Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLADIÐ, LÁUGARDAGUR 17. ÁGUST 1985 19 Karlmannslausar í kulda og trekki... Hress kvennahópur með margvíslegar sálarflækjur ( farangrinum sem flestar má rekja til karlkynsins. Og refurinn Tom er lengst til vinstri. (16%) fer hins vegar í að niður- greiða orkuverð, einkum til hús- hitunar á orkusvæðum RARIK og Orkubús Vestfjarða. Þó að svo sé er verðjöfnunargjaldið samt hreinn skattur sem leiðir til hærra raforkuverðs fyrir megin- þorra raforkunotenda. f tengslum við þetta má auk þess benda á að rekstur orku- veitna og orkuframkvæmdir eru að hluta til skattlagðar þannig að í raun er um tví- og allt að þri- sköttun að ræða á ákveðnum þátt- um. Allir þessir skattar eru inn- heimtir í orkuverði. Þetta vita all- ir sem til þekkja. Orðrétt segir Bergsteinn hins- vegar í lok umfjöllunar sinnar um sköttun raforku: „Eins og sést í töflu raforkuverðsnefndar eru 40% verðsins skattar, sem ganga til niöurgreiðslu raforkuverðs til rafhitunar og á þeim hlutum landsins þar sem dreifing er dýr. Þetta þýðir að fyrirtæki í iðnaði greiða niður raforkuverð á öðrum sviðum í réttu hlutfalli við eigin raforkunotkun sem er gagnrýnis- vert. Fyrirtækjum í útflutnings- iðnaði er sem sagt ekki gefinn kostur á raforku á kostnaðarverði. Forskotið sem við kynnum að hafa á þessu sviði er aðallega notað til lækkunar húshitunarkostnaðar á rafhitunarsvæðum." Hér kemur Bergsteinn réttilega á framfæri því sem bent var á í fréttatilkynningu FÍI. Torskilin lokaorð f lokaorðum fullyrðir Berg- steinn að greinargerð FÍI, hefði vart getað verið meira villandi þar sem hún gefi „sáralitlar eða engar upplýsingar um það raforkuverð sem iðnfyrirtækjum gefst kostur á með skynsamlegri nýtingu á möguleikum aflvaxta". Hér er farið með rangt mál. Eins og áður hefur komið fram í þessari grein gefst iðnfyrirtækj- um sem nota allt að 60.000 kwh á ári enginn betri kostur en langdýr- asta rafmagn á Norðurlöndum. Niðurstöður orkukönnunar FÍI, sem byggir á nákvæmum upplýs- ingum um raunverulegan orku- kostnað iðnfyrirtækja á árinu 1984, sýnir einnig að tafla sú er birtist með greinargerð FÍI um samanburð á raforkuverði á Norð- urlöndum er rétt. Lokaorð fslenskir iðnrekendur eru ekki að gera sér það til dundurs eða spaugs að benda á það óréttlæti sem hér ríkir varðandi verðlagn- ingu raforku til iðnaðar. Allir sem til þekkja vita að hér er um mik- ilvægt hagsmunamál fyrir iðnað- inn að ræða og þar með þær þús- undir manna sem byggja lífsaf- komu sína á störfum í iðnaði. Félag ísfenskra iðnrekenda mun á næstunni leggja fram tillögur um aðgerðir til verðlækkunar raf- orku til iðnaðar hérlendis. Vonast FÍI eftir góðri samvinnu við opinbera aðila er hafa með höndum verðlagningu raforku, við umfjöllun og framkvæmd þessara tillagna. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson STJÖRNUBÍÓ: BLEIKU NÁTT- FÖTIN (SHE’LL BE WEARING PINK PYJAMAS) ☆☆ Leikstjóri John Goldschmidt. Handrit Eva Hardy. Framleiðend- ur Tara Prem og Adrian Hughes. Aðalleikendur Julie Walters, Anth- ony Higgins, Jane Evers, Janet Henfrey, Paula Jacobs, Penelope Nice, Maureen O’Brian. Bresk, frumsýnd í ár. Önnur mynd Julie Walters (Educating Rita) fjallar um átta konur sem hittast á námskeiði í að komast af útí náttúrunni. Konurnar, sem koma úr ólíkum þjóðfélagsstéttum, eru yfirleitt ekkert of vel á sig komnar lík- amlega, að auki þurfa þær að berjast við útivistarhræðslu, ýmsa karlakomplexa, og í raun- inni er það sú staðreynd að þær eiga í höggi við þrekraunir sem löngum hafa flokkast undir karl- mennsku sem keyrir þessa hressu kvenmenn áfram. Myndin er engan veginn nógu ákveðin til að virka sem merki- legt innlegg í kvenréttindabar- áttuna, sem hún þó duflar við á Ljósið Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson TÓNABÍÓ: BARN ÁSTARINNAR (LOVE CHILD) ☆'/* Leikstjóri og framleiðandi Larry Peerce. Aðalhlutverk