Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1985 Rótarý — eftir 50 ára starf á íslandi hring sinn og skilning á þeirri ver- öld, sem við byggjum. „Að þjóna fremur en þiggja eru einkunnarorð Rótarý“ Rætt við Sigurð Ólafsson, fyrrverandi umdæmisstjóra hreyfingarinnar, um starf og stefnu félagsskaparins. Fiestir hafa eflaust heyrt getiö um félagsskapinn Rótarý, sem senn mun Ijúka sínu fimmtugasta starfsári hér á landi. Hins vegar eru þeir trúlega færri, sem gera sér fulla grein fyrir því hvaða hlutverki hreyfingin gegnir í hinu hversdags- lega lífí. „Rótarý er ekki fyrst og fremst góðgeröafélag, eins og margir virðast halda og því síður einhver „samtök snobb- hana“, eins og sumir vilja trúa,“ upplýsti Sigurður Ólafsson, lyfsali í elstu lyfjaverslun landsins, Reykjavíkur Apóteki, er hann var inntur nánar eftir sögu og tilgangi félagsskaparins í grófum dráttum, en Sigurður hefur nýlokið starfsári sínu, sem umdæmisstjóri hreyfingarinnar hér á landi. Hin alþjóðlega hreyfing, Rót- arý, verður 80 ára á þessu ári og fráfarandi forseti Rotary Inter- national, setti félagsskapnum það markmið að áður en Rótarý fagn- aði aldarafmæli sínu, árið 2005, skyldi vera búið að bólusetja öll bðrn þriðja heimsins við „Pólíó- lömunarveikinni". I dag sýkist þar um það bil þriðja hvert barn af þessum sjúkdómi og hljóta um 10% þeirra, er sýkjast, varanleg örkuml af. „Verkefnið er vissulega ar frjálst að sinna þeim hugðar- efnum, sem næst standa, í bæjar- félagi sínu eða á alþjóða vettvangi, enda af nógu að taka. „Þannig er hér veittur námsstyrkur á hverju ári, fyrir meðmæli klúbbanna og umdæmisins, sem er svo ríflegur að styrkþeginn þarf engar fjár- hagsáhyggjur að hafa það ár, sem hann er á framfæri Rótarýsjóðs- ins. „Kröfurnar, sem gerðar eru til námsmannsins eru hins vegar miklar," sagði Sigurður. „Hann þarf ekki endilega að vera fram- úrskarandi nemandi, þó svo vissu- lega sé það æskilegt. Hins vegar er nauðsynlegt að hann sé verðugur fulltrúi lands síns og þeim eigin- Umdæmisstjóri Rótarý, Sigurður Ólafsson, afhendir Valdimar Harðarsyni arkitekt viðurkenningu starfsgreinasjóðs Rótarý fyrir stólinn „Sóley“. Eiginkona Valdimars, Guðný Linda Magnúsdóttir, samgleðst manni sínum. Upphaf hreyfingarinnar „Eins og svo margir aðrir klúbb- ar, á Rótarý rætur sínar að rekja vestur til Bandaríkjanna,“ sagði Sigurður. „Árið 1905 gekkst mað- ur að nafni Paul Harris fyrir því að hópur forystumanna úr ýmsum stéttum í Chicago stofnuðu með sér félag til þess að þjóna þeim háleitu markmiðum að auka sið- gæði í athöfnum og embættis- rekstri og virðingu fyrir öllum nytsamlegum störfum; stuðla að drengilegri framkomu í starfi og samskiptum við aðra, svo og að efla frið, vináttu og skilning þjóða og manna í milli,“ bætti hann við. „Snemma á fjórða áratug aldar- innar sneru sér síðan nokkrir frammámenn í íslensku þjóðlífi til Ludvigs Storr, ræðismanns í Reykjavík, og báðu hann að kanna grundvöllinn fyrir samskonar klúbbstofnun á Islandi. Að ráðum Storr var þess farið á leit við Knud Zimsen, sem þá hafði nýlát- ið af störfum sem borgarstjóri Reykjavíkur, að vinna að fram- gangi þessa máls. Þessir tveir menn, auk Ragnars H. Blöndal, kaupmanns, mynduðu óformlega undirbúningsnefnd og nutu hvatn- ingar og aðstoðar K. Mikkelsen, lyfsala í Kaupmannahöfn, allt til þess að stofnun klúbbsins varð að veruleika þann 13. september 1934. Fyrstu stjórn Rótarýklúbbs Reykjavíkur mynduðu þeir þrir, sem átt höfðu sæti i undirbúnings- nefndinni, auk Hallgríms Bene- diktssonar, stórkaupmanns, og Benedikts Gröndal, verkfræðings og forstjóra í Hamri, en Knud Zimsen gegndi störfum forseta," upplýsti Sigurður. I fyrstu lutu klúbbarnir á ís- landi danskri umdæmisstjórn, en 1. júli 1946 var stofnað sérstakt og sjálfstætt Rótarýumdæmi fyrir ísland, sem varð hið 74. í röðinni. Fyrsti