Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.08.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1985 Lira Gunnarsdóttir Hefur í augnablikinu um 50 ketti Sylvia Philips býr í Leeds í Englandi í 10 herbergja íbúð. Hún er kunn í borginni fyrir ást sína á köttum. Fólk sem ekki getur séð lengur um þessa vini sína fer með þá til Sylvíu og veit þá þar í góðum höndum. Hún þekkir hvern kött með nafni, hugsar vel um heilsu þeirra, vandar fæðuval og bæti- efni og heldur húsinu tandur- hreinu. Sem stendur eru hjá henni 50 kettir og segir hún sam- komulagið gott enda séu þeir samfélagsdýr. Víst er þetta kostnaðarsamt segir Sylvía, en hún heldur sumarbasar árlega í safnaðarheimili sóknarkirkju sinnar til að safna fé og auk þess á hún vildarvini sem leggja íbúum hússins lið. Já, þeir eiga líka sína Svanl- augu í Leeds. Silvia Philips, kattavinur í Leeds. Eitt af verkum Láru LÁRA GUNNARSDÓTTIR MYNDLISTARKONA tómantík, myndlist og tónlist á ísafirði ér hafði lengi fundist eitthvað rómantískt við að flytja út á land og þegar manninum mínum bauðst starf á ísafirði hvatti ég hann til að taka því,“ sagði Lára Gunnarsdóttir myndlistarmaður, sem nú heldur sína fyrstu einkasýningu í Slunkaríki á ísa- firðL „Ég fluttist til ísafjarðar í lok janúar 1984, þá var sólin byrjuð að sjást og mér fannst veturinn ósköp góður. Allavega var ófærðin mikið viðráðanlegri hér en í Reykjavík. Ég varð fljótlega fyrir sterkum áhrifum frá fólkinu. Þetta er allt mjög sérstakt fólk og skemmtilegt, og e.t.v. er sumt af því sem ég hef verið að vinna núna einskonar lofsöngur til þess. Hljóðfæraleik og tónlist kynntist ég ekkert fyrr en ég kom vestur. En áhrif tónlistarinnar eru svo sterk hérna að víða hafa hljóðfæri laurnast inn í myndirnar. Það hefur einnig verið gaman að taka þátt í draumnum hennar Jónínu Guðmundsdóttur um stofnun myndlistarfélags og opnun á þessum sýningarsal okkar. Við hrifumst öll af hug- myndum um hvað mætti gera og sannarlega hefur það sýnt sig að þörf var fyrir þessa starfsemi okkar. Aðsókn að sýningunum fer stöð- ugt vaxandi og fólk er farið að kaupa myndir. Ég vildi bara að það væri hægt að gera listina al- mennari, það vantar listasögu- kennslu í grunnskólann, fólk þarf að vita meira um þróun og vinnu við listsköpun. Ég var aðallega í grafík í skól- anum og var með verkstæði í Reykjavík ásamt öðrum. En þegar ég flutti hingað varð ég að leggja hana á hilluna a.m.k. að sinni og hef einungis teiknað hérna. Ég kann því samt vel og er mjög ánægð með hvað fólk hefur tekið myndunum mínum vel. Ég kveið voðalega fyrir að opna, en margt fólk hefur verið hér á hverjum degi og rætt við mig um myndirn- ar og það hefur verið mjög upp- örvandi hvað það hefur ákveðnar skoðanir á myndverkunum. Ég teikna aðallega fólk, þó ekki persónur, heldur tjái ég sjálfa mig með afstöðu manna í myndfletin- um.“ Lára Gunnarsdóttir er fædd í Reykjavík og lauk námi frá Myndlista- og handíðaskólanum, grafíkdeild, vorið 1983. Hún tók þátt í myndlistarsýningunni Ung- ir myndlistarmenn ’83 á Kjar- valsstöðum auk tveggja annarra samsýninga í Reykjavík. Hún sagði að sér hefði fundist að hún væri farin að skulda ísfirðingum sýningu. Það væri ekki nógu gott að kalla sig listamann ef enginn sæi hvað væri verið að gera. Þegar hún var spurð um hvort hún væri búin að panta sal undir næstu sýningu, sagðist hún bara vera búin að panta pláss á fæð- ingardeildinni, annað yrði bara að koma í ljós, en hún vonaðist til að tekjurnar af þessari sýningu dygðu til að kaupa pressu svo hún gæti farið að fitla við grafíkina aftur. Úlfar Jeanne keyrir að jafnaði um 500 km á mánuði. 102 ára aksturskappi Hún sat í fanginu á pabba sín- um undir stýri 2 ára gömul á vörusýningu í Lyon \ Frakklandi árið 1884. HPSIIÍ **»■»*»iey>yii Fyrsta bflinn sinn fékk hún í brúðargjöf. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (17.08.1985)
https://timarit.is/issue/120222

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (17.08.1985)

Aðgerðir: