Morgunblaðið - 06.05.1986, Side 42

Morgunblaðið - 06.05.1986, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986 Minning; Helga Þórðardótt- irfrá Eystri Hól n<,í’aí’r „'Ola S«59s Fædd 25. september 1905 Dáin 27. apríl 1986 Mig langar að minnast fáeinum orðum fyrrverandi nágrannakonu minnar, Helgu Þórðardóttur frá Eystri-Hól í Vestur-Landeyjum, en hún lést í Landakotsspítala sunnu- daginn 27. apríl sl. Utför hennar fer fram í dag, þriðjudaginn 6. maí kl. 13.30 frá Bústaðakirkju. Helga fæddist 25. september 1905 í Litlu-Tungu í Holtum. For- eldarar hennar voru Guðrún Ólafs- dóttir og Þórður Tómasson, en þau voru bæði ættuð úr Holtunum. Helga var næst elst sex systkina, sem öll eru nú látin, en eina fóstur- systur átti hún, sem heitir Aðal- heiður Guðmundsdóttir og býr hún í Reykjavík. Ellefu ára gömul flutti Helga með foreldrum sínum að Eystri-Hól. Snemma fékk hún að finna hve lífið getur verið hverfult, en hún missti þijú systkini sín ung. Það var títt í þá daga að ungir piltar fóru frá heimilum sínum í vinnumennsku á stórum heimilum og svo var einmitt með Stefán Guðmundsson, hann kom að Eystri-Hól árið 1923, þá rúmlega tvítugur að aldri, en hann er ættað- ur frá Kerlingardal í Mýrdal. Ekki leið á löngu þar til þau Helga og Stefán renndu hýru auga hvort til annars og giftu þau sig þann 12. október 1926 og hófu búskap að Eystri Hól. Fyrstu árin bjuggu þau með foreldrum hennar, en síðar tóku þau við búi þeirra og bjuggu í Eystri Hól alla tíð síðan eða þar til þau fluttu til Reykjavíkur árið 1979, að Dvergabakka 14. Þau eignuðust eina dóttur, Jó- hönnu, en hún er starfsmaður við Æfíngadeild Kennaraháskóla ís- lands. Jóhanna er gift Ólafí Sig- urðssyni, brunaverði, en þau eiga heima að Staðarbakka 20, Reykja- vík. Oft var mannmargt á heimili Helgum, einkum þó á sumrin. Þar dvöldu löngum frændur þeirra beggja og barnabömin þijú — Stef- Wicanders Kork-o-Plast Sœnsk gœðctvara í 25 ór. i mw /% / -X--—.. 1 J SLITÁBYRGDh^ NÚ ER ÞAÐ 10 ÁRA ÁBYRGÐ A SLITLAGI á hlnum margviður- kenndu KORK O PLAST gólfflísuHn. Þegar þú kaupir KORK O PLAST þá færðu SUTÁBYRGÐAR- SKÍRTEINI. ÁBYRGÐIN GILDIR YFIR14GERÐIRKOP. HRINGIÐ EFTIR FREKARI UPPLÝSINGUM. KORK O PLAST er meö slitsterka vinylhúð og notað á gólf sem mikið mæðir á, svo sem á flugstöðvum og á sjúkrahúsum. KORK O PLAST er auðvelt að þrífa og þægilegt .er *að ganga á pví. Sérlega hentugt fyrir vinnustaði, banka og opinberár skrifstofur. KORK O PLAST byggir ekki upp spennu og er mikið notað í tölvu herbergjum. KORK O PLAST fæst í 13 mismunandi korkmynstrum. EF ÞÚ BÝRÐ ÚTI Á LAIMDI PÁ SENDUM VIÐ ÞÉR ÓKEYPIS SÝNISHORN OG BÆKLING. ÞÞ co Einkaumboð á Islandi. Þ. ÞORGRIMSSON & CO Armúla 16 • Reykjavík • sími 38640 án, Sigurður og Anna. Eitt bama- barnabam átti Helga — Helgu Stefánsdóttur nöfnu sína, en hún var ætíð mikill sólargeisli í lífí hennar. Leið mín lá oft að Eystri-Hól og sérlega að sumrinu til, en þar eign- aðist ég mína bestu æskuvinkonu, Sigríði Bemódusdóttur, en hún dvaldi þar í tólf sumur samfleitt, en býr nú í Noregi. Handlagin var Helga með ein- dæmum, hvort sem um útsaum eða fatasaum var að ræða, þótt hún hefði ekki lært sérstaklega þessa iðn, en við stúlkumar á nágranna- bæjunum nutum oft handlagni hennar. Helga var vel gefín og hafði ánægju af lestri góðra bóka. Ljóð- elsk var hún og kunni marga vís- una. Oft var hún orðheppin og átti auðvelt með að snara fram hnittn- um og sérstæðum tilsvörum. Mér er enn minnisstætt hve mér þótti gaman að fá skeyti frá Helgu og Stefáni — þau voru svo sérstök — öðruvísi. Það þótti ávallt gott að leita til Helgu, ekki síst ef veikindi voru á heimili. Á þessum tíma var fátt um skemmtanir í sveitinni — enda sótti Helga lítið í slíkt. Móður minni Ingileifu og Helgu varð mjög gott til vina. Þá er ég hugsa til baka, minnist maður gjaman þeirra stunda er Helga kom í heimsókn, en hún var ávallt hress og hafði eitthvað fram að færa. Það þótti góður siður í þá daga er gesti bar að garði að fylgja gestinum heim á leið að lokinni heimsókn og gerðu þær það gjaman hvor við aðra. Það var gott að koma að Eystri- Hól, því Helga var mjög gestrisin. Húsakynnin í Eystri-Hól voru ekki nýtískuleg, en þar var allt á sínum stað, heimilið einkenndist af hrein- læti og snyrtimennsku. Er ég heimsótti þau Helgu og Stefán á síðustu árum að Dverga- bakka 14, var það jafnan svo að samtalið hneigðist að fyrri árum í sveitinni austur í Vestur-Landeyj- um. Minntist Helga þá gjarnan nágranna sinna með þakklæti og hlýhug. Við fyrrverandi nágrannar í sveitinni, minnumst hennar með hlýhug og einlægu þakklæti og ósk um Guðs blessun. Ég og fjölskylda mín vottum Stefáni, Jóhönnu og aðstandendum Helgu innilegrar samúðar. Katrín Sigurjónsdóttir Það er mín ósk og þar með spá þrauta leystfrágrandi aðþigfáiaftursjá ðdáins á landi. I dag er til moldar borin Helga Þórðardóttir fyrrum húsfreyja að Eystri-Hól í Vestur-Landeyjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.