Morgunblaðið - 06.05.1986, Síða 56

Morgunblaðið - 06.05.1986, Síða 56
Möguleiki á frekari lækkun á bensínverði I LANDINU eru nú til fjögnrra mánaða birgðir af bensíni. Meðalverð í birgðum er 129 dollarar tonnið og segir Georg Ólafsson verðlagsstjóri að það samsvari 26 króna útsöluverði á hverjum lítra, eða 2 krónum undir þvi verði sem nú er í gildi, miðað við forsendur í dag. Hann sagði aðspurður að síðar í mán- uðinum væru iíkur á umtals- verðri lækkun á útsöluverði gasolíu og svartolíu. í fréttatilkynningu Verðlags- stofnunar um bensínverðslækkun- ina sem tók gildi um mánaðamótin ' " kemur fram að olíufélögin hafa keypt mikið af bensíni á meðan verðið var sem lægst, í mars og apríl. Þau hafí hins vegar ekki keypt bensín í byrjun ársins þegar verðið fór upp í 210 dollara tonnið. Meðalverð birgðanna er eins og áður segir 129 dollarar tonnið, en síðan hefur það gerst að heims- markaðsverð hefur farið hækkandi oger nú komið upp í 154 dollara. í framhaldi af þessu var Georg ^purður um möguleika til frekari “Vækkunar bensínverðsins. Hann sagði að enn væri skuld á inn- kaupajöfnunarreikningi, en þegar búið yiði að jafna reikninginn síðar í mánuðinum, gæti orðið svigrúm til þess að lækka útsöluverð á bensíni um 2 krónur lítrann, það er úr 28 krónum í 26, eða auka framlög til vegamála um samsvar- andi flárhæð, ef menn vildu fara þá leiðina eins og fram hefðu komið tillögur um. Georg sagði að stund- um hefði verið deilt á óhagkvæm innkaup á olíuvörum til landsins en nú væri því þveröfugt farið. Verði ákveðið að nota þetta ^jgvigrúm til að lækka bensínlítrann um 2 krónur hefur bensínið verið lækkað um 9 krónur frá áramót- um, úr 35 krónum í 26, eða um 25,7%. VÍMULAUSÆSKA Mikil þátttaka var í göngu og útifundi á Lækjartorgi á laugardaginn undir kjörorðinu „Vímulaus æska“. Túlipönum var dreift til allra, en túlipaninn er tákn heilbrigðrar æsku. Lionshreyfingin á Islandi hefur ásamt hreyfingunni á Norðurlöndum tekið upp merki baráttu gegn vímuefnaneyslu. Nánar er sagt frá göngunni og útifundinum á bls. 23. Þörungavinnslan tek- in til gjaldþrotaskipta STJÓRN Þörungavinnslunnar í Reykhólasveit ákvað á fundi sínum í gær að óska eftir því að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotameð- ferðar. Öllum starfsmönnum fyrirtækisins hafði verið sagt upp frá og með 1. þessa mánaðar, þannig að nú liggur starfsemin í Þörunga- vinnslunni niðri. „Það var ákveðið á stjómarfund- inum í dag að óska eftir því að fyrirtækið verði tekið til gjaidþrota- meðferðar," sagði Vilhjálmur Lúð- víksson stjómarformaður Þömnga- vinnslunnar í samtali við Morgun- blaðið í gær að afloknum stjómar- fundinum. Vilhjálmur sagði að þetta ■U;fði verið samþykkt með öllum atkvæðum stjómamianna. Það væri síðan málefni skiptaráðanda hve- nær fyrirtækið yrði tekið til skipta. Starfsmönnum fyrirtækisins, sem voru um 20 talsins, var sagt upp fyrr í vetur, þegar afstaða iðnaðar- og fjármálaráðuneytis til fyrirtækisins varð ljós. Þá var ákveðið að rekstri Þörungavinnsl- unnar yrði hætt frá 1. maí sl. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru heimamenn í Reyk- hólasveit, og þá einkum starfsmenn Þömngavinnslunnar, sárir yfír þeirri málsmeðferð sem þetta mál hefur fengið. Benda þeir á að upp- haflega hafí verið mótuð sú stefna að koma rekstrinum í hendur heimamanna og að ríkið hafi ætlað að losa sig út úr rekstrinum. Stjóm Þörungavinnslunnar hafí síðan starfað samkvæmt þeirri stefnu frá árinu 1984, og heimild til þess að svo gæti orðið hafí síðan verið staðfest á Alþingi sl. vor. Því þyki mönnum sem komið hafí verið aftan að þeim, þegar stefnubreyting stjómvalda varð í þessu máli síðast- liðið haust, sem hafí lyktað með þeirri ákvörðun að stöðva rekstur- inn. Ekki er talið útilokað að rekstur Þömngavinnslunnar hefjist á nýjan leik, en heimamenn hafa þá áhyggj- ur af því hvað verði um viðskipta- sambönd vinnslunnar, þar sem ólík- legt sé að viðskiptavinir Þömnga- vinnslunnar séu reiðubúnir til þess að hefja viðskipti við nýtt fyrirtæki, á meðan ekki hafí verið gengið frá viðskiptakröfum þeirra gagnvart Þömngavinnslunni. Iðnlána- sjóður lækkar vexti VEXTIR útlána Iðnlánasjóðs lækka frá og með 15. maí. Vextir verðtryggðra lána lækka úr 7% í 6,5%, vextir lána í SDR lækka um 2% í 8% og lán Vöruþróunar- og markaðsdeildar sjóðsins lækka úr 7% í 5%. Bragi Hannesson, bankastjóri Iðnaðarbankans sagði í gær að það væri stefna stjómar Iðnlánasjóðs að eigið fé sem hlutfall af niðurstöðu- tölu efnahagsreiknings fari ekki niður fyrir 25%. Hann sagði að ákvörðun um vaxtalækkunina væri tekin með hliðsjón af spám um verð- lags- og gengisþróun, enda ljóst að eigiðfjárhlutfall fer ekki niður fyrir 25%. Um síðustu áramót var þetta hlutfall 25,7%. Meginhluti útlána Iðnlánasjóðs er bundin lánskjaravísitölu, en á síðasta ári var ákveðið að gengistryggja hluta útlána. Þau lán sem veitt em til vélakaupa yfír 700 þúsundum og byggingarlán sem em yfír 5 milljónir króna em bundin við SDR, þ.e. sér- stök dráttarréttindi. Lán frá vöm- þróunar- og markaðsdeild námu á síðasta ári 32 milljónum króna, en Bragi sagði að ráðstöfunarfé þessar- ar deildar á yfírstandandi ári væri tæpar 100 milljónir króna. Megin- hluti iðnlánasjóðsgjaldsins rennur til vömrþróunar- og markaðsdeildar. Helguvík; Olía komin í tvo geyma OLÍU hefur verið dælt í tvo af ellefu eldsneytisgeymum í Helgu- vík, þar sem verið er að byggja birgðastöð fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Hvor tankur um sig rúmar fimmtán þúsund rúmmetra en þegar framkvæmd- um er lokið verður geymarýmið alls 154 þúsund rúmmetrar. Eldsneytið, sem nú er í varageym- unum í Helguvík, fór nokkra króka- leið í geymana. Því var skipað upp í Keflavíkurhöfn, fór í leiðslum um gamla geymasvæðið á Keflavíkur- flugvelli og þaðan niður í Helguvík, að sögn Sverris Hauks Gunniaugs- sonar, skrifstofustjóra á vamar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytis- ins. Akstursgjald lækkar um um það bil 13% GJALD, sem greitt er fyrir hvern ekinn kílómetra á eigin bíl, sem Ferðakostnaðarnefnd ríkisins reiknar út, lækkaði frá og með 1. apríl um það bil um 13%. Almenna gjaldið er nú 11,70 krónur, en gjaldið fyrir akstur á malarvegum er nú 13,45 krónur. Lækkun gjaldsins stafar af því að bifreiðir og hjólbarðar hafa lækkað en einnig vegna þess að bensín hefur lækkað á undanföm- um mánuðum um 20%. Almenna gjaldið var var fyrir lækkun 13,55 krónur og gjaldið fyrir akstur á malarvegum var 15,45 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.