Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1985
Pinter
Harold Pinter höfundur
fimmtudagsleikritsins að
þessu sinni er mikill frægðarmað-
ur í breskum leikhúsheimi. En
hann er ekki bara þekktur og vin-
sæll meðal leikhússáhugafólks
heldur og meðal alþýðu manna.
Þannig hefur breskur leikhúss-
maður tjáð undirrituðum að fólk
hafi gjarnan þyrpst út á pöbbana
að afloknum sýningum á verkum
Pinters í sjónvarpinu breska.
Þetta verður víst að teljast heldur
óvenjulegt þegar um er að ræða
nýstárleg alvarleg leikhúsverk en
á einhvern máta virtust verk Pint-
ers snerta bresku þjóðarsálina.
Fyrrgreindur heimildarmaður
kunni enga einhlíta skýringu á
þessum almennu vinsældum Pint-
ers, en benti þó á tvö athyglisverð
einkenni verka meistarans er
fætu hugsanlega höfðað til Breta.
fyrsta lagi leggur Pinter mikla
áherslu á hið lokaða svæði —
íbúðina eða herbergið. Dregur
hann gjarnan upp myndir af ein-
staklingum er leita öryggis og
skjóls innan fjögurra veggja. Hér
ber að hafa það í huga að Bretar
leggja mikla áherslu á að menn
dvelji óáreittir í sínum köstulum
og þess er ætíð gætt til dæmis á
almennum skemmtunum að
stjaka ekki við fólki eða ryðjast
með einum eða öðrum hætti inní
„landhelgi einstaklingsins". í leik-
ritum Pinters er slík innrás ann-
aðhvort yfirvofandi eða hún á sér
stað í bókstaflegum skilningi.
Þetta höfundareinkenni Pinters
kom vel fram í fimmtudagsleikrit-
inu: Einskonar Alaska en þar segir
frá stúlku er hafði verið í næstum
þrjá áratugi í einkennilegu sjúk-
dómsdái. A stund leiksins vaknar
hún upp, vegna nýs lyfs er vekur
hana aftur til raunveruleikans, en
stúlkan þolir ekki öryggisleysi
hinnar nýju tilveru og hverfur aft-
ur inn á milli hinna fjögurra
veggja dásvefnsins.
En það er ekki bara innrás Pint-
ers í „landhelgi" einstaklinganna
er hefir laðað Breta að verkum
hans. Fyrrgreindur heimildar-
maður taldi að Bretar hefðu gam-
an af leik Pinters með ýmsar
kveðjur, og merkingarlaust kurt-
eisishjal sem er náttúrulega hluti
af fyrrgreindum varnarmúr ein-
staklingsins. Benti heimildarmað-
urinn á ýmsa staði í leikriti Pint-
ers No Man’s Land þessu til sönn-
unar.
Frekari rannsókn undirritaðs á
þessu sérbreska einkenni verka
Pinters sannfærði hann um að í
raun væri kappinn oft illþýðanleg-
ur, því stundum ætti hið breska
kurteisishjal enga samsvörun í ís-
lenskum samfélagsveruleika né
málheimi, samt er Jón Viðar
Jónsson leiklistarstjóri alls
óhræddur við að vippa Einskonar
Alaska yfir á ástkæra ylhýra og
stýrir í þokkabót verkinu. Ekki sá
þó leiklistarstjórinn ástæðu til að
senda þýðingu sína út fyrir „land-
helgi“ Skúlagötumusterisins.
Meðfædd kurteisi meinar undir-
rituðum að ráðast inní það vé en
hitt má ljóst vera að þau Guðrún
Ásmundsdóttir, sem veika stúlk-
an, Rúrik í hlutverki læknisins og
Kristbjörg Kjeld í hlutverki yngri
systur stúlkunnar — stóðu sig
prýðilega. Einkum var hlutverk
Guðrúnar vandmeðfarið, þar sem
hún lifði í senn í heimi dásvefns-
ins, þeirri veröld er hún þekkti
fyrir sjúkdómsfárið og þeim
raunveruleika er nýja lyfið lauk
upp. Guðrún leysti vandann með
því að hverfa örlítið frá eðlilegum
framsagnarmáta svo hún nánast
stamaði. Ég veit ekki hvort rétt sé
að skrifa þennan sérkennilega
framsagnarmáta alfarið á reikn-
ing leikstjórans en til marks um
„framandleikaáhrifin“ (Verfremd-
ungseffekt) má nefna að einn fjög-
urra ára snáði kallaði Guðrúnu ...
konuna með lokaða andlitið. Vænn
silfurhestur það.
Ölafur M. Jóhannesson
ÚTYARP/SJÓNVARP
Smásaga eftir Steinunni SigurÖardóttur:
Pabbatíminn
Teri Garr, Gene Wilder, Madeline Kahn og Marty Feldman í Hinn ungi Frankenstein.
Hinn ungi Frankenstein
Seinni kvikmynd sjón-
varpsins á laugardagskvöld-
ið er kunn gamanmynd eft-
ir Mel Brooks, Franken-
stein hinn ungi, sem sýnd
var í kvikmyndahúsi hér í
Keykjavík fyrir nokkrum
árum.
Söguþráður myndar-
innar er á þá leið að sautj-
án árum eftir dauða Beu-
forts Frankenstein er
erfðaskrá hans gerð heyr-
inkunnug og kemur þá i
Ijós að hann hefur ánafn-
að sonarsonarsyni sínum
kastalann í Transylvaníu.
Sonarsonarsonurinn sem
leikinn er af Gene Wilder
er þekktur heilaskurð-
læknir í Bandaríkjunum
og ekkert alltof hrifinn af
því að þurfa að vitja þess-
arar arfleifðar sinnar.
Hann lætur þó tilleiðast
en varla er hann kominn í
kastalann þegar óvæntir
atburðir fara að gerast,
hann heyrir fiðluleik um
miðja nótt sem verður til
þess að hann villist inn í
leyniherbergi í kastalan-
um þar sem afi hans Vict-
or Frankenstein hefur
gert hinar frægu tilraunir
sínar.
Þegar hinn ungi Frank-
enstein fer að lesa minnis-
blöð þess gamla sem
þarna eru heillast hann af
hugmyndunum og ákveð-
ur að halda áfram þar
sem frá var horfið.
Aðalhlutverk leika
Gene Wilder sem fyrr seg-
ir, Marty Feldman, Peter
Boyle og Madeline Kahn.
í kvöld, þegar klukkuna
vantar 20 mínútur í tíu les
Steinunn Sigurðardóttir
smásögu eftir sjálfa sig
sem ber nafnið Pabbatím-
inn.
„Þessi saga er í bókinni
minni Sögur til næsta
bæjar sem kom út 1981 ef
ég man rétt,“ sagði Stein-
unn í samtali við Morgun-
blaðið. „Sú bók er fyrra
smásagnasafnið af tveim-
ur sem ég hef gefið út.
Eins og nafnið gefur til
kynna gerist hún á fæð-
ingardeild. Þessi saga er
ólík flestum sögum sem ég
hef skrifað að því leyti að
kveikjan er fengin úr les-
endabréfi í Vísi. Oftast
eru sögurnar beint úr ha-
usnum á mér, en þessi er
semsagt öðruvísi tilkom-
in. Lesendabréfið var
skrifað af einstæðri móð-
ur sem hafði orðið fyrir
því að móður hennar var
meinað að heimsækja
hana á heimsóknartíma
sem ætlaður var feðrum.
Sagan er nú að vísu ekki
beinlínis um þetta atvik.
Hún fjallar eiginlega
frekar um hugarástand
þessarar einstæðu móður
og þessi atburður verður
bara einn hluti atburða-
rásarinnar.
Annars er þetta ein-
stakt tækifæri fyrir út-
varpshlustendur, því bók-
in er uppseld, og ekki víst
að sagan komi aftur út í
bráð,“ sagði Steinunn að
lokum og hló við.
Steinunn Sigurðardóttir
Listagrip:
Víða komið
Sigrún Björnsdóttir
stjórnar þættinum Listagrip
sem er á dagskrá útvarps í
dag kl. 14.20.
„Það koma til mín
nokkrir gestir og fjalla
um hinar og þessar listir,"
sagði Sigrún þegar Morg-
unblaðið leitaði fregna
um þáttinn hjá henni.
„Gylfi Gröndal mynd-
listarmaður kemur til mín
og fjallar um myndlist.
Einnig mun ég eitthvað
velta þeirri spurningu
fyrir mér hvað sé fallegt
mál og hvað ljótt, Krist-
ján Árnason málfræðing-
ur verður mér innan
handar við það. Lárus
Þórarinsson segir frá
við
leikhúslífi í London,
Kristín Pálsdóttir fjallar
um kvikmyndir. Auk þess
mun ég ræða við Sigrúnu
Valbergsdóttur fram-
kvæmdastjóra Bandalags
íslenskra leikfélaga, en
hún er nýkomin af þingi
áhugamannaleikfélaga í
Japan.“
ÚTVARP
Breyting á dagskrá sjónvarps
íþróttaþáttur hefst kl.
17.00 með því að sýndur
verður leikur Everton og
Manchester United á
Wembley-leikvangi í
London.
Breyting á dagskrá rásar 2
Þær breytingar hafa
orðið á dagskrá rásar 2 að
Magnús Einarsson sér
einn um þáttinn Hring-
borðið sem útvarpað verð-
ur í dag kl. 17.00 til 18.00.
Eins er þátturinn Línur
sem hefst kl. 20.00 í umsjá
Heiðbjartar Jóhannes-
dóttur einnar.
LAUGARDAGUR
17. ágúst
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
Tónleikar. Þulur velur og
kynnir. 7.20 Leikfimi. Tón-
leikar.
7.55 Daglegt mál. Endurt.
þáttur Guðvarðar Más
Gunnlaugssonar trá kvöldinu
áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg-
unorð — Karl Matthlasson
talar.
8.15 Veðurtregnir. Tónleikar.
8.30 Forustugreinar dagblað-
anna (útdráttur). Tónleikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
SJOOskalög sjúklinga
Helga Þ. Stephensen kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
Óskalög sjúklinga, framhald.
11.00 Drög að dagbók vikunn-
ar
Umsjón: Páll Heiðar Jóns-
son.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar
14.00 Inn og út um gluggann
Umsjón: Heiðdís Norðfjörð.
RÚVAK.
14.20 Listagrip
Þáttur um listir og menning-
armál I umsjá Sigrúnar
Björnsdóttur.
15.20 .Fagurt galaði fuglinn
sá“
Umsjón: Sigurður Einarsson.
18.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veöurfregnir.
16.20 Slödegistónleikar
a. Leonoru-forleikur nr. 3 op.
72b eftir Ludwig van Beet-
hoven. Hljómsveitn Filharm-
ónia I Lundúnum leikur; Vla-
dimir Ashkenazy stjórnar.
b. Fiðlukonsert nr. 1 I g-moll
op. 26 eftir Max Bruch. Salv-
atore Accardo leikur með
Gewandhaus-hljómsveitinni I
Leipzig: Kurt Masur stjórnar.
17.00 Fréttir á ensku.
17.05 Helgarútvarp barnanna
Stjórnandi: Vernharöur Linn-
et.
17.50 Slödegis í garðinum
með Hafsteini Hafliðasyni.
Tónleikar. Tilkynningar
17.30 íþróttir.
Umsjónarmaður Bjarni Fel-
ixson.
19.00 Hver er hræddur viö
storkinn?
(Vem ár rádd for storken?)
1. þáttur.
Nýr, finnskur framhalds-
myndaftokkur I þremur þátt-
um. Sagt er frá sumarleyfi
þriggja hressra krakka sem
komast á snoöir um ýmislegt
dularfullt I fari jafnaldra slns.
I sumarleyfinu fá leynilðg-
regluhæfileikar þeirra
Roope. Pepe og Ellenar aö
njóta sln.
Þýðandi Kristln Mántylá.
(Nordvision — Finnska sjón-
varpiö).
19Æ0 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Til-
kynningar.
19.35 Elsku mamma
Þáttur I umsjá Guðrúnar
Þórðardóttur og Sögu
Jónsdóttur.
20.00 Harmónikkuþáttur
Umsjón: Einar Guðmunds-
son og Jóhann Sigurðsson.
RÚVAK.
20.30 Útilegumenn
Þáttur I umsjá Erlings Sig-
urðssonar. RÚVAK.
20.30 Allt I hers höndum.
(Allo, Allo!)
sjötti þáttur.
Breskur gamanmyndaflokk-
ur I átta þáttum.
Leikstjóri: David Croft. Aðal-
hlutverk: Gorden Kaye.
Þýðandi Guöni Kolbeinsson.
21.00 Manndómur og mörgæs-
ir.
(Mr. Forbush and the Pengu-
ins).
Bresk biómynd frá árinu
1971, byggð á sögu eftir
Graham Billey.
Leikstjóri: Roy Boulting. Aö-
alhlutverk: John Hurt, Hayl-
ey Mills og Tony Britton.
Ungur glaumgosi í góðum
efnum stundar llffræðinám,
en daðrar við stúlkur f tóm-
stundum slnum. Honum er
boðið I leiöangur til suður-
heimskautsins til þess aö
21.00 Kvöldtónleikar
Þættir úr slgildum tónverk-
um.
21.40 „Pabbatlminn“, smá-
saga eftir Steinunni Sigurð-
ardóttur
Höfundur les.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orö kvöldsins.
22.35 Náttfari
— Gestur Einar Jónasson.
RÚVAK.
23.35 Eldri dansarnir
24.00 Fréttir.
kanna lifnaðarhætti mör-
gæsa. I fyrstu er hann ófús
til fararinnar, en þekkist boð-
ið fyrir áeggjan skólasystur
sinnar.
Þýðandi Kristmann Eiösson.
22.40 Frankenstein hinn ungi.
(Young Frankenstein) s/h.
Bandarlsk mynd frá árinu
1974. Leikstjóri: Mel Brooks.
Aðalhlutverk: Gene Wilder,
Marfy Feldman, Madeline
Kahn, Teri Garr, Peter Boyle,
Ctoris Leahcman, Gene
Hackman og Richard
Haydn.
Frankenstein er barnabarn
hins fræga vlsindamanns frá
Transylvanlu. Hann snýr aft-
ur til föðurleifðar sinnar og
kemst I skjöl afa slns.
I myndinni eru atriöi sem
gætu vakið ótta hjá börnum.
Þýöandi Stefán Jökulsson.
00J20 Dagskrárlok.
24.05 Miðnæturtónleikar
Umsjón: Jón Örn Marinós-
son.
00.50 Dagskrárlok.
Næturútvarp frá rás 2 til kl.
03.00.
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnandi: Einar Gunnar
Einarsson.
14.00—16.00 Við rásmarkið
Stjórnandi: Jón Ólafsson
ásamt Ingólfi Hannessyni og
Samúel Erni Erlingssyni,
Iþróttafréttamönnum.
16.00—17.00 Listapopp
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
17.00—18.00 Hringboröið.
Stjórnandi: Magnús Einars-
son.
20.00—21.00 Llnur. Stjórnandi:
Heiðbiört Jóhannsdóttir.
21.00—22.00 Milli striða
Stjórnandi: Jón Gröndal.
22.00—23.00 Bárujárn
Stjórnandi: Sigurður Sverr-
isson.
23.00—00.00 Svifflugur
Stjórnandi: Hákon Sigur-
jórtsson.
00.00—03.00 Næturvaktin
. Stjórnandi. Kristfn Björg
Þorsteinsdóttir.
(Ftásirnar samtengdar að
tokinni dagskrá rásar 1.)
SJÓNVARP
LAUGARDAGUR
17. ágúst