Morgunblaðið - 06.05.1986, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986
51
1
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11-12
FRÁ MÁNUDEGi
TIL FÖSTUDAGS
KiL
’Jy
Vinningsvon óvenjumikil
í landshappdrætti LHS
„Varla líður sá dagur, að ekki sé leitað til hjálparsveitanna um
aðstoð af einhverju tagi.“
Kæri Velvakandi
Sunnudaginn 4. maí sl. skrifar
einhver huldumaður grein í Velvak-
anda og skammast þar m.a. út í
landshappdrætti Landssambands
hjálparsveita skáta (LHS). Tölurnar
sem hann gefur upp í greininni eru
kengvitlausar. Útgefnir miðar í
happdrættinu eru 195.000 (en ekki
290.000 eins og segir í greininni).
Sú tala er fengin þannig, að öllum
landsmönnum á aldrinum 17 ára
til 76 ára eru sendir miðar. Þeir
eru ca. 163.000 talsins. Ennfremur
eru gefnir út ca. 32.000 miðar
ætlaðir til sölu fyrirtækjum og
stofnunum svo og í lausasölu.
Þannig verður þessi tala til. Nú er
það svo, að sérstakar reglur gilda
um happdrætti. M.a. er gert að
skyldu, að V6 hluti andvirðis út-
gefinna miða, skuli vera verðmæti
vinninga. Þannig er ávallt sama
vinningamagn hlutfallslega, sama
hversu margir útgefnir miðar eru.
Ef dæmi er tekið: a) utgefnir miðar
eru 10.000 á kr. 300 pr. miða.
Verðmæti samtals kr. 3.000.000.
Verðmæti vinninga 'A hluti, eða
kr. 500.000.
b) utgefnir miðar 200.000 á kr.
300.00 pr. miða. Verðmæti samtals
60.000.000. Verðmæti vinninga ‘/6
hluti, eða kr. 10.000.000. Sem sagt
verðmæti vinninga er hlutfailslega
ávailt það sama. Hins vegar er ekki
sama hvemig svona happdrætti eru
framkvæmd. Þar skiptir tvennt
mestu máli: fjöldi vinninganna og
hversu ákveðnir þeir eru, sem happ-
drættið halda, að koma vinningun-
um frá sér til vinningshafa. í happ-
drætti LHS eru óvenjumiklar vinn-
ingslíkur. Vinningar eru 3135 tals-
ins, þar af 135 stórvinningar.
Ekkert hliðstætt happdrætti hefur
boðið upp á slíkan fjölda vinninga
og reikningslega hafa þátttakendur
mestar vinningsiíkur í þessu happ-
drætti af öllum slíkum happdrætt-
um, þegar tekið er tillit til fjölda
útgefinna miða. LHS leggur sér-
staka áherslu á að koma öllum
vinningum út. Þannig eru allir
kaupendur skráðir, meira að segja
þeir sem kaupa miða í lausasölu eru
skráðir, til að hægt sé að láta þá
vita um vinninga.
í síðasta happdrætti LHS þar
sem í boði voru alls 95 stórvinning-
ar, komum við 41 vinningi út á
þennan hátt, sem var nokkum
veginn í hlutfalli við selda miða.
Það verður að segja eins og er, að
margir urðu hissa, þegar þeir vom
látnir vita af því, að þeir hefðu
unnið í happdrættinu. A sama hátt
verður unnið nú. Haft verður sam-
band við alla vinningshafa og emm
við að vonast til að koma út a.m.k.
1500 vinningum að þessu sinni. Við
viljum alls ekki sitja uppi með ósótta
vinninga, sem einhveijir eiga með
réttu.
Hjálparsveitir skáta em starfandi
á 21 stað á landinu og í þeim em
á annað þúsund manns starfandi.
Varla líður sá dagur, að ekki sé
leitað til sveitanna um aðstoð af
einhveiju tagi. í meira en 50 ár
hefur sú aðstoð verið innt af hendi,
án þess að nokkurn tíma hafi verið
farið fram á greiðslu eða umbun.
Þótt þetta starf sé ávallt unnið í
sjálfboðavinnu, kostar það engu að
síður mikla fjármuni á hveiju ári.
Sumar sveitanna, sérstaklega þær
sem starfa í fámennari byggðarlög-
um, hafa litla ijáröflunarmöguleika
og styrkur frá opinberum aðilum
er afar lftill. Þess vegna er nauðsyn-
í bréfí um upplag happdrættis-
miða í Velvakanda sl. sunnudag
stendur ranglega, að upplag miða
í happdrætti Landssambands hjálp-
arsveita skáta sé 290.000. Þessi
villa er til komin við vélritun á
handskrifuðu bréfi og er á ábyrgð
Velvakanda. í bréfínu er sagt, að
miðaverð í happdrætti HSI hafí
verið 150 krónur en upplag
legt að afla sveitunum Qár á ein-
hvem hátt. Happdrættisleiðin var
valin að þessu sinni. Við eram þess
fullvissir, að mikill fjöldi fólks vill
leggja þessu málefni lið og kaupir
af okkur happdrættismiða án þess
að hugsa nokkuð um það, hvort von
sé um vinning. Aðrir kaupa miða
einmitt í von um vinning. í þessu
tilfelli fer þetta tvennt ágætlega
saman. Fólk getur stutt gott mái-
efni, en um leið átt meiri möguleika
á að fá vinning, en nokkm sinni í
hliðstæðu happdrætti. Og meira en
það: Kaupendur geta treyst því að
LHS mun hafa samband við vinn-
ingshafana. Að lokum vill LHS
þakka almenningi fyrir veittan
stuðning og væntir þess að með
betur búnum hjálparsveitum, getum
við veitt enn betri þjónustu í neyð-
artilfellum.
Þegar á allt er litið, fara hags-
munir hjálparsveitanna og fólksins
í þessu harðbýla landi saman í öllum
atriðum.
Landssamband hjálparsveita
skáta.
290.000. í happdrætti LHS er
upplagið hins vegar 195.000 miðar.
Velvakandi biður hjálparsveitimar
afsökunar á þessum mistökum, en
ítrekar jafnframt við þá sem hand-
skrifa bréf sín að skrifa greinilega
svo ekki sé hætta á mislestri sem
þessum. Jafnframt birtist hér grein-
argerð frá LHS um happdrættið.
195.000 - ekkí 290.000
Kaffihlaðborð
Glæsilegt kaffihlaðborð Fáks-
kvenna verður í félagsheimili
Fáks á Víðivöllum fimmtudaginn
8. maífrá kl. 14.30-18.00.
Sýning á stóðhestum fer fram milli kl.
15-17sama dag.
Allirvelkomnir. Kvennadeild Fáks.
Hvítasunnu-
kappreiðar
Fáks
fara fram á skeiðvelli Fáks dagana 15., 16., 17.
og 19. maí n.k. Keppnisgreinar verða A og B flokk-
ur gæðinga, unglingar, yngri og eldri, töltkeppni,
300 m brokk, 150 m skeið, 250 m skeið, 250 m
stökk, 350 m stökk, 800 m stökk.
Skráningargjald er kr. 400.-
Unglingarfáfrítt.
Tekið á móti skráningu á skrifstofu félagsins.
Síðasti skráningardagur 9. mai.
Mótanefnd
E. TH. MATHIESEN H.F.
BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRDI, SIMI 651000.
Við eígum til afgreiðslu strax örfáa KIAMASTER
sendibíla á einstöku verði. KIAMASTER eru
MAZDA sendibílar, samsettir í Suður-Kóreu:
Verð: Lokaður sendibíll með 2200 cc dieselvél Lokaður sendibíll með 1600 cc bensínvél gengisskr. 29.4.86 kr. 384.000 .... kr. 373.000
Nú er um að gera að hafa hraðar hendur því að-
eins er um fáa bíla að ræða.
mayna bílaborg hf. ■ ■ Smiðshöfða 23 sími 6812 99