Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1985 27 Það er oft mikill handagangur í öskjunni, þegar keppni í rally cross fer fram, enda er þessi tegund akstursíþrótta vinsæl meöal áhorfenda. Fyrsta keppnin á höfuðborgarsvæðinu á langan tíma fer fram á nýrri braut við Kjóavelli á Vatnsenda á sunnudaginn. Morgunblaðið/GunnlaugurRögnvaldsson. Rally cross á nýrri braut ar má geta þess að frjósemishlut- fall á fjárbúum þeirra bænda sem flytja fé sitt á Grímstunguheiði er á bilinu 60—80% tvílembur. Þegar reiknuð er meðalvigt dilka af Grímstunguheiði hefur verið tekin heildartala innlagðra dilka allra bænda i Þingi og Vatnsdal sem flutt hafa fé sitt á Grímstunguheiði og lagt hafa inn hjá SAH. Reynast þeir vera ná- lægt 5700 árlega á árunum fyrir 1980, en hefur fækkað talsvert síð- ustu árin. Tala dilka sem meðal- vigt er reiknuð af í heimalöndum í Vatnsdal er fyrstu árin sem hér um ræðir um 3000 en síðustu árin komin niður um 2000. Doktor Andrés Arnalds segir í grein sinni er hann ræðir um árin eftir 1979: „Einkum skemmdist Grímstunguheiði mikið, þessi margrómaða gullkista sem var heiða best fyrr á árum.“ Já, hún var góð afrétt hún Grímstungu- heiði og það er hún enn eins og framanskráðar tölur sýna en að hún hafi verið betri en aðrar nær- liggjandi heiðar hefi ég ekki heyrt né séð fyrr en í grein doktorsins. Svo lengi sem ég þekki til hefur Haukagilsheiði verið talin betri, hvað þá Víðidalstunguheiði. En e.t.v. þykir doktornum betra „að veifa röngu tré en öngu“. Um skemmdirnar sem áttu að hafa orðið á Grímstunguheiði á köldu árunum er það að segja að eftir því sem vænleiki fjárins gef- ur til kynna lækkar meðalvigt dilka af Grímstunguheiði ekki meira en meðalvigtin í héraðinu og nær sér fyrr á strik er aftur hlýnar. Um samanburð þann á Grímstunguheiði og „horhólfun- um“ sem þeir hófu Sveinn Run- ólfsson og Andrés Arnalds, en hér hefur lítillega verið fram haldið er ekki margt að segja umfram það sem tölurnar gera. Hver veit nema augnlæknir geti orðið að liði við leiðréttingu þess samanburðar að því er gróðurinn varðar. Doktor Andrés líkir í grein sinni nýtingu beitilanda við sókn- arþunga á fiskimiðin. Eflaust er mikið til í þeirri samlíkingu. Hann mætti þó minnast þess að jafnan hefur verið veitt meira af helstu nytjafiskunum en vísindamenn Hafrannsóknarstofnunar hafa lagt til, enda hafa þeir jafnan sagt að meiri sóknarþungi í fiskistofna lengi einungis þann tíma sem þeir væru að ná æskilegri stærð. Sem kunnugt er hefur það verið út- breidd skoðun meðal sjómanna að meiri fiskur væri í sjónum kring- um landið en vísindamenn hafa áætlað. Sem betur fer virðast bjartsýnismennirnir hafa haft nokkuð til síns máls, þar sem landburður af fiski hefur verið víða í sjávarplássum upp á síð- kastið og blaðafréttir fengið við- líka fyrirsagnir og þessa sem er úr Morgunblaðinu frá 24. júlí: „Stanslaust mok síðan í maí“. Það er hægt að vinna að við- haldi og eflingu auðlinda landsins á fleiri en einn veg. Það er hægt að böðlast áfram eins og flestum kemur verst og meta meira sinu- vöxt á afréttum en mannlíf í sveit- um. Það er líka hægt að fara sér hægar og setja langtíma markmið og færa ýmislegt til betri vegar eins og Þingbúar og Vatnsdæl- ingar hafa gert viðvíkjandi afrétt- um sínum í góðri samvinnu uns utanaðkomandi aðilar blönduðu sér í það mál. Vísinda- og valda- menn eru mannlegir, sem betur fer, en menntunar- og valdahroki slævir stundum skarpskyggni þeirra á að stundum skapast tvö vandamál fyrir hvert eitt sem leyst er. Hér að framan hafa verið leidd nokkur rök að því að Grímstungu- heiði sé ekki svo illa með farin sem áróðursmenn Landgræðsl- unnar hafa látið í veðri vaka, né að umhyggja þeirra fyrir ein- hverju ímynduðu gróðurmagni, sem nást mætti á heiðinni, rétt- læti að stofna í háska afkomu fjölda fólks. Ýmis fleiri atriði í grein doktors Andrésar eru þess verð að taka þau til umræðu, e.t.v. gefst tæki- færi til þess síðar. Gögn sem leitað er til: Ársskýrsla. Sölufélag Austur- Húnvetninga, Blönduósi. 