Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1986 Viðbrögð við úrslitum Evro vision -s öngvukeppninimr Reynir Siguijónsson Morgunblaðið/Emilía Sólveig Mikaelsdóttir lenda í fimmta sæti. Þetta var besta ísienska lagið sem til greina kom að senda. En það var gaman, að ísland skyldi vera með í keppninni og vonandi verður það áfram. Þá er ég viss um, að við eigum eftir að ná betri árangri.“ „Ofsalega spæid“ „Ég varð alveg ofsalega spæld, ég bjóst við svo miklu meira að við yrðum að minnsta kosti fyrir ofan miðju," sagði Sólveig Mika- elsdóttir. „Mér fannst Icy-hópur- inn standa sig með miklum ágæt- um og koma vel fyrir. Þrátt fyrir rýra uppskeru, var virkilega gaman að íslendingar voru með í keppninni og við eigum tvimælalaust að halda því áfram. Að mínu mati var sænska lagið best — kröftugt og líflega flutt. Vinningslagið fannst mér aftur á móti ekkert sérstakt. Það sem skipti sköpum var söngur stelp- unnar og ég tel að hún hafi ráðið meiru um úrslitin en lagið sjálft," sagði Sólveig. „Hinar þjóðirnar kunnu ekki að meta okkur“ „Æ, þetta fór nú ekki vel. Mér fannst lagið okkar verðskulda meira en sextánda sætið. En hinar þjóðirnar hafa líklega ekki kunnað að meta það,“ sagði Jakob Gunn- laugsson. „Eg hafði gaman af því að horfa á keppnina samt sem áður. Fulltrúar okkar voru skemmtilega klæddir og komu vel fram. Lögin eru sjálfsagt öll góð ef vel er með þau farið og þá var gaman að sjá tilburðina hjá fólkinu — um- gjörðin hefur víst heilmikið að segja í svona keppni. Æ, biddu mig ekki að nefna neitt sérstakt lag. Það kann ég ekki. En þetta var allt saman skemmtilegt og við verðum bara að reyna aftur,“ sagði Jakob Gunnlaugsson að lokum. „Bjuggumst við betra gengi“ — segja viðmælendur Morgunblaðsins um árangur Gleðibankans Torfey Steinsdóttir Þröstur Jensson Unnur Siguijónsdóttir ÞAÐ ER ekki ofsagt, að íslenska þjóðin hafi fylgst með þvi, sem var að gerast á sviði Grieg-tónlistarhallarinnar í Björgvin í Noregi að kvöldi laugardagsins 3. mai sl. í Reykjavík sást varla sála á ferli frá klukkan sjö að kvöldi fram til klukkan að verða tíu og gera má ráð fyrir, að líka sögu sé að segja úr öðrum byggðarlögum, svo miklu létu Islendingar sig varða gengi framlags landans til Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu, Gleðibanka Magnúsar Eirikssonar, i flutningi Eiríks Haukssonar, Helgu Möller og Pálma Gunnarssonar. Mikið hafði verið spáð og spjallað um væntanlega vel- gengni framlagsins og spekingar í öðrum löndum bomir fyrir því, að lagið væri sigurstranglegt. Því meiri urðu vonbrigðin þegar líða tók á atkvæðatalninguna og ljóst varð, að Gleðibankinn yrði jafnvel neðar en svartsýnustu menn höfðu spáð. Og sextánda sætið varð raunin. Morgunblaðið spurði nokkra vegfarendur í gær, hvort úrslitin hefðu komið þeim á óvart og fara svörin hér á eftir. „Áttum skilið að verða ofar“ „Ég varð fyrir vonbrigðum með úrslitin. íslenska lagið átti skilið að verða miklu ofar,“ sagði Torf- ey Steinsdóttir. „Annars fannst mér erfitt að gera upp á milli laganna í keppninni. Mér fannst belgíska stúlkan vel að sigrinum komin — hún söng skemmtilega og lagið var í heild vel flutt. Hvað varðar frekari þátttöku okkar í keppninni, þá finnst mér við þurfa að gera upp við okkur hvort við ætlum að halda keppn- ina ef svo færi að við ynnum. Við núverandi aðstæður finnst mér hæpið að við höfum bolmagn til þess.