Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1986 43 Með henni er kvödd mikilsvirt og elskuleg kona sem lét ekki mikið á sér bera en vann lífsverk sín í hljóð- um dugnaði og var ákveðin í kær- leika til heimilis síns og nágrennis. Fyrir réttum 10 árum átti ég þeirri gæfu að fagna að tengjast þessari elskulegu konu fjölskyldu- böndum og að ala dóttur mína, nöfnu hennar, upp í skjóli og umhyggju heimilis hennar og Stef- áns Guðmundssonar eiginmanns hennar að Eystri-Hól. Eitt af einkennum Helgu var hin eðlislæga gestrisni og greiðvikni og hve sönn og fræðandi hún var um lífsbaráttu kynslóðar sinnar sem flestum nú er svo framandi. Helga fæddist að Litlu Tungu í Holta- hreppi 25. september 1905. Árið 1926 kvæntist hún eftirlifandi eig- inmanni sínum, Stefáni Guðmunds- syni, og bjuggu þau óslitið að Eystri-Hól til ársins 1979 er þau fluttu til Reykjavíkur. Eins og flestir af kynslóð Helgu háði hún lífsbaráttuna við aðstæður síns tíma. Hún bar gæfu til að njóta þess lífsvilja og atorku sem veitti henni og heimili hennar öryggi og trausta vináttu nágranna sinna. Einlæg samheldni þeirra hjóna og órofa tengsl þeirra við átthaga og heimabyggð voru ríkir áhrifa- valdar á allt lífsmynstur þeirra. Helga átti hin síðari ár við heilsu- brest að stríða, en lét erfiðleika aldrei buga sig og naut frábærrar umhyggju eiginmanns síns og tengdamóður minnar, Jóhönnu, sem er einkabam þeirra Stefáns. Helga fékk þá ósk sína uppfyllta að njóta samvista við fjölskyldu sína svo lengi sem auðið var. Eins og dóttir mín Helga var langömmu sinni ljósgeisli ævinlega og þó ef til vill sérlega hin síðustu ævimiss- eri, þá verður minningin um þessa látnu heiðurskonu baminu besta veganestið sem ég hefði getað kosið baminu mínu. Ragnheiður Sumarliðadóttir Minning: Jóna Guðbjörg Sigurðardóttir Fædd 21. október 1905 Dáin 25. apríl 1986 I dag, þriðjudaginn 6. maí, verður til moldar borin elskuleg amma okkar, Jóna Guðbjörg Sigurðardótt- ir. Með örfáum línum langar okkur dætradætur hennar að þakka henni alla þá ást og umhyggju sem hún sýndi okkur alla tíð. Sem böm nutum við þess allar að búa í sambýli við ömmu og afa á Kársnesbrautinni. Við sóttum til þeirra ást, hlýju og öryggi. Afi okkar, Kristján Karl Péturs- son, lést árið 1972, aðeins 61 árs að aldri. Eftir lát hans bjó amma ein að Þverbrekku 4 í Kópavogi. Við sem nú emm orðnar fullorðn- ar og eigum sjálfar böm gemm okkur það æ betur ljóst hversu dýrmætt það er að fá að alast upp með ömmu og afa. Amma, sem alltaf var heima, huggaði okkur og leiðbeindi, umvafði okkur ástúð og skildi allt. Litla Magga Steina, langyngsta barnabamið, augasteinn ömmu sinnar, huggar sig við það að amma sé komin til hans afa og taki á móti okkur hjá guði þegar við deyjum. Við emm þakklátar fýrir árin sem amma var meðal okkar og við minnumst hennar með ást og virð- ingu. Við söknum hennar sárt. Hvert andartak verður að ári hver einasta hugsun að sári hver tilfinning að tári. Drífa, Heiður, Linda og Jóna Björk. Jóna andaðist á heimili sínu 25. apríl síðastliðinn. Á sumardaginn fyrsta, daginn áður, hafði hún kaffi og pönnukökur fyrir fólkið sitt og gat enginn merkt að þetta væri hennar síðasti dagur. Jóna Guðbjörg fæddist á Þor- t Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðirog afi, KNÚTURRAGNARSSON, Aratúni 20, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Dómkirkunni