Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1985 23 Mótmæltu neyðar- ástands- lögunum Þessi mynd er tekin í Jóhannes- arborg í Suður-Afríku fyrr í vik- unni, er stúdentar við Sitzwaterr- andháskóla mótmæltu neyðar- ástandslögum stjórnarinnar. Lög- reglumaðurinn lætur höggin ríða yfir stúdentinn, en hann var í hópi þeirra, sem neituðu að yfirgefa há- skólalóðina. Kambódía: Víetnamar tíma- setja brottförina Bangkok, Thailandi, 16. ágúst AP. VÍETNAMAR lýstu því yfir í dag, fostudag, að þeir myndu verða á brottu frá Kambódíu með allan sinn her árið 1990. Þeir bættu því þó við, að ef brottflutningurinn ógnaði öryggi Kambódíu, yrði gripið til „viðeigandi ráð- stafana**. í sameiginlegri yfirlýsingu, þar sem kveður við nokkuð nýjan tón, segja utanríkisráðherrar Víetn- ams, Laos og stjórnarinnar í Phnom Penh, að þeir telji óbeinar viðræður um lausn Kambódíu- málsins geta komið að nokkru gagni. Segir þar, að Kambódíu- stjórn sé reiðubúin til viðræðna við skæruliða um þjóðarsátt og al- mennar kosningar í landinu. Var þetta samþykkt á fundi utanríkis- ráðherranna í Phnom Penh. í samþykktinni segir, að „víetn- amski sjálfboðaliðaherinn" muni verða fluttur smám saman frá Kambódíu og að brottflutningnum verði lokið árið 1990. Ef einhverjir reyni hins vegar í skjóli brott- flutningsins að ógna öryggi lands- ins muni stjórnirnar í Phnom Penh og Hanoi grípa til „viðeig- andi ráðstafana". Víetnamar hafa ekki áður tíma- sett brottflutning herja sinna frá Kambódíu en vestrænir sendi- menn telja, að nú séu þar 150- 170.000 víetnamskir hermenn. CAMRY Bandaríkin: Eiturefni í v-þýsku víni Washington, 16. ígúst AP. BANDARÍSKIR embættismenn til- kynntu í dag að fundist hefði vottur af eiturefni í vestur-þýsku víni, sem flutt hefði verið út til Bandarikj- anna. { tilkynningu stofnunar þeirrar sem annast eftirlit með víninn- flutningi, sagði, að efnið díetylen- glýkól, sem notað er í frostlög á bíla, hefði fundist í flösku af Haus of Franz Liebfraumilch, árgangi 1984, sem þýskt fyrirtæki hefði flutt inn. Þetta er í fyrsta sinn sem díet- ýlen-glýkól finnist í þýsku víni. Eftir að eiturefni þetta fannst í nokkrum tegundum austurrískra vína, fyrirskipaði eftirlitsstofnun- in stöðvun á sölu austurrískra vína, þar til innflytjendur hafði látið ganga úr skugga um, að vínin væru óskaðleg. Embættismennirnir sögðu að þeir mundu ekki setja þýsk vín í sölubann, þar sem aðeins lítill vottur hefði fundist í þessari einu tegund þrátt fyrir umfangsmikla eftirgrennslan. Ógilti bann við spá- dómsstarf- semi San Francisro, Kaliforníu. 16. ágúst í DAG ógilti hæstiréttur Kalifor- níuríkis bann yfirvalda í bænum Azusa við spádómsstarfsemi gegn greiðslu. Taldi rétturinn bannið brjóta í bága við ákvæði stjórn- arskrárinnar um málfrelsi. Rétturinn hafnaði þeim rökum bæjarfélagsins, með sex atkvæð- um gegn einu, að spádómsstarf- semi væri „blekkjandi í eðli sínu“ og nyti ekki stjórnarskrárverndar. Reglugerð bæjarfélagsins, sem enn fremur kveður á um bann við stjörnuspádómum, bolla- og lófa- lestri o.fl. tegundum spásagna gegn greiðslu, svipar mjög til reglugerða, sem gilda í fjölmörg- um sveitarfélögum Kaliforníu- ríkis. Þó að margt spáfólk hafi vís- vitandi fé út úr viðskiptavinum sínum, „telja margir sig búa yfir hæfileikum til að segja fyrir um óorðna hluti", sagði í áliti Stan- leys Nosk dómara. Það getur verið að ekkert sé nýtt undir sólinni, en í „landi hinnar rísandi sólar", virðist sífellt hægt að gera betur. Toyota Camry er fullkomið dæmi þess.Hann virðist við fyrstu sýn ósköp venjulegur 5 manna fjölskyldubíll, en við nánari kynni kemur annað í Ijós. Þverstæð vél og framhjóladrif gera það að verkum að innanrými er geysimikið. Sætin eru 1. flokks, (t.d. er hægt að stilla bílstjórasætið á 7 mismunandi vegu). Farangursrými í Camry Liftback er 1,1 7 m3, sem er meira en margir stationbílar geta státað af. Veltistýri, 5-gíra skipting (eða 4 stiga sjálfskipting), loftbremsur, gasdemparar, tannstangarstýri, gott miðstöðvarkerfi og annar búnaður hafa líka sitt að segja um þægindi og góða aksturseiginleika. 1,8 eða 2,0 lítra bensínvél með rafstýrðri „beinni innspýtingu" og 1,8 lítra dieselvél með forþjöppu, hafa snerpu og kraften eru auk þess hljóð- lála, og eyöslugrannar. Verð frá kr. 529 þús. ' ' ' ■ ■V"t ' ____________ TOYOTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (17.08.1985)
https://timarit.is/issue/120222

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (17.08.1985)

Aðgerðir: