Morgunblaðið - 06.05.1986, Page 5

Morgunblaðið - 06.05.1986, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986 5 Flugleiðir Hækkunin nær ekki til ferða til og frá íslandi NOKKURS misskilnings hefur gætt í kjölfar viðtals við Sigfús Erlingsson í Morgunblaðinu á laugardaginn um hækkanir Flugleiða á fargjöldum á Atlants- hafsleiðinni. „Mjög margir hafa hringt í sölu- skrifstofur okkar og viljað flýta för sinni áður en fargjaldið hækkar. íslendingar þurfa ekkert að óttast í þessum efnum því hækkunin nær ekki til ferða til og frá íslandi, hún kemur aðeins á fargjaldið milli New York og Lúxemborgar," sagði Sæmundur Guðvinsson, blaðafull- trúi Flugleiða, í gær. Rainbow-málið Engin viðbrögð af hálfu banda- ríska utanríkisráðuneytisins ENGIN viðbrögð hafa komið frá bandaríska utanríkisráðuneytinu við þeirri ákvörðun Matthíasar A. Mathiesen utanríkisráðherra að afþakka komu bandarísku sendinefndarinnar undir forystu Edwards Derwinskis til Islands til viðræðna um lausn Rainbow-málsins svo- kallaða. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á miðvikudaginn í síð- ustu viku telur Matthías hugmyndir Bandaríkjmanna um lausn máls- ins svo rýrar að ekki hefði þjónað neinum tilgangi að halda viðræðu- var við nein viðbrögð af hálfu Bandaríkjamanna þegar blaðið hafði samband við hann nýlega. Hörður sagðist búast við að nokkur bið yrði á viðbrögðum af hálfu Bandaríkjastjomar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Morgunblaðinu ekki tekist að ná sambandi við Derwinski eða annan talsmann bandarísku sendi- nefndarinnar. Sendiherra Bandaríkjanna á ís- landi, Ruwi, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann gæti því miður ekkert um málið sagt. Hörður Bjamason í sendiráði Islands í Washington sagðist ekki hafa orðið Nýir yfirmenn á Tímanum Norðurhluti Árbæjarstíflu endurbyggður MIKLAR endurbætur standa nú yfir á norðurhluta Arbæjar- stíflu. Er hér um mun meiri framkvæmdir að ræða en í fyrra er suðuhluti stíflunnar var lagfærður. Þá var steyptur þéttiveggur og styrktarveggur innan á stíflunna og yfirborð hennar lagfært. Norðurhluti Arbæjarstíflu hef- ur verið brotinn niður og verður byggð ný stífla í stað þeirrar gömlu, að sögn Bjöms Haralds- sonar kerfisstjóra hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Vatnsrennsli Elliðaánna er stjómað með lokum í norðurhluta stíflunnar og vom gömlu lokurnar mjög illa famar af tæringu og ryði. Þqár nýjar lokur verða settar í stífluna og er nýi lokubúnaðurinn mun full- komnari en sá gamli. Lokurnar verða undir vatni og upphitaðar og eiga því ekki að geta frosið fastar, eins og gömlu lokumar vildu gera. Þær em einnig með vökvalyftibúnaði sem auðveldar mjög að opna þær t.d. í flóðum. Þá er hægt að opna þær á skemmri tíma og dreifa vatninu fyrr en ella. Framkvæmdir við Árbæjarstífl- una hafa nú staðið yfir í hálfan mánuð og er reiknað með aðþeim verði lokið síðast í október. Aætl- aður kostnaður við verkið er tæpar 10 milljónir króna. Elliðaárstöðin er lokuð á hveiju ári frá apríllokum fram í miðjan október vegna laxveiða í ánum. Bjöm sagði að laxinn gengi í suðurkvíslina og í gegnum botn- loku í suðurhluta stíflunnar og ætti því viðgerðin ekki að hafa áhrif á laxagengd og veiðar í Elliðaánum í sumar. Veðurfar vetrarins hagstætt