Morgunblaðið - 17.08.1985, Page 21
MORfiUNBLAPIR LAUGAflDAGUR 17. AG0flT,19g5
21
Marokkó:
Reisa varnarmúr
gegn skæruliðum
Mmrokkó, IS. ágúot. AP.
SAMKVÆMT frétt í einu helsta
blaði Marokkó verður lokið við að
reisa mikinn varnarmúr, 2,5 kfló-
metra langan, á næstu dögum.
Ráðist var í að reisa múrinn til
að koma í veg fyrir framsókn Pol-
isario-skæruliða, en stríð þeirra
við stjórnarhermenn hefur dregist
mjög á langinn.
Hafist var handa við byggingu
múrsins fyrir fimm árum og nær
hann nú inn á yfirráðasvæði
skæruliða.
Blaðið segir í fréttinni að með
byggingu múrsins verði unnt að
stemma stigu við skyndisóknum
skæruliða.
Skip Grænfriðunga
sigla til Kyrrahafs
Pmris, 16. ágúsL AP.
Umhverfissamtök Grænfriðunga
tilkvnntu í dag að hópur skipa á
þeirra vegum muni sigla til Suður-
Kyrrahafseyjarinnar, Mururoa,
seinni hluta septembermánaðar, til
að reyna að koma í veg fyrir kjarn-
orkutilraunir Frakka á þeim slóðum.
Nýtt skip samtakanna, Græn-
friðungurinn, sem kemur i stað
Rainbow Warriors, sem sprengt
var upp í höfninni í Auckland á
Nýja Sjálandi 10. júlí sl., mun
sigla fremst í flokki skipa, sem
leggja úr höfn frá Amsterdam á
sunnudag.
Stjórnarformaður samtakanna,
David McTaggart, hvatti í dag
Francois Mitterrand, forseta
Frakklands, til að stöðva allar
kjarnorkutilraunir undir hafs-
botninum á Kyrrahafi. McTaggart
sagði að þau hefðu ekki gleymt
sprengingunni á Rainbow Warrior
og sagði að samtökin myndu
aldrei gefast upp fyrr en Frakkar
hættu öllum tilraunum með
kjarnorkuvopn.
Mitterrand neitaði að taka á
móti McTaggart fyrr en opinberri
rannsókn á sprengingu Rainbow
Warrior væri lokið. Frönsk dag-
blöð, þ.á m. hið virta dagblað Le
Monde, hafa undanfarið látið í það
skína að franska leyniþjónustan
hafi haft vitneskju um fyrirhuguð
skemmdarverk á skipinu. Le
Monde fullyrðir í dag að leyni-
þjónustan hafi bæði skipulagt og
framkvæmt sprenginguna til að
koma í veg fyrir að skipið sigldi til
Kyrrahafsins til að trufla kjarn-
orkutilraunirnar.
Bretland:
J ár nbrau tar s tar fs-
menn í verkfalli
London, 16. ágúsL AP.
HÆTTA virðist nú á verkfalli
járnbrautarstarfsmanna í Bretlandi
og er ástæðan sú, að í dag rak stjórn
ríkisjárnbrautanna 172 eimreiðar-
stjóra úr starfi. Höfðu þeir lagt niður
vinnu til að mótmæla þeim áætlun-
um stjórnarinnar að taka í notkun
nýjar eimreiðar, sem stýrt er af ein-
um manni aðeins.
Tvö hundruð og sjötíu eimreið-
arstjórar í Skotlandi og Suður-
Wales lögðu niður vinnu til að
mótmæla nýju eimreiðunum og
var þeim þá gefinn frestur til há-
degis í dag til að mæta aftur til
vinnu. í Skotlandi sneru aðeins
átta af 180 aftur til vinnu og voru
þá hinir 172 reknir, en í Swansea í
Suður-Wales ákváðu 58 verkfalls-
menn að koma aftur til vinnu
sinnar á sunnudag. Var enn beðið
ákvörðunar 32 eimreiðarstjóra í
Llanelli.
