Morgunblaðið - 06.05.1986, Síða 17

Morgunblaðið - 06.05.1986, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1986 17 í tilefni skrifa Richards Björgvinssonar 22. apríl sl. eftir Rann veigu Guðmundsdóttur Þann 22. apríl var Richard Björg- vinsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi með grein í Morgunblaðinu sem bar yfirskrift- ina „Öryggið í umferðinni oggatna- kerfið í Kópavogi". í inngangi greinar sinnar setur Richard fram tölur um slysatíðni áranna 1980—1984 og segir Kópa- vog eiga dapurlegt met. Ég hef ekki undir höndum gögn um þetta árabil og legg því ekki mat á rétt- mæti þessara talna, hins vegar kemur fram í töflu yfír umferðar- slys á árinu 1984, að íjöldi um- ferðarslysa í Kópavogi voru 481 á móti 602 í Hafnarfirði, svo ég nefni samanburð við nágrannabæ án þess að fara frekar út í talnasamanburð. Ekki hef ég tekið mér penna í hönd til að draga úr því hve alvarlegra fórna umferðin í nútímaþjóðfélagi krefst, I því efni verður að finna leiðir til úrbóta. Hinsvegar segir Richard að gatnakerfíð í Kópavogi sé lélegt og ákveður að það sé orsök siysatíðni í bænum sem hann gefur I skyn að sé hrikaleg og óbeint má draga þá ályktun að duglitlir stjóm- endur hafí ekki sinnt gatnagerðinni og þar með beri þeir ábyrgð á slys- unum. Gegnumakstur Hann getur þess f greininni að staðsetning Kópavogs á miðju höf- uðborgarsvæðisins orsaki mikinn gegnumakstur. Það kemur hins Rannveig Guðmundsdóttir „Kópavogur er góður bær að búa í og þar hafa málefni fjölskyld- unnar setið í fyrirrúmi í allri uppbyggingu. Sjálfstæðisf lokkurinn hefur ekki stutt þá stefnu og hefur það komið skýrt í ljós við afgreiðslu fjárhags- áætlana á liðnum árum.“ vegar ekki fram hvað hefur verið að gerast undanfarin ár með auk- inni atvinnuuppbyggingu á austur- svæðum og þá ekki síst með tilkomu Höfðabakkabrúarinnar. Umferð frá sveitarfélögum sunnan Kópavogs hefur flætt inn á íbúðagötur í bænum, þar sem menn stytta sér leið gegnum Kópavog, hraðakstur og þungaumferð fer um götur sem ekki eru í stakk búnar, umferðar- lega séð, að taka við henni og eru ekki ætlaðar til þess síðar heldur. Vegna þessa hefur bæjarstjóm Kópavogs ítrekað skorað á stjóm- völd að hraða gerð Reykjanesbraut- ar og bent á framangreint máli sínu til stuðnings. Nú fer að líða að því að Reykja- nesbrautin komist í gagnið og binda menn miklar vonir við að það létti umferðarþungann af íbúðagötun- um. Hvers konar gatnakerfi? Richard heldur því fram að skipu- lag gatnakerfís og það að stór hluti gatna sé ófrágenginn sé orsök slysa. Skipulagi þessa bæjar, sem á sér um svo margt sérstæða sögu, get- um við varla breytt héðan af hvað gamla bæinn varðar. En hvað þýðir ófullgerðar götur? Það þýðir að eftir er að skipta um jarðveg í götunum, u.þ.b. 80 sm lag, endumýja lagnir og setja síðan nýtt slitlag yfír auk annars frágangs. Slíkur frágangur gerir umhverfið snyrtilegt, auðekið og eins og fólk vill að umhverfí sitt líti út. En má jafnframt reikna með að fullgerðar götur bægi slysahættu frá? Reynslan er önnur. Það er hefur sýnt sig að slysatíðni er mest á frágengnum götum og að fljótlega eftir að götur eru frágengnar kemur ósk frá íbúunum um hraðahindran- ir. Þetta segir okkur að ástand götunnar ræður ekki slysatíðni, það er eitthvað annað. Gamanmál Þetta með götumar í Kópavogi hefur frá gamalli tíð verið gaman- mál. Það var glens í strákunum í Ríó tríóinu þegar þeir sungu Kópa- vogsbraginn. Og þegar rætt er um götumar í Kópavogi sem mál mál- anna verður líka að vera glens í umræðunni, svo lengi sem í henni felst ekki alvarleg ásökun. Ég hef haldið því fram að þann dag sem Kópavogur væri orðinn glæsilegastur bæja í götumyndinni, myndu enn heyrast raddir um „göt- umar í Kópavogi", en þær raddir kæmu utanfrá af gömlum vana og við tækjum því sem glensi. Að ná í skottið á sér í greininni er talað um að Kópa- vogsbúar hafi aldrei náð í skottið á sér f gatnagerðinni. Þetta er ekki rétt lengur. Þetta gilti í stjómartíð Sjálfstæð- isfíokksins, en við erum löngu búin að ná í skottið. Snælandshverfíð, sem úthlutað var lóðum 1972, var enn ófrágengið 1978 þegar núverandi meirihluti tók um stjómvölinn. Þar hefur allt verið fullklárað og jafnframt í nýrri hverfum til að stoppa þennan enda- lausa hala. Jafnhliða því er búið að endurbyggja malargötur sem ekki höfðu slitlag (síðasta íbúðagatan var boðin út í vor) og ganga frá þeim varanlega. Þar með var hætt að smyija olíumöl ofan á drulluna eins og greinarhöfundur orðar svo um verk samherja sinna á áttunda áratugnum. Á réttri leið Við getum verið sammála um það, við Richard Björgvinsson, að það er ekki ofáætlað þegar hann talar um kostnað upp á hálfan milljarð til að ljúka endurbyggingu gömlu gatnanna. Og síst er það ofáætlað að það taki tvö kjörtímabil. Það er því ljóst að enn verða margir íbúar bæjarins að bíða ámm saman eftir að gatan þeirra verði endurbyggð. Því verður að leggja áherslu á flokkun gatna, hagkvæma hönnun og framkvæmdaröð og leggja síðan áherslu á gangstéttar- gerð við götur sem enn dregst að verði endurbyggðar. Kópavogur er góður bær að búa í og þar hafa málefni fjölskyldunnar setið í fýrirrúmi í allri uppbyggingu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki stutt þá stefnu og hefur það komið skýrt í ljós við afgreiðslu fjárhags- áætlana á liðnum árum. Það er því skondið að lesa kosn- ingaloforð fíokksins nú fyrir bæjar- stjómarkosningamar. Spumingin er bara þessi: Hvort er marktækara þessi kosningalof- orð nú, í anda félagshyggju, eða raunvemleg afstaða fíokksins eins og hún birtist í bæjarstjóm Kópa- vogs? Höfundur er bæjarfulltrúi AJ- þýðuflokksina íKópavogi. „E9 fékk mér GoldStcir EIRÍKUR HAUKSSON SÖN6VARI myndbandstæki til að missa ekki af Eurovision. t>etta eru frabær tæki 09 á fínu verðil' Aðeins kr. 35.980,- stgr. GoldStar hefur alla möguleikana: * 83 rásir. * 12 forvalsstillingar. * 14 daga upptökuminni með 4 mismunandi tímum. * Föst dagleg upptaka. * Allt að 4 tima samfelld upptaka. * Létt rofar. * Þráðlaus fjarstýring með 13 stjórnaðgerðum. * Truflanalaus samsetning á mynd í upptöku. * 5-föld hraðleitun fram og til baka. * Kyrrmynd. * Sjálfvirk spólun til baka. * Rafeindateljari. * Teljaraminni. * Skýrt ljósaborð sem sýnir allar aðgerðir tækisins. * Þú getur horft á eina rás, meðan þú ert að taka upp af annari. * Með E.T.R. rofanum geturðu tekið upp i ákveðinn tima, lA—4 klst., að þvi loknu slekkur tækið sjálft á upptökunni. Síðasta sending seldist upp á 2 dögum. Næsta sending væntanleg eftir örfáa daga. VI91ÖKUM VEL A MOTI ÞÉR Tökum á móti pöntunum. 19 SKIPHOLTI SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.