um allt land: Snjóléttasti vetur í Reykjavík frá 1978 NÝLIÐINN vetur er sá snjólétt- TVEIR nýir yfirmenn hafa tekið við störfum á ritstjórn dagblaðs- ins Tímans. Oddur Ólafsson, sem verið hefur blaðamaður á Tíman- um í rúmlega tvo áratugi, tók við störfum aðstoðarritstjóra hinn 1. maí og Eggert Skúlason blaða- maður tók á sama tíma við störf- um aðstoðarfréttastjóra. Ritstjóri Tímans er Níels Arni Lund og fréttastjóri er Guðmundur Her- mannsson. Þá hefur Kristinn Finnbogason formlega tekið við framkvæmda- stjórn blaðsins. Hann hefur gegnt starfinu síðan í ársbyijun þegar horfið var frá notkun á nafninu „NT“ og Framsóknarflokkurinn og framsóknarfélögin í Reykjavík tóku við útgáfu Tímans. Kristinn var framkvæmdastjóri blaðsins um nokkurra ára skeið á síðasta áratug. asti í Reykjavík frá 1978 þrátt fyrir að mars hafi verið einhver sá snjóþyngsti um 20 ára skeið samkvæmt upplýsingum frá veð- urstofunni. Veðurfar vetrarins var annars hagstætt um allt Iand. Talsverðir umhleypingar voru þó í nóvember og mars en oft lang- varandi blíðviðri í öðrum mánuð- um. Til dæmis reyndist nýliðinn aprílmánuður vera hlýrri en í meðalári þrátt fyrir hret um miðjan mánuðinn og frost fyrstu dagana. Hitastig vetrarins mældist nálægt meðaltali áranna 1951 til 1980 bæði í Reykjavík og á Akureyri. Desember var þó kaldur en febrúar hlýr. Úr- koma var nálægt meðallagi á báðum stöðunum en þó nokkuð misskipt. Þannig var desember úrkomusamur á Akureyri, en þá var óvenju þurrt í Reykjavík. Ovenju þurrviðrasamt var á Akureyri í febrúar en mjög úrkomusamt í mars í Reykjavík. Nokkrum sinnum hvessti talsvert en yfirleitt voru veður ekki hörð. Mest kvað að óveðrum um miðjan nóvem- ber um stóran hluta landsins og urðu þá allmiklar skemmdir. Einna mest var um hvassviðri suðaustan- lands bæði síðari hluta janúar og mars og varð oft tjón á raflínum vegna ísingar. Fremur snjólétt var á landinu lengst af. Öðru hvoru snjóaði talsvert allra syðst á landinu og suð- austanlands. Talsverður snjór var norðaustanlands framan af vetri og á Suðvesturlandi snjóaði talsvert eftir miðjan mars, eftir óvenju snjóléttan vetur fram að því. Í apríl var meðalhitinn í Reykja- vfk 3,6 stig, en það eru 0,3 stig yfir meðallagi áranna 1951 til 1980. Á Akureyri var meðalhitinn 2,4 stig, sem er 0,7 stigum yfir meðallagi áranna 1951 til 1980. Á hálendinu á Hveravöllum var meðalhiti - 2,7 stig í mánuðinum. Úrkoman var minni en í meðalári bæði í Reykja- vík og á Akureyri, 46 mm í Reykja- vík og 28 mm á Akureyri. Úrkomu- samt var á Hjarðarnesi við Homa- fjörð, þar mældust 136 mm. Sólrík- ara var í Reykjavík heldur en venja er til og mældist sólskin í 161 klukkustund sem er 25 klukkustund- um umfram meðaltal en á Akureyri mældust 101 sólskinsstund sem er 17 klukkustundum undir meðaltali. Jörð var alhvít einn dag í Reykjavík, 16. apríl, en 6 daga á Akureyri í sama mánuði. sýnir hinn frábæra söngleik SÖHGLEíKURlHH sunnudagskvöldið 11. maí nk. kl. 21 Einstakt tækifæri til ad sjá gott stykki Borðhald hefst kl. 20.00 Hljómsveitin Sjöund leik- ur fyrir dansi Matseðill Rækjupaté Lamba-roast-steik m/villikrydduðum sveppum ís m/jarðarberjum og rjóma Miðasala og borðapantanir í Broadway daglega kl. 11-19 Sími 77500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.