Amy Madig- an, Albert Salmi, Beau Bridges, Mackenzie Philips, Joanna Merl- in. Bandarísk, gerð af Ladd Comp- any 1982. Sýningartími 96 mín. Terry (Amy Madigan) er óhefluð sveitastúlka frá Ohio, yngst í stórum systkinahópi og virðist hafa farið á mis við alla væntumþykju í uppvextinum. Hún heldur til Flórida þar sem hún hyggst skapa sína eigin ver- öld, nítján ára gömul. En þar lendir hún á flakki með frænda sínum sem flækir Terry inní ránstilraun. Stúlkan er dæmd samsek og fær óheyrilega þung- an dóm. Lífinu virðist lokið og engu líkara en það hafi verið samfelld leit eftir vandræðum. Innan múranna kynnist hún fljótlega fangaverði (Beau Brid- ges) sem kemur vel fram við hana og fljótlega verða þau elsk- köflum. Öllu frekar sýnir hún það og sannar að karl og kona una sér best saman í sátt og samlyndi og eru vansæl og ein- mana án hvors annars. Eða í flestum tilfellum, sem betur fer. Bleiku náttfötin flokkast að lík- indum best sem gamanmynd með alvarlegum undirtón ófull- nægðra tilfinninga, vöntunar á sjálfsáliti og ástúð. Þessi vanda- mál lagast flest á frekar einfald- an hátt þegar líða tekur á, enda er myndin fyrst og fremst gam- anmynd. Þar nýtur hún ágætra krafta Walters, sem fær óskandi bragðmeira hlutverk fljótlega til að sanna þá skínandi hæfileika sem hún sýndi í fyrstu mynd sinni. Þó á handritið sinn þátt í því að hún er hér tæpast meira en skugginn af Ritu. Bretar eiga ekki í neinum vandræðum með að hóa saman óaðfinnanlegum leikhópi kvenna, svo er hér. Og Higgins er sannkallaður refur í hænsna- hjörð. Bleiku náttfotin er fallega tekin í hinu forkunnarfagra Lake District á Englandi, en við held- ur hryssingslegar aðstæður, því þar virðist gæta sunnlenskrar endur. Terry verður þunguð en leynir því uns fóstrið er orðið það gamalt að því verður ekki eytt. Fangavörðurinn er flúinn veðráttu! Goldscmidt Ieikstjóri, (sem ég kann engan deili á) hef- ur góða stjórn á ágætum leikur- unum og yfir höfuð er myndin vandvirknislega gerð (ef undan en Terry er ákveðin í að eignast barnið og ganga því í móður stað, þvert ofaní reglur og hefðir Flórida-ríkis. Loksins mun hún er skilið ódýrt „day for night“- atriði). Hinsvegar er það engan veginn ljóst hvað vakað hefur fyrir framleiðendunum með gerð hennar. eignast eitthvað sjálf, loksins finnur hún til ábyrgðar. Þessi saga gæti eins vel verið tekin beint af síðum Sannra sagna, eða álíka bókmennta, en hefur það fram yfir þær að hún er sönn. Terry fékk að eignast sitt barn, uppúr því var mál hennar endurskoðað og í fram- haldi af því sleppt fljótléga úr fangelsinu. Myndin sem dregin er upp af Terry er væmnislaus, það er ekk- ert gert til að fegra ímynd henn- ar, áhorfendur hafa litla samúð með þessari stelpuskjátu fyrr en undir lokin. Peerce tekst dável að leiða í ljós hversu veigamikið barnið er hinni ólánsömu móður og það er alls ekki laust við að lokakaflinn snerti viðkvæmustu taugarnar. Sem betur fer eru kraftaverkin sífellt að gerast í okkar afskiptalitla umhverfi. Peerce, sem er ærið mistækur leikstjóri (Goodbye Columbus, The Öther Side of the Mountain, Two-Minute Warning), heldur fyrirfram markaðri stefnu og er myndin gerð af snyrtilegri með- almennsku. Því miður koma hvorki ógnir fangelsisins né sá hryllingur sem hlýtur að vera samfara dvöl innan múranna í ljós í Barni ástarinnar. Aftur á móti þau jákvæðu og þroskandi áhrif sem fylgt geta nýju lífi, hversu vonlitlar sem aðstæður eru. í myrkrinu Sigurinn er unninn á kerfinu og barnið er fætt. Amy Madigan í Barni ástarinnar. s A BAÐHERBERGINU SKIPTA LITIR OG FORM LÍKA MÁLI. Hefur þú hugleitt gildi fallegs baðherbergis .. ? í Húsasmiðjunni færð þú úrval lit- og formfagurra hreinlætistækja og vegna hagstæðra innkaupa getum við boðið hreinlætistækin á mjög góðu verði og sanngjörnum greiðslukjörum. I HÚSA SMIÐJAN Súðarvogi 3-5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.