Morgunblaðið - 06.05.1986, Side 4

Morgunblaðið - 06.05.1986, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1986 „Vonandi tekst að halda genginu stöðugu út allt árið en í trausti þess lækkuðum við gólfteppi um 3 til 8%, gólfdúka um 4 til 5% og önnur hjálparefni um allt að 10%. í heildina er hér um 2 til 3% lækkun að ræða,“ sagði Jón. Teppaland lækkar verð um allt að 10% Komum til móts við ábendingar yfirvalda - segir Jón Karlsson framkvæmdastjóri „VIÐ VILDUM verða fyrst inn- flutningsfyrirtækja til að láta að okkur kveða og lækka vöruverð- ið,“ sagði Jón H. Karlsson fram- kvæmdastjóri Teppalands, sem auglýst hefur allt að 10% lækkun á vörum verslunarinnar. Jón sagði að iðnfyrirtæki hefðu riðið á vaðið og því hefðu þeir hjá Teppalandi ákveðið að fylgja á eftir og lækka vöruverðið þar sem því væri við komið. „Með því að draga saman reksturinn, sameina þijár deildir í eina ásamt endurskipulagn- ingu hefur tekist að halda vöruverði niðri og jafnvel lækka það,“ sagði Jón. „Þar með teljum við okkur vera að koma til móts við þær ábendingar sem komið hafa frá rík- isstjóminni og verðlagsstjóra um vöruverð." Hann sagði að vaxta- lækkun hefði dregið úr kostnaði fyrirtækja og með það í huga færu þeir þess á leit við erlenda viðskipta- aðila að þeir kæmu til móts við þá við gerð nýrra viðskiptasamninga. Og hefur sú málaleitan fengið góðar undirtektir. Leiðrétting RANGT var farið með tölu í frétt í laugardagsblaðinu af málefnum Þýsk-íslenska hf., þar sem greint var frá álögðum viðbótarsköttum og sektum á félagið. Þar sagði að rannsókn rannsóknardeildar ríkisskattstjóraembættisins hefði leitt í Ijós að á árinu 1984 hafi Þýsk-íslenska hf. vantalið tekjur sínar og eignir um rúm- lega hundrað milljónir króna. Þetta er rangt. Hins vegar hefur Morgunblaðinu ekki tekizt að fá öruggar upplýsingar um það hver hin rétta tala er, þar sem upplýsingar heimildarmanna blaðsins stangast á um það. Þá er og rétt að taka fram, vegna ónákvæmrar fyrirsagnar á um- ræddri frétt, að viðbótarskattar, sem ríkisskattstjóri hefur lagt á fyrirtækið, nema alls liðlega 38,8 milljónum króna. Viðurlög og drátt- arvextir eru að auki tæplega 12,9 milljónir króna, þannig að heildar- íjárhæðin er alls um 51,7 milljónir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Afmælisterta Morgunblaðið/Bjami. Bakarameistarar í höfuðborginni eru farnir að undirbúa 200 ára afmæli Reykjavíkur 18. ágúst. Þeir ætla að baka 200 metra langa tertu í tilefni dagsins og í gær var borgarfulltrúum og helstu ráðamönnum borgarinnar boðið að smakka sýnishorn af tertunni við Höfða. Útf ör Helgri M. Níelsdótt- ur gerð í gær ÚTFÖR Helgu M. Níelsdóttur Ijósmóður, sem lést 28. apríl, var gerð frá Dómkirkjunni í gær. Helga fæddist 21. júní 1903 að Halldórsstöðum í Saurbæjarhreppi, Eyjafirði. Foreldrar hennar voru þau Níels Sigurðsson bóndi að Æsustöðum í Saurbæjarhreppi og kona hans Sigurlína Rósa Sig- tryggsdóttir. Helga nam ljós- mæðrafræði í Reykjavík árin 1923 og 1924 en hélt til framhaldsnáms á Ríkisspítalanum í Kaupmanna- höfn 1926 og 1927. Stundaði síðan ljósmóðurstörf í Reykjavík. Helga stofnaði Fæðingarheimili Reykja- víkur við Eiríksgötu 1933 og rak það til ársins 1939. Hún veitti heim- ilishjálpinni í Reykjavík forstöðu frá 1950 til 1976. Stofnaði Ljós- mæðrafélag Reykjavíkur 