Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 29
MORÓtfNBLAÖlb, LÁÚGARDAGUR íT. ÁGÚST108^ 29 Svar samgönguráðherra til forstjóra Hagvirkis SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur óskað eftir því við Morgunblaðið, að það birti í heild svar Matthíasar Bjarnasonar, samgönguráðherra, til Jóhanns Bergþórssonar forstjóra Hagvirkis hf. við tilboði fyrirtækisins um lagningu bundins slitlags á veginn milli Akureyrar og Reykjavíkur, en viðtal við Jóhann um svar ráðherrans birtist í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Fer svar Matthíasar Bjarnasonar í heild hér á eftir: Hr. forstjóri Jóhann G. Bergþórsson, Hagvirki hf., Skútahrauni 2, 220 Hafnarfirði 8. ágúst Ráðuneytið vísar til bréfs Hag- virkis hf., dagsett 18. apríl þ.á., með tilboði í að fullgera fyrir árs- lok 1987, með tvöfaldri klæðingu og brúm, ákveðinn kafla á vegi nr. 1 frá Reykjavík til Akureyrar. Tilboð Hagvirkis hf. var tekið til ítarlegrar athugunar í ráðuneyt- inu og hjá vegamálastjóra. For- svarsmönnum fyrirtækisins er kunnugt um niðurstöður þeirrar athugunar, en ráðuneytinu þykir þó rétt að gera skriflega grein fyrir helstu ástæðunum fyrir að tilboði fyrirtækisins var ekki tek- ið. Það hefur ætíð verið stefna ráðuneytisins að bjóða út fram- kvæmdir í samgöngumálum á al- mennum verktakamarkaði og með því að taka einhliða tilboði fyrir- tækisins án undangengins útboðs væri ráðuneytið því að mismuna verktakafyrirtækjum í landinu og ganga þvert á ríkjandi stefnu sína í þessum málum. Að framkvæmdum í vegamálum er starfað samkvæmt langtíma- áætlun, sem lögð var fyrir Al- þingi. Við samningu hennar var tekið mið af nauðsynlegri for- gangsröðun verkefna innan ein- stakra kjördæma og ekki á valdi samgönguráðherra eða ríkis- stjórnar að breyta áætluninni án þess að Alþingi fjalli um málið. Verkefni eins og það sem tilboðið fjallar um myndi augljóslega skekkja áætlunina verulega og draga úr vegaframkvæmdum ann- ars staðar á landinu, þar sem að mati ráðuneytisins yrði ekki unnt að afla innlends lánsfjármagns til þessara framkvæmda og halda jafnframt óskertum vegafram- kvæmdum að öðru leyti. Ráðuneytið vill svo ljúka bréfi sínu með því að þakka yður hr. forstjóri, fyrir þann áhuga sem Hagvirki hf. hefur sýnt fram- kvæmdum í vegamálum með til- boði sínu, þótt ráðuneytið telji ekki unnt að ganga að því sam- kvæmt framansögðu. Matthías Bjarnason, Olafur S. Valdimarsson. Majórshjónin Dóra Jónasdóttir og Ernst Olsson. Nýir leiðtogar Hjálprædishersins NÝIR leiðtogar fyrir Hjálpræðisherinn í íslandi og í Færeyjum eru majórs- hjónin Dóra Jónasdóttir og Ernst Olsson. I>au tóku til starfa 1. ágúst sl. en þessu starfi hafa kapteinarnir Anne Gurine og Daníel Óskarsson gegnt síðastliðin fimm og hálft ár. Landbúnaðarráðherra leyfir innflutning á kartöflum: „Er verið að brjóta hin nýsamþykktu lög“ — segir Egill Jónsson alþingismaður Landbúnaðarráðuneytið hefur veitt kartöfluverksmiðjunum á Svalbarðseyri og Þykkvabæ leyfi til að flytja inn kartöflur til vinnslu. Leyfið er