Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1985 Raforkuverð til iðnaðar Athugasemd Félags ísl. iðnrekenda við grein Bergsteins Gissurarsonar Þann 9. júlí sl. sendi Félag ís- lenskra iðnrekenda frá sér frétta- tilkynningu um raforkuverð til iðnaðar. Fréttatilkynning þessi vakti eðlilega allmikla athygli og var fjallað um efni hennar í flest- um fjölmiðlum. Þann 8. ágúst sl. birtist síðan í Morgunblaðinu athugasemd við greinargerð FÍI frá Bergsteini Gissurarsyni, sem sæti á í raf- orkuverðsnefnd. í grein Berg- steins koma fram ýmsar fullyrð- ingar sem ekki verður komist hjá að svara. Fullyrðingar í inngangi f inngangi greinar sinnar segir Bergsteinn að greinargerð FÍI hafi verið auglýst upp í blöðum og sjónvarpi. Þegar um svo veigamikið mál er að ræða, sem orkuverð til iðnaðar, er eðlilegt og gott að fjölmiðlar sýni því mikinn áhuga. Orkumál eru einn af þeim málaflokkum sem mikið hafa verið til umræðu að undanförnu. Ástæðan er fyrst og fremst sú að orkustefna undan- farinna ára hefur aukið erlendar skuldir gífurlega, án þess að skila þeim árangri sem menn höfðu vænst. Þess vegna þarf skoðana- skipti og mótun nýrrar orku- stefnu. Hér gegna fjölmiðlar ein- mitt veigamiklu hlutverki. Þá segir Bergsteinn í inngangi greinar sinnar að í greinargerð FÍI komi fram villandi upplýs- ingar sem ali á þeim ranghug- myndum um raforkuverð sem haldið hafi verið að almenningi lengi. Við spyrjum: Hverjar eru þess ar ranghugmyndir, hverja er verið að ásaka, hvað er rétt? í áfangaskýrslu raforkurverðs- nefndar, sem Bergsteinn á sæti í, og birt var fyrir skömmu, kom m.a. fram að útsöluverð raforku á Norðurlöndum er langhæst á ís- landi. Ekki verður af þessu séð annað en Bergsteinn sé sömu skoðunar og FÍI eða hvað? Athyglisverð mis- munun notenda í grein Bergsteins kemur rétti- lega fram að almenni taxtinn hérlendis sé sá hæsti á Norður- löndum, en rafmagn til húshitun- ar í dreifbýli hinsvegar með því lægra. Hér er einmitt komið að kjarna málsins, þ.e. að verið er að selja raforku til upphitunar hér- lendis langt undir kostnaðarverði, þ.e. með beinu tapi. Tapið er síðan jafnað upp með háu raforkuverði til iðnaðar og almennra heimilis- nota. Víðast hvar erlendis er orkan seld því verði sem hún kostar í framleiðslu, að viðbættum skött- um. Hérlendis er hinsvegar gert upp á milli notenda, án þess að nokkur skynsamleg rök finnist fyrir því. Þannig greiða t.d. iðn- fyrirtæki sem nota um 60.000 kwh ÁLÞJÓÐLEG samtök lækna gegn kjarnorkuvá (International Phys- icians for the Prevention of Nu- clear War, IPPNW) héldu fyrir skömmu sitt fimmta alheimsþing. Samtökin starfa nú í 41 landi og virkir meðlimir eru um 135.000 talsins. Enn fleiri læknar styöja samtökin á ýmsan máta. Þing IPPNW komst meðal annars að eftirfarandi niðurstöðu: Kj arnorkuvígbúnaðarkapp- hlaupið ógnar lífi og heilsu allra ' jarðarbúa. Komi til þeirra hörm- unga sem af kjarnokustyrjöld á ári vegna framleiðslu sinnar, margfalt hærra raforkuverð en heimili sem nota svipað orkumagn til upphitunar. Hvað ræður? Islensk iðnfyrirtæki eru reiðu- búin til að greiða sanngjarnt raf- orkuverð, sem byggir á samræm- ingu taxta sem háðir eru orku- magni, afli, nýtingartíma og hve- nær orkan er notuð, m.t.t. tíma, dags og árs. Að mati F.l.I. á ekki að mismuna notendum eftir því til hvers á að nota orkuna, eins og nú er gert. Hvaða fyrirtæki eru iðnfyrirtæki? Bergsteinn segir i grein sinni að fyrirtæki sem verða að kaupa raf- orkuna á heimilistaxta séu ann- aðhvort bílskúrsfyrirtæki eða fyrirtæki sem ekki byggja fram- leiðslu sína á raforkunotkun. Hér opinberar Bergsteinn van- þekkingu sína á íslenskum iðnaði. Það er staðreynd að íslensk iðn- fyrirtæki eru smá í samanburði við iðnfyrirtæki á Norðurlöndum. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki standa hinsvegar í mikilli sam- keppni við innflutning og eru í raun burðarás íslensks iðnaðar. í þeim starfar meirihluti allra sem starfa i iðnaði. Því má heldur ekki gleyma að til þessa hóps heyra flest ný fyrirtæki, en það eru ein- mitt nýju fyrirtækin sem í dag skapa undirstöðu atvinnulífs framtíðarinnar. Það væri nær að styðja við uppbyggingu þessara fyrirtækja með lágu raforkuverði en að neyða þau til að kaupa dýr- asta rafmagn á Norðurlöndum. hlytist kæmi kunnátta og þekk- ing lækna að engum notum. Al- þjóðleg samtök lækna gegn kjarnorkuvá skora því á kjarn- orkuveldin að stöðva nú þegar allar tilraunir með kjarnorku- vopn. Stöðvun tilraunanna er fyrsta skrefið í þá átt að stöðva kjarnorkukapphlaupið. Slík stöðvun tilrauna með kjarnorku- vopn væri raunveruleg og árang- ursrík þar til samningar væru undirritaðir um algert bann við tilraunum með kjarnorkuvopn um heim allan. Þetta er aðalatriði en ekki aukaat- riði. I samkeppni skiptir allur kostn- aður miklu máli. Að meðaltali nemur raforkukostnaður um 2% af framleiðslukostnaði hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum í iðnaði hérlendis. Þessi fyrirtæki greiða að meðaltali um 150% hærra orkuverð en samkeppnisað- ilar á Norðurlöndum. Áhrif þessa mismunar nema því að meðaltali um 1% af framleiðslukostnaði. Þessi munur skiptir miklu máli. Islensk iðnfyrirtæki komast ekki á afltaxta nema með því að kaupa í það minnsta um 30 kw afltopp. Miðað við 2.500 tíma nýt- ingu á ári (meðalnýtingartími miðað við 10 tíma vinnudag) er hér um 75.000 kwh á ári að ræða. 1 orkukönnun FÍI sem nýlega er lokið, tóku þátt um 50 fyrirtæki. Um 20 þessara fyrirtækja nota undir 75.000 kwh á ári vegna framleiðslu sinnar. Sé á heildina litið má ætla að um helmingur ís- lenskra iðnfyrirtækja tilheyri þessum hópi. Hér er enn komið að kjarna málsins. Tiltölulega fáum iðnfyr- irtækjum býðst annar möguleiki en að kaupa raforkuna á heimil- istaxta, þeim langhæsta á Norður- löndum. Þá fullyrðir Bergsteinn að til að geta talist notandi raforku til iðn- aðar verði fyrirtæki að nota minnst 450.000 kwh á ári. í fyrr- greindri orkukönnun FÍI eru 12 fyrirtæki sem nota frá 300.000 til 700.000 kwh á ári. Meðalvelta þessara fyrirtækja nam árið 1984 100 milljónum kr. og meðalfjöldi Kostir slíks banns við tilraun- um með kjarnorkuvopn eru augljósir. 1. Stöðvun tilrauna er einföld og krefst ekki langra og flókinna samninga. 2. Með nákvæmum jarðskjálfta- mælum er auðvelt að fylgjast með hvort kjarnorkusprengj- ur eru sprengdar eða ekki. 3. Stöðvun tilrauna með kjarn- orkuvopn hindrar frekari þróun slíkra vopna. 4. Stöðvun tilrauna með kjarn- orkuvopn veikir ekki varnir starfsmanna þeirra var 48. Hér er um stór fyrirtæki að ræða, í það minnsta á íslenskan mælikvarða. Vafasamar fullyrðingar um greinargerö FÍI I grein sinni reynir Bergsteinn að kasta rýrð á könnun FII með því að fullyrða að um sé að ræða árs gamlan samanburð. Hið rétta er að tölurnar eru frá því um ára- mót ’84/’85. Helsta breytingin á raforkuverði sem orðið hefur hér- lendis síðan er hækkun raforku- taxta um 12% í febrúar. Gengis- breyting frá áramótum er svipuð þannig að samanburðurinn er óbreyttur. Bergsteinn fullyrðir að fyrir- tæki sem noti um og undir 23.000 kwh á ári séu ekki samanburðar- hæf. í orkukönnun FÍI sem áður hefur verið minnst á koma fram átta fyrirtæki sem nota um 23.000 kwh á ári. Meðalvelta þessara 8 fyrirtækja á árinu 1984 var 14 miíljónir og meðalstarfsmannafjöldi 8. Sam- kvæmt atvinnuvegsskýrslu Þjóð- hagsstofnunar frá 1982 eru þá starfandi 250 iðnfyrirtæki af þess- ari stærð. Hér er einmitt um hin litlu íslensku iðnfyrirtæki að ræða sem standa í harðri samkeppni við innflutning. Ef þetta er ekki iðnað- ur, hvað er þá iðnaður? Hvað þriðja viðmiðunarflokkinn í könnun FÍI varðar, þ.e. fyrirtæki sem nota um 1.500.000 kwh á ári, kemur í ljós að 4 fyrirtæki af 50 falla í þennan hóp. í grein sinni tekur Bergsteinn tvö dæmi um raforkuverð til fyrir- nokkurs lands. 5. Tillaga um stöðvun tilrauna með kjarnorkuvopn leiðir í ljós hvaða stjórnmálamenn vilja berjast fyrir stöðvun vígbúnaðarkapphlaupsins og hverjir þola enn frekari fram- gang þess. 6. Stöðvun tilrauna með kjarn- orkuvopn skapaði grundvöll fyrir frekari afvopnun. Samtök íslenskra lækna gegn kjarnorkuvá eru sammála þess- um tillögum. Samtökin hafa í samræmi við það sent utanrík- tækja með 1.500.000 kwh ársnotk- un. Annarsvegar miðað við 2.000 stunda (2,47 kr. pr. kwh) og hins- vegar miðaö við 4000 stunda nýtingu (1,85 kr. pr. kwh). Sam- kvæmt útreikningum FÍI standast þessir útreikningar Bergsteins ekki. Sé miðað við taxta Raf- magnsveitu Reykjavíkur frá 1. febrúar sl. og gengið út frá að öll raforkunotkunin fari fram á afl- taxta (ódýrasti kosturinn) yrði verðið m.v. 1.500.000 kwh ársnotk- un kr. 3,18 pr. kwh við 2.000 stunda nýtingu en kr. 2,05 við 4.000 stunda nýtingu. Við saman- burð á þessari verðþróun (verð- lækkun við aukna nýtingu), við verðþróun á hinum Norðurlöndun- um kemur fram að þar á sér einn- ig stað verðlækkun við aukna nýt- ingu. Verðmismunur verður því hlutfallslega svipaður og fram keniur í töflu FÍI. Fullyrðingar Bergsteins um að tafla FÍI sé vill- andi eru því út í hött. Niðurstöður könnunar raforkuverðsnefndar Bergsteinn birtir í grein sinni töflu úr greinargerð raforkuverðs- nefndar um raforkuverð til iðnfyr- irtækja á Norðurlöndum. Þar er miðað við 300.000 kwh ársnotkun og 150 kwh afltopp. í orkukönnun FÍI eru einungis 6 af 50 fyrirtækjum eða 12% sem nota frá 250.000 til 350.000 kwh á ári. Meðalafltoppur þessara fyrir- tækja er 90 kw. Meðalnýtingar- tími er um 2.900 klst. og meðal- verð 1984 3,12 pr. kwh. í dag sam- svarar þetta um 3,50 kr. pr. kwh. Könnun raforkuverðsnefndar gef- ur til kynna að orkuverð til fyrir- tækis af þessari stærð sé 3,25 kr. pr. kwh. Þar er hinsvegar miðað við að öll orkan sé keypt á af- Itaxta. Slíkt er hinsvegar ekki mögulegt því öll fyrirtæki verða að hluta til að nota aðra og hærri taxta fyrir almenna raforkunotk- un. Sé tekin rétt viðmiðun og raun- verulegur kostnaður er því verðið hérlendis í þessum notendahóp kr. 3,50 kwh eða um 130% hærra en í Osló og Stokkhólmi. í fréttatil- kynningu FÍI kom fram að að meðaltali væri raforkuverð til iðn- aðar 150% hærra hérlendis en á hinum Norðurlöndunum. Hér munar því í raun sáralitlu. Skattlagning raforku til idnaðar Bergsteinn bendir réttilega á að skattlagning raforku á Norður- löndum sé langhæst hérlendis. í framhaldi af þessu kemst hann hins vegar að þeirri stórmerkilegu niðurstöðu að innlend orka sé ekki sköttuð, þegar litið sé á málið í heild. Þetta verður að teljast næsta furðuleg röksemdarfærsla. Af raf- orku eru greiddir ýmsir skattar. Má þar fyrst nefna söluskatt (25%) sem rennur beint í ríkis- sjóð, andstætt því sem Bergsteinn fullyrðir. Verðjöfnunargjaldið mmmmMmm^^mmmmm isráðherra, Geir Hallgrímssyni og forsætisráðherra Steingrími Hermannssyni eftirfarandi skeyti: Samtök íslenskra lækna gegn kjarnorkuvá fagna þeirri ákvörð- un Alþingis að ekki skuli vera kjarnorkuvopn á íslandi. Sam- tökin lýsa yfir ánægju sinni með þá viljayfirlýsingu stórveldanna að stöðva tilraunir með kjarn- orkuvopn. Samtökin hvetja ís- lensk stjórnvöld til að beita sér i hvívetna fyrir stöðvun, fram- leiðslu og tilrauna með kjarn- orkuvopn. Svo sem fram er komið starfa Samtök lækna gegn kjarnorkuvá um heim allan og eru óháð öllum starfandi stjórnmálahreyfingum. Samtökin eru tilbúin til að veita faglegar upplýsingar um kjarn- orkuvá verði til þeirra leitað. Fréttatilkynning Samtök íslenskra lækna gegn kjarnorkuvá: Kunnátta og þekking lækna kemur að engum notum í kjarnorkustyrjöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (17.08.1985)
https://timarit.is/issue/120222

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (17.08.1985)

Aðgerðir: