Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐj LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1985
Minning:
Margrét 0. Hjörleifs-
dóttir frá Hrísdal
Fædd 26. september 1899
Dáin 9. ágúst 1985
Móðir mín fluttist á heimili
okkar á áttugasta og öðru aldurs-
ári. Það var hennar fyrsta ferð til
dvalar út fyrir sína heimabyggð,
sem var vestanverður Miklaholts-
hreppur; þaðan séður er fjalla-
hringurinn fagur, fjölbreyttur og
mildur.
Ég kveið því einu að þessi
heimakæra kona, sem hafði átt
sama sjónarhring svo langa ævi,
fyndi fátt sér til yndis og ánægju í
steinhúsi er stóð í úfnu gráu
hrauni, ekki túnblettur hvað þá
búsmali á beit.
Hún kom að vori, breytti þessu
húsi á skammri stundu í heimili
með fastmótuðum kaffi- og mat-
artímum og ýmsum öðrum góðum
venjum er ég minntist frá
bernsku. Gestakomum fjölgaði
með órþrjótandi umræðuefni. öll
alúð var lögð á ræktun frænd-
garðs og vina, og bar ríkulegan
ávöxt.
Oft var kvatt dyra, og ég átti til
að svara henni er spurt var: „Æ
þetta var bara einhver maður."
Þetta svar var henni óskiljanlegt.
„Veistu ekki einu sinni hvaðan
hann er eða hvert hann fór?“ Mik-
ið rétt: Allir eiga sér nafn, ætt og
heimabyggð, og okkur varðar um
þarfir þess og óskir. Hún tók dótt-
urina niður úr þeirri röngu hillu
sem hún hafði sett sig í að hætti
samtíðar sinnar.
Hugurinn var opinn, leitaði
óspart nýrra kynna, við granna og
breyttar kringumstæður. Úr sæti
sínu setti hún sig ekki úr færi að
fá fregnir af búskap og mannlífi
þessarar nýju sveitar.
Hún sótti hér þorrablót eitt sinn
þrátt fyrir sína líkamlegu fjötra.
„Mikið var fólkið almennilegt og
glatt," sagði hún um þá samkomu,
„og tvö lítil ógleymanleg heima-
börn voru lengi hjá mér við borð-
ið.“ Hún hefði getað talið dans-
samkomur ævi sinnar á fingrum
sér, þeim mun meiri gleði veitti
hver og ein.
Hún kvaddi þakklát Norðurár-
dalinn eftir tveggja ára dvöl og
fluttist á Dvalarheimilið í Borg-
arnesi. Þjóðleiðin til Snæfellsness
lá þar um hlað. ótrúlegur fjöldi
gesta og afkomenda lýstu og
prýddu ævikvöld hennar á því
góða heimili.
9. ágúst sátu fjórar kynslóðir
saman í stofu hennar. A margt
var minnst: „Það vantaði hurðina
fyrir nýbyggða baðstofuna þegar
þú fæddist fyrir 53 árum. Veðrið
var svona gott eins og í dag, fólkið
í heyskap,” sagði hún.
Hún var búin með sokkana. Þeir
lágu þæfðir og samanbrotnir við
hlið hennar, hún hallaði sér út af.
Ættliðirnir kvöddu einn af öðrum.
Að stundu liðinni var ævin öll.
Síðdegissólin fyllti herbergin.
Dóttir
Föstudaginn 9. þ.m. varð bráð-
kvödd á Dvalarheimili aldraðra í
Borgarnesi merkiskonan Margrét
Oddný Hjörleifsdóttir frá Hrísdal
í Mikíaholtshreppi.
Margrét fæddist á Hofsstöðum
26. september 1899 og var því
tæplega 86 ára er hún lést.
Foreldrar Margrétar voru Hjör-
leifur Björnsson, bóndi á Hofs-
stöðum, en ættaður frá Breiða-
bólstöðum á Álftanesi, og kona
hans, Kristjana Elísabet Sigurð-
ardóttir, ættuð úr Reykjavík.
Kristjana var systir Sólveigar
konu Sigfúsar Eymundssonar bók-
sala.
Oddný á Breiðabólstöðum,
amma Margrétar, var dóttir Hjör-
leifs Guttormssonar prests á
Skinnastað í öxarfirði og víðar.
Margir landsþekktir menn eru
frá Hjörleifi komnir, svo sem
Kristján Eldjárn forseti o.fl. Bróð-
ir Margrétar var Jóhann vega-
verkstjóri, sem var landskunnur
maður.
