Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 28
28________________
Mývatnsrannsóknir:
M.ORCrUNflL Aijl&, LAU&ARPAG;UR;17. 4&ÚgT 19ft5
Iðnaðarráð-
herra trygg-
ir verkefnis-
stjórn sinni-
fjármagn
Væntir þess að Náttúruvernd-
arráð skipi fuiltrúa í stjórnina
Iðnaðarráðherra, Sverrir Her-
mannsson, gaf í gær út viðauka við
námuleyfi til Kísiliðjunnar frá 30.
janúar á þessu ári, sem tryggir verk-
efnisstjórn Mývatnsrannsókna á
vegum iðnaðarráðuneytisins, fjár-
magn til rannsókna á áhrifum starf-
semi Kísiliðjunnar á lifríki Mývatns.
Til verkefnisstjórnarinnar mun
renna andvirði tveggja Bandaríkja-
dala fyrir hverja smálest af fullunn-
um vörum verksmiðjunnar, segir í
frétt frá iðnaðarráðuneytinu.
Verkefnisstjórn Mývatnsrann-
sókna var sett á laggirnar af iðn-
aðarráðherra til að hafa yfirum-
sjón með Mývatnsrannsóknum,
með tilliti til hugsanlegrar hættu
sem lífríki vatnsins stafaði af
kísilgúrnáminu. í stjórninni áttu
að eiga sæti einn maður frá hverj-
um hagsmunaaðila, Skútustaða-
hreppi, Kísiliðjunni og Náttúru-
verndarráði, ásamt formanni.
Náttúruverndarráð vildi ekki
skipa mann í stjórnina þar eð ráð-
ið taldi það í sínum verkahring að
stjórna þessum rannnsóknum.
Albert Guðmundsson, fjármála-
ráðherra, staðfesti þessa skoðun í
verki með því að mótmæla því að
fé rynni beint frá Kísiliðjunni til
verkefnisstjórnar iðnaðarráðu-
neytisins en ekki í ríkissjóð, og
veita Náttúruverndarráði einnar
milljón króna aukafjárveitingu til
rannsóknanna.
Náttúruverndarráð ákvað síðan
að bjóða iðnaðarráðuneytinu og
Kísiliðjunni að skipa fulltrúa í
sína nefnd til að hafa yfirumsjón
með rannsóknunum og þekktist
iðnaðarráðherra það boð.
í frétt iðnaðarráðuneytisins í
gær segir að ráðuneytið segir að
þess sé fastlega vænst að Náttúru-
verndarráð skipi nú fulltrúa í
verkefnisstjórn iðnaðarráðuneyt-
isins, og aðilar setji niður deilur
sínar.
Gistihúsið við Bláa lónið:
Ferðamálasamtök
Suðurnesja:
Kanna gisti-
rými á heimilum
fyrir ferðamenn
Vogum, 16. i|puL
Á VEGUM Feróamálasamtaka Suö-
urnesja fer fram könnun á gistirými
á heimilum fyrir ferðamenn á Suöur-
nesjum. í samtali viö Mbl. sagði
starfsmaóur samtakanna aó þeim
hefói orðiö nokkuð ágengt í þeim
efnum, en eina hótelið á svæðinu er
Gistihúsið við Bláa lónið, þar hefur
verið mikil ásókn í gistingu í sumar
og hefur fyrirtækið leigt herbergi í
verbúð í Grindavík með gistirými
fyrir 15 manns.
í sumar hófu samtökin skipu-
lagningu ferða um Suðurnes, ým-
ist gönguferðir eða söguferðir. í
þeim efnum er um brautryðjanda-
starf að ræða.
Á Suðurnesjum er ekkert opin-
bert tjaldstæði, en í sumar hefur
ferðamönnum er gista i tjöldum
fjölgað mikið á Suðurnesjum.
Starfsmaður ferðamálasamtak-
anna sagði að það væri þó búið að
ákveða í bæjarstjórn Keflavíkur
að útbúa tjaldstæði í bænum, en
hvenær það yrði tilbúið vissi hann
ekki.
E.G.
Mikill fjöldi
„UAÐ hefur verið mikil aukning
ferðamanna," sagði l>órður Stef-
ánsson, veitingamaður í Gistihús-
inu við Bláa lónið, í samtali við
fréttaritara Morgunblaðsins, að-
spurður um ferðir ferðamanna á
Suðurnesjum í sumar.
Þórður sagði sem dæmi að í
eftirmiðdagskaffi í Gistihúsið,
þar sem veitt er heimabakað
bakkelsi, í 24 manna sal hefðu
komið um 300 gestir á dag þegar
ferðamanna
mest hefur verið. Miðað við það
mætti ætla að á annað þúsund
manns skoðuðu Bláa lónið þá
daga, en lónið vekur mikla for-
vitni útlendinga, og einnig Is-
lendinga.
Vegna fjölda gesta hefur Þórð-
ur tekið verbúð í Grindavík á
leigu, samtals 7 tveggja manna
herbergi og eitt einstaklingsher-
bergi. Verbúðin er vistleg, þar er
setustofa með sjónvarpi og
myndbandi. Þórður sagði að öll
herbergin væru í fullri leigu.
Þórður sagðist hafa gott
starfsfólk og án þess hefði aldrei
verið hægt að taka á móti þessum
mikla fjölda ferðamanna.
E.G.
Sjóstangaveiðimennirnir tíu frá Bretlandi, sem Uka þátt í úrslitakeppninni, sem fram fer út af Grindavík í september. Þóra Lind Nielsen, flugfreyja
hjá Flugleiðum, er fyrir miðju á myndinni.
Úrslit í stóru móti
brezkra sjóstanga-
veiðimanna hérlendis
Blaðamenn og brezk sjónvarpsstöð fylgjast með
þessari „Wimbledon-keppni sjóstangaveiðimannau
ÚRSLITAKEPPNI bresks sjóstangaveiðimóts verður haldin hér á landi
útaf Grindavík dagana 10. og 11. september. Ef að líkum lætur verður
mótið mikil landkynning fyrir ísland því breskir sjónvarpsmenn fylgja
keppendum og gera hálftíma þátt um mótið og landið. Einnig munu
breskir blaðamenn koma til að fylgjast með mótinu. Tíu Bretar, sem
komust í úrslit í undankeppni sem haldin var víðs vegar í Bretlandi í
sumar, keppa innbyrðis og sá sem fær mestan afla á þessum tveimur
dögum telst sigurvegari.
Jóhann Sigurðsson, forstöðu-
maður skrifstofu Flugleiða i
London, hefur séð um skipulagn-
ingu mótsins og sagði hann að
sjóstangaveiðimótið hefði verið
árlegur viðburður hjá sambandi
breskra sjóstangaveiðimanna,
en í félaginu er mikil gróska og
fer félagsmönnum ört vaxandi.
,Um 700 klúbbar eru innan fé-
lagsins og eru allt frá 20 til 1.000
meðlimir í hverjum þeirra. I
Bretlandi er um ein milljón
manna sem stunda slíkar veiðar
sem sport og er gert ráð fyrir að
tala þeirra fari í fjórar milljónir
um aldamótin ef fram heldur
sem horfir. Um 60% veiðimann-
anna stunda veiðarnar frá bát-
um og 40% kasta frá ströndinni.
Sjónvarpsstöðin Southern TV,
sem hefur sex milljóna áhorf-
endahóp um Suður-Bretland allt
frá Weymoth til Southend on
Sea, kostar keppnina. Flestir
veiðimannanna búa í Suður-
Englandi og vill sjónvarpsstöðin
með þessu auka áhuga þeirra.
Kvikmyndin verður síðan sýnd í
haust í sjónvarpinu tvisvar til
þrisvar sinnum og er gert ráð
fyrir að 6—9 milljónir manna
sjái hana þar. Slðan verður
myndin seld öðrum sjónvarps-
stöðvum þar og til annarra
enskumælandi ianda.
Keppnin hefur verið árlegur
viðburður frá árinu 1963, en hef-
ur dalað undanfarið vegna stirð-
ra gæfta I úrslitunum. Á síðasta
ári var úrsliakeppnin haldin I
Túnis og fengu tíu bestu sjó-
stangaveiðimenn Breta þá að-
eins einn fimm punda fisk. Árið
á undan var úrslitakeppnin
haldin á Möltu og fékkst lítil
veiði þar einnig. Nú er hinsvegar
mikill hugur í mönnum og ef ég
þekki rétt til, ættu tíu sjó-
stangaveiðimenn að geta fengið
6—10 tonn á tveimur dögum,"
sagði Jóhann. Ritari félagsskap-
arins, Bob Page, hefur látið þau
orð falla að þessi mót séu eins
vinsæl í veiðiheiminum og
Wimbledon í tennisheiminum.
Jóhann sagði að breskir sjó-
stangaveiðimenn væru heldur
óhressir með hversu lítið fiskað-
ist á eigin miðum. „Undanfarin
ár hafa þeir veitt við strendur
írlands, en andrúmsloftið þar er
allt á móti Bretum og mikið er
um sprengjur svo að þeir eru að
hrökklast þaðan og eru nú að
leita sér að samastað."
Báða keppnisdagana verður
byrjað að veiða klukkan 8.45.
Jóhann Sigurðsson, forstöðumaður
skrifstofu Flugleiða í London
Fyrri daginn verður hætt klukk-
an 16.00 og síðari daginn klukk-
an 15.30. Þrír 30—40 tonna bátar
frá Grindavík verða notaðir
fyrir keppendur. Kvikmynda-
tökumennirnir verða á sérbát og
breskir blaðamenn á öðrum.
Lokahóf verður haldið á vegum
Ferðamálaráðs á Hótel Loftleið-
um eftir keppnina og verðlauna-
afhending fer fram. Daginn eftir
fara keppendur síðan í ferð sem
verður kvikmynduð. Ekið verður
til Hveragerðis. Stoppað verður
við Kerið í Grímsnesi og borðað-
ur hádegisverður í Árgili. Þátt-
takendur munu fara á hestum
þaðan að Geysi og síðan með rút-
um að Gullfossi. Þaðan verður
farið til Reykjavíkur með við-
komu á Þingvöllum.