Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1985
Einstakir ráðherrar eiga aldrei að hafa óskorað vald í mikilvKgum málum að mati bréfritara.
Eimskip og Flugleiðir
H.S. skrifar:
Eimskipafélag íslands hf. var
stofnað 17. janúar 1914 eins og
kunnugt er, undirbúningur og
hlutafjársöfnun hafði þá staðið í
tvö ár. Stofnfundinn átti að halda
í iðnaðarmannahúsinu „Iðnó“, en
brátt kom í ljós að húsið rúmaði
enganveginn þann mannfjölda
sem fundinn sóttu. Var þá gripið
til þess ráðs að fá Fríkirkjuna, en
hún var þá stærsta samkomuhúsið
i bænum. Aldrei hefur neinni fé-
lagsstofnun á íslandi verið tekið
með meiri fögnuði en stofnun
Eimskipafélagsins, enda öllum
ljóst hvað þörfin var brýn fyrir
auknar siglingar og að þær kæm-
ust í hendur íslendinga sjálfra.
Ungir og gamlir, fátækir og ríkir
keyptu hlutabréf í Eimskipafélag-
inu, ef þeir áttu einhverja lausa
aura, afdalafólk og útnesjamenn,
allir vildu styðja eftir mætti að
vexti og viðgangi félagsins. íslend-
ingar í Vesturheimi söfnuðu stór-
fé. Eimskipafélagið var óskabarn
þjóðarinnar. Fyrsti formaður fé-
lagsins var Sveinn Björnsson, sem
30 árum seinna varð fyrsti forseti
íslands. Skömmu eftir stofnunina
keypti landsjóður hlutabréf í fé-
laginu og fékk mann i stjórn þess.
Ef einhver hefði í ungdæmi
þeirra sem nú eru gamlir hreyft
því að selja hluta ríkissjóðs i Eim-
skip til manna i útlöndum hefði
slíkur maður varla verið talinn
með réttu ráði og slíkt talið jaðra
við landráð. En tímarnir breytast
og mennirnir með.
Flugleiðir eru geysilega þýð-
ingarmikið fyrirtæki, fyrir þjóð-
ina alla. Svo til allir fólksflutn-
ingar milli landa fara fram flug-
leiðis, flugvélar eru líka helstu
samgöngutæki innanlands. Það er
rétt hjá Alberti fjármálaráðherra
að 20% eign í Flugleiðum getur
fylgt nokkurt vald og áhrif, en er
þetta vald nokkurs staðar betur
niðurkomið en hjá ríkisstjórn Is-
lands? Og þó einhver maður sem
er búsettur og ríkisborgari í öðru
landi kunni að vera kominn af
Jóni biskupi og Agli Skallagríms-
syni, breytir það ekki miklu frá
því að selja einhverjum útlendingi
hlutabréfin í Flugleiðum. Þegar
hann hefur eignast þau getur
hann braskað með þau að vild.
Einar Ingvi Magnússon skrifar:
Ófá eru þau orð sem rituð hafa
verið og töluð að undanförnu um
kjarnorku og ragnarrök. Friðar-
hreyfingar hafa talað hátt um
þetta nútima vandamál og þá
flestar á vinstrivæng stjórnmála.
í öllum þeirra málflutningi virðist
ævinlega vanta einn stóran þátt,
nefnilega Guð. Ekki er þar með
sagt að hægri vængurinn sé svo
trúrækinn. Því fer fjarri. Þótt þeir
tali hátt um Guð eru boð hans og
bönn oftast látin liggja milli
hluta. Það er mikilvægt að hafa
Guð með í ráðum vegna þess að í
upphafi sagði hann við manninn:
„Af öllum trjám í aldingarðinum
De Gaulle, hinn mikli forustu-
maður Frakka eftir síðari heims-
styrjöldina, sagði að aldrei væri
hægt að reiða sig á Bandaríkin,
því aldrei væri að vita hver kynni
að setjast þar í forsetastól. Það er
heldur aldrei að vita hverjir
kunna að setjast í ráðherrastóla á
íslandi. Þess vegna eiga einstakir
ráðherrar aldrei að hafa óskorað
vald í mikilvægum málum, þar á
ríkisstjórnin öll að koma til. Og
sala á eignum landssjóðs á alltaf
að koma til kasta alþingis, það er
engan veginn víst að lífsskoðun
einstakra ráðherra sé í samræmi
við almenningshagsmuni eða þjóð-
arsóma.
máttu eta eftir vild, en af skiln-
ingstrénu góðs og ills mátt þú ekki
eta, því jafnskjótt og þú etur af
því skalt þú vissulega deyja." (1.
Mós. 2:16—17.)
Þekking okkar á svo miklu tor-
tímingarafli sem kjarnorkan er, er
því afsprengi hins illa eðlis mann-
anna. Hún er blómið sem út er
sprungið af hinu illa, syndin sjálf í
öllu sínu hræðilega veldi. Því er
það lífsnauðsyn fyrir manninn
hvort sem hann er til hægri eða
vinstri í stjórnmálum að leita
hjálpar Guðs. Maðurinn fær ekki
greitt úr þessum vanda sjálfur,
svo hefur Guð mælt fyrir um.
Enginn Guð
Látum það bara fjúka
Borgari skrifar:
I vetur og vor gekk heilmikið á
með deilum um búsetu lands-
manna, hvort eitthvert vit væri í
að halda uppi byggð í hinum og
þessum smáplássum úti um land-
ið. Var þar skynsamlegum rökum
hinna mætustu manna svarað eins
og sveitavargnum einum er lagið:
Með ofstopa og frekju.
