Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 4
4
MOROOTÍBLAÐIÐ; LAUGAKDAGUR 17. ÁGÚST 198S
Kjötinnflutningur varnarliðsins:
íslensk lög gilda sé
ekki annað tekið fram
í varnarsamningnum
— segir Albert Guðmundsson fjármálaráðherra
„í VARNARSAMNINGNUM stendur skýrum stöfum, að sé það ekki sérstak-
lega tekið fram að íslensk lög skuli víkja fyrir honum, þá gildi íslensk Ing.
Þetta er ótvírætt. Það kemur að því að þurfi að skera úr um það hvort lögin frá
1928 voru sett til þess að vernda landið fyrir hugsanlegu smiti, eða hvort
Keflavíkurflugvöllur er útlönd á íslandi. Ef íslensk lög ná ekki yfir Keflavik-
urflugvöll fs ég ekki betur séð en vallarsvsðið sé eitt fylki í Bandaríkjunum,“
sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra þegar hann var inntur álits á
þeirri ákvörðun utanríkisráðherra, Geirs Hallgrímssonar, að heimila innflutn-
ing á fersku kjöti til varnarliðsins með flugi.
I Morgunblaðiðnu í gær var haft
eftir Sverri Hauki Gunnlaugssyni,
skrifstofustjóra varnarmálaskrif-
stofu utanríkisráðuneytisins, að
löghelguð venja væri komin á kjöt-
Bandaríski
sendiherr-
ann kominn
HINN nýskipaði sendiherra Banda-
ríkjana á íslandi, Nicholas Ruwe,
kom hingað til lands í gsr. í fréttat-
ilkynningu frá Menningarstofnun
Bandaríkjanna, þar sem sviferill
Ruwes er rakinn, segir að hann hafi
fsðst í Detroit í Michigan 1933. Hann
lauk BA-gráðu við Brown-háskólann
og tók meistarapróf í viðskiptafrsð-
um við Michigan-háskóla.
Hann starfaði í utanríkisþjónust-
unni á árunum 1969—1975 sem að-
stoðarsiðameistari. Ruwe tók virk-
an þátt í kosningabaráttu Ronalds
Reagan Bandarikjaforseta 1980 og
1984, og þess á milli var hann
starfsmannastjóri Richards Nixon
fyrrverandi Bandaríkjaforseta í
New York. Var hann í fylgdarliði
Nixons í öllum ferðum hans erlend-
is á þessum árum.
Hann var síðan skipaður sendi-
herra á íslandi 19. júlí sl., en áður
hafði hann starfað sem ráðgjafi í
kosninganefnd Reagans.
í fréttatilkynningu Menningar-
stofnunarinnar segir að Ruwe sé
mikill áhugamaður um sportveið-
imennsku og ein helsta driffjöðrin í
starfsemi samtakanna National
Organization of Ducks Unlimited.
Hann hefur einnig sýnt íslandi
áhuga og hefur um langt skeið kom-
ið hingað til lands árlega í laxveiði.
innflutning til varnarliðsins og viki
hún lögunum um gin- og klaufa-
veiki frá 1928, sem banna innflutn-
ing á fersku kjöti vegna smithættu,
til hliðar, enda væru 50 ár liðin frá
því gin- og klaufaveiki hefði orðið
vart í Bandaríkjunum. Albert sagði
um þau rök:
„Eigum við að bíða eftir því að
það komi upp gin- og klaufaveiki í
Bandaríkjunum til þess að fram-
fylgja íslenskum lögum? Það sér
hver maður að getur ekki gengið.
Og að vísa til hefðar sem varnarlið-
ið hefur skapað og telja hana ís-
lenskum lögum yfirsterkari nær
ekki nokkurri átt. Ég er ekki að
segja að ég sé mótfallinn dvöl varn-
arliðsins á landinu, það er ég ekki,
en Bandaríkjamenn á landinu
verða að fylgja íslenskum lögum
eins og allir aðrir," sagði Albert.
Geir Hallgrímsson hefur lagt
fram tillögur til lausnar deilu
ráðuneytanna í þessu máli og hafa
þær komið til umræðu í ríkis-
stjórninni. Geir var spurður um í
hverju tillögur hans fælust:
„Þær eru til meðferðar í ríkis-
stjórninni og meðan svo er þá er
ekki rétt að ræða þær opinberlega,"
sagði Geir.