bundið við kartöflur yfir 50 mm stærð sem verksmiðjurnar telja sig vanta og lágu fyrir yfirlýsingar frá hagsmunaaðilum, m.a. Lands- sambandi kartöflubænda, um að kartöflur af þessari stærð væru ekki til í landinu, að sögn. Ekki liggur fyrir um hve mikinn innflutning er að ræða, en þegar hafa verið fíutt inn 20 tonn til verksmiðjunnar á Svalbarðseyri. „Ég tel að ráðuneytið sé með þessum innflutningi að brjóta hin nýsamþykktu lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum," sagði Egill Jónsson alþingismaður á Seljavöllum, en hann var í nefnd þeirri er samdi lögin, þegar álits hans var leitað á innflutningnum. Egill sagði að mjög skýrt væri kveðið á um það i lögunum að sér- stök nefnd hagsmunaaðila ætti að fjalla um innflutning kartaflna og grænmetis áður en hann væri leyfður en það hefði ekki verið gert og nefndin enn ekki verið skipuð. Landssamband kartöflu- bænda væri ekki umsagnaraðili samkvæmt lögunum og hefði um- sögn þess því ekkert gildi. Égill sagði einnig: „Það er aug- ljóst að fyrst þessi innflutningur hefur verið leyfður og þessi ákvæði laganna ekki virt, getur hver sem er krafist leyfa fyrir inn- flutningi kartaflna af þeirri stærð sem hann telur sig vanta. Það er hættulegast við þessa ákvörðun." Dóra Jónasdóttir er Akureyr- ingur, dóttir hjónanna Guðbjarg- ar Guðjónsdóttur og Jónasar S. Jakobssonar, en hún flutti til Nor- egs aðeins átján ára að aldri. Ernst Olsson er Norðmaður, frá Álasundi í Sunnmöre. Hann var flokks- og gistihússtjóri Hjálp- ræðishersins bæði á Akureyri og á ísafirði fyrir um 30 árum og kynntist þá Dóru. Árin 1964—66 störfuðu þau hjónin sem flokks- foringjar í Reykjavík. Majórarnir Dóra og Ernst hafa gegnt forstöðu svokölluðu „fang- elsisstarfi" Hjálpræðishersins í Noregi síðan í janúar 1982. Áður hafa þau verið æskulýðsleiðtogar í vesturdeild Noregs, stærstu deild Hjálpræðishersins í umdæmi okkar, og einnig aðstoðað á „upp- lýsingaskrifstofu" aðalstöðvarinn- ar í Osló, svo eitthvað sé nefnt af 25 ára Hjálpræðishersstarfi þeirra í Noregi. Sunnudagskvöldið 18. ágúst stjórna þau hjónin fyrstu sam- komu sinni á íslandi að þessu sinni og verður hún haldin í Herkastalanum í Kirkjustræti 2 í Reykjavík. Laugardag og sunnu- dag 24.-25. ágúst verður þeim fagnað á ísafirði og helgina 30/8—1/9 á Akureyri. Allir eru að sjálfsögðu ávallt velkomnir á Her og ekki síst á þessar sérstöku sam- komur. Harold Reinholdtsen Alheimsforseti Lions heimsækir ísland Randaríkjamaöurinn Joseph L Wroblewski heimsækir Lionsfélaga á íslandi um þessa helgi. Hann var kjörinn alþjóöaforseti Lions á þing: Lionsmanna í Dallas í Bandaríkjun- um í júní sl. Joseph L. Wroblewski hefur Sagan af Dimmalimm á fjórum tungumálum SAGAN af Dimmalimm eftir Guö- mund Thorsteinsson (Mugg) er nú komin út á fjórum erlendum tungu- Merkja vöru útsölu- og tilboðsverði MARGAR verslanir auglýsa nú út- sölur á vörum sínum. Af gefnu til- efni vekur Neytendafélag Reykja- víkur og nágrcnnis athygli á því aö samkvæmt reglugerð ber að merkja útsölu og tilboösvörur meö upphaf- legu verði ásamt útsölu- eöa tilboðs- verðinu. Það liggur í augum uppi aö annars geta kaupendur ekki gert sér grein fyrir því tilboöi sem verið er að gera þeim. Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis hvetja verslunareigend- ur til þess að fara eftir reglugerð- inni og ekki síður neytendur til þess að vekja athygli seljenda á því að upphaflega verðið vanti. Kaupmenn sem eru raunverulega að gera viðskiptavinum sínum gott tilboð þurfa ekki að fara í felur með upphaflegt verð vörunn- ar. (Fréttatilkynning) málum frá bókaútgáfunni Helga- felli. Dimmalimm fæst nú á ensku, dönsku, þýsku og frönsku auk ís- lensku. Nýja útgáfan er nánast alveg eins og frumútgáfa sögunnar og meö öllum myndum Muggs. Helgafell hefur áður gefið Dimmalimm út á erlendum mál- um, en þá var sagan gefin út með íslensku útgáfunni. Með því að gefa bókina út á þessum árstíma hyggst forlagið gefa erlendum ferðamönnum kost á að hafa þessa perlu íslenskra barnabóka heim með sér. Hver bók kostar 375 krónur. Bókin var prentuð í Hólum en út- lit annaðist Torfi Jónsson og Kassagerð Reykjavíkur litgreindi myndirnar. Bókin var bundin í Bókfelli hf. starfað í Lionsklúbbi frá. árinu 1954 og hefur hann gegnt marg- víslegum störfum innan hinnar al- þjóðlegu Lionshreyfingar og hlot- ið margskonar viðurkenningar fyrir störf sín. Þá hefur hann jafnframt látið félagsmál á öðrum vettvangi sig miklu skipta. Hann var um langt skeið for- maður hjartaverndarsamtaka í heimafylki sínu, Pennsylvaníu. Þá hefur hann og unnið með ungling- um innan kirkjufélags síns. ísland er eitt fyrsta landið sem alþjóða- forseti Lions heimsækir á starfs- ári sínu, en hann kemur hingað m.a. til að þakka íslenskum Lions- mönnum fyrir hið mikla framtak Joseph L. Wroblewski þeirra, sem var söfnunin er tengd- ist Rauðu fjöðrinni. (FrétUtilkynning) Athugasemd vegna frétt- ar um skaðabótamál KONA SÚ sem stefnt hefur fjár- málaráðherra og yfirlækni á Land- spítala fyrir hönd handlækninga- deildar þar óskar aö gera eftirfar- andi athugasemd viö frétt í Morgun- blaðinu síöastliðinn fimmtudag. Aðgerðir í sjúkrahúsinu voru þrjár, sú fyrsta 3>febrúar 1983, önnur aðgerð hálfum mánuði síðar og sú þriðja 22. sama mánaðar. í öðru lagi segir hún að um mis- skilning sé að ræða hjá ríkislög- manni er hann segir að of áhættu- samt hafi verið að opna skurði fyrr en gert var eftir fyrsta upp- skurð. I þriðja lagi hafi það verið að eigin ósk, sem hún fór af sjúk- rahúsinu um mánuði eftir fyrstu aðgerð, en þá hafi yfirlæknir deildarinnar, sem hun ber fyllsta traust til, farið til útlanda. í fjórða lagi sé hún samkvæmt svokölluðu dómsmati 55% öryrki, en samkvæmt almennu örorku- mati sé örorkan 75% og yfir. Leiörétting í FYRRADAG urðu þau mistök hér í blaðinu að Marta Jónsdóttir listakona var sögð Þóra Sigurjóns. Beðist er velvirðingar á mistökun-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (17.08.1985)
https://timarit.is/issue/120222

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (17.08.1985)

Aðgerðir: