Morgunblaðið - 06.05.1986, Side 52

Morgunblaðið - 06.05.1986, Side 52
SÖNGVAKEPPNIEVRÓPSKRA SJÓNVARPSSTÖÐVA Ætlaði alltaf að verða söngkona MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1986 - sagðisigur- vegarinn, hin 14 ára gamla Sandra Kim BELGÍA vann sinn fyrsta signr í söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva sem fram fór í 31. sinn sl. laugardag í Bergen og um 600 milljónir manna fylgdust með í beinni útsendingu. Hin 14 ára gamla Sandra Kim er söng lagið „Jáiine la vie“ hafði notið geysimikillar athygli fjölmiðla og kom sigur hennar ekki á óvart. Svissneska lagið „Pas pour moi“, sungið af Daniela Simons, varð i öðru sæti og í 3. sæti „L’amour de ma vie“ frá Lúxem- borg sungið af Sherisse Lauren- ce. Undirbúningur fyrir söngva- keppnina stóð yfir í marga mánuði, bæði í Noregi þar sem keppnin fór fram og einnig í þátttökuríkjunum 20. Starfsmenn norska ríkisút- varpsins og yfirvöld í Bergen þykja hafa staðið sig mjög vel og er gestir héldu heim á leið voru þeir leystir út með gjöfum. Hátíðar- stemmning ríkti í Bergen í heila viku og á föstudagskvöldið eftir aðalæfinguna fyrir keppnina var efnt til flugeldasýningar, lasergeisl- ar þutu um loftið og kveiktir voru bálkestir á 7 íjallatindum umhverfis borgina. Mikill mannflöldi safnaðist saman á götum úti, útidansleikur var haldinn í miðborginni og fram '-eftir nóttu gengu unglingahópar um stræti og sungu norska lagið „Romeo". Sögðu lögregluyfirvöld að mannfjöldinn hefði verið meiri en nokkru sinni á þjóðhátíðardegin- um 17. maí. Keppnisdagurinn rann upp bjart- ur og fagur, mikið var um að vera í borginni, keppnislögin voru hvar- Sigurvegari keppninnar, Sandra Kim, var borin um sviðið af Hönnu Krogh og Elisabeth Andreassen sem sigruðu i fyrra. vetna leikin og er kvöldaði fór fólk að safnast saman við Grieghöllina, þar sem keppnin fór fram. Lista- mennimir mættu tímanlega og horfðu síðan á útsendinguna í her- bergi sem er undir sjálfu sviðinu. Fjölmargir gestir fylgdust með keppninni í sal hallarinnar og áttu þeir allir að vera komnir í sín sæti um kl. 20. Hálftíma síðar var til- kynnt að Haraldur krónprins Nor- egs, Sonja kona hans og 2 böm þeirra væm að koma að höllinni. Þau komu þó ekki inn í salinn fyrr en kl. 20.55 og voru gestir og þeir sem að útsendingunni unnu orðnir fremur órólegir. Skýringin á töfinni fékkst ekki fyrr en seinna um kvöldið. 47 ára gömul norsk kona hafði stokkið hrópandi fram er rík- isarfinn og, fylgdarlið hans gekk frá bflunum að höllinni og hellt úr gosflösku yfir höfuð krónprinsess- unnar. Var það eini skugginn er féll á þennan atburð. Miklar öryggisr- áðstafanir höfðu verið gerðar í og við bygginguna en það sannaðist enn einu sinni hve erfítt er að koma í veg fyrir slík atvik og mesta mildi að konan skyldi ekki hafa verið með skaðleg efni eða vopn. Arásar- konan mun ekki vera heil á geðs- munum og virðist hafa verið ein að verki. Keppnin fór síðan fram og gekk allt samkvæmt áætlun, enda búið að æfa öll atriðin þrisvar sinnum áður. Miklar vangaveltur höfðu verið í norskum fjölmiðlum um hvemig Áse Kleveland, kynnir, yrði klædd og þama opinberaðist sá leyndardómur. Meðan skipt var um á sviðinu birtust fallegar myndir frá Noregi á skjánum og keppendur vom kynntir. Var það mál manna að Norðmönnum hefði tekist vel að kynna sig og land sitt við fram- kvæmd keppninnar og atburði tengda henni. Eins og sjónvarps- áhorfendur urðu varir við ríkti stemning meðal gesta í salnum er klöppuðu óspart bæði á meðan lögin vom flutt og á eftir. íslendingamir sátu framarlega fyrir miðju með litla íslenska fána. Stigagjöfín fyrir lögin staðfesti fljótlega þá spá, að belgíska og svissneska lagið yrðu í efstu sætunum. íslenska lagið Gleðibankinn hafnaði í 16. sæti og það vom margir er undmðust þá útkomu, því laginu hafði verið spáð mun meiri velgengni. Er belgísku listamennimir höfðu ICY eftir söngvakeppnina: Erum ánægð með alla jákvæðu athyglina „Úrslitin hálfgert kjaftshögg,“ sagði Helga Möller EFTIR keppnina spurði blaðamaður Morgunblaðsins íslendingana er stóðu i eldlinunni í Bergen þessa daga hvað þeir segðu um úrslitin. Hrafn Gunnlaugsson, dag- skrárstjóri innlendrar dagskrár- gerðar sjónvarpsins, var í fyrirsvari fyrir íslenska hópinn í Bergen. Hann sagði að Islendingar gætu vel ÖRYGGIStUÓNUSTA Póroddsstoðum v/Skógarhliö. Reykjavik Pósthólí 1101,121 Reykjavík S 91-29399 - Símaþjónusta allan sólahringinn við unað miðað við að þetta væri fyrsta atrenna okkar í þessari keppni. Bjartsýni hefði ríkt og full ástæða verið til þess, en þegar á móti blési yrði að taka því með karlmennsku og' hann sagðist þess fullviss að betur gengi næst og ís- lendingar ættu eftir að bera sigur af hólmi einhvem tíma. Við yrðum vitaskuld með næsta ár, ef hann fengi einhveiju ráðið. Sest yrði niður þegar heim kæmi, málin rædd og dreginn lærdómur af. Fyrirtækið Hugmynd er annast hefði undir- búninginn fyrir hönd sjónvarpsins hefði leyst það vel af hendi, svo og ICY-hópurinn, er flutti lagið, hljóm- sveitarstjórinn, Gunnar Þórðarson, er útsetti lagið, og aðrir er lagt hefðu hönd á plóg. Það væri viss sigur að vera tekin alvarlega og hljóta ekki meðaumkunarstig. Hrafn sagðist telja að samskipti okkar á sviði fjölmiðlunar og menn- ingar við aðrar þjóðir hefðu oft ekki verið annað en endalaust mal stjómmálamanna á fundum. Ekkert áþreifanlegt gert, nemn nf örfáum einstaklingum, sem hefðu þá gert það algerlega á eigin spýtur, svo sem í íslenskri kvikmyndagerð. Kominn væri tími til að hætta malinu og leggja þess í stað fram lifandi efni og verk eftir listamenn á öllum sviðum. Það væri hlutverk sem sjónvarpið gæti þjónað öðrum fremur. Björn Björnsson og Egill Eð- varðsson frá Hugmynd sögðust vera ánægðir með góð ummæli sem Islendingar hefðu fengið fyrir fag- mannleg vinnubrögð. Greinilegt hefði verið að slíkt hefði jafnvel komið Norðurlandaþjóðunum, er mest ættu um okkur að vita, á óvart. Við hefðum sýnt og sannað getu okkar á sviði dagskrárgerðar og slíkt myndi skila sér í eftirspurn eftir efni frá íslandi. Reynslan sem fengist hefði við lausn þessa verk- efnis myndi nýtt, þegar aftur kæmi til þátttöku í söngvakeppninni að ári. Nú myndu þeir semja skýrslu og senda Markúsi Emi Antonssyni útvarpsstjóra. Helga Möller sagðist ánægð með þá jákvæðu umfjöllun er Is- lendingamir hefðu fengið, en úrslit- in hefðu verið hálfgorí kjaftshöiw- Egill Eðvarðsson og Björn Björnsson frá Hugmynd. sérstaklega að hin Norðurlöndin skyldu ekki gefa okkur fleiri stig. Þetta hefði verið erfíð en skemmti- leg vika og hún sneri heim á leið reynslunni ríkari. Eiríkur Hauksson sagði að allt hefði gengið samkvæmt áætlun nema stigagjöfin. Lagið væri senni- lega of nútímalegt til að falla í kramið hjá dómnefndunum eins og þær væru nú valdar. Þetta hefði verið skemmtileg reynsla, en strax á mánudag hæfí hann aftur störf sem kennari. Eiríkur sagðist vel geta hugsað sér að taka þátt í keppninni aftur eftir nokkur ár, núna langaði sig mest til að semja eigin lög og texta. Reyndar væri hann að vinna að gerð plötu sem kæmi út á næstunni. Pálmi Gunnarsson sagði að úr- slitin hefðu ekki komið sér svo mjög á óvart. Töluverð óánægja hefði lengi ríkt með formið á stigagjöfinni og því hvernig dómnefndirnar eru valdar. Reyndustu menn hefðu jafn- an átt mjög erfitt með að spá rétt fyrir um röðun laganna. En móttök- urnar í Bergen hefðu verið stórkost- legar, gaman hefði verið að kynnast fulltrúum hinna landanna og ICY- hópurinn gæti verið ánægður með þá jákvæðu athygli er þau hefðu hlotið. Gunnar Þórðarson, sem útsetti lagið og stjórnaði hljómsveitinni, sagði að greinilegt væri að ákveð- inni tegund laga gengi betur í þessari keppni, en öðrum. Hann sagði að við þyrftum ekki að vera óánægð þótt svona hefði farið í þetta sinn. Umsapmr hliómsveitar-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.