Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1985
Heilsugæslu-
læknar
samþykkja
Heilsugsslulæknar hafa samþykkt
í almennri atkvæðagreiðslu það sam-
komulag sem þeir gerðu við fjármála-
ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs fyrir
tæpri viku. Þar er um viðbót við sér-
kjarasamning þeirra að ræða. Sér-
kjarasamningurinn gengur úr gildi 1.
mars á næsta ári.
Rétt til að taka þátt í atkvæða-
greiðslunni höfðu um 70 skipaðir
heilsugæsiulæknar víða um land.
Ljóst er að samningurinn var sam-
þykktur, en atkvæðatölur liggja
ekki fyrir fyrr en síðar. Gunnar
Ingi Gunnarsson, formaður Félags
heilsugæslulækna, sagði að mótat-
kvæði hefðu komið bæði frá heilsu-
gæslulæknum í þéttbýli og dreif-
býli.
Kjötmálið:
Varnarliðið
gefur engar
upplýsingar
HVER er verðmunurinn á því fyrir
varnarliðiö að flytja inn ferskt kjöt
með flugvélum eða skipum?
Þessi spurning var lögð fyrir
blaðafulltrúa varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli, Friðþór Ey-
dal, og starfsmann Bandaríska
sendiráðsins, Steve Gangsted, en
þeir sögðu báðir að þeir gætu ekki
veitt þessar upplýsingar þar eð
stefna varnarliðsins væri að játa
hvorki né neita öllum spurningum
blaðamanna, sem tengdust kjöt-
innflutningi varnarliðsins.
Einar G. Kvar-
an framkvœmda-
stjóri látinn
EINAR G. KVARAN, framkvæmda
stjóri, lést á Landsspítalanum að
kvöldi 15. ágúst á sextugasta og
fyrsta aldursári.
Einar var fæddur í Reykjavík 31.
nóvember 1924, sonur hjónanna
Gunnars E. Kvaran, stórkaup-
manns og konu hans Guðmundu
Guðmundsdóttur Kvaran. Hann
lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavík 1944 og stundaði
nám og námsstörf í Danmörku og
Bretlandi á árunum 1945 til 1949.
Meðal annars sem hann kynnti sér
á námsárum sínum voru trygg-
ingamál i Bretlandi og undirbjó
hann ásamt fleirum stofnun Trygg-
ingarmiðstöðvarinnar hf.
Einar hóf störf sem fulltrúi hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
1949. Hann varð skrifstofustjóri
fyrirtækisins árið 1956 og gegndi
því þar til hann tók við starfi
framkvæmdastjóra framleiðslu-
mála Sölumiðstöðvarinnar haustið
1962. Hann var einn þriggja fram-
kvæmdastjóra SH til ársins 1974
að hann tók við framkvæmda-
stjórastarfi hjá Umbúða-
miðstöðinni hf., dótturfyrirtækis
SH, sem hann gegndi til dauða-
dags.
Eftirlifandi eiginkona Einars er
Kristín Helgadóttir Kvaran, dóttir
Helga Guðmundssonar, banka-
» stjóra í Reykjavík. Þau eignuðust
fjögur börn, Karítas bókasafns-
~ fræðing, Gunnar fréttamann,
Helga og Guðmund, flugmann, sem
lést 1979.
Morgunblaðið/AS.
Risatankur
Það er ekki á hverjum degi sem svona risa-hlutir eru fluttir eftir vegum landsins, enda þurfti bfllinn lögreglufylgd.
„Fáránlegt að tala um neyðar-
ástand í dagvistunarmálum“
- segir Davíð Oddsson, borgarstjóri, en hann mun ræða
réttindi ófaglærðra við formann Sóknar eftir helgi
„Skortur á fóstrum og ófaglærðu starfsfólki er svipaður nú og
verið hefur undanfarin ár þó að dagvistarstofnunum hafi fjölgað
og það er fáránlegt að kalla slíkt neyðarástand,“ sagði Davíð
Oddsson, borgarstjóri, í samtali við Morgunblaðið í gær, er
hann var inntur álits á skorti þeim á fólki til starfa á dagvist-
arstofnunum Reykjavíkurborgar sem verið hefur til umræðu að
undanförnu.
Borgarstjóri sagði að eftir að
ráðið hefði verið í stöður ófag-
lærðs starfsfólks, sem nú hefðu
verið auglýstar til umsóknar,
yrðu ómönnuð stöðugildi ófag-
lærðra um 30 talsins. Væri það
mjög svipað og verið hefði síðustu
árin og teldist tiltölulega gott
þegar haft væri í huga að dagvist-
arstofnunum barna í Reykjavík
hefði fjölgað um sjö síðan á miðju
árinu 1982.
