Morgunblaðið - 06.05.1986, Side 45
hann sér bóklegrar menntunar, sem
kom honum að góðum notum síðar
á lífsleiðinni.
Á þessum árum bjó hann hjá afa
sínum, Bjama, sem þá var hættur
búskap fýrir all nokkru, hafði leigt
tengdasyni sínum Reykhólana og
flutt suður.
Hinum aldna atorkumanni og
fyrrverandi stórbónda mun hafa
þótt sem þessum þróttmikla dóttur-
syni sínum kippti í kynið og líktist
sér. Eftir nokkurra ára dvöl í
Reykjavík flutti Kristinn heim í átt-
hagana. Árið 1919 kvæntist hann
fyrri konu sinni, Stefaníu Ingi-
mundardóttur frá Bæ í Króksfírði.
Þau hófu búskap á Kletti í Kolla-
fírði, en fluttust síðan að Hamars-
landi í Reykhólasveit. Árið 1930
fluttist íjölskyldan í Bygggarð á
Seltjamamesi og þar hóf Kristinn
kúabúskap.
Þau Kristinn og Stefanía eignuð-
ust fjögur börn, Magnús, forstjóri
í Njarðvíkum, f. 11. september
1920, látinn; Hákon, f. 7. ágúst
1922; Halldór, vélsmiður. f. 18.
september 1928, látinn og Emu,
sem er gift í Bandaríkjunum. Þau
Stefanía og Kristinn slitu samvist-
um.
Eftirlifandi eiginkona Kristins er
Sólveig Baldvinsdóttir, ættuð úr
Ámessýslu. Hún hefur staðið sterk
og örugg við hlið hans um hálfrar
aldar skeið og hvergi hlíft sér. Dótt-
ir þeirra er Ema, f. 18. mars 1942,
gift Guðmundi L. Jóhannessyni hér-
aðsdómara við bæjarfógetaembætt-
ið og búsett í Hafnarfirði. Þau eiga
þrjár dætur; Sólveigu Jóhönnu 18
ára, Kristínu Þómnni 12 ára og
Valdísi Björk 10 ára. Þær voru-
augasteinar afa síns og hann um-
vafði þær slíkri ástúð og kærleika,
að engu var líkara en að það, að
hann náði svo háum aldri, hafí verið
gjöf forsjónarinnar, til þess að hann
fengi að njóta samvistanna við þessi
dótturböm sín. Það hefur komið í
þeirra hlut að aðstoða Sólveigu við
umönnun og hjúkmn Kristins síð-
asta áfangann, en allir sem til
þekkja vita að sú þjónusta var veitt
af stakri nærfæmi og alúð.
Árið 1934 brá Kristinn búi og
gerðist fangavörður í Reykjavík og
síðan á Litla-Hrauni um tíma.
Árið 1936 var hann ráðinn lög-
regluþjónn í Keflavík. 1940 fluttu
þau hjónin til Hafnarfjarðar, en
hann var skipaður þar lögreglu-
þjónn 1. október 1940, og gegndi
því starfí uns hann lét af því fyrir
aldurssakir 1. júní 1968. Hann var
skipaður varðstjóri 1. júlí 1948 og
yfírlögregluþjónn 1. október 1962.
Öllum sem kynntust Kristni Há-
konarsyni var hann minnisstæður.
Það duldist engum sem sá hann,
að þar fór atgervismaður andlega
sem líkamlega, hár og þrekinn og
bar sig fyrirmannslega. Hann var
ritfær veí, bæði á bundið mál og
óbundið, og vel máli farinn. Kristinn
gat verið harður í hom að taka,
kappsfullur og óvæginn ef því var
að skipta og lét þá ekki hlut sinn,
hver sem í hlut átti. í daglegri
umgengni var hann hófsamur og
hýr á hveiju sem gekk og enginn
kunni betur að gleðjast á góðri
stund en hann. Kristinn var heiðar-
legur í öllum viðskiptum og orð
hans sem vottfestir samningar.
Hann kunni vel að segja fyrir
verkum og var virtur af þeim sem
hann hafði yfír að segja.
Kristinn gerði fleira á sinni löngu
starfsævi en að stunda löggæslu-
starf sitt af stakri samviskusemi
og skyldurækni. Hann byggði
ásamt konu sinni þijú hús í hjáverk-
um, eftir að þau fluttu til Hafnar-
fjarðar, tvö tveggja hæða og eitt
þriggja. Þau standa öll í sjónhend-
ingu hvert hjá öðm og munu bera
atorku þeirra hjóna vitni um langa
framtíð.
Kristinn var mikill hestamaður
og þau hjón bæði, hafa átt hesta
alla tíð, eftir að þau settust að í
Hafnarfirði. Þau vom meðal fmm-
kvöðla að stofnun hestamannafé-
lagsins „Sörla" og Kristinn fyrsti
formaður þess. Þá var hann lengi
í stjórn Landssambands hesta-
manna. Um þennan þátt í lífssögu
hans er mér lítt kunnugt. Þar mun
Kristins verða minnst af öðmm.
Kristinn Hákonarson hafði fast
mótaðar skoðanir á flestum málum.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1986
45
Hann var drengur góður og fús
til sátta ef sundur hafði dregið.
Kristinn var í aðra röndina öðlingur,
nærgætinn, hógvær og viðkvæmur,
en sá flötur sneri ekki að hveijum
sem var. Hann var greiðvikinn,
hjálpsamur og raungóður svo af
bar.
Hér að framan hef ég drepið á
helstu viðfangsefni sem Kristinn
stafaði að á langri starfsævi, en
mörgu er þó sleppt. Þegar ég lít
um öxl, get ég fulikomlega tekið
undir orð félaga okkar er hann
mælti eftir lát hans:
„Það sem sérstaklega einkenndi
lífsferil hans var það, að hann gekk
að öllu sem hann vann að, heill og
óskiptur," og þess vegna náði hann
oftast þeim markmiðum sem hann
stefndi að.
Ég á Kristni og frú Sólveigu
skuldir að gjalda sem aldrei verða
goldnar, sú var þó stærst, að þegar
ég flutti hingað suður síðla veturs
1947 um það leyti sem Heklueldar
hófust, dvaldi ég fyrstu dagana á
heimili þeirra, óframfærinn og
vonsvikinn sveitadrengur. Þar var
mér tekið af þeirri hjartahlýju og
alúð, sem þau hjón áttu svo mikið
til af og þau veittu mér af þeirri
rausn, sem allir þekkja sem á þeirra
heimili hafa verið boðnir.
Seinna varð ég undirmaður
Kristins og starfsfélagi næstum
óslitið um fímmtán ára skeið. Frá
þeim tíma á ég margar ljúfar minn-
ingar um þennan góða dreng, sem
bæði var gull og gijót. Þær eru
ekki allar bundnar við löggæslu eða
önnur störf á vegum sýslumanns-
embættisins. Þær minnisstæðustu
eru tveggja manna tal við hinn til-
fínningaríka og ljúfa dreng.
Á slíkum stundum fann maður
best kærleikann og umhyggjuna
sem þessi lífsreyndi maður bar til
allra þeirra, sem honum þótti vænt
um, skyldum og vandalausum.
Stundir með þessum heiðurs-
mannni eru mér svo dýrmætar, að
mér fannst ég knúinn til að stinga
niður penna á þessum tímamótum,
svo minningar mínar um hann
mættu geymast á prenti um
ókomna tíð. Að leiðarlokum þökk-
um við hjónin Kristni Hákonarsyni
alla hans velvild og hjálpsemi í
okkar garð.
Frú Sóleigu, börnum hans og
öðrum vandamönnum, vottum við
djúpa samúð og biðjum Guð að
veita þeim styrk á sorgarstundu.
Ég þakka honum langa sam-
fylgd, órofa vináttu og tryggð.
Ég bið hinn hæsta höfuðsmið
himins og jarðar að fylgja honum
á þeirri leið, sem hann hefur nú
lagt út á, handan við móðuna miklu.
Jón Ól. Bjarnason
Kristinn Hákonarson fyrrverandi
yfírlögregluþjónn í Hafnarfírði er
látinn eftir langa og hetjulega bar-
áttu fyrir lífínu. Hann var fæddur
9. júlí 1897.
Ég kynntist Kristni Hákonarsyni
1954 þegar ég hóf störf í lögregl-
unni í Hafnarfirði. Kristinn var þá
varðstjóri. Fyrst fannst mér hann
harður sem stál, en góður og sann-
gjarn í allri stjómun. Alltaf hlýr og
vænn við fólk, sem varð eitthvað á
í lífinu, en um leið mjög ákveðinn.
Talaði viturlega við það fólk, sem
við var að fást. Alveg sama hvort
þeir hinir sömu áttu eitthvað undir
sér eða ekkert. Hann var bestur við
þá sem vom vegalausir.
