Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1985
Áburðarfhigvélin Páll Sveinsson dreifír áburði við Þrístikluvatn á Auðkúluheiði. Landsvirkjun kostar dreifínguna.
Auðvitað hefur gróður á fslandi
eyðst vegna eldgosa, löngu áður en
land byggðist, en ef við lítum á
gróðurfarssöguna frá ísöld þá
kemur í ljós að gróður minnkaði
mikið áður en land byggðist. Það
er hins vegar ljóst að uppblástur
jókst þegar áhrifa af búsetu
mannsins fór að gæta, en hafa ber
í huga að talið er að veðurfar hafi
einnig kólnað mjög.
Sérstaklega ber að hafa í huga,
eins og áður er getið, að öll hrað-
fara gróðureyðing er á eldfjalla-
svæðunum. Nú er talið að sauðfé
verði að fækka verulega og þá er
æskilegast að því fækki á þessum
viðkvæmustu gróðursvæðum
landsins, það er í Þingeyjarsýslum
og á Suðvesturlandi. Þó að sauðfé
hafi fækkað verulega á allra síð-
ustu árum þá virðist svo sem
hrossum fjölgi stöðugt og það
finnst mér varhugaverð þróun.“
„Hrossin að verða
aðalvandamálið“
— Þú veist að sumir bændur
líta á þig sem alveg sérstakan óvin
Versti óvinur hálendisgróðursins?
Hrossastóð á Grímstunguheiði.
landsins skulu starfa gróður-
verndarnefndir, sem eiga, í sam-
vinnu við landnýtingarráðunaut
Búnaðarfélags fslands, að fylgjast
með notkun afrétta og heimalanda
i viðkomandi sýslum. Margar
gróðurverndarnefndirnar hafa
starfað ötullega og aðstoðað Land-
græðsluna við verndun gróðurs 'í
sínum heimasveitum. Þær eru
eins konar tengiliður á milli Land-
græðslunnar og bænda.
Fyrir utan þau þrjú meginverk-
efni sem ég hef nefnt hefur Land-
græðsla ríkisins á sinni könnu að
annast yfirstjórn landbrots af
völdum fallvatna. Það starf er
fyrst og fremst unnið af mats-
nefndum sem Vegagerð ríkisins og
Búnaðarfélag fslands skipa full-
trúa í og starfa í öllum sýslum
landsins."
í*úSÍ|Bf|
■
■
mt
Ósættanleg
sjónarmid?
— í framhaldi af þessu og í
ljósi þess að Landgræðslunnar
hefur að undanförnu mest verið
getið í sambandi við ágreinings-
mál við bændur um beit á afrétt-
um, er rökrétt að spyrja: Eru
sjónarmið Landgræðslunnar og
bænda ósættanleg?
„Það hefur enginn leyfi til að
ofnýta land. Um slíkt verður aldr-
ei neitt samið, en ég trúi þó ekki
öðru en að sættir takist um leiðir
til að ná tökum á stjórnun beitar-
álags á þeim svæðum bar sem
ágreiningur hefur risið. í gróður-
verndarmálum eru hagsmunir
bænda og Landgræðslunnar sam-
eiginlegir, því ofnotkun gróðurs
rýrir uppskeruna þannig að minni
afurðir fást og langvarandi ofbeit
getur auk þess leitt til gróðureyð-
ingar og uppblásturs. Það er ekki
Fé í rofabarði vegna uppblásturs við
Þrístikluvatn á Auðkúluheiði.
síst nú á tímum offramleiðslu á
afurðum hrossa og sauðfjár sem
með öllu óverjandi er að nýta land
til skaða."
— Sumir hafa litið á sauðkind-
ina sem óvin gróðurs landsins
númer eitt og er vísað til ofbeitar
og rýrnunar skóglendis í því sam-
bandi. Nú hefur þróunin orðið sú
að sérfræðingar telja mikla fækk-
un sauðfjár í landinu óhjákvæmi-
lega af markaðsaðstæðum. Hvað
hafa landgræðslumenn um þetta
að segja?
„Við lítum nú ekki á blessaða
sauðkindina sem neinn erkifjanda.
Sauðfjár- og hrossabeit er aðeins
einn þáttur af mörgum í gróður-
eyðingarsögu landsins. Við verð-
um að líta á frumorsakirnar, sem
eru, ef við miðum við landnám:
kólnandi tíðarfar og eldvirkni.
Land að eyðast og sandfok á Eyvindarstaðaheiði.
hrossanna, því þú viljir koma
stóðinu af heiðunum hvað sem það
kosti. Eru hrossin þá orðin meiri
óvinur gróðurs landsins en sjálf
sauðkindin?
„Með áframhaldandi fækkun
sauðfjár kemur auðvitað að því að
hrossin verða mesta vandamálið.
Hins vegar er fjarri því að mér sé
illa við hross. Það er mat okkar
sem vinnum að gróðurverndar-
málum að hross séu varasamari
beitarpeningur en bæði sauðfé og
nautgripir og rannsóknir sem
gerðar hafa verið hér og erlendis
benda eindregið í þá átt. Þau
ganga nær landinu; velja þurr-
lendisgróðurinn frekar en votlendi
og valda því meiri skaða með
traðki og beit á viðkvæmum há-
lendisgróðri.
Hross hafa verið tekin af lang-
flestum afréttum landsins eftir
ákvarðanir viðkomandi sveitar-
stjórna í þá veru og eru í raun
aðeins rekin á nokkra afrétti á
Norðurlandi vestra. Mér finnst
það til dæmis algert neyðarúrræði
hjá Skagfirðingum að reka hross í
Guðlaugstungur á Eyvindarstaða-
heiði, sem er gróðurvin norðan
undir Hofsjökli, í 6—700 metra
hæð yfir sjávarmáli, sérstaklega
þegar það er haft í huga að þeir
hafa nægileg beitarlönd í byggð og
þurfa þess vegna ekki að reka
hross sín á fjall."
Gróðurreikningarnir
óuppgerðir
— Hvernig standa gróðurreikn-
ingar landsmanna í dag?
„Það getur enginn svarað þess-
ari spurningu í dag. Reikna má út
með rökum hvað við græðum mik-
ið land upp, en erfiðara er að sjá
hvað sjálfgræðsla er mikil, en
sjálfgræðsla er veruleg í góðær-
um, eins og til dæmis í ár og í
fyrra. En hve mikið tapast af
gróðurlendi getur enginn sagt til
um. Ég met það svo að í köldu
árunum 1979—83 höfum við farið
halloka, bæði vegna veðurfars og
minnkandi aðgerða Landgræðsl-
unnar.
Aðalatriðið er það að á nokkrum
stöðum á landinu eyðist gróður,
bæði af náttúrulegum orsökum og
vegna staðbundinnar ofbeitar. A
meðan svo er verðum við að ein-
beita okkur að því að stöðva þá
eyðingu. Hvort við töpum eða
vinnum, eða getum sett jafnaðar-
merki þar á milli, er ekki mergur-
inn málsins, heldur sú eyðing sem
við vitum að á sér stað.“
— Hvar er gróðureyðingin al-
varlegust?
„Óhætt er að segja að hvergi á
landinu eigi sér stað verulega
hraðfara gróðureyðing, eins og var
á fyrri hluta aldarinnar. En gróð-
urlendi er að eyðast á allmörgum
smærri svæðum, aðallega á há-
lendinu, til dæmis í Vestur-
Skaftafellssýslu, Árnessýslu og
Þingeyjarsýslum. Gróður hefur
einnig tvímælalaust rýrnað á
heiðunum á Norðurlandi vestra og
á láglendi Austurlands, þó enn
hafi það ekki leitt til uppblásturs,
nema á Auðkúlu- og Eyvindar-
staðaheiðum, en þar hefur verið
mikill uppblástur á undanförnum
áratugum."
Mikið starf óunnið
— Hvað er framundan í Iand-
græðslustarfinu?
„Það vantar mikið á að við séum
búnir að greiöa skuld okkar við
landið og ef takast á að vinna bug
á gróðureyðingunni, verður að
koma til verulega aukið fjármagn
til landgræðslustarfsins.
Við störfum núna eftir áætlun
sem kölluð er landgræðsluáætlun
2, sem gildir fyrir árin 1982—86.
Ég á von á því að farið verði að
huga að næstu landgræðslu- og
gróðurverndaráætlun, og þá verði
enn sem fyrr lögð megináhersla á
að stöðva gróðureyðingu, bæði
með bættri meðferð gróðurlendis
og alhliða uppgræðslustarfi."
Svo mörg voru þau orð Sveins í
Gunnarsholti og verður hér látið
staðar numið að þessu sinni.
— HBj.