1942 og var gjaldkeri þess frá upphafi og síðar formaður um langt árabil. Auk þess sinnti hún ýmsum félagsmál- um og var sæmd heiðursmerki Rauða kross íslands árið 1977. Kópavogur: Tónleikar á menningarviku í KVÖLD klukkan 20.30 verða tónleikar í Kópavogskirkju og eru þeir liður f menningarviku Kópavogs, sem hófst um helg- ina. Á tónleikunum í kvöld verða leikin verk eftir mörg erlend tón- skáld, Bach, Beethoven, Elling- ton og fleiri. Þá verða á dag- skránni verk eftir þijú íslenzk tónskáld, Fjölni Stefánsson, Árna Harðarson og Snorra S. Birgis- son. Málarekstur umhverfissinna fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna: Vilja refsiaðgerðir gegn hvalveiðiþjóðum Hafa unnið málið fyrir tveimur dómstigum MUNNLEGUR málflutningur fór fram fyrir helgi í Hæstarétti í Bandarikjunum í máli bandarískra umhverfissinna gegn þarlendum stjórnvöldum. Málið höfðuðu umhverfissinnar á sinum tíma vegna samninga, sem Bandaríkjastjórn gerði við Japani, um að falla frá refsiaðgerðum gegn þeim fyrir að virða ekki hvalveiðibann Alþjóða- hvalveiðiráðsins gegn því að Japanir lofuðu að hætta hvalveiðum 1988. Slika samninga telja umhverfissinnar ólöglega, þar eð fram- kvæmdavaldið sé með þeim að „semja um lög“, og fara þannig inn á svið löggjafarvaldsins. Umhverfissinnar hafa unnið þetta mál á tveimur dómstigum og er málið nú komið til kasta hæstaréttar. Niðurstöðu hæstaréttar er ekki að vænta fyrr en í ágúst i fyrsta lagi. Magnús Gústafsson fram- kvæmdastjóri Coldwater Seafood Corporation, fisksölufyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum, hefur fylgst grannt með þessu máli, enda snertir það óbeint mjög hagsmuni íslend- inga. „Það hefur þótt tíðindum sæta að hæstiréttur skyldi taka málið upp, því hann er afskaplega Verðið er of hátt og engnm tii góðs - segir Peter Rose framkvæmdasijóri Glenrose-frystihússins í Hull „VERÐIÐ i dag er of hátt og engum til góðs. Við ráðum við að borga 45 til 50 krónur fyrir hvert kiló af fiski til frystingar. Við vitum að það er meira en islenzku frystihúsin borga, en við erum með betri nýtingu, meiri sérhæfingu og minni fjármagns- kostnað en þau. Með öðrum orð- Seðlabankinn: Minnispeningur- inn að seljast upp ÞEIR 5 ÞÚSUND silfurpening- ar í sérstakri gjafaöskju, sem Seðlabanki íslands lét slá til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá þvi seðlaútgáfa hófst hér á landi, eru að verða uppseldir. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum er hér um „fínni“ sláttu minnispeningsins að ræða, sem sleginn var í 5 þúsund eintök- um en alls voru 20 þúsund minnis- peningar slegnir. Hinir 15 þúsund sem slegnir voru með „venjulegri" sláttu og minna silfurmagni er enn hægt að fá hjá bönkum spari- sjóðum og helstu myntsölum um land allt. um er reksturinn hjá okkur betri. Þess vegna getum við borgað hærra verð en islendingar,“ sagði Peter Rose, eigandi og framkvæmdastjóri frystihússins Glenrose i Hull, i samtali við Morgunblaðið. Glenrose vinnur nánast allan fiskinn í blokkir en lausfrystir flök einnig. Ifyrirtækið framleiðir meira af blokk, mest þorskblokk, en nokk- uð annað fyrirtæki í Bretlandi eða um 8.000 lestir á ári. Peter Rose segir þá fá sama verð fyrir blokkina og íslendingar um 1,35 dali á hvert pund. Hráefniskostnaður sé um 75% af söiuverðinu að meðaltali, vinnulaun 10 til 15% og annar kostnaður svipaður. „Við nýtum fiskinn betur, fáum um 50 til 52% af flökum af hveijum físki, við nýtum allan úrgang og fjármagnskostnaður er minni en á Islandi. Á hinn bóginn erum við bundnir við samninga um sölu, sem við verðum sð standa við og við getum ekki sent fólkið heim, þegar við fáum ekki fisk. Þess vegna borgum við stundum meira, allt að 65 krónum á kíló. Við kaupum einnig talsvert af heilfrystum fiski, sem við vinnum, þegar skortur er á ferskum físki. Með því móti jöfn- um við vinnsluna okkur til hags- bótar. Við erum í beinum tengslum við markaðinn, við tökum aðeins, það sem við vitum að kaupendur vilja, aðeins eina til tvær tegundir af físki að mestu leyti. Við seljum blokkina á sama verði og þið og borgum meira fyrir hráefnið vegna betri aðstæðna til rekstar. Við þurfum ekki að taka hvað sem er hvenær sem er, heldur tökum við það, sem okkur hentar hveiju sinni. Sú aðstaða skiptir megin máli. Á hinn bóginn hefði markaðurinn hér, bæði fyrir frystingu og frekari sölu á á ferskum fiski hrunið, ef við hefðum ekki fengið fískinn frá íslandi. Þess vegna eigum við þeim mikið að þakka. Stefna okkar er einnig sú að fara aldrei niður fyrir það verð, sem við vitum að útgerðin þar þarf, þó við gætum það f ein- stökum tilfellum. Það þýddi aðeins óánægju og að við fengjum ekki nóg,“ sagði Peter Rose. spar á tíma sinn og ljær ekki máls á hveiju sem er. En fulltrúar fram- kvæmdavaldsins, sem í þessu tilfelli eru utanríkis- og viðskiptaráðu- neytið, telja að hér sé um prófmál að ræða sem snýst um grundvallar- atriði, nefnilega hugsanlega skerð- ingu á valdi forsetans. Er litið svo á að slík valdskerðing geti stórlega skaðað samskipti Bandaríkjanna við aðrar þjóðir," sagði Magnús. Magnús sagði að samkvæmt bandarískum dýravemdunarlögum frá 1971 megi beita þá aðila þving- unum, sem ekki samþykkja lög og alþjóðasamþykktir um dýravemd. „Á þessum lögum var hert frekar árið 1979, sem gerir það að verkum að nú er heimilt að skerða til dæmis fiskveiðiréttindi þjóða, sem ekki virða hvalveiðibannið, um allt að helming. Þannig gætu Japanir misst fískveiðiréttindi við strendur Bandaríkjanna, sem gefa þeim 500 milljónir dollara í aðra hönd á ári fyrir að mótmæla hvalveiðibanninu. Málið snýst sem sé um það að umhverfíssinnar telja að Banda- ríkjastjóm hefði átt að framfylgja þessum dýraverndunarlögum strax, í stað þess að.semja við Japani um hvalveiðar til ársins 1988,“ sagði Magnús. Magnús sagði að niðurstaða þessa máls hefði að sjálfsögðu mikla þýðingu fyrir íslendinga. „Almenn- ingur í Bandaríkjunum ætlar sér greinilega að vernda hvalina og ef hæstiréttur staðfestir niðurstöðu undirréttanna tveggja, blasir við að Japanir hljóta að taka afstöðu sína til hvalveiða til rækilegrar endur- skoðunar," sagði Magnús Gústafs- son að lokum. Leiðrétting MEINLEG villa var í frétt blaðsins sl. sunnudag um menningarviku í Kópavogi. Þar stóð að í svokölluðu „Gerðar- kaffi“ nk. sunnudag myndi Helgi Pálsson, faðir Gerðar, syngja 6 lög. Hið rétta er að flutt verða sex ís- lenzk þjóðlög op. 6 eftir Helga Páls- son við undirleik Þórhalls Birgisson- ar á fíðlu og Kristins Gestssonar á píanó. Helgi Pálsson samdi allmörg lög. Hann lést 1964. Morgunbiaðið biðst afsökunar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.