Þetta fannst mér strax í upphafí
lögreglustarfsins mikill kostur hjá
Kristni Hákonarsyni. Ef honum
fannst ekki rétt að verki staðið, þá
fékk maður orð í eyra, þannig að
lærdómur varð af mistökum. Krist-
inn Hákonarson varð yfírlögreglu-
þjónn 1962, en hann breyttist ekk-
ert við það. Alltaf jafn rólegur og
ákveðinn. Árið 1966 sá Kristinn,
að það þyrfti að hafa Rannsóknar-
lögreglu í Hafnarfírði Gullbringu-
og Kjósarsýslu og byijaði að beijast
fyrir því með oddi og egg. Það
endaði með því, að Rannsóknarlög-
reglan var stofnuð í umdæmi bæjar-
fógetans í Hafnarfirði 1967. Þá var
við Bæjarstjóm Hafnarfjarðar að
eiga og lögreglustjórann, sem loks
fóm að ráðum Kristins Hákonar-
sonar. Með þessum ákvörðunum var
brotið blað í lögreglunni út um allt
land, þar sem þá var einungis
Rannsoknarlögregla í Reykjavík. Á
þessum ámm var Kristinn byijaður
af meiri ákafa að yrkja ljóð, en vildi
ekki flíka þeim og alls ekki þrykkja
þeim á prent. Ég heyrði hann stund-
um lesa þau. Þetta vom langir
kvæðabálkar. Stórgóð ljóð að mér
fannst. Kristinn Hákonarson var
líka frábær ræðumaður. Gat hann
haldið ræður fyrirvaralaust þannig
að unun var á að hlusta. Það var
alltaf húmor og gleði í þessum
ræðum Kristins. Hann var maður
gleðinnar. Heilbrigðrargleði.
Ég kynntist líka eiginkonu Krist-
ins, Sólveigu Baldvinsdóttir og dótt-
ur þeirra Emu. Við Kristinn og
Sólveig fómm oft í útreiðartúra.
Var það mikill lærdómur fyrir mig,
sem var þá nýbyijaður í hesta-
mennsku. Kristinn var mikill hesta-
maður og þau Sólveig bæði, enda
áttu þau marga góða gæðinga, sem
talað var um um land allt. Kristinn
Hákonarson var líka mikill söng-
maður. Hann hafði sérstæða rödd,
djúpa og fagra. Oft söng hann
þegar við vomm á hestum. Það
fannst mér gaman. Kristinn var
listfengur maður og líklega hefði
hann orðið listamaður, ef hann hefði
verið ungur núna, en vinnan fyrir
brauðinu varð yfírsterkari eins og
svo altítt var fyrr á ámm hér á
landi. Starf Kristins Hákonarsonar
í lögreglunni var mikið og heilla-
dijúgt fyrir lögreglu landsins og á
eftir að verða metið meira.
Að síðustu sendi ég þér, Sólveig
mín, mínar innilegustu samúðar-
kveðjur svo og öllum ættingjum og
vinum. Einnig sérstakar samúðar-
kveðjur frá lögreglunni í Hafnar-
firði.
Fari vinur minn í friði.
Sveinn Björnsson
t
Móðir okkar, tengdamóðir og systir mín,
GUÐMUNDÍNA ODDNÝ MARTEINSDÓTTIR,
sem lést á Hrafnistu i Hafnarfirði 27. apríl verður jarðsett frá
Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 7. mai kl. 13.30.
Gisli Friðjónsson, Ester Bára Gústafsdóttir,
Jóhann Friðjónsson, Sigrún Þorleifsdóttir,
Marteinn Friðjónsson, Reimar Marteinsson
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
MAGNÚS V. SÖRENSEN
lögregluþjónn,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 7. maí kl.
15.00.
Hjördís Guðmundsdóttir,
Lára og Bert,
Birgir og Þórdís,
Guðmundur og Auður
og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
STEFANÍA G. HANSEN,
Bergþórugötu 16,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 6. maí, kl.
15.00.
Ásta G. Hansen Scobie, Griffith Scobie,
Guðbjörg S. Hansen Petersen, Emil Petersen,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir minn,
BRYNJÓLFUR SÍMONARSON,
Garðavegi 15B,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn
7. mai kl. 15.30.
Aðaiheiður Brynjólfsdóttir.
Systirokkar, t ÞÓRUNN HANNA BJÖRNSDÓTTIR
Ijósmóðir,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. mai kl.
15.00. Birna, Sigriður og Jenný Björnsdætur.
Legsteinar
ýmsar gerðir
Marmorex
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
iTÍjurn vekja atfiygíi xdðskiptavina á því að 1. maí - 1. septemóer verðw otlalsíuifstoja jeCcujsins opiu frd Rí.
£
E
o
ÉBwmiiBiintfamUsuinns
Laugavegur 103 105 Reykjavík Sími 26055