„Það vantar 56 fóstrur, sem er
einnig svipað og verið hefur í
mörg ár, en f fyrra vantaði 50
fóstrur til starfa í borginni,"
sagði Davíð Oddsson. „Menn hafa
talið að launamál fóstra séu
ástæðan fyrir þessum skorti, en
ég er ekki viss um að svo sé, held-
ur þyrftu fóstrur einfaldlega að
vera fleiri. Reykjavíkurborg mun
stuðla að því að sem flestar sér-
menntaðar fóstrur starfi við dag-
vistarheimili borgarinnar, m.a.
með því að leggja áherslu á að
fóstrumenntun fái aukið rúm í
skólakerfinu og að starfið sé laun-
að til jafns við önnur sambærileg
störf í þjóðfélaginu. En varðandi
laun fóstra þá var síðasta meðal-
talshækkun á launum starfs-
manna Reykjavíkurborgar 8,5%,
en hjá fóstrum var hún að meðal-
tali 14,5%.
Hins vegar mun ófaglært
starfsfólk alltaf starfa á dagvist-
arstofnunum líka,“ sagði borgar-
stjóri er hann var spurður um
þær tillögur hans að bilið milli
ófaglærðs starfsfólks og fóstra
verði brúað með ófaglærðu starfs-
fólki með áunnin réttindi.
„Á síðustu árum hefur verið
lögð aukin áhersla á að auka
hæfni þessa ófaglærða starfs-
fólks, m.a. með námskeiðum hjá
Námsflokkum Reykjavíkur sem
hafa verið metin til launa,“ sagði
Davíð. „Það er fáránlegt að halda
því fram að þarna sé verið að búa
til nýja stétt, heldur er verið að
treysta þann grunn sem fyrir er
og fyrir því eru margar góðar
ástæður," sagði borgarstjóri.
„Með þessu fyrirkomulagi ættu
fóstrur að fá betra og hæfara að-
stoðarfólk, það myndi bæta kjör
þeirra sem leggja þessi störf fyrir
sig og verða til þess að fleiri fáist
til þeirra. í síðasta lagi eykur
þetta líkurnar á því að þeir sem
ná árangri festist í starfi og
standi þannig að því, ásamt fóstr-
unum, að tryggja grunninn að vel
reknum dagvistarstofnunum,"
sagði Davið Oddsson að lokum.
Hann mun eftir helgina eiga við-
ræður um þessi mál við Aðalheiði
Bjarnfreðsdóttur, formann Sókn-
ar.
Mjög óvenjulegur að lík-
amlegu og andlegu atgervi
- segir prófessor Keatinge um Guðlaug Friðþórsson
Frá Árna Johnsen í London.
„GUÐLAUGUR Friðþórsson er
mjög óvenjulegur maður, ekki að-
eins hvað varðar líkamlegt at-
gervi, heldur einnig hið andlega,"
sagði prófessor Keatinge, einn
kunnasti kuldalífeðlisfræðingur
heims, í samtali við Morgunblaðið
í dag. En á rannsóknarstofu hann
sá „The London Hospital Medical
College" hafa þeir Jóhann Axels-
son prófessor rannsakað Guðlaug
Friðþórsson undanfarna daga.
Rannsóknarstofan er ein sú full-
komnasta í heiminum til slfkra at-
hugana.
„Þetta er í fyrsta skipti í sög-
unni sem svona þrekvirki er
unnið og menn vita alla þætti
málsins. Vita um manninn,
hvernig hann var klæddur,
hitastig í sjó og lofti og að því
leyti er hér einstakt tækifæri til
rannsókna. Þetta eru ekki sögu-
sagnir eða ævintýri heldur
skjalfestar staðreyndir og eig-
inleikar Guðlaugs til að halda
hita í líkamanum eru mjög sér-
stæðir. Undir öllum venjulegum
kringumstæðum eiga menn ekki
að geta lifað lengur en í 10—15
mínútur við þær aðstæður sem
voru þegar björgunarafrekið
var unnið, 5—6 stiga sjávarhita
og 2 gráðu lofthita."
Prófessor Keatinge kvaðst
aðeins hafa heyrt um eitt dæmi
svipað og það afrek sem Guð-
laugur vann á björgunarsund-
inu. Það dæmi var frá síðustu
heimsstyrjöld, en var aldrei
staðfest eða útskýrt.
Prófessor Keatinge hefur
gert margvíslegar tilraunir með
möguleika manna til að lifa af
kulda í sjó m.a. með því að
reyna hóp kafara. Þeir voru
rannsakaðir ( 36 stiga heitu
vatni og kólnaði þeim það mikið
eftir mismunandi langan tíma
að þeir rugluðust í ríminu. Guð-
Guðlaugur Friðþórsson.
laugur sat í um eina og hálfa
klukkustund í 5 stiga heitu
vatni, en hitinn við heila hélst
stöðugur, 36% gráða, og er slíkt
einsdæmi við slíkar aðstæður.