Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 5
mqe<tunblaðið; laugardagur nt;A!Gúsriss5 5 RARIK synj- ar Rafveitu Selfoss um rafstreng að borholum hitaveitunnar Selfossi, 16. ágúst RAFMAGNSVEITUR ríkisins hafa synjað Rafveitu Selfoss um að leggja rafmagnsstreng að dælum Hitaveitu Selfoss á vatnsoflunarsvæði hennar í landi Laugardæla. Það er hitaveitunni mikið kappsmál að geta keypt raforku til dælanna af Rafveitu Selfoss þar sem slík kaup yrðu mun hagstæð- ari fyrir veituna en þegar keypt er af RARIK. Rafmagnskostnaður vegna dæl- anna er 40% af rekstrarkostnaði hitaveitunnar og öll lækkun á þeim kostnaðarlið er til bóta fyrir stöðu veitunnar. Það er veitufyrirtækjum Selfoss styrkur að kaupin fari fram milli þeirra en ekki við óskyldan aðila. Rafmagnsveitur ríkisins geta synjað Rafveitu Selfoss um raf- strenginn þar sem vatnsöflun- arsvæði hitaveitunnar er á sölu- svæði þeirra í landi Laugardæla en Laugardælir eru í Hraun- gerðishreppi. Að sögn Jóns Arnar Arnarsonar veitustjóra mun áfram verða leitað eftir því að það fáist að leggja rafsteng að holum hitaveitunnar, enda um mikið hagsmunamál að ræða. Sig. Jóns. Vésteinn Ólason Vésteinn Ola- son prófess- or í íslensku við Ósló- arháskóla VÉSTEINN Ólason, lektor, tekur við stöðu prófessors í íslensku við háskólann í Ösló 1. september nk. og hefur honum verið veitt þriggja ára leyfi frá Háskóla íslands til að gegna starfinu. Upphaflega var Sigurði Nordal boðin staðan þegar embættið var stofnað, en hann þáði hana ekki. Staðan lá niðri í nokkur ár en þá tók við henni Norðmaðurinn Hal- vard Mageröy. Staðan var auglýst í fyrra laus til umsóknar og sóttu tveir um, Vésteinn ólason og Sverrir Tómasson, starfsmaður Árnastofnunar. V^terkurog ^3 hagkvæmur auglýsingamiðill! ptorgatstÞlittoifr jr I veg fyrir strætó ÞETTA var ójafn leikur — stór strætisvagn og lítill fólks- bíll. Fólksbílnum var ekið norður Suðurgötu um kaffi- leytið í gær og rakleiðis í veg fyrir strætisvagn, sem kom niður Túngötu. Slys urðu ekki á fólki og skemmdir urðu litl- ar á fólksbílnum — og enn minni á strætisvagninum. Morgunbiaðið/Júlíus Örugg vemd Innstæða á Kjörbók er varin gegn árásum verðbólgunnar. Þú nýtur ávallt góðra kjara hvenær sem þú leggur inn. LANDSBANKINN Gneddur er geymdur eyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.