1975-1984. Árbók landbúnaðarins 1976—1982. Rv. 1977-1983. Ólafur Guðmundsson: Beitartil- raunir á afrétti. (Fjölr.) Erindi flutt á ráðunautafundi 1981. Áfangaskýrslur um beitartilraunir á Auðkúluheiði 1982, 1983 og 1984, (fjölr.). Unnar af Ólafi Gunnars- syni o.fl. Höfundur er bóndi og kennari að Brekku í Sveinsstaóahreppi. FYRífTA „rally-cross“-keppnin í langan tíma fer fram á nýgerðri braut við Kjóavelli í Vatnsendahæð á sunnudaginn. Hefur á undanfórn- um mánuðum verið lögð mikil vinna í gerð brautar, sem nota á í framtíð- inni. Rally-cross hefur ávallt verið vinsæl akstursíþrótt meðal áhorf- enda enda mikið um að vera í slíkri keppni. Fjórir bílar aka hlykkjótta afmarkaða braut og eru eknir fimm hringir í hverri umferð, sem venjulega eru þrjár talsins. Pústrar milli bíla og ým- iskonar uppákomur eru ekki óal- gengar. Að loknum þremur um- ferðum í undankeppni keppa bíl- arnir til úrslita, fyrst í svokölluð- um B-úrslitum, síðan í A-úrslitum þar sem 4 bestu bílarnir keppa um sigurlaunin. Þar sem keppni i „rally-cross" hefur legið niðri í nokkur ár, eru fáir sérbúnir „rally-cross“- keppnisbílar tilbúnir, en rallöku- menn hyggjast bæta það upp með því að mæta á keppnisbílum sín- um. Er búist við a.m.k. 10 keppn- isbílum, en auk þess munu spræk- ir mótorhjólakappar sýna listir sínar í „moto cross". Einnig er meiningin að svokallaðir „buggy“-bílar þeysi um brautina, en það eru bílar án venjulegrar yfirbyggingar. Líklegastir til afreka í keppn- inni á laugardaginn eru Jón Hólm á sérsmíðuðum 200 hestafla rally cross VW og rallkappinn kunni Jón Ragnarsson á nýsmíðuðum 250 hestafla Escort-keppnisbíl, sem hann notar einnig í rallakst- ur. Ómar, bróðir hans, mun lýsa keppninni í gegnum hátalarakerfi, svo áhorfendur verði með á nótun- um, en keppnin hefst kl. 14.00. MITSUBISHI L 300 4x4 faldrífl DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00 í kapellu Háskólans. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friöriksson. Sr. Þórir Stephen- sen. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 10.00. Organleikari Birgir Ás Guömundsson. Sr. Þórir Steph- ensen. BÚST AÐAKIRK J A: Guósþjón- usta kl. 10.00. Prestur sr. Solveig Lára Guömundsdóttir. Organ- leikari Guöni Þ. Guömundsson. Ath. sumartímann. Sóknarnefnd- in. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 14.00. Prestur sr. Erlendur Sigmundsson. Félag fyrrv. sókn- arpresta. FELLA- og HÓLAKIRKJA: Guös- þjónusta kl. 11.00. Organisti Guöný Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjón- usta meö altarisgöngu kl. 11.00. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sigrún Þorgeirsdóttir syngur einsöng. Sr. Ragnar Fjal- ar Lárusson. Þriójudag 20. ág- úst, fyrirbænaguösþjónusta kl. 10.30, beöiö fyrir sjúkum. Guóspjall dagsins: Lúk. 18. Farisei og tollheimtumaður. LANDSPÍTALINN: Guósþjónusta kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lár- usson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Arngrímur Jónsson KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11.00 árdegis. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guös- þjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Siguröur Haukur Guöjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Sókn- arnefndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Laugardag 17. ágúst, guösþjón- usta í Hátúni 10 B, 9. hæö kl. 11.00. Sunnudag 18. ágúst, messa kl. 11.00. Þriöjudag 20. ágúst, bænaguösþjónusta kl. 18.00. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 í umsjá sr. Ólafs Jóhannsson- ar. Sr. Guömundur Óskar Ólafs- son. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. i þessari messu veröur sérstaklega minnst Karmelsysturinnar Ólafar (Annie Kersbergen) sem lést í Hollandi 13. þ.m. Lágmessa kl. 14. Rúm- helga daga er lagmessa kl. 18 nema á laugardögum, þá kl. 14. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. Lágmessa mánu- dag—föstudag kl. 18. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Almenn guösþjónusta kl. 20. Ræöumaö- ur Hafliöi Kristinsson. Organisti Árni Arinbjarnarson. Samskot fyrir innanlandstrúboöið. HJÁLPRÆÐISHERINN: Utisam- koma á Lækjartorgi kl. 16. Bænastund kl. 20 og hjálpræöis- samkoma kl. 20.30. Deildar- stjórahjónin Dóra Jónasdóttir og Ernst Olson stjórna og prédika. VÍÐISTADA- OG GARÐASÓKN- IR: Guösþjónusta í Hrafnistu kl. 11. Sr. Örn Báröur Jónsson messar. Sóknarprestar. KAPELLA St. Jósefssystra í Garöabæ: Hámessa kl. 14. KAPELLA St. Jósefsspítala: Há- messa kl. 10. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARKIRKJA: Guös- þjónusta kl. 14. Sr. Örn Báröur Jónsson messar. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guös- þjónusta kl. 11. Kirkjukórar Njarövíkursókna syngja. Organ- isti Örn Falkner. Sr. Þorvaldur Karl Helgason. GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Björn Jónsson. 8 sæta mini bus meö torfærueiginleika. Kjörinn bíll fyrir vinnuflokka og stórar fjölskyldur. Verð frá kr. 743.000 Lokaöur sendibíll meö renni- huröum á báöum hliöum og stórum dyrum á afturgafli. Lipur og sparneytinn sendibíll. Ákjósanlegur til vöruflutninga. ! \/orÁ fró Lrr RAA 000 _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.