miðvikudaginn 7. maí kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd eða Krabbameinsfélagið. Ágústa Sigurðardóttir, Kristján Knútsson, Sigurður Knútsson, Valgerður Knútsdóttir, Jón S. Knútsson, Sigurbjörg Magnúsdóttir, Agnar Einar Knútsson, Harpa Bragadóttir, Guömundur Sigurðsson, Björg Jóhannsdóttir og barnabörn. steinsstöðum í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hennar vom Guðrún Jónasdóttir, fædd í Ystuvík í Grýtubakkahreppi og Sigurður Valdimar Guðmunds- son, fæddur á Breiðabóli á Sval- barðsströnd. Þau áttu 6 börn: Jón- as, Svövu, Ásgeir, Jónu, Áma og Marfríði. Af systkinahópnum em þær systumar Svava og Marfríður eftirlifandi. Er Jóna var sex ára fluttu for- eldrar hennar til Akureyrar. Hún var einn vetur á Húsmæðraskólan- um á Blönduósi en fór síðan til Reykjavíkur 24 ára. Hún fór að vinna í Smjörlíkisgerðinni í Reykja- vík og kynntist þar Kristjáni Karli __ Péturssyni frá ísafirði. Þau gengu í hjónaband 1934 og fluttust til ísafjarðar og áttu þar heimili til 1948. Þau eignuðust þrjú böm: Gerði Petm, Gunnar Sigurð og Margréti Hólmfríði. Gunnar andað- ist 1984. Jóna og Kristján bjuggu í Reykja- vík þar til þau fluttu í vesturbæinn í Kópavogi 1956 en þar höfðu þau byggt sér hús, en 1971 fengu þau hjónaíbúð á Hrafnistu. Kristján Karl andaðist 1972. Jóna flutti þá í íbúð í Þverbrekku 4 í Kópavogi. Þar bjó hún sér fallegt heimili og var oft fjölmennt hjá henni í litlu íbúðinni. Hún sýndi bömum sínum, bamabömum og bamabamabörn- um mikla umhyggju og allt vildi hún fyrir þau gera. Hún hafði heim- sótt dótturdóttur sína, Heiði, sem búsett er í Noregi, fyrir tveimur ámm og hafði í huga að heimsækja hana í annað sinn í sumar. Erfitt er að lýsa svo vammlausri konu sem Jónu svo að eitthvert vit sé í. Hún vildi öllum gott gera; gestrisni, góðvild og gætni í návist hverrar sálar var hennar aðal. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þess kost að kynnast Jónu síðustu æviár hennar. Ég kveð hana með söknuði. „ ,, n Guðlaugur K. Guðmundsson t Okkar innilegustu þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför sonar okkar, bróður og mágs, HERMANNS SÆVARS GUÐMUNDSSONAR, Sjónarhóli, Grindavfk. Guðmundur Þorsteinsson, Ámý Enoksdóttir, Þorsteinn Guömundsson, Aidfs Einarsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Helgi Þór Magnússon, Þorvaldur Guðmundsson, Birgir Guðmundsson, Bragi Guðmundsson, Þórlaug Guðmundsdóttir. Við auglýsum eftir áhugamönnum um körfuknattleik Flugleiðir bjóða ykkur skemmtilega körfuknattleiksferð til Liege í Belgíu, en þar fer fram Evrópumeistaramót landsliða (B-keppni) ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ KEPPIR Ferðaáætlun Fimmtudagur 15. maí - Flogið til Luxemburg Rútuferð til Liege ^ „ Gist á Holiday Inn 15. ~ 20. mai „ x _ , „ _ Hrópað, kallað og trallað landsliðið hvatt til dáða!!! Miðvikudagur 21.maí: Til baka með rútu og flugi. Fararstjóri: Gunnar Gunnarsson fyrrverandi landsliðsmaður. Verð Ekki nema 16.688 krónur og flugvallarskattur til viðbótar. Innifalið: Flug, rútuferðir, gisting m/morgunmat. Mottó Þessi ferð er peninganna virði! Skrásetning er hafín á söluskrifstofum Rugleiða. PS.Sumarparadísin Biersdorf er aðeins í 2ja klst. fjarlægð frá Liege. Þú gætir alveg eins gist þar. FLUGLEIDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.