Morgunblaðið - 06.05.1986, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 6. MAÍ1986
Hallgrímskirkja:
Stefnt að því að kirkjan
verði vígð 27. október
VONIR standa til að unnt verði
að vígja Hallgrímskirkju á Skóla-
vörðuholti á dánardegi sr. Hall-
gríms Péturssonar 27. október
nk., að því er fram kemur i ný-
legri greinargerð byggingar-
nefndar kirkjunnar.
Byggingamefnd vinnur að þessu
markmiði undir leiðsögn húsameist-
ara ríkisins og starfsliðs hans.
Verður unnið af fullu kappi í sumar
við ýmis verkefni í kirkjunni og
unnið að undirbúningi annarra
verkefna.
Meðfylgjandi mynd teiknaði
austur-þýzkur stúdent fyrir all-
mörgum árum af kirkjunni og er
myndin í eigu formanns byggingar-
nefndar, Hermanns Þorsteinssonar.
Útvegsmannafélag Suðurnesja:
Skoðunum forsljóra
SH mótmælt
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt eftirfarandi ályktun frá
Útvegsmannafélagi Suðurnesja:
Almennur fundur Útvegsmanna-
félags Suðumesja í Festi, Grindavík
27. apríl 1986 samþykkti samhljóða
að fela stjóm félagsins að koma á
framfæri eindregnum mótmælum
gegn þeim skoðunum sem fram
komu í ræðu Friðriks Pálssonar,
forstjóra SH, varðandi fyrirkomu-
lag stjómunar fiskveiða við ísland.
Útvegsmannafélag Suðumesja
vill ’oenda á að útvegsmenn og sjó-
menn hafa ætíð haft það að leiðar-
ljósi að hámarka verðmæti þess
afla sem úr sjó er dreginn sjálfum
sér og þjóðinni allri til hagsbóta,
þess vegna vill félagið mótmæla
harðlega þeim skoðunum forstjóra
SH sem fram komu í ræðu hans,
um að færa rétt útvegsmanna og
sjómanna, sem þeir hafa haft frá
örófi alda til fiskveiða, í hendur
fiskvinnslunnar.
Útvegsmannafélag Suðumesja
bendir á að fiskveiðar og fiskvinnsla
em aðskildar atvinnugreinar og að
félagið hefur alltaf mótmælt þeim
ákvörðunum sjávarútvegsráðherra
að úthluta kvóta til vinnslustöðva,
svo sem gert hefur verið varðandi
rækjuveiðar við Eldey og skarkola-
veiðar á Faxaflóa, og koma þar
best í ljós þeir vankantar sem em
á því fyrirkomulagi sem forstjóri
SH vill koma á við stjómun fisk-
veiða.
Félagið harmar þá tilraun for-
stjórans til að riðla þeirri samstöðu
sem náðst hefur milli aðila í sjávar-
útvegi um stjómun fiskveiða, og
hvetur útvegsmenn og sjómenn um
land allt til að láta í ljós álit sitt á
þessu máli.
KÁPUSALAN
BORGARTÚHI 22
SfMI 23509-
Ncj bílastaðl
KÁPUSALAN
AKUREYRI
Hafnarstneti 88
Sími 96-25250
Við afhendingu skurðgröfunnar. viðstaddir voru fulltrúar Verka-
mannasambandsins, Vinnuveitendasambandsins og Verktakasam-
bandsins.
Iðnaðarráðherra
g-efur skurðgröfu
Albert Guðmundsson iðnaðar-
ráðherra afhenti nýlega Iðn-
tæknistofnun skurðgröfu að gjöf
til notkunar í vinnuvélanám-
skeiðum sínum, en námskeiðin
eru réttindanám fyrir stjórnend-
ur vinnuvéla.
Með námskeiðum þessum er
stefnt að því að auka þekkingu og
hæfni þeirra, sem vinnuvélum
stjóma og em þau haldin í samræmi
við ákvæði í kjarasamningum
verkamannafélaganna og atvinnu-
rekenda. Þriggja manna stjóm,
skipuð af iðnaðarráðherra, sér um
framkvæmd þeirra, en í stjóminni
eiga sæti fulltrúar frá hvomm
samningsaðila og ráðuneytinu.
Hvert námskeið er um 80 tímar og
stendur yfír í 10 daga miðað við 8
tíma kennslu á dag.
Viðstaddir afhendingu skurð-
gröfunnar vom fulltrúar Verka-
mannasambandsins, Vinnuveit-
endasambandsins og Verktakasam-
bandsins.
Félag um málefni þróunarlanda
ÁHUGAMENN um málefni þró-
unarlanda ætla að stofna með sér
félag þriðjudaginn 6. maí kl.
17.15 í Norræna húsinu.
„íslendingar hafa meiri tengsl
við þróunarlöndin en margan
gmnar. Álitlegur hópur hefur unnið
við leiðsögn í fískveiðum, við hjúkr-
un, rekstur samvinnufélaga og
margt fleira; skiptinemar færa nýja
reynslu heim; menningar- og við-
skiptasambönd færast í vöxt. í
mörg ár hefur staðið til að þeir, sem
búa yfir reynslu af þessu tagi eða
láta sig málefni þróunarlanda ein-
hvetju varða bindist samtökum til
að afla og miðla fróðleik og efla
samskiptin við hinar fjölbreytilegu
þjóðir þriðja heimsins. í nágranna-
löndum okkar eru til öflug samtök
af þessu tagi með margháttaða
starfsemi. Á undirbúningsfundi í
Norræna húsinu í mars síðastliðinn
kom fram mikill áhugi á þessu
máli."