umdæmisstjóri okkar var Helgi Tómasson, yfirlæknir, og ís- lensku klúbbarnir þá aðeins 6 að tölu. Nú spannar hreyfingin allan hinn frjálsa heim, umdæmin eru 430 talsins, löndin 160, klúbbarnir yfir 21.000 og félagsmenn tæplega 1 milljón. Hér á landi starfa 24 klúbbar með um 930 félaga. Aðal- stöðvar Rotary International eru í Evanston í Illinois í Bandaríkjun- um. Markmið og tilgangur „Góðgerðastarfsemi er bara einn þáttur í starfi Rótarýs," sagði Sigurður ólafsson, lyfsali, er hann var inntur eftir því á hvaða svið- um hreyfingin beitti sér helst. „Númer eitt er að efla skilning og vináttu þjóða og manna í milli, bæði innan félagsskaparins og utan með óeigingjarnri þjónustu' við meðbræður sína. Annars er Rótarýsjóðurinn sjálfseignar- stofnun og veitir hann m.a. fé til líknarmála. Hins vegar eru líka námsstyrkir veittir úr sjóðnum, svo og fé til ákveðinna afmark- aðra félagslegra verkefna. Ef grafa þarf brunn í Súdan, eða eitthvað þess háttar, er líklegt að Rótarý leggi því máli lið,“ útskýrði hann. „H-in þrjú, Hunger, Health og Humanity (hungur, heilsa og mannúð), minna menn á að víða er verk að vinna og verður svo um fyrirsjáanlega framtíð," bætti Sigurður við. risavaxið," sagði Sigurður, „en hægt er að ná markmiðinu með fáeinum dropum af bólusetningar- efni á hvert barn. Fyrir einn doll- ara (u.þ.b. 40 kr.) er hægt að fá ónæmisefni, sem gerir 8 börn ónæm fyrir veikinni í eitt skipti fyrir öll. Þetta hefur hins vegar ekki verið gert og þess vegna erum við nú að skipta okkur af þessu málefni," bætti hann við. „Verk- efnið verður unnið í samvinnu við WHO, alþjóðlegu heilbrigðisstofn- unina, en í stjórn hennar situr reyndar Almar Grímsson, lyfsali í Hafnarfirði, sem einmitt er Rót- arýfélagi." Verkin látin tala í þessu máli, sem öðrum, fer lít- ið fyrir starfi Rótarýs á vettvangi fjölmiðla. Verkin eru látin tala og enda þótt höfuðstöðvarnar gefi klúbbunum ábendingar varðandi stærri verkefni og hina almennu stefnu, er ekki um nein fyrirmæli að ræða, heldur vinsamleg til- mæli. Hverjum klúbbi, raunar hverjum félagsmanni, er hins veg- leikum búinn að hann geti frætt heimamenn um land sitt og þjóð, auk þess að vera nokkurs konar „Goodwill Ambassador". Að námsferð lokinni er það iafnframt skylda hans að upplýsa Islendinga um gistiland sitt, siði, venjur og menningu og vinna þannig að gagnkvæmum skilningi þjóð- anna,“ bætti hann við til útskýr- ingar. Til þessa hafa 30 til 40 manns hlotið stóra styrki frá ís- lenska umdæminu og eru þeir nú flestir í hópi forystumanna sinna starfsgreina á fslandi. Sigurður gat þess einnig að lög Rótarýs bönnuðu að nánir ættingjar Rót- arýfélaga, börn, barnabörn eða systkini, gætu fengið þessa styrki og væru þau ákvæði sett til að fyrirbyggja hugsanlega misnotk- un. „Við útvegum þessa styrki til að stuðla að friði og skilningi þjóða í milli í anda Rótarýs." Á vegum Rótarý fara einnig fram svokölluð æskulýðsskipti, sem felast i þvi að hingað koma ungmenni að utan meðan æsku- fólk okkar dvelst meðal útlendra og víkkar með þvi sjóndeildar- Vandlátir við val félaga Aðspurður um hvaðan hann héldi þá skoðun komna að Rótarý væru einhver samtök „snobb- hana“, eins og illgjarnar tungur vilja oft vera láta, sagði Sigurður: „Snobb-stimpillinn kemur örugg- lega til af því, að þetta er starfs- greinafélag. í hverjum klúbbi er aðeins einn fulltrúi hverrar sér- greinar, einn múrari, einn lyfsali, einn verslunarmaður, einn bygg- ingaverkfræðingur, einn málari, einn tölvufræðingur o.s.frv. Þó getum við haft til að mynda fimm lækna eða lögfræðinga, en þeir verða þá að vera sérhæfðir, hver á sínu sviði, s.s. einn kvcnlæknir, einn skurðlæknir o.s.frv.," bætti hann við. „Við erum vandlátir á hverjum við hleypum inn í hreyf- ingu okkar og yfirleitt leitumst við við að fá til okkar forystumenn á hverju sviði fyrir sig. Þeir verða fyrir valinu vegna þess að þeir gegna ábyrgðarstöðu í starfs- greininni. Við viljum fá menn úr öllum starfsgreinum inn í félags- skapinn til þess að öll sjónarmið fái notið sín. Fyrst og fremst leit- um við að mönnum, sem við getum eitthvað lært af og vilja umgang- ast aðra menn með þjónustu og hjálpsemi að leiðarljósi," sagði Sigurður. Það liggur í hlutarins eðli að meðalaldur Rótarýfélaga er nokk- uð hár, enda eru menn oftast komnir á miðjan aldur, er þeir geta talist til forystumanna í starfsgrein sinni. Ennfremur er það Rótarýfélögum nauðsyn að vita ítarleg deili á verðandi félaga sínum og virðist sem ekki sé flan- að að neinu í þeim efnum. Enn sem komið er karlaklúbbar Sigurður Ólafsson sagði að enn sem komið væri gætu karlar einir orðið félagar. Á þetta rætur að rekja til þess, að við stofnun Rót- arýs, 1905, var það óþekkt með öllu að konur gegndu ábyrgðar- stöðum í þjóðfélaginu og kom því ekki til að þær gætu átt erindi inn f þennan félagsskap. Þótt Rótarý eltist ekki við tískufyrirbrigði, tekur hreyfingin mið af breyttum þjóðfélagsaðstæðum og taldi Sig- urður að þetta myndi leiðrétt á næstu áratugum. Gat hann þess að í upphafi hefði það verið skil- yrði að Rótarýfélagi væri maður í sjálfstæðri stöðu, en nú væru margir burðarásar Rótarýs ein- mitt úr hópi þeirra, sem starfa á vegum ríkis og bæja. Eins myndi það vera með kvenþjóðina — eftir því sem þátttaka þeirra í atvinnu- vegum heimsins og opinberri stjórnsýslu ykist myndi skilningur á nauðsyn þess, að þær legðu sitt lóð á vogarskálar Rótarýs, aukast. „Rótarý er alþjóðleg hreyfing og það verður að hafa í huga, þegar rætt er um þessa hægfara þróun," sagði Sigurður. „Afstaðan til kvenna utan heimilisins er mjög misjöfn eftir löndum. Norðurlönd- in hafa verið hlynnt því að hleypa kvenþjóðinni inn í hreyfinguna nokkuð lengi, en þeir, sem enn berjast hart gegn þessari þróun eru arabar, múhameðstrúarmenn, Japanir og Austurlandabúar yfir- leitt,“ útskýrði hann. „Málið hefur Ekkert grand Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson BÍÓHÖLLIN: í BANASTUÐI (GRANDVIEW USA) ☆ Leikstjóri Randal Kleiser. Fram- leiðandi William Warren Blaylock. Handrit Ken Hixon. Aðalhlutverk Jamie Lee (’urtis, C. Thoma How- ell, Patrick Swayze, Jennifer Jas- on Leigh, Troy Donahue. Gerð 1984 af CBS Theatrical Films. 97 mín. Þessi er snúin, illskiljanleg, ef maður á annað borð á eitthvað að botna í henni. Enda stendur á plakatinu: „Grandview USA, þar sem draumarnir rætast á furðu- legan hátt.“ Þessi nýjasta mynd Randals Kleisers, sem gert hefur „snilld- arverkin" Grease, Blue Lagoon, og að maður tali nú ekki um Summer Lovers, fjallar í stuttu máli um líf nokkurra ungmenna í einhverju niðurdrepandi krummaskuði vestan hafs. Eink- um um pabbastrák (Howell), sem hættir að vera pabbastrák- ur, harðsoðinn kvenkost (Jamie Lee Curtis), sem erft hefur hæp- ið fyrirtækið, bílaeyðilegg- ingarbraut, eftir föður sinn og hálfruglaðan, þungavinnuvéla- jaxl, enda kannski engin furða, þar sem hann er kokkálaður af engum öðrum en Troy Donahue, sem ég hélt að enginn heilvita leikstjóri vildi hafa í návist sinni. Hvernig leiðir þessara elskna Jamie Lee Curtis er englakroppur sem hefur lítið erindi í myndinni í banastuði. liggja svo saman í þessari heldur órómantísku mynd, treysti ég mér ekki til að útlista í fáum orðum, en þetta er lítill bær. Bestu kaflar myndarinnar eru dans- og söngvaatriði (og Jamie Lee er englakroppur, sem maður furðar sig á hvað er að sólunda tíma sínum hér), enda er Kleiser virtur leikstjóri tónlistarmynd- banda og á heiðurinn af sumum þeim bestu sem hann hefur unn- ið fyrir marga heimskunna poppara. Þar fyrir utan er í banastuði harla lítilsigld smá- bæjarlýsing, maður getur eins- vel horft á Skonrokk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.