Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1986 55 Vandamálin hér eru atvinnuleysi, hrun sjávarútvegsins og gjaldþrot fyrirtækja Gestir á ráðstefnuni um atvinnumál á Suðurnesjum voru 100. Margir fyrirlestrar voru fluttir og spunn- ust svo umræður um málið á eftir. — sagði Karl Steinar Guðnason á ráð stefnu um atvinnu- mál á Suðurnesjum Keflavík. „1968 voru fimm frystihús í Keflavík, 1986 er eitt, Hrað- frystihús Keflavíkur, og nú er svo komið að það þarf að selja báða togarana. Byggðastofnun, Landsbankinn og aðrir hafa neit- að um fyrirgreiðslu og fyrirtæk- ið er strand. Ef togararnir verða seldir, eins og útlit er fyrir, verða á annað hundruð manns atvinnu- lausir og sögu frystihúsanna í Keflavík er lokið,“ sagði Karl Steinar Guðnason, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og al- þingismaður, m.a. í upphafi ráð- stefnu um atvinnumál á Suður- nesjum í Stapa á laugardaginn. Ráðstefnuna, sem haldin var af hópi áhugamanna um atvinnu- mál, sátu um 100 manns og flutt- ur var fjöldi fyrirlestra. Greindi Karl Steinar einnig frá því í ræðu sinni að það hafí komið fram á síðustu starfsdögum Al- þingis, að á síðustu tveimur árum hafi verið seldur 4420 tonna kvóti frá fimm stöðum á Suðumesjum, mest frá Garði, 2550 tonn og 1163 tonn frá Keflavík. Einnig hafa skip og bátar streymt af svæðinu út á land. Karl Steinar sagði Suðumesin hafa misst af lestinni i uppbyggingu atvinnulífsins. A árunum 1977-80 var hlutur Suðurnesjanna af heild- arútlánum Byggðarsjóðs 3-7% en ekkert af þeirri upphæð fór til uppbyggingar iðnaðar á svæðinu. Hvatt var til breytinga en fjár- veitingar minnkuðu enn og Suður- nesjamenn urðu útundan þegar að aðrir landshlutar höfðu styrkt stöðu sína. „Hér hefur hönd dauðans grúft yfír hinu hefðbundna atvinnu- lífi, samræmt átak hefur skort og þetta svæði hefur verið fjársvelt," sagði Karl Steinar. „Vandamálin hér eru atvinnuleysi, hmn sjávarút- vegsins og gjaldþrot fyrirtækja.“ Benti Karl Steinar einnig á að við- kvæðið væri yfírleitt það að Suður- nesin hefðu herinn og þar væru miklar framkvæmdir um þessar mundir. Sagði hann að vissulega væri það rétt, en sú spenna er tíma- bundin. Framkvæmdum þar lýkur brátt og hvert fer fólkið þá, spurði hann. Karl Steinar sagði einnig að stöðva þyrfti Qármagnsstreymið af Suðumesjum til Reykjavíkur og benti á að styrkja þyrfti nýstofnað Iðnþróunarfélag Suðumesja og fískiðnaðinn, og sýna ráðamönnum fram á þau vandamál sem blasa við svæðinu. ítrekaði hann að frum- kvæðið og atorka til átaka yrði að koma frá Suðurnesjamönnum sjálf- um. Á eftir ávarpi Karls Steinars Guðnasonar var fluttur fjöldi fyrir- lestra um ýmis efni sem tengjast atvinnuuppbyggingu og bent var á ýmsa möguleika og leiðir til úrbóta. Fyrirlesarar voru Daníel Gestsson verkfræðingur, um byijun á verk- efnum og mótun framkvæmda, Dr. Gnmur Þ. Valdimarsson forstjóri Rannsóknarstofnunar Fiskiiðnaðar- ins ræddi um nýtingu sjvarafla, Dr. Jón B. Bjamason sagði frá rann- sóknum um líftækni í fískiðnaði, Hjörtur Hjartar hagfræðingur ræddi almennt um iðanaðarmál, Albert Sanders, bæjarstjóri Njarð- víkur, ræddi um atvinnumál og bæjarfélög á Suðumesjum, Páll Gíslason, verkfræðingur, ræddi um þjónustu og markaðsmál, Rögn- valdur Gíslason deildarstjóri, sagði frá þjónustu Iðntæknistofnunar, Eiríkur Alexandersson, fram- kvæmdastjóri, flutti erindi um SSS, Albert Albertsson, verkfræðingur, ræddi um Hitaveitu Suðumesja og tengsl hennar við atvinnulífið og Gylfí Isaksson, verkfræðingur, ræddi um skipulagsmál Suðumesja í framtíðinni, staðsetningu fyrir- tækja og stóriðnaðar. Á eftir voru svo umræður og fyrirspumir. Ráðstefnustjóri var Einar S. Guðjónsson og kom hann fram fyrir hönd Félags áhugamanna um at- vinnumál á Suðurnesjum. Meðlimir hópsins koma úr Keflavík, Njarðvík og Vogum en vonast þeir til að ná í félagsmenn í öllum sveitarfélögun- um. Að sögn Einars þá á að gefa alla fyrirlestrana út í riti innan skamms og verður öllum alþingis- mönnum sent eintak. Einnig mun ritið liggja frammi hjá sveitastjóm- um og geta menn fengið ljósrit af Karl Steinar Guðnason flutti fróðlega framsögu um atvinnu- mál á Suðurnesjum i dag. Kom þar meðal annars fram að ástandið i sjávarútveginum á Suðurnesjum er mjög slæmt í dag og að Hraðfrystihús Keflavíkur, siðasta frystihúsið i Keflavík, lokar liklega á næstu dögum. einstökum fyrirlestmm, sér að kostnaðarlausu ef þeir hafa áhuga á. „Ráðamenn sveitarfélaganna, fyrirtækja og alþingismenn sóttu ráðstefnuna ágætlega, enda var þetta alveg frábærlega vel auglýst," sagði Einar. „En það virðist nö~'r vera svo að hinn almenni borgari hafí ekki áhuga á svona löguðu og virðist fólk vilja að kjömir ráða- menn sjá um allt fyrir þá.“ Vildi Einar þakka öllum þeim sem aðstoðuðu við ijármögnun ráð- stefnunnar, en ekki var leitað tii sveitarfélaganna, heldur greiddu ýmsir áhugamenn um málefnið all- an kostnaðinn. Einnig vildi Einar þakka Erling Guðmundssyni, fund- arritara og sérstaklega öllu starfs^" fólki Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, fyrir lipurð og liðlegheit við undirbúninginn. —efi STERK MYNDBÖND frá Austurbæjarbíói AMERÍSKI VÍGAMAOURIAIIU LEWStJOHi sm FIRSTENBERG ACAUtiKAfiAft MICHAEL OUOKOFF GUICH KOOCK ÍSLENSKUR TEXTI Tvímælalaust „Ninja-myndin". besta Frábær ævintýramynd með Richard Chamberla- in. Spennumynd úr síðasta stríði með James Mason, Ben Cross og Maxmillan Shell. Dreifing: Háskólabió, sími 611212.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.