Stúlkurnar á pósthúsinu gerðu sér dagamun í gsr í tilefni flutninganna.
MorgunblaÖið/RAX
Pósthúsið í Hafnarhvol
UM leið og afgreiðslu
aðalpósthússins við
Pósthússtræti var lokað
í gærdag var hafist
handa við að rífa niður
afgreiðsluborð og inn-
réttingar og var allt haf-
urtaskið flutt í Hafnar-
hvol við Tryggvagötu.
Þar verður aðalpósthús
Reykjavíkur næstu vik-
urnar, á meðan pósthús-
ið verður innréttað á ný.
Smiðir taka niður innréttingar.
Sjónvarpið:
Ingvi Hrafta og Hrafn voru
ráðnir í yfirmannsstöður
Helgi og Tage fengu flest atkvæði í útvarpsráði
INGVI Hrafn Jónsson fréttamaður var í gær ráðinn fréttastjóri sjónvarps frá
1. nóvember næstkomandi og Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður
var ráðinn deildarstjóri inniendrar dagskrárgerðar hjá sjónvarpinu. Þá var
Laufey Guðjónsdóttir kvikmyndagerðarmaður ráðin dagskrárfulltrúi erlends
efnis í sjónvarpi og Sigríður Ragna Sigurðardóttir kennari ráðin dagskrár-
fulltrúi barnaefnis hjá sjónvarpinu.
Sendiherera Bandaríkjanna á ís-
landi, Nicholas Ruwe.
Útvarpsráð fjallaði á fundi sín-
um í gær um ráðningu í stöðurnar
og greiddi atkvæði um umsækjend-
urna. Flest atkvæði í stöðu frétta-
stjóra, eða fjögur, fékk Helgi E.
Helgason fréttamaður, Ingvi Hrafn
fékk tvö atkvæði og ólafur Sig-
urðsson fréttamaður eitt. Fjórir
útvarpsráðsmenn greiddu Tage
Ammendrup dagskrárgerðarmanni
atkvæði í stöðu deildarstjóra inn-
lendrar dagskrárgerðar en Hrafn
Gunnlaugsson fékk þrjú atkvæði. í
stöðu dagskrárfulltrúa erlends efn-
is fékk Laufey Guðjónsdóttir sex
atkvæði og Jóhanna K. Eyjólfsdótt-
ir eitt. I stöðu dagskrárfulltrúa
barnaefnis fékk Sigríður Ragna
fimm atkvæði og Þórunn Sigurð-
ardóttir tvö.
Morgunblaðið spurði Markús
Örn Antonsson útvarpsstjóra í gær
hvort hann hafi ekki talið sig bund-
inn af atkvæðagreiðslunni í út-
varpsráði er hann réð í stöður
fréttastjóra og deildarstjóra inn-
lendrar dagskrárgerðar. „Sam-
kvæmt lögum er það á valdi út-
varpsstjóra að ráða í þessi störf en
útvarpsráð er umsagnaraðili,"
svaraði útvarpsstjóri. „í þessum
tilvikum, eins og oft hefur gerst
áður, fór ekki saman álit mitt og
þess meirihluta, sem myndaðist í
Suðumes:
Sorpeyðingarstöð lokuð í 10—11 vikur
Vogum, 16. ágúst.
„Sorpeyöingarstöó Suðurnesja
verður lokuð næstu 10—11 vikur
vegna þess að verið er að endurnýja
eldmúrinn,“ sagði Jens Sævar Guð-
bergsson rekstarstjóri stöðvarinnar í
samtali við Morgunblaðið.
Þegar eru hafnar framkvæmdir
við að mölva innan úr eldmúrnum
en það eru starfsmenn stöðvarinn-
ar sem sjá um það. Eldmúrinn er
víða orðinn mjög þunnur en hann
er viðhaldsfrekur vegna mikillar
hitaþenslu. Auk endurnýjunar á
eldmúrnum verður skipt um hluta
úr tromlunni og farið yfir alla
slithluti. Framleiðendur stöðvar-
innar, fyrirtæki í Frakklandi, hafa
yfirumsjón með framkvæmdum, en
9. septemher nk. er von á mönnum
þaðan, þá er áætlað að búið verði
að mölva eldmúrinn.
En hvað verður um húsasorp á
meðan viðgerð fer fram? „Ná-
grannar okkar Hafnfirðingar hafa
verið svo vinsamlegir að taka húsa-
sorpið á meðan og urða það á
sorphaugum sínum," sagði Jens
Sævar.
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja er
rekin af öllum sveitarfélögum á
Suðurnesjum, sjö að tölu.
E.G.
útvarpsráði, en ég hef vitaskuld
mínar forsendur fyrir því að ráða
þá Ingva Hrafn og Hrafn. Þeir eru
að mínu mati báðir mjög hæfir
menn, þjóðkunnir af störfum sín-
um, og ég tel það mikinn feng fyrir
Ríkisútvarpið að fá þá til fastra
ábyrgðar- og forystustarfa við
sjónvarpið, þar sem þeir hafa báðir
verið viðloðandi um all langt
skeið.“
— Það er ekki hægt að segja að
þessar ráðningar komi á óvart —
því hefur verið haldið fram í blöð-
um að það hafi löngu verið ákveðið
að þessir menn fengju stöðurnar.
Er það rétt?
„Nei, það er ekki rétt,“ sagði út-
varpsstjóri. „Ég vissi til dæmis
ekki um að Hrafn Gunnlaugsson
væri meðal umsækjenda fyrr en
um það bil viku áður en umsóknar-
fresturinn rann út. En það er rétt,
að í blöðum hefur nöfnum þessara
manna verið haldið á lofti og ég
held að það sé í sjálfu sér eðlilegt,
þegar farið er að skoða umsækj-
endalistann, að menn staldri helst
við þá, sem hafa getið sér gott orð
fyrir sín störf hjá sjónvarpinu. Ég
vil taka fram, að ég tel alla um-
sækjendurna hafa verið mjög hæfa
til þessara starfa," sagði Markús
Örn Antonsson.
Gert er ráð fyrir að hinir nýju
starfsmenn hefji störf mjög fljót-
lega. í fréttatilkynningu frá
skrifstofu útvarpsstjóra segir á
þessa leið:
• Hrafn Gunnlaugsson er fædd-
ur 17. júní 1948. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1969, BA-prófi í leik-
listarfræði frá Stokkhólmsháskóla,
stundaði síðan nám í sjónvarps- og
kvikmyndagerð við Dramatiska
Institutet og lauk því námi 1976.
Hrafn hefur áður starfað við út-
varp, sjónvarp og leikhús, var
framkvæmdastjóri Listahátíðar
1974—’78, og leiklistarráðunautur
hjá sjónvarpi 1978—’82.
• Ingvi Hrafn Jónsson er fædd-
ur 27. júlí 1942. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1965, BA-prófi í stjórn-
málafræðum og blaðamennsku frá
University of Wisconsin 1970.
Hann var blaðamaður hjá Morgun-
blaöinu 1966—’78, þingfréttaritari
sjónvarpsins á árunum 1979—’84
og hefur síðan unnið við dagskrár-
gerð í sjónvarpinu og rekið eigin
fjölmiðlaráðgjöf.
• Laufey Guðjónsdóttir er fædd
4. maí 1958. Hún varð stúdent frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
1979. Stundaði nám í kvikmynda-
fræðum við Kaupmannahafnarhá-
skóla 1982—’85. Laufey hefur áður
stundað bankastörf og verið farar-
stjóri auk ýmissa starfa erlendis, á
Spáni, í Skotlandi, Frakklandi, Sví-
þjóð og Færeyjum.
•Sigríður Ragna Sigurðardóttir
er fædd 25. september 1943. Hún
lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavík 1964, útskrifaðist
frá Kennaraskóla íslands 1965 og
hefur sótt ýmis kennaranámskeið.
Sigríður Ragna starfaði við
kennslu 1965—’74 og 1981—’84.
Hún var dagskrárþulur hjá sjón-
varpi 1966—’72 og vann við barna-
efni í sjónvarpi 1978—’79. Frá 1982
hefur hún verið fulltrúi íslands í
norrænni nefnd, „Börn og kultur“,
og frá sama tíma i skólasafnanefnd
og fræðsluráði Reykjavíkurborgar.