Morgunblaðið - 02.03.1986, Síða 62

Morgunblaðið - 02.03.1986, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARS1986 """ -j íþróttir unglinga UMSJÓN/Vilmar Pétursson Morgunblaðið/VIP • Stelpurnar úr 4. þrepi Gerplu hvíla hór lúin bein undir laufkrónum Laugardalshallarpálmanna. Þær eru frá vinstri: Helga Zoega, Alma Hallgrímsdóttir, Aðalheiður Halldórsdóttir, Krístfn Harðardóttir og Lilja Valdimarsdóttir. Við viljum æfa oftar - segja 4. þreps stelpur úr Gerplu HELGA Zoega, Alma Hallgrfms- dóttir, Aðalheiður Halldórsdótt- ir, Kristfn Harðardóttir og Lilja Valdimarsdóttir eru 8—9 ára stelpur sem æfa fimleika hjá Gerplu og kepptu á unglinga- mótinu f 4. þrepi. Þrátt fyrir ungan aldur hafa stelpurnar æft fimleika í 2—3 ár og æfa þær 3 tfma f viku 2 tfma í senn. „Við viljum alveg æfa oftar og vera miklu lengur," sögðu stelpurnar þegar þær voru spuröar hvort það væri ekki erfitt að vera svona mikið í fimleikum. Allar sögðust stelpurnar stefna á að komast í landsliðiö og það kæmi mér ekki á óvart þó þessar frísku stelpur næðu því markmiði sínu. Sigrún Harpa og Hildur Björk: Margir krakkar æfa fimleika á Akureyri Á unglingamótinu f fimleikum voru allmargir keppendur frá Akureyri oa kepptu þeir undir merkjum IBA. Meðal þeirra voru þær Sigrún Harpa og Hild- ur Björk. Aðspurðar sögðust þær vera rétt nýkomnar í bæinn en töldu þó ekki að flugferðin myndi neitt há þeim í keppninni. Á Akureyri eru að þeirra sögn um 300 krakk- ar sem æfa fimleika reglulega og eru oft haldin mót fyrir norðan en suður koma þær til keppni u.þ.b. einu sinni á ári. „Við förum norður aftur annað kvöld en í kvöld ætlum viö að fara í bíó og sjá myndina Lög- regluskólinn 2,“ upplýstu þær stöllur mig um. Aftur á móti þvertóku þær fyrir að þær gæfu Reykjavíkurstrákunum auga þeg- ar þær kæmu suður í keppnis- ferðir en þjálfarar þeirra voru nú ekki alveg tilbúnar að skrifa undir það. Morgunblaðið/VIP • Sigrún Harpa og Hildur Björk halda hór fast utan um hvor aðra Morgunblaðið/VIP • Erla Þorieifsdóttir sést hér ásamt félögum sfnum úr fimleikafélaginu Björk Hafnarfirði. Þær eru í efri röð frá vinstri: Amfrfður Arnardóttir og Arnþrúður Þórarinsdóttir. í neðri röð f.v.: Svanhildur Vigfúsdóttir, Steinunn Ketilsdóttir, Ragnheiður Þ. Amardóttir, Guðbjörg A. Þorvaldsdóttir og Erla Þorleifsdóttir. Erla Þorleifsdóttir: Gólfæfingarnar skemmtilegastar ÞEGAR Erla Þorleifsdóttir 8 ára fimleikastelpa úr Björk f Hafnarfirði hafði lokið gólfæfingum sfnum á Unglingamótinu var hún spurð út í fimleikaiðkun sfna. „Ég er í 4 þrepi. og hef verið í fimleikum í nokkur ár. Ég æfi 4 sinnum í viku en sumar stelpurnar æfa meira að segja oftar. Gólfæfing- arnar eru skemmtilegastar." ( hópi með Erlu á mótinu voru 4 aörar stelpur og var Erla ekki mjög bjartsýn á að henni tækist að sigra. v Fjóla Ólafsdóttir og Vilborg Hjaltalín: Reynum að láta engar æfingar sitja á hakanum FJÓLA Ólafsdóttir og Vilborg Hjaltalín kepptu f 2. þrepi á unglingamótinu f fimleikum. Þær stöllur eru engir nýgræð- ingar f greininni þvf báðar hafa þær æft og keppt f fimleikum f Bár. Fjóla og Vilborg voru spurðar hvernig æfingarnar hjá þeim breyttust þegar nálgaðist mót. „Þegar engin mót eru á döfinni förum við oft i gegnum kannski bara einn hluta af æfingu, t.d. getur farið langur tími í að æfa einn snúning í gólfæfingu. Þegar verið er að æfa fyrir mót er aftur á móti meira farið í gegnum heilar æfingar án þess að stoppa." Báðar halda þær Vilborg og Fjóla mest uppá æfingar á tvíslá en sögðust samt reyna að láta hinar æfingarnar ekki sitja á hakanum. J j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.