Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1985
3
Veiddu 33 laxa
á eina stöng
GUÐLAUGUR Bergmann í Karnabæ og Guðrún Guðjónsdóttir, kona
hans, fengu 33 laxa i eina stöng á einum veiðidegi í Laxá á Ásum fyrir
skömmu. Guðlaugur var að vonum ánsgður með daginn og sagðist aldrei
hafa lent í öðru eins þarna við Laxá á Asum.
Guðlaugur sagðist hafa fengið
laxana svo til um alla á og jafnt
yfir tímabilið, 15 síðdegis fyrri
daginn og 18 morguninn eftir.
Laxarnir voru flestir 5—7 pund en
sá staersti um 10 pund að þyngd.
Mest voru þetta nýrunnir hængar.
Guðrún fékk 6 laxa á flugu en
Guðlaugur 27 laxa á maðk.
Guðlaugur sagði að Laxá á Ás-
um væri ákaflega skemmtileg á
að veiða í. Laxinn í henni væri
líflegri en í flestum öðrum ám og
rakti hann það m.a. til þess að
einungis er veitt á tvær stangir í
henni, en veiðistaðirnir 37 og því
gott svigrúm fyrir veiðimennina.
Þá sagði hann að vel væri að út-
leigu árinnar staðið, hver bóndi
leigði út sína daga. Veiðileyfin
kostuðu að vísu mikið, en miðað
við það svigrúm sem veiðimenn-
irnir hefðu væru þau ekki svo íkja
dýr og einnig væri ódýrt að dvelja
í veiðihúsinu.
Loðdýrarækt:
31 leyfi
úthlutað
NEFND sem fjallar um úthlutun
loðdýraleyfa í umboði landbúnaðar-
ráðuneytisins hefur nýlega samþykkt
31 umsókn um loðdýrabú og stækk-
anir eldri búa, 21 var vegna nýrra búa
og 10 vegna stækkana. Nokkrum um-
sóknum hefur verið frestað, þ.á m. 9
umsóknum úr Vestur-Skaftafells-
sýslu, á meðan fóðurmál eru athuguð
nánar.
Flest leyfin eru til bænda á
Austurlandi: 5 í Austur-Skafta-
fellssýslu og 9 í Múlasýslum, aðal-
lega Norður-Múlasýslu. Önnur
leyfi eru dreifð um allt land: Ár-
nessýsla 3 leyfi, Rangárvallasýsla
1, Þingeyjarsýslur 4, Eyjafjarðar-
sýsla 3, Skagafjörður 2, Áustur-
Húnavatnssýsla 1, Strandasýsla 2
og Snæfellsnes 1 leyfi.
Veðrið um helgina:
Milt og
stillt,
en skýjað
SAMKVÆMT þeim upplýsing-
um sem fengust hjá Veður-
stofu íslands er gert ráð fyrir
að hæg austlæg átt verði ríkj-
andi um allt land nú um helg-
ina, skýjað verði víðast hvar og
jafnvel falli nokkrir dropar úr
lofti á suður- og austurströnd
landsins. Hitastigið verður á
bilinu 7—11 stig í strandhéruð-
um, en 11—14 stig í innsveit-
um, yfir daginn. Ekki eru líkur
á að sólin muni láta mikið á sér
kræla næstu daga, nema ef til
vill í Þjórsárdal og Þórsmörk.
Ingólfshátíð á
Grandagarði
Slysavarnadeildin Ingólfur í
Reykjavík gengst fyrir Ingólfshátíð
við Slysavarnafélagshúsið á Granda-
garði nk. sunnudag, 18. ágúst, á 199.
afmælisdegi Reykjavíkurborgar.
Hátíðin hefst kl. 13.30 með því að
borgarstjóri, Davíð Oddsson, flytur
ávarp og gefur nýjum björgunar-
báti félagsins nafn. Því næst mun
Sigurbjörn Einarsson, biskup,
fyrsti formaður Svd. Ingólfs, vígja
bátinn. Þá afhendir Gréta María
Sigurðardóttir, formaður Kvenna-
deildar SVFÍ í Reykjavík, Svd. Ing-
ólfi nýjan torfærujeppa. Að síðustu
mun Haraldur Henrysson, forseti
SVFÍ, ávarpa gesti og afhenda
heiðursmerki félagsins.
Að þessu loknu munu björgun-
arsveitarmenn sýna listir sínar, s.s.
klifra utan á SVFl-húsinu, kafa
niður á sjávarbotn og skjóta þaðan
neyðarblysum o.fl. Slysavarnakon-
ur munu selja kaffi og kökur I sam-
komusal SVFÍ-hússins.
(f)r rrétutilkynningu)
Bragi Guðmundsson stórrallari í flugtaki í rally-crossi fyrir nokkrum árum. Svalur stökkvari þar . . .
Svala-rally-cross
Komið og sjáið „svölustu“ ökumenn
landsins reyna með sér í Svala-rally-
crossi sunnudaginn 18. ágúst kl. 14.00
á nýju rally-cross-brautinni, Kjóavöll-
við Rjúpnahæð (spölkorn frá
um
\rb.rr
Víöivcllir
Bcykjavík
”rciðholi
V'ó/ssfaðir
CarAah*,
"^"arOorðn,
K fl,*«
Breiðholti). Spennandi keppni sem öll
fjölskyldan hefur gaman af.
Omar Ragnarsson kynnir keppnina og
vígir brautina. Milli riðla verða moto-
cross-atriði og skondnir „Buggy-Ubílar
munu ekki liggja á liði sínu til þess að
gera keppnina að ógleymanlegri upp-
lyftingu.
Stórgóð áhorfendaaðstaða með góðri
yfirsýn yfir brautina.
Aðgangseyrir kr. 150.- Börn fá ókeypis
aðgang í fylgd með fullorðnum.
Næg bílastæði!
SÍ.TRÓNU-OG
APPELSINUDRYKKIR