Morgunblaðið - 17.08.1985, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1985
25
Hér væri vel hægt að rækja
nytjaskóg og koma á fót
dálitlum timburiðnaði
Rætt við Dave Stewart og Sigurð Blöndal
HÉR Á landi er unnið talsv-
ert starf á sviði landbúnað-
armála allt árið um kring. Að
vísu eru skiptar skoðanir um
ágæti þess, bændum fínnst
stundum framfarirnar í hæg-
ara lagi. En víst er um það að
Rannsóknarstofnun Land-
búnaðarins er til og sífellt er
verið að prófa nýjar aðferðir
við ræktun og nýjar tegundir
grasa. Nú síðast hafa verið
gerðar tilraunir með hinn
svokallaða Beringspunt, en
það er grastegund sem vex
norður í Alaska, á svæðum
kringum Beringssund eins
og nafnið gefur til kynna. Og
alltaf er reynt að græða upp
örfoka land, sanda og urðir,
stundum með ótrúlega góð-
um árangri. Líklega má þó
með sanni segja að sú teg-
und ræktunar sem hvað
mestri almenningshylli hefur
náð sé skógræktin. Á hverju
sumri taka fjölmörg félagas-
amtök sig til og gróðursetja
svo og svo mörg tré. Á hverju
sumri fær líka fjöldi manns
vinnu við gróðursetningu.
I>annig hafa til dæmis þús-
undir trjáa verið settar niður
í kringum Elliðaárnar og í
Breiðholtinu á síðustu árum.
Dave Stewart er Kanada-
maður sem hefur um árabil
starfað að skógræktarmálum í
heimalandi sínu. Hann gegnir
nú embætti upplýsinga og
fræðslustjóra hjá Petawawa
National Forestry Institute
sem er ein helsta rann-
sóknarstofnun þeirra Kanada-
manna á sviði skógræktar. Það
sem Stewart hefur aðallega
einbeitt sér að er kynning af
ýmsu
tagi á skóginum og leyndard-
ómum hans í þeim tilgangi að
auka þekkingu fólks og áhuga
á skógrækt og viðhaldi skóg-
anna.
Sigurður Blöndal skógrækt-
arstjóri ferðaðist um þvert og
endilangt Kanada í fyrrahaust
og kynnti sér þá starfsemi
margra þeirra skógræktarst-
öðva sem Kanadamenn reka.
Hann hitti Stewart á þeirri
ferð og var það upphafið að
ferð hans hingað til þess að
kynna sér íslenska skógrækt
og hugsanlega efla tengsl Is-
lendinga og Kanadamanna á
þessu sviði.
Morgunblaðið hitti þá félaga
að máli einn sólríkan dag fyrir
skemmstu í skógræktarstöð-
inni í Fossvogi.
Stórkostlegur árangur
Dave Stewart hefur upp á
síðkastið ferðast hringinn í
kringum landið og séð helstu
skógræktarstöðvar okkar.
Hann telur íslendinga eiga
góða möguleika á að rækta hér
myndarlega skóga. „Mér sýnist
flestur trjágróður hér komast
vel af og sumstaðar er vöxtur
Ljósmynd: S. Blöndal
Hér sjást gamlar hvítfurur við innganginn í Petawawa National Forestry Institute. Þær eru leifar af
gömlum stórskógi sem var eytt.
trjánna alveg sambærilegur
við það sem algengt er í Kana-
da og mörgum öðrum löndum í
heiminum. Það sýnir því
glögglega að Islendingar hafa
haft erindi sem erfiði við
skógrækt síðustu hundrað árin
eða svo. Þið hafið náð stór-
kostlegum árangri og sannað
að hér er hægt að rækta skóg
þótt landið sé illa farið af upp-
blæstri. Skógrækt er bæði
flókin og erfið. Ekki síst í landi
eins og þessu þar sem menn
byrja í rauninni með tvær
hendur tómar. Hér eru engir
stórir skógar sem hægt er að
miða við eða vinna útfrá.
Þessvegna er reynslan af
hvernig trén bregðast við veð-
urfari hér mjög takmörkuð.
Mér finnst Islendingar hafa
valið skynsamlega leið að
prófa sig áfram með allar
mögulegar trjátegundir."
„Það er náttúrlega þessi
óvenjulega veðrátta sem
stendur okkur fyrir þrifum,"
skýtur Sigurður Blöndal nú
inn í. „Birtan á vorin gabbar
stundum trén, þau fara að
vaxa án þess að það sé orðið
nógu hlýtt. Svo kular aftur og
þá getur farið illa. Það þarf því
að gera heilmiklar tilraunir til
þess að finna út hvaða tré
henta best við þessar aðstæð-
ur.“
Nytjaskógar
Kanadamenn eiga geysivíð-
lenda nytjaskóga sem þeir
höggva í stórum stíl. Enda eru
þeir stærstu timburútflytjend-
ur heimsins, Norðurlöndin öll
til samans flytja ekki eins
mikið út af timbri og Kana-
damenn gera. Til skamms tíma
var lítið hugsað um varðveislu
skóganna og rannsóknir á
þeim. Kanadamenn kölluðu
skógarhögg „mining" eða
námuvinnslu og lýsir það lík-
lega viðhorfinu til skóganna.