Jimmy Knapp, vinstrisinnaður
formaður í félagi járnbrautar-
starfsmanna, skoraði í dag á verk-
fallsmenn að gefa sig hvergi, en
29. ágúst nk. ætlar stjórn félags-
ins að leita eftir umboði félags-
manna til að mótmæla nýju eim-
reiðunum. Er ekki víst að alls-
herjarverkfall verði ofan á, heldur
Lést af völd-
um eldingar
Frankfurt, Vestur-I»ýskalandi, 16. ágúst. AP.
RÖSKINN maður lét í dag líflð af
völdum eldingar, er hann leitaði
skjóls undir tré í þrumuskúr, að
sögn lögreglunnar.
Maðurinn var ásamt tveimur
vinnufélögum sínum á gangi á lóð
háskólans í Frankfurt, er allt í
einu fór að hellirigna.
Félagar hans leituðu skjóls í
nálægum runna, en sluppu
ómeiddir.
skæruverkföll og seinagangur. {
félagi járnbrautarstarfsmanna
eru 147.000 manns, þar af 11.500
eimreiðarstjórar.
Methalli var á rekstri bresku
ríkisjárnbrautanna í fyrra, 408
milljónir punda, og hefur stjórnin
lengi leitað leiða til að draga úr
hallanum. Nú þarf tvo menn til að
stjórna hverri lest, vélamann og
eimreiðarstjóra, en nýju eimreið-
arnar komast af með vélamanninn
einan. Um þetta hefur staðið í
stappi í fimm ár en félag járn-
brautarstarfsmanna hefur ekki
viljað ljá máls á neinni breytingu.
GENGI
GJALDMIÐLÁ
Landon, 16. áipisL AP.
LÍTIt) var um stórviðburði á
verðbréfamörkuðum í Evrópu í
dag, en Bandaríkjadollar féll enn
í verði gagnvart öllum helstu
gjaldmiðlum. Gullverð hækkaði í
kjölfar gengislækkunar dollars-
ins og ótta við áframhaldandi
óeirðir í Suður-Afríku.
Fyrrihluta dags hækkaði
dollarinn aðeins í verði, en
gengi hans lækkaði aftur þegar
leið á daginn.
Síðdegis kostaði dollarinn
236,45 japönsk yen en kostaði í
gær 237,62 yen. Sterlingspund-
ið kostaði 1,4015 dollara í dag,
en kostaði í gær 1,3950 dollara.
Gengi dollarsins var annars
á þá leið, að fyrir hann fengust:
2,7555 v-þýsk mörk (2,7680),
2,615 svissneskir frankar
(2,2755), 8,4350 franskir frank-
ar (8,4475), 3,1085 hollensk
gyllini (3,1140), 1.848,50 ítalsk-
ar lírur (1.854,50) og 1,3530
kandadískir dollarar (1,3546).
Gullúnsan kostaði 337,50
dollara, en kostaði i gær 331,00
dollara.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ANDREW KULL
MöADOSTIfV,
fti
Starfsmenn breska ríkisútvarpsins mótmæla þeirri ákvörðun útvarpsráðs að hætta við sýningu á þætti, þar sem
viðtal var við einn helsta leiðtoga írska lýðveldishersins, Martin McGuinnes.
Hlutdeild Sunday
Times í BBC-málinu
MIKIÐ fjaðrafok varð í breskum fjölmiðlum þegar stjórnendur breska
ríkisútvarpsins, BBC, tóku þá ákvörðun undir þrýstingi stjórnar Margrét-
ar Thatcher að aflýsa sýningu á þætti í sjónvarpi, þar sem m.a. var viðtal
við Martin McGuinness, einn helsta leiðtoga írska lýðveldishersins.
Kitstjórar bresku blaðanna voru ekki lengi að benda á þá staðreynd að
BBC hefði orðið fyrir fyrir miklum álitshnekki, þar sem sjálfstæði þess
væri stefnt í hættu. Og Breska fréttamannafélagið gekk feti lengra og
boðaði til sólarhringsverkfalls til að mótmæla afskiptum stjórnarinnar af
efni BBC.
En i öllum hamaganginum
virðast fæstir hafa gert sér
grein fyrir því að þetta mál er
runnið undan rifjum breska
vikublaðsins The Sunday Times.
The Sunday Times átti
upptökin
The Sunday Times var fyrst
með fréttina, og ritstjórar þess
litu málið vissulega mjög alvar-
legum augum. í síðustu viku
birtist grein í blaðinu, þar sem
skýrt er frá aðdraganda
BBC-deilunnar. Þar segir m.a. að
einn blaðamaður blaðsins hafi
haft „heimildir fyrir því“ að BBC
hygðist sýna þátt, þar sem rætt
væri við McGuinness. Þetta var
vissulega áhugaverð frétt, en í
raun ekkert sérlega bitastæð,
enda hafa leiðtogar írska lýð-
veldishersins áður komið fram í
sjónvarpi og hljóðvarpi. Hins
vegar „skynjaði blaðamaðurinn
að þetta gat orðið athyglisverð
frétt" að sögn The Sunday Tim-
es. Þetta var nóg til að vekja
deilur, sem enn höfðu ekki komið
fram á yfirborðið. Auk þess
þurfti blaðið á góðri frétt að
halda á fyrir sunnudagsblaðið
28. júlí.
Nú víkur sögunni til Wash-
ington, þar sem Margrét Thatch-
er hélt fréttamannafund föstu-
daginn 26. júlí sl. Þar minnti
blaðamaður The Sunday Times
Thatcher á þau ummæli hennar
að ekki ætti að vekja athygli á
hryðjuverkamönnum í fjölmiðl-
um. Síðan spurði hann Thatcher
hvernig hún mundi bregðast við
því ef „breska sjónvarpið sýndi
viðtal við frægan hermdar-
verkamann eins og leiðtoga
frska lýðveldishersins". Blaða-
maðurinn sagði forsætisráð-
herranum hins vegar ekki að
sjónvarpið hefði uppi áform um
að sýna þátt með McGuinness.
Thatcher, sem vissi ekki um
þáttinnn, beit á agnið og kvaðst
fordæma það. Næsta dag þegar
aðstoðarmenn Thatchers fréttu
að sjónvarpið ætlaði í raun og
veru að sýna þátt með McGuinn-
ess hringdu þeir í ritstjórn The
Sunday Times og sögðu að for-
sætisráðherrann hefði ekki vitað
um málavöxtu og svarað án þess
að vita um forsendur spurn-
ingarinnar. En um þetta leyti
voru ritstjórar The Sunday Tim-
es að leggja síðustu hönd á frétt,
þar sem hið gagnstæða er sagt
óbeinum orðum. Fyrirsögn
blaðsins sunnudaginn 28. júli
hljóðar svo: írski lýðveldisher-
imn Thatcher reið út í BBC. Sá
sem skrifaði fréttina gaf beinlín-
is hið ranga í skyn: að Thatcher
ætti í útistöðum við BBC vegna
viðtalsins við McGuinness.
f fréttinni segir orðrétt: „Áður
en Thatcher hélt heim af fundi
íhaldsflokka i Washington tjáði
hún blaðamanni The Sunday
Times á föstudagskvöld að tæki
BBC til sýningar slíkan þátt
mundi hún fordæma það harð-
lega. Það var vitnað rétt i
Thatcher, en ummæli hennar
rifin úr samhengi.
f frásögn blaðsins var Mc-
Guinness listilega lýst sem
manninum „sem líklega hefði
staðið á bak við hryðjuverk eins
og sprenginguna sem varð á
Grand-hótelinu í Brighton á síð-
asta ári,“ þar sem Thatcher
slapp naumlega. Því kemur það
ekki á óvart að hörðustu
íhaldsmenn, stuðningsmenn for-
sætisráðherrans, tóku þessari
frétt ekki með þegjandi þögn-
inni. Eftir lestur fréttarinnar
var innanríkisráðherra Bret-
lands, Leon Brittan, ekki seinn á
sér að skrifa útvarpsráði BBC
bréf, þar sem segir að sýning
þáttarins „brjóti í bága við hags-
muni almennings". Utvarpsráð,
sem skipað er fulltrúm stjórn-
málaflokkanna, lét blekkjast,
enda voru viðbrögð þess fálm-
kennd og báru skammsýni vitni.
Villandi frétt
En hvað sagði The Sunday
Times eftir að málið komst í há-
mæli? f löngum leiðara í um-
vöndunar tón, 5. ágúst, eða viku
eftir að blaðið vakti máls á „deil-
unni“, segir i lokin að allir aðilj-
ar sem tengdust málinu nema
það sjálft hafi komist illa frá
því: „Lyktir málsins eru öllum
áhyggjuefni. Stjórnin stuðlaði að
banni við sýningu á þætti, sem
hún hafði aldrei séð, og orðstír
BBC hefur aldrei verið minni í
gjörvallri sögu þess.“ Það vant-
aði einungis eitt: það gleymdist
að skýra frá ástæðu þess að
blaðið kom öllu fjaðrafokinu af
stað með villandi frétt sinni.
Nú má auðvitað segja sem svo
að forsætisráðherrar ættu að sjá
í gegnum lævíslega orðaðar
spurningar um tilfinningaleg
efni. Innanríkisráðherrar ættu
heldur ekki að láta blaðagreinar
hlaupa með sig í gönur. Og
stjórnendur útvarpsstöðva ættu
ekki að bregðast við með eins
fálmkenndum hætti og raun bar
vitni í BBC-málinu.
The Sunday Times mundi
sjálfsagt halda því fram að blað-
ið hefði aðeins flýtt atburðarás-
inni, enda hefði það að öðrum
kosti misst af fréttinni: Deilan
hefði hvort sem er risið eftir að
viðtalsins hefði verið getið f
þættinum „sjónvarpi næstu
viku“ þremur dögum síðar. En
hér er ástæða til að efast. Þang-
að til fyrir tveimur vikum var sú
skoðun ríkjandi að ríkisstjórnin
hefði ekkert vald til að skipta sér
af fréttavali BBC, og er full
ástæða til að ætla að Thatcher
hefði svarað spurningu blaða-
manns The Sunday Times með
öðrum hætti ef hún hefði vitað
að þátturinn væri á dagskrá
BBC. Með öðrum orðum væri
hún ekki að svara spurningu al-
menns eðlis um umfjöllun fjöl-
miðla um hermdarverk.
Gáfu sér ranga forsendu
Af framansögðu er ljóst að
BBC-deilan er hugarfóstur The
Sunday Times. Sú forsenda sem
blaðið gaf sér var að stjórnin
hefði í hótunum um að skipta sér
af fréttavali bresku sjónvarps-
stöðvarinnar. Fréttin hefði aldr-
ei staðið undir sér án þessarar
forsendu.
Breskir fjölmiðlar ættu að
láta sér þetta mál að kenningu
verða: Það kann oft ekki góðri
lukku að stýra að slá upp vafa-
sömum fréttum, ekki síst þegar
fjölmiðlarnir sjálfir verða fyrir
álitshnekki. Það er nefnilega
alltaf hætta á því að stjórnir
vilji koma á ritskoðun í ákveðn-
um málefnum, og oft og tíðum
þurfa þær ekki ekki einu sinni á
aðstoð dagblaðs að halda við að
ná fram markmiði sínu.
(I*ýtt ot i ndursagt úr Thc Wall Slrect Journal.