Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986 7 Risagota Grundarfirði. FYRIR skömmu, er starfsfólk Sæfangs í Grundarfirði var að verka fisk í salt, kom á slægingarborðið gríðarstór þorskur og reyndist hann vega um 27 kg. Slíkt kemur enn fyrir nú orðið þó meðalþyngd fiska sé aðeins um 4—5 kg. Þetta hefði sjálfsagt ekki verið fært til frásagnar nema vegna þess að þorskur þessi, sem Farsæll SH 30 frá Grundarfirði veiddi, reyndist hrygna og vó gotan um 7 kg. Sagt er að sú þumalputtaregla okkur að 1/1000 komist til full- sem gildir um fjölda afkomenda orðinsára verða það 27.000 ein- þorsks sé að um 1 milljón einstakl- staklingar sem hver um sig gæti inga komi úr frá hverju kg af á 5—6 árum náð 5 kg þunga. Þá hrygnu og er þá samkvæmt þessu myndi það gera um 135.000 tonn ekki ólíklegt að gera ráð fyrir að eða nærri helming leyfilegs þorsk- ef þessi 7 kg gota hefði komist í afla vfir landið, samkvæmt tillög- klak hefðu klakist út 27 milljónir um fiskifræðinga. einstaklinga og ef við nú gefum AriLieberman Fyrirsætukeppm á Vorhatið Útsýnar í Broadway: Herra og Ungfrú Utsýn valin á miðvikudagskvöld MIKILL viðbúnaður er fyrir hinn árlega vorfagnað ÍJtsýnar, sem verður haldinn í Broadway nk. miðvikudagskvöld. Skálað verður við komuna og gestum afhent blóm og ókeypis happdrættismiði. Vinningur í happdrættinu er sólarlandaferð með Útsýn. Meðan gestir safnast saman og setjast til borðs, verður í gangi lit- skrúðug myndasýning frá sólar- löndum og úr heimsreisum í fjar- lægar álfur. Húsið opnar kl. 20.00 en hátíða- kvöldverður hefst kl. 20.45. Meðan á honum stendur verða fjölbreytt sýningar- og skemmtiatriði í gangi. CLEO í Garðabæ sýnir nýjustu línuna í hárgreiðslu og snyrtingu. Nýju módelin hjá Útsýn, keppendur um ungfrú og herra Útsýn-titilinn, spreyta sig á glæsilegri týzkusýn- ingu frá Utilífi í Glæsibæ og hinni nýju tízkuverzlun Bentínu á Lauga- vegi 80, undir stjórn Kolbrúnar Aðalsteinsdóttur, sem hefur þjálfað keppendur. Einn efnilegasti söngvari lands- ins af ungu kynslóðinni, Guðbjöm Guðbjömsson, tenór, skemmtir matargestum með vinsælum ítölsk- um söngvum og óperuaríum. Sýn- ingarhópur frá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar sýnir fjölbreytta dansa. Kynnt verða úrslit í spurn- ingaleik Útsýnar í sjónvarpsauglýs- ingum og verðlaun afhent: Sólar- landaferð með Útsýn fyrir alla fjöl- skylduna. Hinn sprellfjörugi og sí- vinsæli Omar Ragnarsson fer á kostum með nýjustu gamanmálin. Auk þess verður ferðabingó með 3 stórvinningum og dans til kl. 3 um nóttina. Stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur. Mesta eftirvæntingu vekur þó val ungfrúar og herra Útsýnar úr hópi 12 keppenda, en forval hefur þegar farið fram úr hópi 40 glæsilegra pilta og stúlkna. Allir sem í úrslit komust hreppa sólarlandaferð með Útsýn í verð- laun. Á vorfagnaðinum munu einnig úskrifast rúmlega 60 nýir ferða- tæknar, sem undanfarið hafa tekið þátt í ferðamálanámskeiði Útsýnar. (Fréttatilkynning frá Útsýn) Leiðrétting í VIÐTALI í þættinum Fólk í frétt- um sl. laugardag misritaðist nafn Eyvindar Erlendssonar kvikmynda- gerðarmanns. Hann var ranglega nefndur Erlendur Einarsson. Morg- unblaðið biðst velvirðingar á þess- um mistökum. Rtingl nafn sendiherra SENDIHERRA Vestur-Þýzkalands var rangnefndur í frétt á bls. 2 í blaðinu sl. sunnudag. Hans rétta nafn er Hans Herman Haferkamp. Morgunblaðið biður sendiherrann afsökunar á þessum mistökum. Útlend nöfn á veitingahúsum: Þurfum oft að hafna nöfnum sem menn vilja skrá á fyrirtæki sín - segir Þorkell Gíslason borgarfógeti „MENN leggja fram ótrúlegustu hugmyndir um nöfn á veitinga- stöðum sínum, sem við verðum oft og iðulega að hafna. Venju- lega er hægt að leysa slík vanda- mál friðsamlega hér við skrif- borðið; menn gefa útlenda heitið upp á bátinn og taka upp gott íslenskt nafn. Hins vegar höfum við engin tök á því að amast við því þótt fyrirtæki noti útlend nöfn í auglýsingaskyni fyrir staði sína og starfsemi, ef nöfnin eru ekki skráð. Fari slíkt hins vegar í taugarnar á hinum almenna borgara er það hlutverk hans að kæra orðnotkunina til saksókn- ara,“ sagði Þorkell Gíslason borgarfógeti í samtali við Morg- unblaðið, aðspurður hvort mikil brögð væru að því að stofnendur nýrra veitinga- og skemmtistaða reyndu að fá fyrirtæki sín skráð á erlendu nafni. Eins og fram hefur komið í frétt- um gerði Jón Eysteinsson bæjarfóg- eti í Keflavík Ragnari Emi Péturs- syni veitingamanni skylt að breyta nafni skemmtistaðar, sem Ragnar Öm hafði nýlega opnað í Keflavík undir nafninu „Starlight", í íslenskt nafn, ella myndi hann loka staðn- um. Með þessu taldi Jón sig vera að framfylgja lögum um nöfn fyrir- tækja, en í þeim segir að nafn á íslensku fyrirtæki eða atvinnustarf- semi verði að falla að hljóðkerfi og beygingum í íslensku máli. Þorkell sagði að lög þessi væm að sínu mati ekki mjog skynsamleg, KJARADÓMUR, sem skipaður var með lögum til að úrskurða um laun félaga í Mjólkurfræð- ingafélagi íslands 25. mars sl., hefur komist að niðurstöðu. Samkvæmt úrskurðinum skulu kjarasamningar ASÍ og samtaka atvinnurekenda gilda fyrir mjólkurfræðinga frá 26. febrúar í ár. Eins og lesendur rekur minni til stöðvaði Alþingi verkfall mjólkur- fræðinga sama dag og það hófst í lok mars. Var þá skipaður þriggja manna kjaradómur, sem skyldi úr- skurða um laun þeirra. í kjara- dómnum áttu sæti Jóhannes L.L. því bæði væri erfitt að framfylgja þeim og eins lentu fyrirtæki sem stunduðu viðskipti erlendis oft í vandræðum vegna íslensku nafn- anna. Eða eins og Þorkell sagði: „Það vill vefjast fyrir útlendingum að stafsetja rétt mergjuð íslenskt heiti, ættuð úr Völuspá." Helgason, hrl., formaður, Árni Vil- hjálmsson, prófessor, og Gunnar R. Magnússon, löggiltur endurskoð- andi. Geir Jónsson, formaður Mjólkur- fræðingafélags íslands, sagði, að hann og félagsmenn sínir væru vitaskuld afar óánægðir með þessa niðurstöðu. „Það er ekki síst í ljósi þess, að þegar væri búið að „brjót- ast út úr ASÍ/VSÍ-samningunum“, samanber þá samninga sem gerðir hafa verið milli Félags starfsfólks í veitingahúsum og þeirra viðsemj- enda ogverkalýðsfélaganna í Álver- inu og Islenska álfélagsins," sagði Geir. Mj ólkurfræðingar f á ASI-samkomulag — samkvæmt niðurstöðum lögskipaðs kjaradóms Glæsileg skemmtun á góðu verði Kl. 20.00 — Húsið opnar með blómum, fordrykk og happdrættismiða handa matargestum. Kl. 20.45 — Hátíðarkvöldverður. Matseöill Púrtvínslöguö alifuglasúpa m/villikrydduöu 1 andarkjöti. Lambahnetusteik m/rjómasoÖnum, fersk- um sveppum. Piparmyntuis m/vinlegnum perum og rjóma. Skemmtiatriði: Nýjasta hár- og snyrtilínan frá CLEO, Garðabæ. Spennandi tískusýning undir stjórn Kolbrúnar Aðalsteinsdóttur. Keppendur um titilinn ungfrú og herra Útsýn sýna tízkufatnað frá Útilífi Glæsibæ, og verzluninni Bentínu; Laugavegi 80. Ungur, íslenzkur stórsöngvari, Guðbjörn Guðbjörnsson, tenór, syngur vinsæl ítölsk lög og óperuaríur. Danssýning: Fimirfætur — sýningarflokkurfrá Heiðari Ástvaldssyni. Hláturinn lengir lífið — Ómar Ragnarsson með nýjasta grínið. Stórbingó — 3 Útsýnarferðir. Fegurðarsamkeppni: Ungfrú og herra Útsýn ’86 valin og krýnd. Dans — Stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur til kl. 03.00. Tryggið ykkur þátttöku í þessari einstæðu skemmtun. Aðgöngumiðar og borðapantanir í Broadway, sími 77500. Góða skemmtun!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.