Margrét ólst upp hjá foreldrum
sínum á Hofsstöðum í hópi fimm.
Hún var mjög bráðþroska eins og
margt ættfólk hennar. Ekki átti
hún kost á skólagöngu í æsku —
utan barnaskóla í 2—3 mánuði á
vetri eftir 10 ára aldur. Þannig var
með æskufólk almennt á þeim
tíma og þótti eðlilegt.
Stórt heimili var á Hofsstöðum
og gestagangur var þar mikill.
Hjónin voru höfðingjar heim að
sækja.
Þá var eingöngu ferðast á
tveimur jafnfljótum eða þá á hest-
um og fólki þótti gott að hvíla lúin
bein, þar sem móttökur voru góð-
ar.
Kristjana á Hofsstöðum var
sérlega myndarleg húsmóðir og
lærðu dætur hennar margt af
henni, það sem góða húsmóður má
prýða.
Hinn 3. mars 1919 giftist Mar-
grét Sigurði Kristjánssyni á
Hjarðarfelli. Sigurður var ellefu
árum eldri en Margrét og orðinn
liðlega þrítugur er þau giftust.
Sigurður var glæsimenni hið
mesta og hallaðist ekki á með
þeim hjónum. Þau hófu búskap á
Hjarðarfelli vorið 1919 í sambýli
við foreldra þess er þetta ritar.
Hjörleifur á Hofsstöðum missti
konu sína um þessar mundir og
vantaði hann þá forsjá fyrir heim-
ilið innanbæjar. Hann leitaði eftir
því við ungu hjónin að þau flyttu
til sín að Hofsstöðum. Og það varð
svo vorið 1920. Á Hofsstöðum
bjuggu þau í sjö ár.
Veturinn 1926—1927 gifti Hjör-
leifur sig aftur, Matthildi Jóhann-
esdóttur frá Saurum í Helgafells-
sveit. Húsakynni á Hofsstöðum
rúmuðu ekki tvær fjölskyldur og
stóran barnahóp.
Þau Sigurður og Margrét fluttu
því að Dal vorið 1927 og voru þar
leiguliðar í fimm ár.
Vorið 1932 fluttu þau svo að
Hrísdal og tíu árum síðar keyptu
þau jörðina. Þar bjuggu þau í 37
ár eða þar til Sigurður lést í sept-
embermánuði 1969. Þau voru því
saman í hjúskap og búskap í rúm-
lega 50 ár samtals. Eftir að Sig-
urður dó dvaldi Margrét hjá börn-
um sínum en mest þó í Hrísdal. Á
Dvalarheimili aldraðra í Borgar-
nesi var hún á þriðja ár í lokin.
í Hrísdal voru gerðar miklar
umbætur í tíð þeirra hjóna. Farið
var úr litlum torfbæ í stórt stein-
hús, ræktun varð mikil og útihús
voru reist eftir nýrra tíma kröf-
um.
Þeim hjónum varð ellefu barna
auðið og lifa þau öll móður sína.
Þau eru: Hjörleifur, vegaverk-
stjóri, nú síðast í ólafsvík. Hann
er kvæntur Kristínu Hansdóttur
frá Selhóli á Hellissandi. Kristján,
bóndi í Hrísdal, hann er kvæntur
Maríu Eðvarðsdóttur, þýskrar
ættar. Sigfús, flugafgreiðslumað-
ur í Stykkishólmi. Hann er kvænt-
ur Ragnh. Ester Einarsdóttur úr
Reykjavík. Kristjana Elísabet,
húsfreyja í Hlíðarholti, Staðar-
sveit, hún er gift Vigfúsi Þráni
Bjarnasyni bónda þar. Áslaug,
húsfreyja í Reykjavík. Hún er gift
Sveinbirni Bjarnasyni, lögreglu-
varðstjóra frá Neðra-Hóli í
Staðarsveit. Valdimar, lögreglu-
maður í Reykjavík, hann er
kvæntur Brynhildi Eggertsdóttur
frá Akureyri. Elín Guðrún, ljós-
móðir í Stykkishólmi. Hún er gift
Sigurði Ágústssyni fyrrv. vega-
verkstjóra þar. Ölga, húsfreyja á
Hrauni í Norðurárdal, hún er gift
Leopold Jóhannessyni fyrrv.
veitingamanni í Hreðavatnsskála.
