Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 10
Í 10 MORfíUNBLÁPlÐ, LAUGARDAGUK 17. ÁGtJST 1985 VEIÐIÞATTUR Talsvert af „stórum" stór- löxum á smálaxasumrinu ,,1‘RTTA var ægileg skepna, stærsti lax sem ég hef séð nokkru sinni og hef þó veitt víða, ekki síst í Laxá, í nokkra áratugi,“ sagði viðmælandi Morgunblaðsins einn sem var að veiða á Laxatanga í Laxá í Aðaldal fyrir nokkrum dögum. „Sannaðu til, að það á eftir að veiðast risalax í ánni í sumar, ef ekki þessi sem ég sá, þá einhver hinna, því nokkrir eru í ánni þó þessi á Laxatanganum sé stærstur,“ bætti viðmælandinn við. Veiðimaður þessi sagði frá þrem löxum sem nokkrir félagar voru að kasta á af Laxatanga, þeir náðu þeim minnsta og var hann 20 pund. Miðfiskurinn var áætlað- ur 25—30 pund, en sá stærsti þeirra miklu, miklu stærri, 40—50 pund var ágiskunin og viðmiðunin sá 20 punda sem náðist. Þegar þetta er ritað hefur engin slík skepna veiðst, hvorki í Laxá eða öðrum ám, en trúlega er alltaf eitthvað af slíkum fiski i vissum ám. Þeir sjást bara sjaldan og veiðast enn sjaldnar. En í sumar hefur borið nokkuð á svona tröllum. Sögur og sagnir um risalax í Núpsá í Miðfirði hafa fengið byr undir báða vængi og ýmsir orðið til þess að staðfesta að í Núpsfossum sé rosalega stór fiskur. Er staðið yfir laxinum dag hvern frá morgni til kvölds og ef hann gefur sig ekki, þá verða þær margar flugurnar og margir maðkarnir sem hann hefur skoð- að þegar veiðitíma lýkur. Bændur hafa sagst ætla aö ná laxinum í klak ef stangveiðimönnum mis- tekst aðförin. Ætti þeim bændum að takast það og verður spennandi að fá fregnir um hversu stór lax- inn er í raun. Þaulvanir veiði- menn hafa giskað á að laxinn sé um eða yfir 40 pund. Fiskifræðingar og leikmenn ýmsir spáöu smálaxasumri og hafa þær spár ræst í stórum dráttum og aðalatriðum. Það var spáð litlu af laxi sem verið hefur tvö ár í sjó, þeim mun meira af fiski sem hefur verið aðeins eitt ár í sjó, enda gekk mikið af seið- um til sjávar í fyrra og þá var einnig sáralítið af smálaxi. { allri umræðunni gleymdist að spá í þá laxa sem alls ekki tilheyra um- ræddum árgangi, heldur þeim sem rann sitt skeið næstum á enda síðasta sumar og laxar sem höfðu verið 2 ár í sjó tilheyrðu. Það eru nefnilega alltaf nokkrir sem annaðhvort dvelja lengur I sjó en tvö ár, eða hafa gengið í árnar eftir 2 eða 3 ár í sjó, hrygnt og gengið aftur til sjávar. Ganga svo aftur upp. Þetta eru „þeir stóru" í orðsins fyllstu merkingu, engir 20 punda „tittir". Og af þessum löxum virðist vera dálítið í sumar. Áramunur er á hversu mikið vart verður við svona laxa, sum árin sjást þeir ekki, stundum hvert sumarið af öðru. En í sumar geta menn átt von á slíkum bolta og þá er eins gott að vera við öllu búinn. Veiðimenn í Grímsá sáu einn í Lambaklettsfljóti eigi alls fyrir löngu. Var laxinn innan um fleiri og að sjá hinn mesti risi. Vanir menn giskuðu á að hann væri fast að 30 pundum. Gylfi Gunnarsson veiðivörður við Vatnsdalsá sagði að einn „af þeim stærstu" væri að „leika sér í Hnausastrengnum", eins og hann orðaði það. Sagði Gylfi að það hefði farið um sig hrollur er hann sá laxinn velta sér fyrir fáum dögum, það hefði verið eins og skóflublaði væri stungið upp úr ánni, svo mikill var sporð- urinn. Hnausastrengur er rómað- ur stórlaxastaður, þar veiðast gjarnan þeir stærstu í Vatnsdalsá og á seinni árum eru það oft þeir stærstu á landinu öllu. Tvær hörkuviðureignir hafa verið háðar í Vatnsdalnum í sumar, önnur í Hnausastrengnum, hin í Krubbu. Það voru miklir stórlaxar og báðir höfðu betur. Gylfi í Vatnsdalnum sagði okkur einnig frá trölli einu sem hefur komið sér fyrir í Dalsárósi í Víðidalsá. Hafði hann það frá fyrstu hendi að veiðimaður einn hefði sett í laxinn fyrir fáeinum dögum, en misst hann eftir svo sem tíu mínútna viðureign. „Þeir segja laxinn minnst 30 punda," sagði Gylfi í samtali við Morgun- blaðið. Stærsti laxinn í fyrra veiddist einmitt í Víðidalsá, 30 punda lax. Laxar af því tagi sem rætt hef- ur verið hér um geta leynst víðar, t.d. í Soginu, Þverá, Brúará, Ölf- usá, Iðu í Hvítá, Stóru Laxá og víðar. Væri gaman þó ekki væri nema að einn af þessum löxum næðist á land í sumar. Að lokum má geta Láróss, þar sem Jón Sveinsson og hans fólk stundar hafbeitina af miklu kappi. Jón hefur fengið þó nokkuð af þessum „3 ára fiski" úr sjónum í heimtur, löxum sem eru um og yfir 30 pund. Oftast munu einhver brögð vera að slíku, en í sumar kastar tólfunum, miklu fleiri slík- ir laxar en nokkru sinni fyrr hafa gengið í stöðina í Lárósi. Laxveiðar við Langá. flokki í Ameríku. Mennonítar eiga upphaf sitt að rekja til Sviss og Hollands á 16. og 17. öld og eru nefndir eftir fyrsta leiðtoga sínum í Hollandi Menno Simons. Menn- onítar viðurkenna ekki presta eða aðra kirkjunnar menn sem sérr staka milliliði á milli guðs og manna og hjá t.d. strangtrúuðu amishfólki eru kirkjur ekki notað- ar til helgihalds heldur einka- heimili. Mennonítar eru bók- stafstrúarmenn og lfta á Biblíuna sem hið eina og sanna orð Guðs. Þeir leggja áherslu á muninn á Gamla og Nýja testamentinu og trúa á það grundvallaratriði að Guð hafi birst mönnunum i lík- ama Jesú. Þeir taka boðskap Jesú og Nýja testamentisins fram yfir þann, sem finna má í Gamla testa- mentinu. Mennonítar voru ofsóttir jafnt af kaþólikkum sem mótmælendum og vegna þess fluttu margir vestur yfir haf til Nýja heimsins, Amer- íku. Fyrsti hópurinn nam land í Pennsylvaníu árið 1683. Árið 1693 klauf Jacob nokkur Amman í Sviss sig og sína fylgismenn — amishana — úr mennonítasöfnuð- inum því honum fannst hann ekki fara nógu skilmerkilega eftir orð- um Menno Simons, sem hafði tal- að um hið trúarlega samfélag mennonítanna einangrað frá um- heiminum er hefði sitt lifibrauð af jarðrækt. Þrátt fyrir klofninginn voru báðir hóparnir nátengdir í andlegum efnum. Þegar leið á 19. öldina og öndverða þá 20. klofnuðu söfnuðirnir í enn fleiri hópa. Stærsta vandamálið sem blasir við hinum strangtrúaða hluta am- ishfólksins í Lancastersýslu í dag eru gríðarlegar verðhækkanir á landi. „Það setur okkur í mikinn vanda,“ sagði einn amishbóndinn. „Okkur fjölgar en við viljum halda hópinn á sama stað.“ Vegna landþrengsla hafa am- isharnir, sem allir stunda land- búnað, þurft að horfa á eftir börn- um sínum í vinnu utan heimilanna og sumt ungt fólk hefur orðið að flytja á önnur svæði þar sem strangtrúað amishfólk býr. Rækt- arland í sýslunni hverfur undir iðnað, sem vex hröðum skrefum og ferðamenn eru mörgum amishum til mikils ama. Allt að fimm millj- ón ferðamenn koma til sýslunnar á ári hverju og þeir koma til að sjá amishfólkið. Forvitni ókunnugra er ekki sérlega vel tekið á meðal fólks sem metur einveru mikils. Amishfólkið í Lancastersýslu forðast allan íbúrð í klæðnaði og Bænastund fyrir mat. Amish-fólkið er bókstafstrúar og lítur á Biblíuna sem hið eina og sanna orð Guðs. Amish-fólkið í Pennsylvaníu: Kvikmyndin Vitnið hef- ur dregið athygli manna að þessu sérstæða fólki í Ameríku, sem neitar sér um flest nútímaþæg- indi en lifir eftir orðum Biblíunnar BANDARlSKA bíómyndin Vitnið (Witness), sem nú er sýnd í Há- skólabíói, hefur dregið athygli manna í ríkum mæli að kvekurum í Ameríku og sérstaklega amish- fólkinu í Lancastersýslu í Penn- sylvaníu þar sem myndin gerist. Hún hefur hvarvetna hlotið mjög góðar undirtektir gagnrýnenda sem almennings en sjálft amish- fólkið er ekki yfir sig hrifið af þeirri athygli, sem hún hefur vak- ið á þeim. Og það sem meira er, þeim finnst myndin, sem Ástral- inn Peter Weir leikstýrði, ekki greina rétt frá lífi og háttum am- ishanna. Vitnið byggir að efni til á morð- gátu i stórborg en mestur hluti hennar gerist á meðal amishfólks- ins. Drengur úr þeim hópi verður vitni að morði á járnbrautarstöð þegar hann er á ferðalagi með móður sinni og málin þróast þann- ig að lögreglumaðurinn, sem rann- sakar morðið (Harrison Ford) verður að flýja með drengnum og móðurinni til amishfólksins. Þar er hann kominn inní heim gjör- ólíkan þeim sem hann á að venj- ast. Amisharnir, sem myndin segir frá, eru einna íhaldsamastir af hinum svokallaða mennonítatrú- Lifir eins fábrotnu lífi og því er unnt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (17.08.1985)
https://timarit.is/issue/120222

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (17.08.1985)

Aðgerðir: