Morgunblaðið - 06.05.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.05.1986, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1986 Heldur vel lítur út með grassprettu um land allt, að sögn Jónasar Jónssonar búnaðarmálastjóra. Sauðburðurinn er að byija hjá þeim sem fyrstir hleyptu til f vetur. Myndin var tekin við bæinn Torfastaði í Grafningshreppi af tveimur nýfæddum lömbum með mæðrum sínum. Samgönguráðherra um kaupskipadeiluna: Setning bráðabirgða- laga kemur til greina „SAMKVÆMT þeim upplýsingum sem ég hef um stöðuna er ekki útlit fyrir samkomulag," sagði Matthías Bjarnason, samgönguráð- herra, í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær um stöðuna í kjara- deilunum á kaupskipaflotanum. Matthías mun reifa málið á fundi rikisstjórnarinnar árdegis i dag. Að fundinum loknum munu stjórnar- flokkarnir ræða hvort og þá hvernig gripið verður inn i deiluna með lögum. Akureyri: Helgi M. Bergs fram- kvæmda- stjóri Kaffi- brennslunnar Akureyri. HELGI M. Bergs, bæjarstjóri á Akureyri, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kaffi- brennslu Akureyrar frá og með miðjum júní næstkomandi en Gunnar Karlsson, sem gegnt hefur þvi starfi, hefur verið ráð- inn hótelstjóri Hótels KEA eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu. Helgi Bergs er fæddur 21. maí 1945. Hann varð stúdent frá MA 1967, lauk kandídatsprófi í við- skiptafræði frá Háskóla íslands 1971 og M.sc-prófí í hagfræði frá University of London 1974. Helgi starfaði hjá Fiskifélagi íslands 1974—1976 en síðan hefur hann gegnt starfí bæjarstjóra á Akureyri. Helgi er kvæntur Dórotheu Bergs og eiga þau þijú böm. Islenska sjónvarps- félaginu veitt leyf i til þriggja ára Útvarpsrettamefnd hefur veitt íslenska sjónvarpsfélaginu leyfi til að reka sjónvarpsstöð á suð-vesturhorni landsins. Leyfið er veitt til þriggja ára, en það era þau tímamörk sem útvarps- lögin ná til. Útvarpsréttamefnd hefur áður veitt íslenska útvarpsfélaginu leyfí til þriggja ára og eins hafa nokkrar staðbundnar stöðvar fengið tíma- bundin leyfí. Að sögn Kjartans Gunnarssonar, formanns Útvarps- réttamefndar, liggja nú fyrir þijár umsóknir um kosningaútvarp fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí nk. Alþýðuflokkurinn hefur sótt um leyfí til að reka útvarp á höfuð- borgarsvæðinu og sjálfstæðisfélög- in á Höfn í Homafírði og í Vest- mannaeyjum hafa sótt um leyfí til að reka stað- og tímabundnar út- varpsstöðvar fyrir kosningamar. Umsóknir þessar em nú til umsagn- ar hjá Póst- og símamálastofnun- inni. EIRÍKUR Stefánsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar, sem vikið var úr kaupfélaginu þar í vetur, hefur hætt við að sækja um aðild að félaginu á nýjan leik. Ástæðan er sú, að sögn Eiríks, „að þetta er of mikið leiðindamál fyrir of marga hér heima“. Eiríkur fór með inntökubeiðni á aðalfund innbæjardeildar kaupfé- Iagsins á þriðjudagskvöldið í fyrri Ráðherrann var spurður að því hvort hann myndi beita sér fyrir því að deilan yrði stöðvuð með bráðabirgðalögum. „Af hálfu ríkis- stjómarinnar hefur ekkert verið ákveðið um þetta ennþá," sagði hann, „en mér sýnist ljóst að það verður ekki náð samningum á viku. „Þeirri beiðni var vísað til aðalfundar kaupfélagsins, sem var á laugardaginn, og mér vísað af deildarfundinum," sagði Eiríkur í samtali við blm. Morgunblaðsins. „Eftir að hafa hugsað málið mjög rækilega komst ég að þeirri niður- stöðu, að best væri að láta þetta eiga sig,“ sagði hann. Hann sagði Ijóst, að það stæði ekki til „af hálfu kaupfélagsins að hleypa að fólki, sem ekki er með sömu lífsskoðun og stjómendumir. næstunni og það gæti komið til þess að setja þurfí bráðabirgðalög." Sameiginlegum sáttafundi í deil- um farmannahópanna og viðsemj- enda þeirra, sem hófst kl. 13 á sunnudag, lauk um hálfþijú á mánudagsnóttina án þess að nokk- uð hefði miðað í samkomulagsátt. Það kom greinilega fram núna, eins og sést best á því að þeir smöluðu mjög rækilega á aðalfundinn á laugardaginn á meðan almennir félagar fengu ekki einu sinni að sjá félagatal eða kjörskrá." Eiríkur var rekinn úr kaupfélag- inu í vetur vegna þess að hann hafði beitt sér fyrir því innan verka- lýðs- og sjómannafélagsins að stofnað var verslunarfélag, sem rekur litla verslun í samkeppni við kaupfélagið á Fáskrúðsfírði. Munu samningsaðilar nú bíða eftir niðurstöðu ríkisstjómarfundarins í dag. Eftir hann verður ljóst hvort, og þá hvenær, boðað verður til nýs sáttafundar. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins er það ekki til að auðvelda lausn á deilunum að kröfur farmannahóp- anna em mjög mismunandi og ekki samræmdar. Þannig leggja skip- stjórar höfuðáherslu á lífeyris- og atvinnumál, undirmenn leggja mesta áherslu á beinar launahækk- anir og yfírmenn aðrir settu á fundinum á sunnudag fram nýja og ítarlega kröfugerð. Tveir hópar, matsveinar og þemur, hafa enn ekki sett fram kröfur sínar í deil- unni. Í gær hófst þriggja daga verkfall Skipstjórafélags Islands. Ótíma- bundið verkfall undirmanna á kaup- skipaflotanum hófst um miðja síð- ustu viku. Allmörg skip hafa þegar Málning slettist yfir göngumenn ÞAÐ óhapp varð, um það leyti sem Lionsmenn voru að hefja göngu sína gegn vimuefnum á laugardag, að málari missti fulla fötu af málningu yfir göngu- menn. Málarinn var að mála húsþak við Laugaveginn er hann missti fötuna og slettist málning yfír fjölmarga göngumenn og lögreglubfl sem þama var. Að sögn sjónarvotta er mesta mildi að einhver varð ekki undir fötunni, enda hefði geta hlot- ist stórslys af. stöðvast í höfnum hérlendis vegna verkfallanna. Heilsuverndarstöö Reykjavíkur: Heimahjúkrun með vakt allan sólarhringinn NÝLEGA hefur verið tekin upp næturvakt á Heilsuverndarstöð Reykjavikur í þeirri deild, sem sér um heimahjúkrun. Einn hjúkrun- arfræðingur ásamt sjúkraliða muni sinna þessari þjónustu á nót- tunni. Þjónustan er ætluð öllum borgar- búum sem þurfa hennar með og er bömum jafnt sem gamalmennum sinnt, að sögn Margrétar Þorvarð- ardóttur, hjúkrunarframkvæmda- stjóra heimahjúkrunar. „Flestar vitj- anir eru vegna aðhlynningar, aðstoð við böðun, lyfjagjöf eða skipta um umbúðir á sámm,“ sagði Margrét. „Næturþjónustan er aðallega hugsuð fyrir þá sem vilja vaka frameftir en þurfa á aðstoð að halda við að komast í rúmið og eins. þá sem þurfa að komast fram úr á nóttunni en eru ósjálfbjarga. Við vinnum með lækna- vaktinni og köllum á hana ef gmnur leikur á að þörf sé á sjúkrahúsvist- un.“ Um þijátíu manns vinna við heimahjúkmn og er annríkið mest milli kl. 8 á morgnana og 16:00 á daginn. Kvöldþjónustunni var komið á fyrir tveimur ámm en heimahjúkr- un var komið á í Reykajvík 1902. Beint símasamband er við heima- hjúkmn á Heilsuvemdarstöðinni á kvöldin en einnig er hægt að koma boðum til deildarinnar hjá lækna- vaktinni. Kaupfélagið á Fáskrúðsfirði: Sótti um inng'öngu - vísað af fundinum Formaður Verkalýðs- og sj ómannaf élags Fáskrúðs- fjarðar hættur við að leita eftir aðild að kaupfélaginu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.