Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGOST 1985 Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason og Helgi Bjarnason Uppblistur. Rætt við Svein Runólfsson landgræðslustjóra um starf- semi Landgræðslunnar SUMARIÐ er aðal framkvæmdatími Land- græðslu ríkisins. Mest ber á áburðarfluginu, en fyrir utan það er unnið mikið starf sem ekki ber eins mikið á. Landgræðslan hefur raunar verið mest í fréttum í rúmt ár vegna baráttu sinnar við að takmarka beit á afréttarlöndum Hún- vetninga og Skagfirðina, við misjafnlega góðar undirtektir heimamanna. Það þótti því vel við hæfi að ræða við Svein Runólfsson land- græðslustjóra um starfsemi stofnunarinnar. SandorpiA blóm á Eyvindarstaóabeidi Viðtal: Helgi Bjarnason Höfuðstöðvar Land- græðslunnar eru í Gunnarsholti á Rang- árvöllum. Stofnunin hefur starfað síðan árið 1907 og hefur í ár til umráða 40 milljónir kr. á fjárlögum. Hjá stofnuninni starfa þrír sérfræð- ingar, sem eru auk landgræðslu- stjóra: Stefán H. Sigfússon, full- trúi landgræðslustjóra, sem m.a. annast áburðarflugið og upp- græðsluna og dr. Andrés Arnalds, sem annast gróðurverndarmálin. En einnig starfa landgræðsluverð- ir á nokkrum stöðum á landinu og annast þeir verklegar fram- kvæmdir hver í sínu umdæmi. Á mesta annatímanum starfa í allt 60—70 manns hjá Landgræðsl- unni við ýmis störf. Hefting jarðvegs- og gróðureyðingar — Hvert er hlutverk Land- græðslu ríkisins? „Það skiptist aðallega í þrjá þætti: Heftingu jarðvegs- og gróð- ureyðingar, uppgræðslu örfoka lands og gróðurvernd og gróður- eftirlit. Starfið við fyrst talda þáttinn, heftingu jarðvegs- og gróðureyð- ingar, er fyrst og fremst fólgið í því að friða uppblásturssvæðin fyrir beit og sá í þau og stöðva þannig gróðureyðinguna. Þetta starf hefur að langmestu leyti ver- ið unnið í byggð en þó hafa nokkur svæði á hálendinu verið tekin til friðunar og uppgræðslu. Svo til allt þetta starf hefur ver- ið unnið á eldfjallasvæðunum, það er á Suður- og Suðvesturlandi og í Þingeyjarsýslum. Annars staðar á landinu er ekki um hraðfara gróð- ureyðingu að ræða. Þó hefur verið unnið við sandgræöslu við fjörur á Vestfjörðum og lítillega á Austur- landi, og er stærsta verkefnið á því sviði við Sauðlauksdal í Pat- reksfirði." Uppgræðsla örfoka lands og gróðurvernd „Starfið við annan þáttinn, upp- græðslu örfoka lands og gróður- vernd, fer nánast eingöngu fram í byggðum landsins og hefur á síð- ari árum ekki síst beinst að ná- grenni þéttbýlisstaða, til dæmis á Reykjanesi, þar sem mikið upp- græðslustarf er unnið í samvinnu við sveitarfélögin. Mikið hefur verið grætt upp í nágrenni Þor- „Vantar mikið á að við séum búin að greiða skuld okkar við landið“ lákshafnar og viljum við fullyrða að í dag væri þar engin útgerð og engin byggð ef ekki hefði orðið jafngóður árangur af land- græðslustarfinu og raun ber vitni. Þá hefur einnig verið unnið mikið að uppgræðslu við Hellu, Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustur og nú í ár við Höfn í Hornafirði. Það er staðreynd, að land- græðslustarfið fer að langmestu leyti fram í byggðum landsins. Mörgum finnst að við séum aðal- lega að störfum upp um fjöll og firnindi af því að við höfum til umráöa áburðarflugvélar, sem Vindrof Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri í Gunnarsholti bændur, þó með tveimur undan- tekningum, það er stóðhrossa- upprekstri Skagfirðinga á Eyvind- arstaðaheiði og ágreiningi við sveitarstjórn Sveinsstaðahrepps í Austur-Húnavatnssýslu um Grímstunguheiði og aðra sameig- inlega afrétti Sveinsstaða- og Áshreppa, en bæði þessi mál hafa mikið verið í fréttum. Þau hafa komið óorði á bændur, en það þyk- ir mér miður, því bændur hafa í langflestum tilvikum reynst mjög fúsir til samstarfs við Land- græðsluna um gróðurverndarmál. í öllum sýslum og kaupstöðum mikið ber á, en því fer víðs fjarri. Báðum þeim verkefnum sem ég hef nefnt, heftingu gróðureyð- ingar og uppgræðslu, er fyrst og fremst sinnt með áburðarflugvél- unum. Áburðarflugið hefur dreg- ist verulega saman miðað við árin 1975—79, þegar þjóðargjafarinnar naut við, og er nú aðeins um helm- ingur þess sem þá var. Girðingar- framkvæmdir hafa þó dregist meira saman. Framkvæmdagildi núverandi fjárlagaupphæðar er aðeins um W af því sem var þegar þjóðargjafarinnar naut við. Þau landgræðslusvæði sem tek- in hafa verið til friðunar og upp- græðslu eru orðin yfir 100 talsins og ná yfir um 2% af flatarmáli landsins." Gróðureftirlitið „Þriðji þátturinn í starfi Land- græðslunnar er gróðureftirlitið. Það felst í því að fylgjast með ástandi gróðurs og vinnu gegn hvers konar skemmdum á gróður- lendi. Gróðureftirlitið hefur verið sívaxandi þáttur í starfsemi stofn- unarinnar. Hefur það yfirleitt ver- ið unnið í mjög góðu samstarfi við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.