“ „Vorum full- sigurreifir“ „Ég er ekki frá því, að íslend- ingar hafi verið fullsigurreifír fyrir keppnina og vonbrigðin því sárari," sagði Þröstur Jensson. „Lagið er gott og átti betra skilið. Að mínu mati var hljómsveitin, sem spilaði undir, slöpp og ég er þess fullviss, að Icy-hópurinn galt fyrir það og náði varla að sýna sitt besta. Það getur svo sem verið, að hljómsveitin hafí háð öðrum flytjendum líka, en ég tók sérstaklega eftir þessu með Gleði- bankann, maður er farinn að þekkja lagið svo vel. Annars fannst mér sænska lagið best og tel að það hefði átt að vinna. íslendingar eiga tvímælalaust að vera með í samstarfi sem þessu og við hefðum raunar átt að vera löngu byijaðir að keppa. En við erum reynslunni ríkari og það gengur áreiðanlega betur næst.“ „Norska hljóm- sveitin brást“ Unnur Siguijónsdóttir var ekki sátt við gengi Gleðibankans í keppninni. „Ég verð að segja, að ég bjóst við betri byr. Mér datt ekki í hug, að lagið yrði neðar en í tíunda sæti. Það var búið að láta svo mikið með það hér heima og láta í það skína, að öðrum þjóð- um þætti mikið til koma, en það virðist ekki hafa verið mikið að marka. Ég fer samt ekki ofan af því, að þetta var besta lagið, sem við áttum völ á að senda í keppn- ina. Ég varð fyrir svolitlum von- brigðum með, hvemig Icy tókst upp á sviðinu og tel að norska híjómsveitin eigi dálitla sök á því — hún brást. Það vantaði kraftinn, sem er í laginu bæði á mynd- bandinu og plötunni. En það er engin ástæða til að örvænta þó illa gengi núna. Við eigum að halda áfram að vera með og auglýsa land og þjóð og þá munum við vinna okkur sess í keppninni. Annars fannst mér mörg lögin góð og erfitt að gera upp á milli, en því er ekki að neita að Sandra Kim var vel að sigrinum komin." Jakob Gunnlaugsson „Vöndum okkur betur næst“ „Þetta voru ömurleg úrslit — ég bjóst við miklu betri árangri," sagði Bjarni Hermundarson. „Ég var farinn að venjast Gleði- bankanum og fannst hann bara nokkur góður. En að mínu mati átti Ef meira erindi í keppnina — og þá ekki síst ef Björgvin Hall- dórsson hefði fengið að syngja það. Mér finnst sjálfsagt að við höldum þátttöku áfram í þessari keppni. Við þurfum bara að vanda okkur betur næst og þá verður útkoman örugglega betri. Að þessu sinni fannst mér sænska lagið best — það höfðaði mest til mín,“ sagði Bjami. „Hörmung’ frá upp- haf i til enda“ Reynir Siguijónsson var ómyrkur í máli þegar söngva- keppnina bar á góma. „Hún var hörmung frá upphafi til enda,“ sagði hann. „Lögin voru hvert öðru lélegra, flutningur afleitur og þetta hefur farið versnandi ár frá ári. Neðar er varla hægt að komast. Hvað varðar frammistöðu ís- Bjarni Hermundarson Fanney Halldórsdóttir lendinga er best að gleyma henni sem fyrst. Gleðibankinn er ekkert dúndurlag, en útsetningin gerði endanlega út af við hann. Hún hefði átt að vera í höndum höfund- arins en ekki einhverra manna sem sjónvarpið ræður. Við ættum þó að vera með í keppninni áfram og reyna að hressa eitthvað upp á hana. Það er ekkert vafamál að við getum unnið ef við sendum almennilegt lag — ekki er framlag hinna þjóð- anna svo burðugt — og það gerum við næst.“ Reynir tók það fram, að að þessu sinni hefði sér þótt írska lagið illskást. „Icy voru stressuð“ „Ég var að flestu leyti sátt við úrslit söngvakeppninnar," sagði Fanney Halldórsdóttir. „Mér finnst sigurlagið stórskemmtilegt þó ég hefði kannski heldur kosið að sænska lagið ynni. Það sem mér fannst leiðinleg- ast var, að Gleðibankinn náði ekki lengra. Það fór greinilega eitthvað úr skorðum hjá Icy í Björgvin — mér sýndist helst, að þau væru svolítið stressuð. Flutningurinn er miklu betri á myndbandinu. Og miðað við hann hefði lagið átt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.