Magdalena Margrét, húsfreyja á
ísafirði, hún er gift Oddi Péturs-
syni bæjarverkstjóra þar. Anna,
húsfreyja á Brekku í Norðurárdal,
hún er gift Þorsteini Þórðarsyni
bónda þar. Ásdis, húsfreyja á Sel-
tjarnarnesi, hún er gift Sigmundi
Sigurgeirssyni trésmið.
011 eru börnin myndarleg og vel
að manni, svo sem foreldrar
þeirra voru.
Barnabörn Margrétar eru vel
stórt hundrað talsins og fjölgar
ört.
Ekki fór á milli mála að erfitt
var á kreppuárunum frá lokum
fyrri heimsstyrjaldarinnar og til
1940 í byrjun síðari heimsstyrjald-
arinnar að fæða og klæða ellefu
börn án aðstoðar frá samfélaginu í
formi tryggingabóta eða á annan
hátt. En þetta gerðu Hrísdals-
hjónin og mundu fáir leika það
eftir nú á dögum.
Þess ber þó að geta að Áslaug
dóttir þeirra varð eftir á Hofs-
stöðum þegar þau fluttu að Dal og
ólst eftir það upp með afa sínum.
Og Valdimar ólst upp að mestu
hjá föðurbróður sínum á Hjarð-
arfelli. Þessi barátta var mjög
ströng. Hjónin urðu að vera
nægjusöm og neita sér um margt
sem nú er talið sjálfsagt að leggja
hart að sér í vinnu. Samheldni
þeirra var mikil og má segja að
þau væru einhuga í öllu. Því verð-
ur ekki rætt um annað svo hins
verði ekki getið. En að sjálfsögðu
reynir mest á húsmóðurina á
stóru barnaheimili. Hún þarf að
vera útsjónarsöm og stjórnsöm.
Þeir kostir voru Margréti vel gefn-
ir.
Hrísdalshjón létu ekki fátækt,
heilsubrest Sigurðar um nokkur
ár né aðra erfiðleika knésetja sig.
Þau héldu lifsgleði sinni og reisn
að fullu alla tíð og voru oft gjöful-
ir rausnarveitendur á heimili sínu.
Sigurður var söngvinn gleði-
maður og hafði mikinn róm og
einstaklega góða frásagnarhæfi-
leika. Hann gerði oft gleðistund úr
því að segja frá litlu atviki og ýkti
stundum en Margrét og börnin
höfðu gaman af.
Sigurður var einstaklega hlýr og
hugsunarsamur heimilisfaðir og
nærgætinn við konu sína. Margrét
var líka myndarhúsmóðir í verk-
um sínum og umhyggjusöm móðir,
sem börn hennar virtu mikils og
vildu allt gera til geðs. Ástríki var
mikið með Sigurði og Margréti.
Á heimilinu ríkti hlýja og gleði,
sem dró að sér fólk, og þótti mörg-
um gott að koma þangað. Ungl-
ingar og börn úr þéttbýli sóttust
eftir að fá að dvelja þar a.m.k.
sumarlangt.
Eftir að börn þeirra Hrísdals-
hjóna komust upp og fóru að
heiman leituðu þau oft heim til
foreldranna og áttu með þeim
gleðistundir. Oft var því gest-
kvæmt í Hrísdal. Heimilið hafði
aðdráttarafl.
Margrét hafði sérstakt yndi af
að fá gesti. Hún var sjófróð og
ræðin, kunni skil á fólki víða á
landinu og fylgdist vel með öllu
sem gerðist. Hún hélt vináttu-
tengslum við fólk meira en al-
gengt er um aldraða allt til síðasta
dags.
Mér, sem þessar linur ritar, eru
í fersku barnsminni óvenju-
skemmtilegar heimsóknir
Hrisdalsfjölskyldunnar að Hjarð-
arfelli. Þá var alltaf hátíð. Slíkar
heimsóknir voru gagnkvæmar.
Samheldni og samstarf einkenndu
samskipti heimilanna alla tíð, líka
eftir að kynslóðaskipti urðu.
Nú eru Hrísdalshjónin bæði
horfin af sviðinu og skilja eftir
merkt og mikið ævistarf og mikið
safn góðra minninga.
Margréti þökkum ég og fjöl-
skyida mín mikla tryggð og vin-
áttu alla tíð og ótaldar ánægju-
stundir.
Margrét er jarðsett í dag við
hlið bónda síns í Fáskrúðarbakka-
kirkjugarði.
Við vitum að Sigurður stendur í
ströngu hinum megin og veitir
henni ástríkar móttökur.
Börnum hennar og vandamönn-
um öllum votta ég samúð við frá-
fall ástríkrar móður.
Gunnar Guðbjartsson
Sumarblærinn, sem nú hefur
undanfarið leikið um vanga okkar,
hefur gefið okkur meiri sól og
hlýju en mörg undanfarin ár. Þar
af leiðandi hafa jarðargæði verið
okkur óvenju gjöful. Sólríkir dag-
ar minna okkur á þann hverful-
leika, sem lífið er háð, að blómin
sem brostu óvenju snemma til
okkar á þessu góða sumri, fölna þó
í tímans rás, þau koma og þau
fara. Sá sem tilveru okkar ræður
hefur lífdaga okkar í sinni hendi
hverju sinni, kallar okkur hvern
og einn til sín, því enginn skal
undan þessu kalli komast. Blíð-
viðriskvöld þann 9. ágúst var
okkur tilkynnt að aldamótabarnið
og öðlingskonan Margrét frá
Hnífsdal hafi hlýtt þessu kalli.
Lát hennar, þó með stuttum fyrir-
vara væri, kom okkur vinum
hennar þó ekki á óvart, hár aldur
og langur og farsæll starfsdagur
var að baki. Er nokkuð sælla en að
sá sem hagsæld okkar ræður kippi
þá í það hjól, sem líf okkar hefur
snúist um, dagsverki lokið og
lífsbók lokað.
Margrét Oddný Hjörleifsdóttir
fæddist að Hofstöðum í Mikla-
holtshreppi, 9. september 1899.
Foreldrar hennar voru Kristjana
Sigurðardóttir og Hjörleífur
Björnsson, búandi hjón á Hofstöð-
um í Miklaholtshrepp. Margrét
nam í föðurgarði og við móðurhné
þann lærdóm, sem næm og verk-
hög börn gátu tileinkað sér í skóla
hinnar fornu heimilismenningar.
Lífið kenndi henni svo margt, hún
hlaut hagar hendur í vöggugjöf,
góða eftirtekt og einstakt minni.
Hlýjan hug bar hún til allra sinna
samferðamanna og óbrigðult
minni hafði hún til hinnstu stund-
ar. Sakir trygglyndis og góðs
hjartalags var hún hverjum
manni kær, sem hafði kynni af
henni. Og þeirri mannhylli hélt
hún til hinstu stundar. Margrét
var dul að eðlisfari og orðheldin,
flíkaði ekki hugsunum sínum við
alla. Hugur hennar leitaði ávallt
heim í sveitina hennar, þar átti
hún sina æskudaga og æskuvor,
allt lífsstarf hennar var bundið
þeirri sveit, sem hún unni heils-
hugar, „því römm er sú taug sem
rekka dregur föðurtúna til“. Frá
árinu 1981 dvaldi Margrét á Dval-
35
arheimili aldraðra í Borgarnesi.
Þar undi hún sér vel, því frænd-
garður hennar er óvenjustór og
heimsóknir til hennar tíðar. Sá
sem þessar línur skrifar bast góðri
tryggðarvináttu við Margréti, sem
ég vil þakka af heilum hug, „hvað
ungur nemur gamall temur". Við
áttum saman mörg símtöl, sem
ekki voru alltaf mæld í skrefum
eða mínútum, ævinlega gat hún
frætt mig um ýmislegt sem hún og
hugur hennar fylgdust betur með
en ég. Heima í sveitinni hennar
var hugurinn og hugsaði hún jafn-
an hlýtt til fólksins þar. Gjafir
Margrétar til kirkju sinnar bera
þess vott hve hlýjan hug hún bar
til hennar.
Hinn 3. mars 1919 giftist Mar-
grét æskuvini sinum, Sigurði
Kristjánssyni frá Hjarðarfelli.
Hjónaband þeirra sýndi að þar
voru gagnkvæmt traust og virðing
höfð að leiðarljósi. Lífsganga
þeirra var ekki alltaf auðveld, en
kjarkur, dugnaður og bjartsýni
voru ávallt ríkjandi í fari þeirra.
Enda Sigurður alinn upp við þann^
arin, þar sem sorg og gleði réðu
ríkjum, hertur af harðri lífsbar-
áttu, en einstakur heimilisfaðir,
sem sá ætíð bjartari hliðar lífsins.
Sigurður dó 19. september 1969.
