Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1985
9
Kramhúsið
dans- og leiksmiðja
v/Bergstaðastræti
Písano frá Ítalíu
kennir nútíma-jazzdans,
frá 20. ágúst til 1. sept.
INNRITUN í DAG OG Á MORGUN
kl. 12-18 í síma 15103.
Framdrifinn glæsivagn
Cadillac Eldorado Biarritz
m/krómuðum stáltopp, 8 cyl.
fráanlegum aukaútbúnaði.
T.d. rafdrifin sóllúga,
hleöslujafnari, Cruiese
control o.fl.
Verð kr. 870 þús.
órg. 1979. Rauöbrúnn
(350). Sjálfsk. m/öllum
TSiHamatkadutLnn
jimL *
xQl&ttisgötu 12-18
Nógar vörur í Nóatúni # w
Fl5* 0 L»T*\d uil 01
Nóatúni 17 sími 17261
m tor]pmt>túí»it>
æ ui 00 Metsölublaó á hverjum degi!
„Landnám“ Sovétríkjanna
í íslenzkum blaðaheimi
Ekkert erlent sendiráð hér á landi hefur jafn mikil umsvif, jafn
fjölmennt starfslið né jafn mikið húsnæöi og þaö sovézka. Þaö
stendur meðal annars í blaöaútgáfu (Fréttir frá Sovétríkjun-
um), sem íslenzkur aöili „leppar". Blaö þetta er óskammfeilið
áróöursrit, gróf viöleitni erlends ríkis til þess aö hafa áhrif á
skoðanamyndun í landinu. Smjörþefurinn af þessu „landnámi"
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna í íslenzkum blaöaheimi
kemur fyrir augu lesenda Staksteina í dag.
Innrásin í
Afganistan:
„réttur til
sjálfsvamar“
„Fréttir frá Sovétríkjun-
um“ (júlí/85), sem Komm-
únistAflokkur Sovétríkj-
anna gefur út á íslandi í
trássi viö hefðir í samskipt-
um fullvalda rikja, fjallar
m.a. um innrásina í Afgan-
istan. Greinin hefst á þess-
um orðum:
„í meira en sjö ár hefur
ríkt spenna í Suðvestur-
Asíu vegna hins óyfirlýsta
stn'ðs Bandaríkjanna gegn
Afganistan og ihhitunar
Washington í innanríkis-
mál þess sjálfstaeða ríkis."
Innrás Sovétríkjann f
Afganistan fær hinsvegar
þessa umsögn:
„Þetta var varnaraðgerð
í nauðum, og hún var í
fullu samræmi við 51. grein
stofnskrár Sameinuðu
þjóðanna, sem á ótvíræðan
hátt kveður á um rétt hvers
ríkis til sjálfsvamar og
sameiginlegra varna."
Fréttaflutningur af
þessu tagi getur máske
gengið í aíræðisríkjum,
eins og Sovétríkjunum, þar
sem allir fjölmiðlar (út-
varp, sjónvarp og blöð) eru
ríkisrekin og mið- eða rit-
stýrð frá ráðuneyti leyfi-
legra skoðana, eða skoð-
ana sem hafa marxískan
fiokksstimpil.
Hér á landi, og hvar-
vetna þar sem fólk er
sæmilega upplýst og hefur
aðgang að frjálsum fjöl-
miðlum, verður fréttamis-
þyrming af þessu tagi utan-
gátta — og verkar öfugt
við tilgang fiytjenda. I»að
er í raun móðgun við al-
menna þekkingu og
dómgreind íslendinga að
bera slikt þvaður á borð
fyrir þá.
Öfugmæli: orð
með öfugri
merkingu
Sovétríkin hafa gengið
það langt í hernaðarlegu
ofbeldi f Afganistan að
fréttaskýrendur, sem fylgzt
hafa með gangi mála, tala
jafvel um þjóðarmorð.
Lepprítið, sem hér er vitn-
að til, lýsir hryðjuverkum
Sovétmanna í Afganistan
með eftirfarandi orðum:
„Hinar árangursríku að-
gerðir gegn andbyltingar-
öfiunum sýna að stjórnin f
Afganistan er orðin
sterkari og þjóðin skipar
sér til liðs við hana. Ávinn-
ingar Aprflbyltingarinnar
eru varðir... Þaö er mjög
eðlilegt að sú stefna sem
Lýðræðisflokkur Afganist-
an og afganska ríkisstjórn-
in reka njóti vaxandi al-
menns stuðnings."
Lepprítið tínir til ýmis
samtök, sem starfi að baki
sovézka innrásarhernum:
„samtök lýðræðissinnaöra
kvenna", „Lýöræðisfiokk-
inn", „Föðurlandsfylking-
una" oav.fv.
Sovétríkin reka um-
fangsmikið áróðursstarf
hvarvetna um hinn vest-
ræna heim. Oskammfeilni
þessa áróðurs kemur ekki
sízt fram í misnotkun orða.
Innrásin í Afganistan er
gjarnan fiokkuð undir
þjónustu við „frið". Skoð-
anakúgun, sem veður uppi
í gjörvöllum hinum sósíal-
iska heimi, er falin í orðum
og heitum eins og „samtök
lýðræðissinnaðra kvenna".
Kvislingar, sem vinna með
og fyrir hinn sovézka inn-
rásarher, starfa innan
„Föðurlandsfylkingar".
I>annig verða góð og gild
orð, sem spannað hafa hug-
sjónir og jákvæð fyrirbæri í
mannlífinu, merkingarlaus,
jafvel öfugmæli. „Fréttir
frá Sovétríkjunum" þjóna
hinsvegar sama tilgangi á
íslandi og f Afganistan. Að
„réttlæta" ranglætið. Að
fela Ijótleikann í lygi orð-
skrúðs.
Hámark
óskamm-
feilninnar
Sovétrfkin spúa eldi og
eimyrju yfir saklaust fjalla-
fólk í Afganistan. „Fréttir
frá Sovétríkjunum"
klökluia í fagurfræðilegri
lýsingu á þessum athöfn- |
um; fieyta nánast friðar-
kertum marxískrar frétta-
mennsku inn á Tjörn is-
lenzkrar Ijölmiðlunar. Orð-
rétt segir leppurinn:
„Óefað mun Afganistan
halda áfram á þeirri leið
sem það hefur valið — leið
sjálfstæðis, frelsis, félags-
legra framfara. friðar og
hhitleysis."
Já, þeim er mikið niðri
fyrír, áróðursmeisturunum
í sovézka sendiráðinu.
Jafnvel Göbbels gamli,
sem kallaði ekki allt ömmu
sína, yrði grænn af öfúnd,
mætti hann Ifta kúnst
sporgöngumanna sinna.
Allt heiðarlegt fólk hefur
hinsvegar hina mestu
skömm á þessum söfnuði
ofstækis, yfirgangs og
ósanninda.
„Fréttir frá Sovétríkjun-
um“ eru að vísu aðeins orð
á íslandi. Þær eru annað
og meira í Afganistan,
KystrasalLsríkjum, Ung-
verjalandi, Tékkóslóvakíu
'og PóllandL Það má eng-
um íslendingi gleymasL
Barco-öryggisleiðarinn:
Nýr búnaður til bjargar mönnum
sem falla útbyrðis af smábátum
BARCO-öryggisleiðarinn nefnist nýr
björgunarbúnaður fyrir smábáta,
sem Ásgeir Long, vélstjóri, eigandi
báta- og vélaverslunarinnar Barco í
Garðabæ, hefur hannað og er að
setja á markað.
Um er að ræða þriggja metra
langan stiga úr nælonkaðli og áli.
Er honum komið fyrir i litlu
plasthylki, sem fest er innan á
borðstokk bátsins, þannig að
handfang, sem tengist því, lafir
annað hvort út yfir borðstokkinn
eða út í gegnum lensport, ef um
þilfarsbát er að ræða. Falli maður
útbyrðis getur hann togað í hand-
fangið og við það opnast hylkið og
getur hann þá dregið öryggisleið-
arann til sín og fetað sig eftir hon-
um um borð í bátinn aftur.
Þessi búnaður hefur verið
prófaður og samþykktur af Sigl-
ingamálastofnun og fullnægir
hann skilyrðum norrænna reglna
um öryggisbúnað, sem settar voru
árið 1984 og kveða á um að í öllum
bátum sem eru 5,5 metrar á lengd
eða minni skuli vera björgunar-
stigi, fyrir menn sem falla útbyrð-
is. Á slíkum bátum eru menn
gjarnan einir síns liðs, en reynslan
hefur sýnt að það er nánast ofur-
mannlegt átak að vega sig hjálp-
arlaust um borð í bát, eftir að
hafa fallið alklæddur { kaldan sjó.
Að sögn Ásgeirs Long er örygg-
isleiðarinn þegar kominn í nokkra
báta en Verslun 0. Ellingsen í
Reykjavík hefur tekið að sér að sjá
um dreifingu á honum. Sagði Ás-
geir að búnaðurinn myndi vænt-
anlega kosta 3 til 4 þúsund krónur.
Eins og áður sagði er nú skylda að
hafa slikan búnað í öllum minni
bátum og bjóst Ásgeir við að
búnaður hans, eða annar sam-
bærilegur, yrði kominn i alla báta
af þessari stærð næsta sumar.