum þar síðan
1979 í Hollandi, en þá komst Aðal-
steinn Aðalsteinsson i úrslit á
lánshestinum Grákolli.
Eru allir Islendingar hér í
Várgárda í sjöunda himni yfir úr-
slitunum og er nú farin að ríkja
svipuð sigurstemmning og gert
hefur á öllum EM allt frá 1975.
Benedikt er sem sagt efstur i
fimmgangi ásamt Jóhannesi Hoy-
os, Austurríki, sem keppir á Fjölni
frá Kvíabekk. Eru þeir með 58,80
stig, en næstir koma Peter
Schröder, Austurríki, á hryssunni
Ástu sem fædd er þar í landi með
56,70 stig, Leif-Arne Ellingseter,
Noregi, á Andvara með 56,40 og
Piet Hoyos á Sóta frá Kirkjubæ
með 55,60. Þessir keppendur fara í
svokölluð A-úrslit en í B-úrslit
fara m.a. Sigurbjörn Bárðarson á
Neista frá Kolkuósi, en hann varð
í 6. sæti með 54,80 stig, og Aðal-
steinn Aðalsteinsson á Rúbin frá
Stokkhólma, sem varð í 10. sæti
með 53,80 stig.
Efstur í forkeppni fjórgangs
varð Evrópumeistarinn Hans
Georg Gundlach, Þýskalandi, á
Skolla með 62,90 stig, önnur varð
Unn Kroghen Noregi á Strák frá
Kirkjubæ með 55,76 stig, Daniela
Stein frá Þýskalandi þriðja á Seif
frá Kirkjubæ með 55,08 stig,
fjórða Michela Uferbach, Austur-
ríki, á Hæng frá Reykjavík með
Hilda 5930 frá Ólafsvík vakti mikla athygli þegar hún kom fyrir kynbótadómara, enda varð raunin sú að hún hafnaði
í fyrsta sæti með einkunnina 8,21. Knapi og eigandi Hildu er Sigurbjörn Bárðarson.