Búskap stunduðu þau á þremur
jörðum hér í sveit, en lengst af
bjuggu þau í Hrísdal, þar var
þeirra ævistarf, sá staður er þeim
var kærastur. Þeim Margréti og
Sigurði varð 11 barna auðið, þau
lifa öll foreldra sína, einstakt
manndómsfólk og traustir þjóðfé-
lagsþegnar. Þau eru: Hjörleifur,
fyrrv. vegaverkstjóri, búsettur í
Olafsvík. Kristján, bóndi í Hrís-
dal. Sigfús, skrifstofumaður í
Stykkishólmi. Kristjana, húsfrú í
Hlíðarholti, Staðarsveit. Áslaug,
húsfrú í Reykjavík. Valdemar,
lögregluþjónn í Reykjavík. Elín,
ljósmóðir í Stykkishólmi. Olga,
húsfrú í Hraunbæ í Norðurárdal.
Magdalena, húsfrú á ísafirði.
Anna, húsfrú á Brekku í Norður-
árdal. Ásdís, húsfrú í Reykjavík.
Þegar ég nú kveð mína kæru
vinkonu Margréti frá Hrísdal er
margs að minnast og margt að
þakka. Trygglyndið ber þó hæst,
því hún var kona þeirrar gerðar að
horfa við mannlífinu með ástúð-
legu þeli, móðurlegri viðkvæmni,
sem gerir engan mannamun. Ég
vil sérstaklega þakka henni hlýj-
una, góðvildina og það traust sem
hún sýndi mér ætíð og það mikla
kærleiksríka starf sem hún vann
sinni sveit. Hún var heilshugar
trúkona sem veitti sálu sinni ljós
og varma í lindir trúarinnar, guðs
orð og bæn. Um hana mætti segja
„hún var sterk í stríði fyrir sterka
trú“. Hún var gæfumanneskja,
hún gat horft yfir farinn æviveg
með þá birtu fyrir augum, sem
jafnan er góðs manns gifta og
gleðivaki. Um framgöngu hennar
og störf hennar öll má með orðum
sálmaskáldsins segja:
Hvað er ástar hróðrar dís,
eða góður engill í paradís,
hjá góðri og göfugri móður.
(Matthías Joch.)
Við hjónin þökkum henni af al-
hug liðnar samverustundir. Skyld-
fólki hennar öllu vottum við sam-
úð.
Guð blessi minningu Margrétar
frá Hrisdal.
Páll Pálsson
Á leið upp úr öldudalnum
Hljómplötur
Siguröur Sverrisson
AC/DC
Fly on the Wall
Atlantic/Steinar
Það er farið að líða ansi langt
á milli platna AC/DC nú hin síð-
ari ár. í stað plötu á hverju ári
eru Angus Young og menn hans
farnir að láta sér nægja að
henda breiðskífu í lýðinn annað
hvert ár. Þetta geta rokkstjörn-
ur leyft sér eftir að hafa náð
ákveðnum „status“ í hinni hörðu
baráttu.
Reyndar verð ég nú að segja,
að persónulega hef ég ekkert
haft yfir því að kvarta þótt þessi
ástralski kvintett hafi látið líða
svo langt á milli síðustu platna
sinna tveggja, því bæði sú síð-
asta, Flick of the Switch, og sú
þar á undan, To Those about to
Rock (We Salute You), voru
langt fyrir neðan þann gæða-
stimpil, sem sveitin ávann sér
með útgáfu Highway to Hell og
Back in Black.
Með útgáfu Fly on the Wall
virðist loks vera að rofa til hjá
AC/DC eftir fjögurra ára langa
lægð. Þótt í eðli sínu svipi plöt-
unni til tveggja þeirra síðustu er
þó eitt og annað, sem fært hefur
verið til betri vegar, og fyrir vik-
ið er platan stórum áheyrilegri
en t.d. Flick of the Switch. Ang-
us hefur augljóslega lagt sig i
líma við að grafa upp ný „riff“ og
tekist bærilega í mörgum tilfell-
um.
Þeir bræður Malcolm og Ang-
us Young sjá um upptökuhliðina
á þessari plötu rétt eins og siðast
og tekst stórum betur upp nú en
þá. „Sándið" er allt tærara og sér
i lagi eru gitararnir betur að-
greindir en var. Þá hefur
trommuleikaranum Simon
Wright farið heilmikið fram og
hann er ekki eins bundinn af þvi
að feta í fótspor Phil Rudd og
var á Flick of the Switch.
Bestu lögin á Fly on the Wall
finnst mér vera Shake your
Foundations, Back in Business
og Sink the Pink.