En svo vöknuðu þeir upp við
vondan draum, sáu fram á að
með þessu áframhaldi myndu
þeir ekki lengi halda þessum
myndarlegu skógum, heldur
smám saman gera útaf við sí-
na bestu auðlind. Síðan hefur
sú stefna verið ríkjandi vestur
þar að eyða miklum fjármun-
Morgunblaðiö/Árni Sæberg
Dave Stewart og Siguróur Blöndal í trjágarðinum vió skóg-
ræktarstöóina í Fossvogi.
íslendingar jólatré til eigin
þarfa, bæði greni og furu, það
er ágæt byrjun. Að vísu er^
nokkuð vindasamt viðast hvar
á landinu, en ég held að það
ætti alls ekki að koma í veg
fyrir að trén döfnuðu þótt það
gæti minnkað vaxtarhraðann
eitthvað.
Þegar skógur hefur náð
vissri stærð fer hann að skýla
öðrum gróðri sem þá hefur
auðvitað stóraukna vaxtarm-
öguleika. Þetta á við bæði um
viðkvæmari trjátegundir og
ýmsar plöntur aðrar. Þannig
er hægt að láta skóginn hjálpa
sjálfum sér. Því má segja að
þótt róðurinn sé erfiður fram-
an af léttist hann mikið eftir
að þessum áfanga hefur verið
náð. Þegar skógur er orðinn
þetta öflugur viðheldur hann
stærð sinni án þess að menn
þurfi sífellt að setja niður
fleiri tré.“
Bestu útivistarsvæðin
Sem fyrr segir er aðalstarf
Stewarts að vekja athygli
manna á skógum og skógrækt.
Hann segir að mestu máli
skipti að sýna fólki fram á
hversu mikla ánægju það get-
ur haft af skógunum og að
gera skóglend svæði að al-
mennum útivistarsvæðum.
„Líklega væri besta markmiðið
sem Is'lendingar gætu sett sér
að búa til nóg af vinalegum
reitum þar sem fólk getur
hugsað sér að eyða tíma sínum
þegar vel viðrar. Ég sá sjálfur
trjágarða í Reykjavík þar sem
fólk var að spóka sig og sleikja
sólina, nú síðast í dag. Skógar
eru bestu útivistarsvæðin sem
hægt er að hugsa sér, fólki líð-
ur vel innan um tré.
Þetta þarf ekki að vera svo
erfitt því reitur sem settur er
niður með þetta fyrir augum
ætti að vera orðinn nothæfur
sem einhverskonar útivistar-
svæði að þremur til fjórum ár-
um liðnum."
I Kanada eru reknar tvær
skógræktarstöðvar á vegum
alríkisstjórnarinnar auk fjölda
smærri stöðva 1 hinum ýmsu
fylkjum Kanada. Petawawa
National Forestry Institute er
önnur alríkisstöðvanna. Þar er
unnið að fjölbreyttum ran-
nsóknum á skógi og trjárækt.
Ennfremur er haldið uppi öfl-
ugri almenningsþjónustu. Á
vegum stöðvarinnar er skipu-
lögð kennsla fyrir skólakrakka
í þeim fræðum sem varða
skógrækt. Á hverju ári er
krökkum svo gefinn kostur á
að fara í skóginn og kynnast
þeim margvíslegu störfum sem
menn vinna þar. „Á þennan
hátt hefur Kanadamönnum
tekist að gera skógana að al-
menningseign og fólk sýnir
þeim mikinn áhuga. Ég held að
við íslendingar getum margt
af þeim lært, því þrátt fyrir
allt má rækta talsvert hér-
lendis, ef eytt er í það tíma og
fé,“ sagði Sigurður Blöndal að
lokum.
um í rannsóknir á skógi og
uppbyggingu hans og fylgist
þá að skógrækt til timburv-
innslu og skógrækt sem um-
hverfisverndun. Dave Stewart
telur þessa samsetningu besta.
Hann segir mikilvægt að hægt
sé að sýna almenningi fram á
augljósan hagnýtan tilgang
skóganna. Þegar fólk sé orðið
sér meðvitað um hann fari það
að vilja meiri skóga og betri og
sé því miklu fúsara til að
leggja skógræktarmönnum lið.
Þegar Stewart er spurður
hvort hann telji Islendinga
eiga möguleika á að rækta
nytjaskóg eru svörin ótrúlega
jákvæð.
„Vaxtarhraði trjáa hér er
það mikill, ef vel er hlúð að
trjánum, að með tímanum ætti
að vera hægt að rækta hér
nytjaskóg. Ég hef séð það víðs-
vegar um landið eins og til
dæmis á Hallormsstað þar
sem lerkið og fleiri trjátegund-
ir spjara sig ótrúlega vel.
Þetta tæki auðvitað tíma en ég
er sannfærður um að hér væri
hægt að byggja upp dálítinn
timburiðnað. Nú þegar rækta