Ég hef oft velt því fyrir mér
hvers vegna fólk helst við í litlum
kauptúnum við sjávarsíðuna þar
sem ekkert er við að vera og allt á
hausnum þar að auki. Hvað þá inn
til landsins þar sem ekki er einu
sinni fiskurinn til að hafa áhyggj-
ur af. Ekki vil ég nú taka svo djúpt
í árinni að heimta að allir verði
fluttir nauðungarflutningum
hingað á suðvesturhornið en hins
vegar finnst mér, eins og svo
margir hafa bent á, að það sé
ófært að ausa fé í þessa sérvitr-
inga sem endilega vilja hýrast þar
sem ekkert er að hafa.
Þess vegna dettur mér það í hug
þessa dagana, þegar ég heyri ýms-
ar fréttir af því hversu illa farið
landið sé, Grímstunguheiði líklega
ónýt og þar fram eftir götunum,
hvort það sé ekki jafnvitlaust að
sóa fé í að berjast vonlausri bar-
áttu við þetta öfugsnúna land. Er
ekki nær að setja peningana í iðn-
að og tækni, og láta útlendingum
eftir að valsa um hálendi og jökla,
fyllast einhverri væminni róman-
tík í eyðifjörðum? Það er ófært að
fullhraustir íslendingar og
kannski ágætir vísindamenn séu
að eyða tíma og fé í það vonlausa
verkefni að bæta Iandbúnað eða
rækta landið. Látum það bara
fjúka, það er ekkert hægt að
græða á íslandi hvort eð er.
Bréfritari telur starf landgræðslunnar unnið fyrir gíg.
i3
LYFTARAR
Eigum til afgreiðslu nú þegar mikiö úrval notaöra rafmagns- og diesel-
lyftara, ennfremur snúninga- og hliöarfærslur.
Tökum lyftara upp í uppgeröan, leigjum lyftara, flytjum lyftara.
Varahluta- og viögeröaþjónusta.
Líttu inn — við gerum þér tilboö.
Tökum lyftara í umboössölu.
LYFTARASALAN HF.
Vítastíg 3, símar 26455 og 12452.
Einn glæsilegasti sportbíll landsins til
sýnis og sölu.
Frúin hlær í betrí bíl.
Bíll fyrir þá sem þora
Auglýsing um aðalskoð-
un bifreiöa í Kefiavík,
Njarðvík, Grindavík og
Gullbringusýslu 1985
Skráð ökutæki skulu færð til almennrar skoöun-
ar 1985 sem hér segir:
1. Eftirtalin ökutæki, sem skráö eru 1984 eöa fyrr.
a. Bifreiðir til annarra nota en fólksflutninga.
b. Bifreiöir, er flytja mega 8 farþega eöa fleiri.
c. Leigubifreiöir til mannflutninga.
d. Bifreiðir, sem ætlaöar eru til leigu í atvinnuskyni án öku-
manns.
e. Kennslubifreiðir.
f. Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiöir.
g. Tengi- og festivagnar, sem eru meira en 1500 kg af leyfðri
heildarþyngd.
2. Aörar bifreiöir en greinir i liö nr. 1., sem skráöar eru nýjar og
í fyrsta sinn 1982 eöa fyrr.
Skoöunin fer fram að Iðavöllum 4, Keflavík, milli
kl. 8—12 og 13—16 alla virka daga nema laug-
ardaga:
Mánudaginn 19. ágúst Ö-6701—Ö-6800
Þriöjudaginn 20. ágúst 0-6801—Ö-69O0
Míðvikudaginn 21. ágúst Ö-6901 —Ö-7000
Fimmtudaginn 22. ágúst Ö-7001—Ö-7100
Föstudaginn 23. ágúst Ö-7101—Ö-7200
Mánudaginn 26. ágúst Ö-7201—Ö-7300
Þriðjudaginn 27. ágúst Ö-7301—Ö-7400
Miövikudaginn 28. ágúst Ö-7401—Ö-7500
Fimmtudaginn 29. ágúst Ö-7501—Ö-7600
Föstudaginn 30. ágúst Ö-7601— Ö-7700
Mánudaginn 2. sept. Ö-7701—Ö-7800
Þriðjudagínn 3. sept. Ö-7801—Ö-7900
Miövikudaginn 4. sept. Ö-7901 —Ö-8000
Fimmtudaginn 5. sept. Ö-8001—Ö-8100
Föstudaginn 6. sept. Ö-8101—Ö-8200
Mánudaginn 9. sept. Ö-8201—Ö-8300
Þriöjudaginn 10. sept. Ö-8301—Ö-8400
Miövikudaginn 11. sept. Ö-8401—Ö-8500
Fimmtudaginn 12. sept. Ö-8501 og þar yfir
Á sama staö og tíma fer fram aöalskoöun annarra skrán-
ingarskyldra ökutækja s.s. bifhjóla og á auglýsing þessi einnig
viö um umráöamenn þeirra.
Viö skoöun skulu ökumenn bifreiöanna leggja fram fullgild
ökuskírteini. Framvísa skal og kvittun fyrir greiöslu bifreiöa-
gjalda og vottoröi fyrir gildri ábyrgöartryggingu.
í skráningarskírteíni bifreiöarinnar skal vera áritun um að
aöalljós hennar hafi verið stillt effir 31. júlí 1984.
Vanræki einhver að færa bifreiö sína til skoðunar á auglýst-
um tíma, veröur hann látinn sæta ábyrgð aö lögum og bif-
reiöin tekin úr umferö, hvar sem til hennar næst.
Lögreglustjórinn í Keflavík,
Njarðvík, Grindavík og
Gullbringusýslu.
Guömundur Kristjánsson ftr.