Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1985
... að njóta vor-
blíöunnar.
TM Rea U.S. Pat. Otf.—all rights reserved
°1985 Los Angeles Times Syndicate
l*aA er med öllu ónothæft aó það
fari saman einkunnagjöfln í skól-
anum og vasapeningagreióslan
heima.
Mætti ég fá að sjá sveinsbréfið
þitt rafvirki góður?
HÖGNI HREKKVÍSI
Enginn gíróseðill
á Andrésblöðum
Sigga skrifar:
Ég er ein af þeim sem finnast
Andrés Önd og félagar skemmti-
legt blað og í síðustu viku keypti
ég blað númer 32. Aftan á því stóð
að næsta blaði myndi fylgja gíró-
seðill.
Ég er að hugsa um að gerast
áskrifandi svo ég fór á mánudag-
inn og keypti blað númer 33. Þeg-
ar ég skoðaði blaðið sá ég að því
fylgir enginn gíróseðill en á þessu
blaði stóð að næsta blaði myndi
fylgja gíróseðill. Ég tók blað núm-
er 31 og sá að þar stóð það sama:
Gíróseðill fylgir næsta blaði.
Ég veit ekki hvernig hægt er að
gerast áskrifandi ef maður fær
engan gíróseðil. Maður þarf að
vita hvað áskriftin kostar og
fleira. Ég ætla bara að vona að
þeir sem sjái um þetta láti gíró-
seðil fylgja næsta blaði, annars fá
þeir enga áskrifendur.
Þingvellir. E.E. óttast að börn kunni að detta ofan í Drekkingarhyl vegna
skemmdar á brúarhandriði.
M.L. hringdi:
Ég var að lesa í Velvakanda í
dag grein eftir einhverja hús-
móður þar sem hún rakkar Fidel
Castro niður. Ég er nú enginn
kommúnisti en samt hef ég allt-
af dáðst að því sem Castro hefur
tekist að gera fyrir þjóð sína.
Hann reif Kúbumenn upp úr
aumustu fátækt og þó hann hafi
kannski ekki tæknivætt landið
að amerískum hætti gerði hann
þjóðinni kleift að lifa á landi
sínu. Almenn menntun á Kúbu
mun nú vera með því besta sem
gerist í Mið- og Suður-Ameríku.
Það er þó kannski ekki minnst
um vert að sjálfsálit Kúbu-
manna hefur aukist. I stað þess
að vera aumir þrælar stórkapít-
alista sem einskis svífast, eru
þeir nú sjálfstætt fólk sem hefur
tækifæri til að mennta sig og til
að lifa mannsæmandi lífi.
Loftskeytamenn
óþarfir
Sjómaður hringdi:
Mig langar að koma því á
framfæri til rétta aðila að ég tel
ófært að hafa loftskeytamenn á
öllum stærri fiskiskipum sem fá
hlut eins og aðrir skipverjar og
lækka þar með kaup þeirra. Öll
tæki sem loftskeytamenn nota
eru núorðið svo fullkomin og ein-
föld í notkun að það þarf enga
sérstaka menntun til þess að
geta lært meðferð þeirra.
Ef loftskeytamenn væru hafð-
ir á einhverju fastakaupi sem
ekki væri tekið af sameiginleg-
um hlut skipverjanna mættu
þeir auðvitað alveg vera með, en
það er ekki svo mikil þörf fyrir
þá á fiskiskipum núorðið að þeir
megi ekki missa sín. Ég tel auð-
vitað ekki meö skip sem eru í
millilandasiglingum, þau þurfa
sína loftskeytamenn, enda eru
laun á þeim skipum borguð meö
öðrum hætti.
Þyrfti bjöllur
f herbergi
á Elliheimilinu
Grund
E.E. hringdi:
Ég hef ekki á heilli mér tekið
síðan ég fór til Þingvalla um
daginn og sá þá að úr handriði
brúarinnar yfir drekkingarhyl
hefur dottið stór hleri. Þarna er
því allstórt op sem börn gætu
auðveldlega álpast gegnum og
ofan í hylinn. Vil ég því biðja þá
sem eiga að hafa eftirlit með
staðnum að við þetta verði gert
hið snarasta áður en illa fer.
Annað sem mér hefur sárnað
er hvernig búið er að gömlu fólki
á Élliheimilinu Grund. Frændi
minn sem nú er nýlátinn var þar
í vetur og bjó í ágætu herbergi,
vistlegu og þægilegu niðri í
kjallara. En þar var engin bjalla
svo honum var ómögulegt að ná í
nokkra hjálp þegar honum leið
hvað verst, en hann var mikið
veikur mestallan veturinn. Svo
var hann fluttur á sjúkradeild-
ina og þar var vel hugsað um
hann þar til yfir lauk. Ég hef séð
í biöðunum að forstjóri elliheim-
ilisins, Gísli Sigurbjörnsson, er
öðru hvoru að gefa stórgjafir út
um hvippinn og hvappinn en
væri nú ekki vel gjört að setja
bjöllur í kjallaraherbergin,
gamla fólkið yrði ábyggilega
þakklátt fyrir það og aðstand-
endur þess ekki síður.
Loks langar mig að minnast á
mál sem varðar ráðherra nokk-
urn sem alltaf segist vera að
huga um litla manninn og gamla
fólkið. Ég hef frétt að hann sé að
festa kaup á stóru húsi hér í
Laugarnesinu fyrir félagasamt-
ökin Vernd. Þá virðist manni
blessaður ráðherrann hafa
gleymt að á næstu grösum er
mikið af görnlu fólki sem er búið
að vera þar lengi og er ég hrædd
um að það verði ekki laust við
áhyggjur ef á að fara að koma
upp heimili fyrir fyrrverandi af-
brotamenn í hverfinu alveg inn á
milli húsanna. Nær held ég væri
að reyna að bæta aðstöðu gamals
fólks og fatlaðs. Annars er þessi
ráðherra búinn að gera svo mörg
glappaskot að fólk verður ekki
hissa.
Þakklæti til
rútubflstjóra
Móðir hringdi:
Mig langar að leggja aöeins
orð í belg um atburði verslun-
armannahelgarinnar. Flestar
frásagnir hafa verið á einn veg
og er ég þeim í sjálfu sér ekki
ósammála, mér finnast þessar
drykkjusamkomur ömurlegar.
Dóttir mín fór á eina af þess-
um samkomum, þá sem var
haldin í Þjórsárdal. Hún varð
fyrir því að týna farmiðanum í
rútuna. Rútubílstjórinn, sem ég
veit því miður ekki hvað heitir,
trúði henni þegar hún sagðist
hafa týnt miðanum og leyfði
henni að koma með. Þetta finnst
mér óvenujuleg góðsemi og sendi
bílstjóranum mínar bestu þakk-
ir.
Glataði
seðlaveski
Kona hringdi:
Anna Rippinger var á ferða-
lagi hér á landi í þrjár vikur.
Hún er íslendingur búsett er-
lendis og kom hingað meðal ann-
ars til að sýna börnum sínum
landið. Þann tólfta ágúst varð
hún fyrir því óláni að týna pen-
ingaveski með umtalsverðri pen-
ingaupphæð. Líklegt er að veskiö
hafi tapast á Éyrarbakka, Sel-
fossi eða við Kleppsveg í Reykja-
vík. Tap veskisins var sárt þar eð
stór hluti peninganna var gjafir
sem ættingjar hér höfðu gefið
börnunum. Hver sá sem finnur
veskið er því vinsamlega beðinn
um að skila því til lögreglunnar
á Selfossi eða i Reykjavík.
SjómaAur segir loftskeytamenn óþarfa.
Þessir hringdu .. .
Castro
varinn