Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1985 17 Toyota Land Cruiser II Fjögurra farþega jeppi með þrennum dyrum, tvf-1 skiptri afturhurð. Lengd 4,06 metrar, breidd 1,69 m, hæð 1,90 m, þyngd 1.475 kg. Snúningsradíus 5,3 m. Rúmtak vélar er 2366 cm3, þjöppunarhlutfall 9,0:1. Hestöfl 102 DIN við 4800 snúninga á mínútu. Dekk 215—16 radial. Eldsneytis- tankur tekur 90 lítra. Diska- bremsur að framan en skál- ar að aftan. Gormafjöðrun að aftan og framan, svo og heilhásingar. Verð ca. kr. 750.000. Dísill kostar auka- lega kr. 50.000. Bifreiðin er til á lager hjá umboðinu, P. Samúelssyni hf., Nýbýlavegi 8 200 Kópavogi, sími (91)44144. Áherzlan er greinilega meira á sparneytni en spymu, því lág- markseyðsla á 90 km hraða á að geta verið um 5 lítrar á hundrað- ið og ekki nema 6,6 þótt ekið sé á 120 km hraða. Þessi vél er 63 hestöfl við 5.800 snúninga á mín- útu og snúningsvægi er mest við 3.500 snúninga. Manni finnst að viðbragðið ætti að vera skárra; kannski vegna þess að ofan á vélinni stendur stórum stöfum: System Porsche. En eins og áður er sagt: Viðbragðinu er fórnað fyrir sparneytni og viðbragðið í hundraðið er aðeins 16 sek. og hámarkshraðinn 155, sem vita- skuld reynir aldrei á hér á landi. Seat Ibiza er breiðari en Fiat Uno og þessvegna rúmbetri að innan. Hann virðist einnig vera betri í frágangi og yfirleitt ekk- ert uppá það að klaga, sem við blasir. Sætin eru þokkaleg án þess að vera neitt i líkingu við þau bílasæti sem bezt gerast, enda eru slík sæti í miklu dýrari bílum. í stýri er hann hreint frábær og mjög stöðugur í rás- inni. Þessi bíll var alveg splunkunýr og því má vera að gírskiptingin eigi eftir að verða liprari, en hún er öll heldur í stirðara lagi og í fimmta gfrinn er furðu langt að fara. Þess má geta, að Seat Ibiza er einnig fá- anlegur með 1500 rúmcm. vél, 85 hestafla og þá er viðbragðið í hundraðið 12,2 sek. Hann er einnig fáanlegur með 55 hestafla dísilvél. Seat Ibiza er lipur í akstri eins og nærri má geta og furðu af- slappaður á 100 km hraða. Að framan er hann með McPher- son-fjöðrun, en óháða gorma- fjöðrun að aftan. Bæði fjöðrunin svo og hemlakerfið, diskar að framan og borðar að aftan, er afskaplega normalt og gefur ekki tilefni til sérstakrar um- ur og ég átti von á. Þá er hann heldur slagstuttur þannig að hann heggur niðri ef farið er skart í holur. Þótt ekki fari síður um far- þega í Land Cruiser II en í góð- um fólksbíl er hann enn hið mesta hörkutól í ófærum og utan vega. Hann er ekki ýkja þægi- legur á vegleysum, en seiglan er mikil, gripið gott, og honum virðist henta vel að þjösnast áfram, enda er allt kramið í hon- um bæði nautsterkt og vel varið með hlífðarpönnum. Þar kippir honum í kynið. í hnotskurn Toyota Land Cruiser II er verðugur arftaki gamla Land Cruisersins. Hann er vandaður að allri gerð, og vílar ekki fyrir sér að ösla yfir forað eða þjösn- ast á vegleysum þótt yfirbygging öll og aðbúnaður fyrir farþega minni á fólksbíl frekar en jeppa. Hann er helst til hastur, farang- ursrými er af skornum skammti, en að öðru leyti er hann ákjósan- legur fyrir þá sem vilja komast hvert á land sem er á ríkulega búnum bíl. sagnar. Ötvíræður kostur er það, ekki sízt á íslandi, að mikil alúð er lögð við undirbúning og frá- gang á lakki og fylgir 6 ára ryðvarnarábyrgð. í ljósi þess að lakkið hefur verið dottið af sum- um japönskum bílum eftir 3 ár, ætti ekki að flytja aðra bíla til íslands en þá, sem treysta sér til að bjóða slíka ábyrgð. Það benda Spánverjar einnig á og telja til kosta, að þeir framleiða einnig í verksmiðjum sínum bíla fyrir Volkswagen svo sem Golf og Passat og verða þar að fara eftir mjög ströngum reglum varðandi gæðaeftirlit. Þeir hafa komið á nákvæmlega samsvarandi gæða- eftirliti við smíðina á Seat Ibiza. Enda þótt Seat Ibiza sé mörg- um kostum búinn, lendir hann í samkeppni við bíla, sem ég sé ekki alveg, að hann geti spjarað sig gegn. Ástæðan er ofur ein- föld: Verðið er of hátt, eða 397 þúsund fyrir þessa þrennra dyra, fimm gíra GL-gerð. Bílkaupandi hlýtur að íhuga, hvað er í boði fyrir um 400 þúsund. í fyrsta lagi má geta þess, að hægt er að fá 5 dyra gerð með 1300 rúmcm. vél af mest selda bíl í heimi, Ford Escort, fyrir aðeins 9 þús- und til viðbótar, Mitsubishi Colt, þrennra dyra en með 1500 rúmcm. vél kostar 8 þúsundum minna og Honda Civic, þrennra dyra með 1300 rúmcm. vél og viðbragði í hundraðið uppá 11,8 sek., kostar 18 þúsund til viðbót- ar. Og síðast en ekki sízt: Ford Fiesta kostar ekki nema 316 þús- und. Þeir sem hér eru taldir, verða hinsvegar að játa, að ekki etu þeir í fötum frá Gugiario og það stendur ekki System Porsche ofan á vélinni á þeim og í þriðja lagi er ívið hærra undir Seat Ibiza, sem telst vitaskuld vemlegt tromp við íslenzkar að- stæður. 1 Adstoð við utangarðsmenn — eftir Ásgeir Val Eggertsson Undirritaður vinnur að áætlun- um til hjálpar fólki, sem hefir hröklast frá lífstefnu, sem leiðir til blessunar. Vinnan göfgar manninn og er iðjuleysi stór- hættulegt fyrir marga, sem villst hafa af braut. óreglulíf í mörg ár gerir menn óhæfa til starfa og eru viðkomandi oft ekki tilbúnir til að laga sig að opnum vinnumarkaði. Hugmyndir mínar eru að þetta fólk fái að taka þátt í störfum eft- ir getu. Þá þarf að starfrækja vinnubúðir hér á Reykjavíkur- svæðinu. Áhersla verði lögð á stundvisi, ábyrgðartilfinningu og hvatningu til betra lífs. Skjólstæðingar vinnubúðanna vinna fyrir kaupi. Greiðsla færi fram eftir unnar 160 vinnustund- ir. Það gæti tekið suma 2—3 mán- uði að ná þessu takmarki. Viðkom- andi greiddi fæði sitt og uppihald sjálfur, sem vitanlega væri allt á sanngjörnu verði. Þeir sem ættu athvarf í slíkum vinnubúðum væru áfengissjúklingar, eitur- lyfjaneytendur og krónískir geðsj- úklingar. Þetta er því miður alltof stór hópur fólks, Undirritaður hefir haft afskipti af slíkum um árabil. Eftir dvöl á slíkum vernduðum vinnustað gætu margir farið út á almennan vinnumarkað og náð að lifa eðlilegu lífi. Undirritaður, sem rekur stofn- unina Virkið, Barónsstíg 13 hér i borg, bendir á að frá 21. janúar 1985 hefir „Virkið“ veitt 120 ein- staklingum gistingu og fæði, þjón- ustu og aðhlynningu, án þess að þeir geti greitt nokkuð fyrir sig. Mánaðarlegar gistingar eru frá 290 og allt upp í 360. Síðastliðna sex mánuði hafa 1950 gistingar ásamt fæði verið veittar í „Virk- inu“. Fjármagn í áðurskrifaðar vinnubúðir, mundi örugglega skila sér aftur. Dæmi: 20 einstaklingar eru vistaðir á vistheimili, eða meðferðarstofnun. Greitt er með hverjum um 1000 kr. á dag. Mán- aðargreiðsla er þá sexhundruð þúsund krónur. Laun 20 einstakl- inga, sem fengju sextán þús. á mánuði yrðu 320 þús. Sparnaður ísafjörður: ísaHrdi, 15. ágúst BÚIÐ ER að opna tilboð í akstur strætisvagna sem taka eiga til starfa á ísafirði 1. september nk. Lægsta tilboðið var frá Gísla B. Árnasyni um 2,6 milljónir á ári fyrir 10—13 ferðir á dag 5 daga vikunnar milli Silfur- torgs og Holtahverfis og 10—12 ferðir milli Silfurtorgs og Hnífsdals. Tvö önnur tilboð bárust, 4,2 milljónir frá Ásgeiri Sigurðssyni, sem annast hefur skólaakstur á ísafirði undanfarin ár, og 4,6 milljónir frá Elíasi Sveinssyni. Að sögn Magnúsar Reynis Guð- mundssonar bæjarritara ákvað bæjarráð á fundi sínum sl. þriðju- dag að taka upp viðræður við þeirra er standa straum af kostn- aði þessara skjólstæðinga yrðu þá 280 þúsund á mánuði. Ekki verða metnir til fjár virkir þjóðfélags- þegnar og betra mannlíf. Hrinda má þessu af stað með aðstoð frá ríki, sveitarfélögum og einstakl- ingum, sem finna til köllunar sinnar: „Á ég að gæta bróður míns?“ Vinnubúðaáætlun þarf að fá framgang. Höíundur er stoínandi og hefur starfrækt „Virkið" rið Barónsstíg. lægstbjóðanda en Tækniþjónusta Vestfjarða er nú að reikna út til- boðið sem byggist á notkun eldri og ódýrari bíla en hjá hinum. En samkvæmt tilboði Gísla hyggst hann kaupa tvo vagna frá SVR ár- gerð 1968 og einn yngri bíl. Samkvæmt útboðinu á að aka 13 ferðir á dag 5 daga vikunnar á tímabilinu frá kl. 7.30—18.30 milli Holtahverfis og Silfurtorgs og tíu ferðir á dag í Hnífsdal innan sömu tímamarka á vetrinum en yfir sumarið verða farnar 10 ferðir á dag á hvorn stað. Úlfar Akstur strætis- vagna að hefjast KJÖTMIOSTÖOIK Laugalær 2. s. S8651

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55657
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.07.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (17.08.1985)
https://timarit.is/issue/120222

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (17.08.1985)

Aðgerðir: